Þjóðólfur - 27.08.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.08.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. ágúst 1909. Jú 36. Nýkomið mikið úrval af vefnaðarvöru: T. d. Dömuklæði úr ull, 1,40—2,30. Alklæði 3,00—3,80. Sængurðúkur, tvíbreiður, 0,90—1,60. Lífstykkin ágætu, með gormi, 1,20—2,30. Heklugarn, rj. 0,08—0,16. Hvítt Bomesi, 0,36—0,50. Ágætt Stumpasirs, langir bútar. I‘ykk nærföt fyrir drengi. Karlmanna-, unglinga- og drengjaföt á 4,50—33,00, og m. fl. fræðstumál barna. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. II. Eg vlldi óska, að óvinir fræðslulag- anna vildu lesa rækilega ritgerð Páls heit. Briems í Lögfr. árin 1900 og 1901 (nið- urlagið er í »N.-Kirkjublaði« 1906): íMenntun barna og unglinga« og ennfremur erindi Einars Hjörleifsson- ar í Tímar. Bókmfél. 1900: »Alþýðu- menntun hér á landi. í báðum beim ritgerðum er ástandinu lýst svo rétt og málið rætt svo rækilega og með þeim helga alvöruþunga, sem því er samboðið, að óltklegt er, að mennirnir léti eigi sannfærast og sæi villu sína, svo framar- lega, sem nokkuð getur sannfært þá. Og sannfærzt geta menn optast, ef sarnvizk- unni er lofað að ráða og eigingirnishvat- ir eigi stela burtu vitinu. Það hefur verið almenn umkvörtun, og hún eflaust á rökum bygð, í öllum sér- skólum landsins, er taka við mönnum til frekari íræðslu eptir barnsaldurinn, að nemendurnir séu fjöldamargir svo hörmu- lega illa að sér, að það tefji kennsluna stórum og standi nemendunum mjög fyrir þrifum að hafa not fræðslunnar. Þessar raddir heyrast frá kennurum gagnfræða- skólanna, bændaskólanna, kvennaskólanna o. s. frv., og það er von að svo sé, því þegar undirstöðuna, góða barnamenntun, vantar, þá er eigi von, að vel fari, held- ur leikur þar allt á lausu. Eigi hefur al- þýðufólk, margt hvað, heldur full not af bókum þeim og blöðum, sem það er að kaupa og lesa. Af því börnin eru ekk- ert frædd um verk stjórnarvaldanna í landinu, skilur það eigi stjórnmálagrein- ar, og af því fræðslan í landafræði hefur engin verið, hefur það ávalt lítil og stund- um engin not af fréttum frá fjarlægum stöðum, Sama er og, ef skýrt er frá at- burðum á umliðnura tímum, að þar fylg- ist fólkið alls eigi með, af því engin hef- ur sögufræðslan verið, og sömuleiðis skil- ur það eigi alþýðlegar ritgerðir í nátt- úrufræði, búnaðarmálum og heilsufræði og öðru þess háttar, af því engin kennsla er börnunum veitt f náttúruvísindum. Það er eigi einu sinni svo um fjölda tólks, að það geti heitið viðunanlega læst og er þá eigi við góðu að búast, en svona er nú þessi hálofaða heimafræðsla. Einhverstaðar í blöðunum, ásamt öðrum fjarstæðum í þessu máli, hef eg séð því haldið fram, að fræðslu eigi heldur að veita í unglingaskólum á árunum 14—18. En það eru einmitt árin frá 10—14, sem ber mest að nota til náms, því á þeim kafla æfinnar hafa menn lítið sem ekkert annað að gera við tíma sinn, en undir eins á árunum 14—18 koma annirnar, sem gera flestum ókleift að afla sér þá menntunar, enda seint, að fara þá fyrst að fá barnafræðslu. Barnaskólarnir eru fyrir allan almenning, en unglingaskól- arnir, enn sem komið er, og einkum sér- skólarnir geta aldrei orðið nema fyrir fáa útvalda menn, er hamingjan hefur lagt allt það í hendurnar: námfýsi, fjármuni og tíma. Barnamenntunina í landinu má sízt minnka, heldur miklu fremur auka. En þar að auki þarf endilega að koma upp unglingaskólum, svo sem einum í hverjum landsfjórðungi, til upprifjunar á því, er áður var lært, og svo framhalds- náms, eptir 14 ára aldursmarkið, því ann- ars er hætt við, að margt af þvf, sem í barnaskólunum var lært verði gleymt, þá er menn eru orðnir fulltíða, eða svona um 20 ára. Námstíminn í þeim skólum ætti að vera lögákveðinn einn vetur, þeg- ar menn eru á 17. eða 18. ári, og það er j rétt, að menn kosti þar veru sfna sjálfir, | en kennslan sjálf á auðvitað, eins og öll fræðsla, að vera ókeypis. Fyrst um sinn yrðu þá þessir skólar til framhaldsnáms eptir 14 ára aldur, fyrir þá, er löngun hafa og getu til meira lærdóms, en barnaskól- ar veita, en svo með framtfðinni þyrfti að skylda alla, konur sern karla, að ganga í þá, svo sem 5 mánaða tfma. Raunar taka bændaskólarnir, stýri- mannaskólinn, alm. mentaskólinn og fleiri sérskólar við mönnurn eptir 14 ára aldur til frekari fræðslu, en hún stefnir mest- megnis að því, að búa menn undir ein- hverja ákveðna lífstöðu, en veita eigi þá almenna fræðslu, er öllum má gagnast, hver sem lífsstaðan verður. Unglinga- skólarnir eru því nauðsynlegir, og þeim á að koma upp, án þess að eyðileggja barnafræðsluna. Hún er einmitt grund- völlurinn til að geta notað þá og svo líka sérskólana. Allir ættu að sjá, að það myndi verða ofseint að fara fyrst eptir 14 ára aldur að byrja á barnaskóla- námi og beiðast síðan að þvf loknu inn- töku í einhvern af æðri skólunum. Manns- æfin er svo stutt, að eigi veitir af að nota tfmann vel. Einhver afleitasta uppástungan, sem fram hefur komið í þessu lýðfræðslumáli, þótt margt kynlegt hafi sést þar, er uppá- stungan um að sameina kennara- og presta- embættin í eitt. Fyrst er nú það, að með þessu yrði allt tómt hálfverk, ann- aðhvort yrði kennarastaðan höfð í hjá- verkum eða þá þrestsskapurinn, en hitt fyrir aðalverk, sem þó yrði ávalt mjög ófullkomlega gert. Þótt einstaka maður kunni að vera svo fjölhæfum gáfum búinn, að hann geti gefið sig við mörgu, sem hvert um sig er ærið nóg lífsstarf, þá er flestum þó svo háttað, að þeim er nóg að hafa eitt verk með höndum og veitir þó tíðum eigi af, að óaðfinnanlega sé leyst af hendi. Það er margur maður vel lagaður til að kenna, þótt óhæfur sé til prestskapar og á hinn bóginn rnargur vel lagaður til prestskapar, sem er óhæf- ur barnakennari. Það er og öldungis ósæmilegt, að hlaða með lögum á presta veraldlegum störfum, svo sem skóla- kennsla jafnan er. Svo er og hitt, að þótt einhver sé ágætismaður, er alveg ó- víst, að hann sé góður kennari. Enginn vandi f lífinu er meiri, en að vera góð- ur kennari, og er raunalegt, að menn a vorum tímum skuli eigi skilja slfkt, held- ímynda sér, að allir, er eitthvað hafa sjálfir lært, geti vel sagt börnum til. Nei, til barnakennslunnar þarf menn með al- veg sérstökum hæfileikum og með sér- stakri menntun, og þeir verða aðallega að gefa sig við því starfinu einu. Vanti þetta, verður aldrei góð mynd á barna- fræðslunni. Þetta hafa og allar útlendar þjóðir með mótmælendatrú séð vel og hinar svo lært það af þeirn, en Islend- ingar virðast eiga það ólært ennþá, þótt þeir kenni sig við Lúther, menntafröm- uðinn mikla. í öðru lagi er hættvið, að sundrung mikil milli manna í fræðslu- héraðinu, gæti risið út af þessari sam- einingu, því trúmennirnir myndu verða fljótt óánægðir með, að prestskapurinn yrði hjáverk við annað starf, og heimt- uðu, að prestkennarinn væri sem mest prestur, en trúleysingjarnir yrðu óánægð- ir með, að kennarinn væri jafnframt hinu starfinu að gefa sig við trúmálum og prestsverkum. og heimtuðu, að kennslan yrði eina starfið, en ekkert meðfylgju- verk. I þriðja lagi gæti þetta íyrirkomu- lag beint orðið skaðvænt andlegu frelsi í landinu, því vel getur hugsazt, að trúar- ofstækisalda grípi presta og söfnuði, og væri þá illt, að allur æskulýðurinn væri í höndum slíkra presta. Reynslan hefur jafnan sýnt, að það er varasamt, að veita forstjórum trúmálanna mikil völd, því svo sem eðlilegt er, þar sem trúin er heitasta hjartans mál og tilfinninga alls þorra manna, þá verða slíkir forstjórar vægðar- lausustu ofsóknarar allra frávíkjandi skoð- ana. Þetta gæti því orðið til að skapa hið skæðasta klerkaveldi, sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð, klerkaveldi, er hefði kjósendur, stjórn og alþingi alveg í vasa sfnum. í fjórða lagi er þetta spor í öfuga átt við aðskilnað ríkis og kirkju, sem er sjálfsagður hlutur og hlýtur að gerast innan skámms, en ekkert væri fremur til að reyra þau saman og skapa, eigi ríkiskirkju, heldur kirkjuríki, en þettta fyrirkomulag. Uppástungan er því einn af þessum voðalegu glapstigum í málinu, sem geta verið margir, en vegur sann- leikans getur eigi verið nema einn, og hann er sá, að mennta börnin í þar til gerðum stofnunum, er hafi sérstaka starfs- menn, svo sem allar aðrar þjóðir gera, og hafa eigi getað fundið neitt annað ráð til. Báðherrann korn í fyrra kvöld með Thorefélagsskip- inu »Ingólfi«, beina leið frá Björgvin, Var 4 sólarhringa á leiðinni þaðan. Með sama skipi komu og synir hans, Sveinn yfirréttarmálafærslumaður og Ol- afur cand. polit. með konu sinni, frú Borghildi Pétursdóttur (Thorsteinsons kaupmanns). Nýja guðfræðin vestaiafs. Sögulegt kirkjuþing. Klofningur i kirkjufélaginu. Eins og kunnugt er, hefur þeim forn- vinunum séra Jóni Bjarnasyni íWinnipeg og séra Friðrik Bergmann lent saman í trúmáladeilu síðustu árin, út af ólíkum skoðunum þeirra á gildi heilagrar ritn- ingar. Séra Friðrik hefur aðhyllzt hina svonefndu nýju stefnu í guðfræðinni, er á síðari árum hefur mjög rutt sér til rúms í kirkjunni, einkum lútersku kirkj- unni, víðsvegar um heim, og er Reginald Campbel), Lundúnapresturinn nafnkunni, einna helzti og mælskasti forveri þeirrar stefnu. En hinum gömlu rétttrúnaðar- mönnum stendur stuggur af þessari hreyf- ingu, og ekki fjarri, að þeir telji fylgis- menn hennar í flokki villutrúarmanna, eða skynsemistrúarmanna að minnsta kosti. Og séra Jón Bjarnason hefur vitanlega verið einhver hinn harðfylgnasti mótstöðu- maður þessarar stefnu vestanhafs, og guð- fræðingarnir hér heima, er á síðustu tfmum hafa gengið þessar nýju götur (t. d. séra Haraldur Níelsson, séra Jón Helga- son og enda Þórhallur biskup) hafa fengið ýms harðyrði og hnútur allóvægilegar hjá séra Jóni í »Sameiningunni«. En svo er þó að sjá, sem þeir séu að verða fleiri og fleiri þar vestra, er hafi fallið frá síra Jóni og hinni gömlu bókstafstrú. Það sýndi sig meðal annars í því, að í fyrra var séra Jón ekki endurkosinn forseti kirkju- félagsins, og sögðu kunnugir, að hin svæsnu ummæli hans á kirkjuþinginu þá um mótstöðumenn hans, hafi átt allmikinn þátt í því. Að vísu var séra Friðrik þá sagt upp stöðu hans(íslenzku-kennslu) við Wes'eyskólann, svo að þar fékk hann að kenna á harðræði félagsins. Sfðan hefur óvild allmjög þróast þar vestra út af mál- um þessum, millum fylgismanna séra Jóns annars vegar, og séra Friðriks hins vegar, Munu hvortveggja hafa búið sig undir snarpan bardaga á kirkjuþinginu nú í ár, er haldið var í Winnipeg síðustu daga júnímánaðar. Voru þar saman komnir fleiri kjörnir erindrekar og fleiri prestar en á nokkru öðiu kirkjuþingi, er íslenzkir Lúterstrúarmenn hafa haldið þar, eða um 70 manns alls. Var séra Jóns Bjarnasonar flokkur þar í yfirgnæfandi rneiri hluta, 49 móti 23. Og voru þá auðsæ forlög Kartagóborgar. Fiéttaritari »Heimskringlu« hefur í blað-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.