Þjóðólfur - 27.08.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR.
um, að »viljí hans er ekki lengur alvald-
ur, né orð hans lagaboð« í trúmálum þar
vestra, eins og lengi virðist hafa verið.
En virða má það við manninn, að hann
hefur spyrnt á móti brodditnum í lengstu
lög, og ekki látið hugfallast, þótt óbyr-
lega blési. Er og margt vel um mann-
inn, þótt óbilgjarn hafi þótt og ofsafeng-
inn um of við mótstöðumenn sína. Hef-
ur honum opt og eigi að ófyrirsynju ver-
ið brugðið um blint ofstæki og skort á
stillingu og jafnaðargeði, er drottins þjóna
má sízt bresta. En þrátt fyrir alla skap-
bresti séra Jóns Bjarnasonar, eru þar
vestra engir jafnokar hans i klerkastétt,
og enginn, sem fær sé um að standa í
því stímabraki, er hann hefur staðið í,
eða halda þar uppi merki hans. Má og
vera, að hann verði einna »síðastur á
skansinum« til að verja gamla rétttrúnað-
inn, bókstaflegu biblíutruna i fullri al-
vöru og af sannfæringu, því að enginn
efast um, að séra J. B. meini það, er
hann segir. Og ekki er hann ámælis-
verður, þótt hann verji virkið, meðan
honum endist þróttur og verji það með
þeirri aðferð, er honum finnst áhrifamest.
Miklu gauðarlegra að gefa vörnina upp
og ganga í flokk niðurrits-mannanna, »f
ótta fyrir því, að verða ofurliði borinn,
og talinn ófrjalslyndur, þröngsýnn kreddu-
trúarprédikari. Annars væri full ástæða
til að taka til athugunar útbreiðsluaðferð-
ir og prédikanir sumra forkólfa nýju
stefnunnar, og hvort ómaksins vert sé í
raun réttri fyrir ríkið, að leggja hart á sig til
að ala sérstaka stétt manna í landinu til að
útbreiða og gróðursetja þann »kristindóm«,
sem enga sérmenntun þarf til að flytja,
þar sem hann er miklu meira byggður á
eigin hyggjuviti og almennum siðfræðis-
setningum, en á nokkru vísindalegu kerfi,
eða ákveðnum guðfræðiskenningum. Hver
meðalgreindur, óguðfróður maður, getur
því verið góður og gildur prédikari nýju
stefnunnar. »Nýja guðfræðin* er svo
dæmalaust handhæg og svigrúmið svo
gott og mikið í ýmsar áttir, þá er hver
skýrir ritninguna eptir sfnu eigin hyggju-
viti, eigin geðþótta, eptir því, sem hon-
um finnst brotaminnst og skemmtilegast,
án þess að vera fjötraður af ák/eðnum
trúarreglum. En »nýja stefnan* hefur nú
einmitt byr undir báða vængi. Hún
dregur fleiri og fleiri með sér ómótstæði-
lega og það suma hverja, er fastast hafa
áður staðið á gamla grundvellinum.
»KenningarfreIsi«, »sjálfstæð rannsókn
ritningarinnar«, »ótakmarkað frjálslyndi í
trúarefnum* og »drottinvald skynseminn-
ar« o. s. frv., það eru orð, sem óma fyr-
ir eyrum manna á síðari tímum. Og
fjöldinn þyrlast með í þessum arnsúg, er
»nýja guðfræðin« dregur í fluginu. Og
flestum verður Ijúft að fylgja straumnum
og láta nýja kenningarþytinn svipta sér
fram og aptur eins og laufblaði, en spyrna
alls ekki í þúfurnar og spýta í lófana,
eins og séra Jón Bjarnason. En hvorir
eru betri? Eru ekki öfgarnar beggja
vegna og engu minni í hinum »nýja
sið«? Fer svo opt, þá er um ein-
hverja þýðingarmikla nýjung er að ræða,
að umbótamennirnir gæta ekki jafnan
hófs, og ganga feti framar en þörf er ó.
Til þess að »nýja stefnan« hafi verulega
holl og bætandi áhrif á kirkjulífið og
kristna trú yfirleitt, verður hún að hafa
einhverjar fastar skorður, erekki má ganga
út fyrir. Það má ekki gefa svo lausan
tauminn, að kenningin verði komin undir
geðþekkni hvers einstaks. Framsóknin og
apturhaldið, eða íhaldið réttara sagt, verð-
ur að vera nokkurn veginn í jafnvægi,
til þess að varna því, að of geyst verði
farið. Öll gönuskeið eru til óbóta, ekki
slður í trúarefnum en annarstaðar. Það
veitti sannarlega ekki af að opna glugg-
ana og láta hreint, nýtt lífslopt streyma inn
í kyrstöðulopt bókstafstrúarinnar, en vind-
urinn má ekki verða svo mikill, að hann
svipti burtu þeim höfuð-máttarstoðum, er
meginásar kristinnar trúar hafa hvíltoghvíla
enn á í trúarmeðvitund alls þorra þjóðar-
innar eða þess hluta hennar, sem enn
lætur sér ekki á sama standa um þau
efni, og sá hlutinn er fjölmennur enn.
»Nýja guðfræðin« á að hafa vekjandi,
lífgandi, en ekki veikjandi, sljófgandi á-
hrif á trúarlífið. Hlutverk hennar er gott
og göfugt í sjálfu sér, og allir frjálslyndir
menn munu fagna þeirri hreyfingu, ef
hún verður það, sem hún eptir eðli
slnu á að vera: nýr andvari heilsusam-
legra lílslopts i kirkjunni. Það er hollt og
heilsusamlegt.aðlosa fólkið undanbókstafs-
þrælkun óviðurkvæmilegra kenninga, en
það verður jafnframt að gæta þess, að
ganga ekki svo langt, að 1 öfgar fari, að
alveg snarist um, því að það er þjóðfé-
, laginu naumast hollt.
X.
Mverskir jarteinamenn.
(Þýtt úr »Kringsjá«).
Indland hlýtur að vera kynjaland. Dag-
lega flytjast þaðan frásögur um tákn og
kraptaverk, um menn sem ráða yfir öll-
um lögum náttúrunnar, afnema verkanir
þyngdarlögmálsins og leika sér með tíma
og rúm, já, svo að segja afmá takmörkin
milli lffs og dauða.
Einhver hinn frægasti indverski töfra-
maður er mjög vel lærður maður, að
nafni Ihingan. Hann er ungur maður,
milli tvftugs og þrítugs, fríður sýnum og
rammur að afli. Hann er Brahmatrúar
og heldur nákvæmlega hin ströngustu at-
riði þeirra trúbragða. Hann lifir einung-
is á jurtafæðu, neytir aldrei víns í neinni
mynd og fastar hvern þriðjudag. Hann
er ágætlega uppalinn, talar ensku mjög
vel og er gæddur mikilfenglegu töfraafli.
Lærisveinn hans Kanahayahal segir svo
frá, að hann hafi séð hann skapa —-
búa til úr engu — blóm, ávexti og pen-
inga; hann geti látið göngustafi, tendr-
aða lampa o. s. frv. líða áfram og hanga
f lausu lofti, reki menn í gegn með sverði
án þess að gera þeim hið minnsta mein
með því. Sárin lokast aptur um leið og
sverðið er dregið út og gróa á fáum
sekúndum, og eptir eina mínútu eru öll
vegsummerki horfin.
Kapteinn Cyann, aðstoðarforingi hjá
indverska uudirkonunginum, segirsvo frá:
»Eg hef komið til Ihingans. Hann
les hugrenningar manns, les bækur þó
bundið sé fyrir augu hans, en það, sem
mér þótti óviðfeldnast var að hann risti
gat á tungu sína með hnífnum mínum
og dró vasaklútinn minn þar í gegnum*.
Frá öðrum töframeistara, Jakobi frá
Simla að nafni, segir Kanhayahal á þessa
leið:
»Hann er 45 ára að aldri og heitir
fullu nafni Ali Mohamed Juakub. Hann
er lítill vexti og gulleitur á hörundslit.
Hann klæðir sig eptir nýjustu tízku og
að betla — eins og siður er margra ind-
verskra töframanna, — dettur honum sízt
1 hug, enda er hann vellauðugur. Hann
lifir á því að selja gimsteina, sem hann,
að vísu, einu sinni var sakaður um að
búa til með töfrabrögðum. I.enti hann
í stórkostlegum málaferlum út af því og
honum var fyrirboðið að selja hinum
innlendu höfðingjam gimsteina.
Auk gimsteinanna á Jakob þessi frá
Simla miklar jarðeignir og hús, eða rétt-
ara sagt höll, er hvað skrautbúnað snert-
ir fullkomlega jafngildir höll undirkonungs-
ins á Indlandi. í viðhafnarsölum henn-
ar er hrúgað saman listagripum, er kosta
ógrynni fjár, og mitt á meðal allra þess-
ara auðæfa situr hinn smávaxni, gulbrúni
maður, spjátrungslega klæddur og talar
við mikilsháttar gesti, og þykir það sér-
stök náð að fá að tala við hann. Við
og við fer hann skemtiferðir, og fari
hann þær sjóveg, leigir hann handa sér
einum stórt fólksflutningaskip. Hann
hefur 100 þjóna og 20 lögreglumenn, er
gæta auðæfa hans, og þar að auki eru
hin syfirnáttúrlegu* öfl, er hlýða boðum
hans.
Töfrabrögð hans eru þess eðlis, að þau
enda geta komið hinum mesta efunar-
speking í vanda. Mjög einkennilegir
voru samfundir þeirra stórmeistaranna
Ihingans, (sem áður er getið) og Jakobs.
Fréttirnar af fundi þeirra minna mann ó-
sjálfrátt á miðalda frásagnir um galdra-
meistarana, er heimsóttu hver annan og
neyttu allrar orku í því að bera hver af
öðrum og villa hver öðrum sjónir rneð
hinum ótrúlegustu töfrabrögðum.
Frá fundi þeirra segir Kanahayahal á
á þessa leið:
»Eptir að töframeistarar þessir höfðu
langa hríð skiptst á kurteisisorðum bað
Jakob hinn unga keppinaut sinn að sýna
sér vott um, hvað hann væri máttugur.
Hinn látlausi Ihingan svaraði að hann
ekki væri vel fyrirkallaður, en gerði þó
ýms smávegis töfrabrögð, sem hér í
Norðurálfu mundu vera kölluð furðuverk.
Hann las t. d. hugrenningar Jakobs eins
og á opna bók og lét göngustaf svífa í
lausu lopti margar mínútur í senn.
Jakob gamli brosti drembilega og spurði
hinn svo snögglega:
»Hvar er eg nú staddur?«
»Hérna við hliðina á mér«, svaraði
Ihingan,
Jakob gekk þá að dyrunum og opnaði
þær, og fyrir utan í lausu lopti sást ann-
ar Jakob, nákvæmlega eins að útliti, er
hékk þar á engu, grafkyr, nokkrar álnir
frá jörðu. Sýnin hvarf svo eptir tvær
mínútur liðnar.
Næsta furðuverkið var það, að Jakob
veifaði litlum staf fyrir framan augu
Ihingans og á næsta augnabliki var hinn
ungi töframaður umkringdur af ótöluleg-
um grúa fiðrilda, og var svo þéttur hóp-
141
urinn, að hvorki sást í lopt eða veggj
herbergisins. Svo talaði Jakob nokkur
töfraorð og allt hvarf samstundis. Nú
er Jakob þessu næst ætlaði með gest sinn
inn í gestastofuna var allt þar inni *
björtu báli, logarnir æddu og streymdu
upp og niður um alla veggina og reyk.
urinn þyrlaðist út um dyrnar. Jakob
baudaði með hendinni og allt eldhafið
hvarf samstundis.
Hér endar frásaga Kanahayahals.
(Meira).
€rlcnö simskeyti
til 1‘jóðólfs.
Khöfn X. ágúst, kl. 8 e. h.
Wellmann
mistókst norðurheimsskautsförin.
Stórveldin
hepta Tyrki.
Kólera,
í Hollandi.
Frá Danmörku.
Fyrirhuguðum mannsafnaði (Folketog)
gegn Christensen neitað um konungs-
áheyrn.
*
& ❖
Um skeyti þessi er það að segja, að
engum mun hafa komið óvart, þóttWell-
mann, er verið hefur á Spitzbergen í sum-
ar, mistækist norðurförin. Hann hefur
ekki mikið álit á sér fyrir loptfarir.
Að stórveldin hafa hept Tyrki, er ef-
laust svo að skilja, að þau hafi hindrað
það, að þeir segðu Grikkjum stríð á
hendur.
Fregnina um fyrirhugaðan allsherjar-
mótblástur gegn Christensen, er eflaustsvo
að skilja, að almenningur hefur ætlað að
safnast saman og ganga fyrir konung til
að lýsa óánægju sinni yfir Christensen og
ef til vill hrópa hann niður, líklega af
því, að hann hefur verið skipaður í nýja
«39
Frændi minn þreifaði í vestisvasann.
„Mitt er lfka farið!“ sagði hann.
„Slítið þér hnefleikunum undir eins, annars verður yðar maður barinn til
óbóta", sagði Jackson. Og við sáum, að þegar hinn hugrakki smiður gekk
aptur fram á móti Wilson, þyrptist hópur af óróaseggjunum kring um hann
með barefli í höndunum.
„Fallist þér á, að hnefleikurinn verði látinn vera óútkljáður, sir Lothian?"
„Já".
„Og þér, sir Charles?"
„Nei, alls ekki“.
„En hringurinn er rofinn".
„Það er ekki mér að kenna".
„Jæja, eg sé ekki annars úrkosti, Sem leikdómari skipa eg, að hnefleika-
mennirnir hætti viðureigninni og hafi sig á brott, og að veðfénu verði skil-
að aptur".
„Óútkljáð! Óútkljáð!" æptu nú allir, og að vörmu spori fór mannfjöldinn
að dreifast í allar áttir. Harrison gekk nú til Wilsons og tók í hendina á
honum.
„Eg vona, að eg hafi ekki limlest yður tilfinnanlega",
„Eg á bágt með að standa á íótunum. Hvernig líður yður?“
„Það suðar í höfðinu á mér eins og í sjóðandi katli. Það var rigningin,
sem hjálpaði mér“.
„Já, eg hélt einu sinni, að eg væri búinn að sigrast á yður. Eg óska mér
annars aldrei þyngri þrautar".
„Eg heldur ekki“.
Og svo ruddu þessir djörfu menn sér báðir braut gegnum æpandi múginn,
líktjog særð ljón innan um úlfahjörð.
XIX.
K <» 11 g s k 1 ö p p.
Frændi minn vildi, að Harrison færi í rúmið sem fyrst, því að þó að srnið-
urinn sjálfur hlægi að skrámunum, sem hann hafði fengið, hafði hann samt
meiðst mikið.
„Þú skalt aldrei framar gerast svo djarfur, að biðja mig um leyfi til að fara
í hnefleik, Jack Harrison", sagði konan hans, sem sorgbitin virti fyrir sér ör-