Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 1
f ÞJO ÓLFUR 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. október 1909. M 42. Nyir Kaupendur að næsta (62.) árgangi Þjóð- ólfs. 1910 geta fengið það sem eptir er af þessum árgangi til ársloka fyrir að eins 50 aura auk þess sem þeir geta átt von á um leið og þeir borga árganginn ad fá í kaupbæti: Sérprentun af hinni nafn- kunnu neðanmálssögu blaðs- ins Rodney Stone eptir Conan Doyle, sem verður lokið inn- an skamms og ef til vill frekari hlunnindi, er siðar verða aug- lýst. ^gjí^" Menn œttu því að hraða sér að panta blaðið. ^ÍJlutningsbannií. Þakkarávarp frá Stórstúkunní. Hinn 23. f. m. flutti g manna nefnd sú, er hefur á hendi yfirstjórn Good- templarafélagsins eða Stórstúka íslands, ráðherranum eptirfarandi þakklætisávarp, vandlega skrautritað í vönduðum umbúð- um (bindi): Hœstvirti ráðherra íslands br. Bj'órn Jónsson R. af dbr. Stórstúka íslands sendir yður innilegt þakklæti sitt fyrir framkvæmdir yðar i bannlagamálinu frá þvf það kom inn á þing, og þangað til það var staðiest af konungi. Vér vitum, að baráttan fyrir því, að málið næði fram að ganga, hefur verið afarmikil, mótstaðan gegn lögunum hefur komið iram bæði innan lands og utan, og að engin von var til sigurs, nema til hans væri barist af kappi og forsjá. Vér eigum yður drengilega framgöngu sem framsögumanni málsins á alþingi og sem ráðherra Islands, meira að þakka sigurinn, en nokkrum einum manni öðrum. Þegar ísland innan fárra ára fær full not allra þeirra krapta, sem nú eru lam- aðir, þegar fjöldi heimila, sem nú eru dimm og gleðisnauð, sjá birtuna tram undan sér, þegar áfengir drykkir fá ekki lengur að tortima ungum og gömlum, þegar þjóðin verður álitin forvígisþjóð víða um vegu fyrir þessara laga sakir, — þá hljótið þér, hæstvirti ráðherra, stærsta bróðurhluta frægðarinnar og heiðursins og blessun alinna og óborinna fyrir sig- urinn mikla, sem nú er unninn. Ekki þarf að efa, að snarpar atrennur verða gerðar til að fella lög þessi aptur úr gildi, jafnvel áður en þáu eru komin til fram- kvæmdar, og að tálma framkvæmd þeirra, þá er þau eiga að fara að sýna bless- unarrík áhrif sín. En vér treystum því, að þér, hæstvirti ráðherra, verðið trúlega á verði til að hindra slíkt atferli, beitið yðar miklu kröptum mót öllu slíku hátta- lagi, meðan yðar nýtur við, og látið ekki þeim, er framkvæmdin hvílir á herðum, haldast uppi að loka augunum fyrir brot- um á bannlögum landsins, né láta sig litlu skipta, ef þau verða fótum troðin og vettugi virð. Ráðherra íslands, br. Björn Jónsson, yður sé heill og heiður. I trú, von og kærleika. Þ. J. Thoroddsen, Halldór Jónsson, stórtemplar. stórkanzlari. Anna Thoroddsen, Jón Árnason, stór-varatemplar. stórgæzlum. ungt. Pétur Zóýhóníasson, Jón Pálsson, st.gæzlum. kosninga. stórritari. Sveinn Jónsson, Haraldur Níelsson, stórgjaldkeri. stórkapellán. Indriði Einarsson, fyrv. stórtemplar. Þórður Thoroddsen stórtemplar las upp ávarpið og mælti síðan nokkrum vel völd- um orðum til ráðherra, en ráðherra svar- aði með stuítri ræðu, um leið og hann þakkaði sæmd þessa og vinsemd fögrum orðum. I í Ástralíu. (Niðurl.). ------ Á síðari árum hefur Ástralía hvað ept- ir annað átt að verjast ódýrum innflutn- ingsvörum frá amerískum stóriðnaðarfé- lögum, er hafa reynt að selja i útlöndum undir verksmiðjuverði vöru, er þau hafa framleitt of mikið af. í þessu var fólgin mikil hætta fyrir einstöku iðnaðargreinar í Ástralíu, er sakir þessarar samkeppni gátu ekki haldið uppi hinum sömu hag- kvæmu vinnuskilyrðum sem fyr. Arið 1906 voru því gefin út lög, er áttu að hindra þannig lagaðan vöruinn- fiutning í framtíðinni. Önnur lög lögðu sérstakan -skatt á þá verksmiðjueigendur í Ástraliu, er vildu ekki halda uppi hinum venjulegu og hagfeldu vinnuskilyrðum í landinu og mynduðu þannig óviðurkvæmi- lega samkeppni gegn hinum góðu vinnu- veitendum. Spurningin um það, hvort lög þessi koma ekki í bága við stjórnar- skrá Ástralíu, er einmitt (þegar grein þessi er rituð) til úrskurðar fyrir æzta dómstóli landsins. í allmörgum iðnaðargreinum, er hafa hagnað af verndartollinum, hefur stjórnin ákveðið fast útsöluverð, einkum á land- búnaðarvélum, sem er svo ákaflega þýð- ingarmikið fyrir viðgang jarðræktarinnar. Verkmannafiokkurinn gengur i kröfum sínum miklu lengra, en hingað til hefur verið unnt að fullnægja. Hann heimtar, að ríkið taki að sér sem allra fyrst allan þann iðnað, er fengið hefur einskonar einokunarafstöðu vtð eðlilega framþróun, einkum sykurgerð, tóbaksiðnaður og sam- göngur á sjó við Evrópu. Sérstakar nefnd- ir í báðum málstofum þingsins hafa á síðustu árum rannsakað þetta efni, en ekki enn komizt að neinni fastri niður- stöðu. Á stefnuskrá verkmannaflokksins stendur, að ríkið, þá er framlíða stundir, eigi að taka að sér allan iðnrekstur, og greiða verkamönnum kaup eptir því fyr- irkomulagi, er jafnaðarmennskan fyrir- skipar. I bæjarmálum er jafnaðarmennskan skemmra á veg komin, en hjá landstjórn- inni. Þetta stafar meðal annars af því, að landstjórnin í Ástralíu hefur ýmsan at- vinnurekstur, t. d. sporvagnasamgöngurn- ar i sínum höndum, sem bæirnir annars eru vanir að annast sjálfir. Ennfremur er víða enn í gildi gamli atkvæðisréttur- inn, er veitir efhaðri stéttunum yfirgnæf- andi áhrif á skipun bæjarstjórnanna. Nokkrir bæir hafa þó reist verkamanna- bústaði, slátrunarhús o. s. frv., komið á fót almenningsböðum o. fl. Lengst er Adelaide, höfuðborgin í Suður-Astralíu, ef- laust komin, því að hún hefur byggt sér- stakt bæjarhverfi handa gömlum verka- mönnum. Þar geta þeir búið i heilsu- samlegum og góðum húsum fyrir lága leigu, og einnig geta þeir gegn litlu af- gjaldi fengið landspildu til aldingarðs. A þennan hátt er þeim veitt tækifæri til að hafa ofan af fyrir sér með þægilegri vinnu á efri árum. Flestar þær endurbætur, er hér hefur verið getið um, hafa þegar haft heillarík áhrif á þjóðfélagið, svo að jafnvel íhalds- fiokkurinn í landinn vildi nú með engu móti vera án þeirra. Allir þeir, er fram- förum unna, eru fyrir sitt leyti fastráðnir í, að ganga lengra í sömu átt og byrjað hefur verið, þeir vilja vernda Astralfu fyr- ir allrl þeirri óhamingju, er stafar af auð- mannavaldi. Þeir vilja sýna heiminum hin miklu hlunnindi, sem efnalega og sið- ferðislega eru í því fólgin, að láta yfir- ráðasvæði ríkisins ná til alls iðnaðar, með því að láta sameinaða þekkingu og einbeittan vilja allrar þjóðarinnar í heild sinni koma i staðinn fyrir reikular og ráð- lauslegar framkvæmdir einstakra manna«. Það er auðséð á öllu þvi, er höf. læt- ur hér getið, að hann er eindreginn jafn- aðarmaður og "gerir l(tið úr framtaks- semi einstaklingsins, telur hana fremur til bölvunar. Þess skal getið, að ( Nýja- Sjálandi er jafnaðarmannahugmyndin kom- in enn lengra áleiðis til framkvæmda í verkinu, en á meginlandi þeirrar álfu, Ástralíu. Bretar telja Astralíu framtíðarland eng- ilsaxneska þjóðflokksins. Þar eru enn mikil landflæmi ónumin, þrátt fyrir afar- miklar framtarir í öllum greinum hin síðari ár. í skýrslu, er »Times« birtir 20. f. m., eptir fjármálaráðherrann í Astra- líu, John Forrest, segir, að fyrir 60 árum hafi ibúar Astralíu verið 400,000 og eng- ar járnbrautir. Nú séu íbúarnir taldir um 472 miljón, og 96% þeirra séu brezkir. I bönkunum séu geymdar um 2000 milj- ónir kr., og innlög í sparisjóðum 828 miljónir, og sé */3 íbúanna, sem eigi inní í sparisjóðunum. Næstliðið ár var flutt út þaðan smjör fyrir 42,966,000 kr., og ull fyrir 414 miljónir kr. í Ástralíu eru 90 miljónir sauðfjár, 10 miljónir nautgripa, og 2 miljónir hesta. Verzlun landsins við önnur lönd nam árið 1908 2052 miljón- um kr. 3nSverskir jarteinamenn. (Niðurl.). Fakírarnir — en svo nefnast indversku töframennirnir — fasta að kalla má alla sína æfi, neita sér um öll lífsins þægindi, svo að hinar líkamlegu parfir þeirra verða smátt og smátt sáralitlar, og þeir geta verið matar- og diykkjarlausir dögum og jafnvel vikum saman. Þeir liía eptir föstum reglum, er fylgt hefur verið af forfeðrum þeirra frá ómunatíð. Allan liðlangan daginn, frá sólaruppkomu til sólarlags, neyta þeir einskis matar né drykkjar-, að eins á nóttunni mega þeir neyta einnar máltíðar, þó mjög af skorn- um skammti. Hinar einu fæðutegundir, sem þeim er leyfilegt að neyta, eru: hrís- grjón, mjöl, mjólk, hunang, sykur og brætt smjör, allt hrein jurtafæða. Alt krydd, jafnvel salt, er harðlega bannað, til þess að örfa ekki matarlystina. Annan drykk en vatn má ekki drekka, og ennfremur mega fakírarnir ekki slökkva þorsta sinn nema til hálfs. Þar sem þeir sofa, kemst enginn sólargeisli nokkru sinni að, og nýju Iopti er aldrei hleypt þar inn. Þessum lærisveinum Brama — því að fakírarnir eru i raun réttri munkar — er fyrirskipað að vera opt á hraðgöngum, og hvila] sig lengi þess á milli og hafast þá ekkert að. Hvort sem þeir eru á ferð eða halda kyrru fyrir, eiga þeir einkum að æfa sig í því að halda niðri í sér andanum, eins lengi og þeir geta. Aðal- markmiðið með þessum lifnaðarhætti er að venja magann á að vera án fæðu og lungun á að þurfa sem minnst lopt. Þá er einhver þessara manna situr ttmum saman uppi á súlu, verður hann stöðugt að horfa á nefið á sér. En það er ótta- lega þreytandi fyrir augun, og verða þau brátt fljótandi í vatni, og mennirnir fara að sjá allskonar sjónir. Það eru þessar sjálfpínslir og sultarlíf, er fakírarnir eiga að þakka að miklu leiti þá furðulegu hluti, er þeir fram- kvæma. Á sýningu í Búdapest fyrir nokkr- um árum var fakír nokkur, er lét dáleiða sig, senda sig í kassa og senda burt langa leið. Þá er kassinn var opnaður eptir 14 daga í viðurvist nokkurra lækna, var mað- ur vakinn af einum félaga sínum, og reyndist ekki að eins lifandi, heldur öld- ungis jafngóður. Með því að herða og pynta líkama sinn árum saman, svo að öll liffæri séu vanin við að starfa með sem minnstri krapteyðslu, geta einstak- lingar geit ýms furðuverk, án þess að visindin geti sagt, að náttúrulögin séu brotin. Dáleiðendur hafa opt sýnt fram á, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.