Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 2
Þj ÓÐ ÓL'FUR. fólk getur hættulaust legið tímum saman í eins konar dauðamóki. Og það er því alls ekkert undarlegt, þótt fakír geti legið nokkrar vikur í slíkum dvala. Pyntingar þær, sem fakírarnir sjálfir leggja á sig af fúsum vilja, án þess að láta í Ijósi nokk- urnjsársauka, verða einnig að skoðast sem einskonar dáleiðsla. Hitt er annað mál, hvort önnur töfrabrögð eða jarteinir fakír- anna verða einnig skýrð á þennan hátt, frá dáieiðslu sjónarmiði. Skyldu þessir helgu menn ekki geta látið dáleiðslu- úhrifin, sem þeir beita gegn sjáifum sér, einnig ná til þeirra, sem 1 kringum þá eru? Skyldu þeir ekki vera færir um að láta áhorfendurna sjá það, sem hvergi á sér stað, nema í eigin huga sjálfra þeirra fakíranna ? T. d. skal þess getið, að fakírinn tekur ofurlitla tóma leirkrukku, og fyllir hana með mold í viðurvist fjölda fólks. Því næst sáir hann 1 moldina frækorni, og nokkrum mínútum síðar sprettur upp runni með blómum og ávöxtum. Amerískur sjónhverfingamaður, er var áhorfandi að þessu f Bombay, fullyrti, að hann hefði séð Indverjann, er hann hringsnerist kring- um krukkuna, sveipa hana inn í fell- ingarnar á kápu sinni og hafa skipti á henni og hinni krukkunni, er tréð var gróðursett í. Þessi einfalda og eðlilega skýring á hinu frægasta furðuverki fakír- anna getur vel átt heima um sjónhverfinga- list þá, er Amertkumaðurinn sá á torginu í Bombay. En það eru töfralistir annara æðri fakíra, sem ekki er svo auðvelt að skilja. Og skal hér nú minnast á eina sönnun, sem ætti að vera nokkurn veginn ábyggileg, en það er augnabliksljósmynd- unin. Tveir ungir menn frakkneskir frá Nýju- Kaledoníu voru á ferð í bænum Madras og sóttu sýningar þær, sem nafnkunnur fakíraflokkur — þó ekki af hæsta stigi — hélt þar á almannafæri. Einn daginn gátu þeir félagar í laumi tekið nokkrar augnabliksmyndir, • meðan hinn hraðvax- andi runnur var að þjóta upp. Myndir þessar voru teknar hver á fætur annari frá því augnabliki, sem runnurinn spratt upp úr jörðinni, og þangað til hanuvarð þakinn ávöxtum. En ljósmyndararnir urðu harla hissa, er engin platan sýndi nokkr- ar menjar af runnanum, blómum hans eða ávöxtum, en allt annað kom greini- lega fram: hreýfingar fakírsins og andlit ðhorfendanna. Svo mikið er víst, að hefði þessi fakír látið sjer nægja að leika þessa list á jafn einfaldan hátt, eins og Ameríkmumaðurinn þóttist hafa séð á torginu í Bombay, þá hefðu nokkrar Ijósmyndaplöturnar sýnt greinilega, hvernig skiptin á leirkrukkun- um hefðu átt sér stað. En hver verður þá hin eðlilega skýr- ing, þegar ljósmyndatækjunum tekst ekki að ráða gátuna? Þessir sömu ljósmyndarar, er nú var getið, endurtóku tilraunir sínar gagnvart fleiri listum fakíranna, t. d. um barnið, sem myrt er í körfu og lífgað aptur. Því er svo varið, að fakírinn lætur barn niður f stóra körfu, og leggur því næst löngu sverði þvert í gegnum hana miðja. Blóðið rennur og litar jörðina rauða, en ofboðs- hryllingur fer um áhorfendurna. í einni svipan er lokinu lypt af körfunni, og barnið bröltir út, öldungis heilt á húfi. Ljósmyndaplöturnar sýna bæði áhorfend- urna og fakírinn, sverðið og körfuna, en það er ekki unnt að sjá barnið í því bili, sem fakírinn lyptir lokinu og sýnir áhorf- endunum barnið. Samkvæmt þessu er ljósmyndalistin, sem með Röntgensgeisl- unum getur nú sýnt oss hið ósýnilega, ekki fær um að sýna það, sern allir áhorfend- Urnir og Ijósmyndararnir sjálfir hafa séð, eða ímynda sér að hafa séð, hvorki runn- ann með ávöfdunum og blómunum, né barnið endurlífgað. Hin eina mögulega skýring er sú, að fakírar af hæsta stigi hafi hæfileika til að dáleiða áhorfendurna, og láta þá alla sjá sömu ofsjónina eða missýninguna. Frakkneskur rithöfundur, Jacolliot að nafni, gaf 1875 út bók um ýmsar fakíra- listir, er hann hafði sjálfur verið sjónar- vottur að. Þungir hlutir fluttust úr stað eptir bendingum töframannsins, spýtur skrifuðu stafi í sandinn, og fræ, sem Jac- olliot sjálfur hafði valið, varð að fáum klukkustundum að stórri jurt. Allt þetta gerðist í nokkurri fjarlægð frá fakírnum, er sat nakinn á gólfinu með töfrasprota sinn í hendinni. Jacolliot var ávallt einn með fakírnum, til þess að forðast, að hann gæti haft aðstoðarmann. í bókinni »Hjátrú og töfrar« (sOvertro og Trold- dom«) getur dr. Alfred Lehmann þess, er hann talar um Jacolliot, að með því að vera einn með fakírnum, hefði hann því auðveldar komizt undir dáleiðsluáhrif hans. Og Jacolliot getur þess einnig sjálfur, að hann hefði ekki getað þolað að horfa í hin hvössu augu fakírsins, er stundum hefðu starað á sig tímum saman, áður en nokkuð gerðist. Æfiágrip Sverris steinhöggvara Runólfssonar Eptir sjálfan hann. [Æfiágrip þetta er fundið meðal ýmsra plagga, er snerta Sverri, og fylgt hafa bæj- arfógetadæminu hér. Mun það vera samið nálægt 1873—1874, en Sverrir drukknaði á Hdnaflóa vorið 1879, lagði á einn bát dt frá Skagaströnd, og hafði hund sinn, Magnds berfætta í skut, en þeirfórust báðir. Ætlaði hann þá að halda á fund Sigurðar Sverri- sons sýslumanns í Bæ frænda síns. Sverrir var maður harðgerr, áræðinn og einkenni- legur, eins og þeir frændur fleiri. Run- ólfur faðir hans var orðlagt karlmenni og einhver mesti og djarfasti vatnamaður í Skaptafellssýslu. Frásögn Sverris er lát- laus og blátt áfram, og ekki er að sjá, að hann sé að draga sér neina sæmd, sem hann á ekki, því hann sleppir að geta um ýmislegt, sem hann var frumkvöðull að, svo sem stofnun glímufélagsins og annað fleira. Sumt smátt er hér að vísu tilfært, en sögu- ágrípið í heild sinni er þó fróðlegt meðal annars um það, hvernig menn tóku hér steinsmíðinni fyrir 40—50 árum hjá fyrsta íslenzka steinsmiðnum frá stðari tímum. j. Þ]. »Sverrir Runólfsson er fæddur árið 1831 þann 9. júlí á laugardag. Olst liann upp hjá foreldrum sínum Runolfi Sverrissyni og Guðrúnu Bjarnadóttur á Maríubakka til þess hann var 19 ára. Fór hann þá 1852 til prests Jóns Sigurðssonar1) að Kálfa- felli 1 Fljótshverfi, hvar hann var 1 2 ár. Síðara árið réðist hann að Stekkjum við Djúpavog, til að vera á dekkbát, er kall- ist »Ludvik Johann«. Og er bréfið þar um var komið austur yfir Skeiðarársand, kom honum til hugar að hætta við þau vist- arráð, og fékk leyfi prests að reyna að ná bréfinu. Fór hann því á stað frá Kálfa- felli um morgun á sunnudag, kom að Núp- stað kl. 6, fékk Núpsvötnin undir sund. Og þegar kom að Skeiðará, var hún ófær; hleypti hann því hestinum, er GIói hét, 1 ána, og lét hann synda yfir alt í einu lagi. Kom hann svo að Svínafelli kl. n. Þar fékk hann hest hjá Jóni hreppstjóra Sig- urðssyni og íylgd hans austur að Hofi. Komu þeir þar við messulok og fréttu þeir, að bréfið var þá komið austur yfir Breiðamerkursand, og hætti hann þá við að hindra hið gerða. Næsta vetur dó kona tilvonandi húsbónda hans Jóhann(s) Malm- kvist(s), hvers vegna hann hætti búskap, og gaf vini sínum B(irni) G(íslasyni) á Bú* landsnesi eptir þau vistarráð, og gekk 1) Þ. e. Jón prófastur, er síðast var á Prestbakka, og drukknaði í Skaptá 18. des. 1883. Sveriir að þeim skiptum, þar hann átti að vera á áðurnefndu fiskiskipi, hvar hann var um mánuð. En þá sonur B(jörns) fékk af föður sínum að mega vera í fari hans á skipinu, vildi hann strax úr vistinni, og dvaldi þó út árið. Það ár vistaði hann Þórarinn Guðmundsson frá Borgarhöfn að ósk hans hjá Sigurði í Eyjum. En þegar til kom, var allt vottalaust, og riptaði faðir Þ(órarins) og bróðir hans, hjá hverjum Þ(órarinn) þá var, þeim vistarráðum, og og ætlaði Sigurður því að eiga aðganginn að Sverri, sem nokkru áður fór suður og lézt ætla að finna fólk sitt, en fór að frelsa mál sitt í verunni. Fékk hann þá Gísla hreppstjóra á Uppsölum til að vera við fund þeirra og Jón Bjarnason á Sléttaleiti. Guðmundur, sem grunaði hvað var, brá við fljótt og reið sem hann mátti mest til að verða fyrri, en það tókst ei, og komust allir jafnsnemma að Breiðabólstað í Suð- ursveit. Ætlaði þá G(uðmundur) að verða fljótari í bæjardyrnar, en það fórst fyrir, því Sverrir þekkti vel aðferð þá, er G(uð- mundur) vildi við hafa, og varð fyrri í dyrnar, hvaðan hann varnaði G(uðmundi) inn lengra, en kallaði að því fólki, er inni var, að Þórarinn kæmi út, sem hann gerði án þess að vita hvað úti var. Skipaði Sverrir honum á vissan stað, að standa úti4log hinum gagnvart, og fékk þar hans samþykki til þess, að hann Þ(órarinn) hefði beðið Sverri að vista sig, sem hann hafði og aldur til, hvers vottarnir minnt- ust og vísaði Sverrir síðan Sigurði i Eyj- um að vistarráðum þessum, og var svo laus þeirra mála. (Niðurl.). Lausn frá embættl hefur stjórnin veitt 27. f. m. séra Har- aldi Níelssyni öðrum presti hér í bænum, af ástæðum þeim,- er getið var um í síð- asta blaði. Hefur biskup sett séra Frið- rik Friðriksson til að þjóna prestsembætti séra H. N. til næstu fardaga á hans á- byrgð. Kennslu við prestaskólann er séra Haraldi hinsvegar talið óhætt að hafa á hendi heilsunnar vegna. Landsbanklnn. Bankastjórastöðurnarnýju við þann banka kvað hafa verið veittarí dagþeimnöfnunum: Birni Kristjánssyni kaupm. í Rvík og Birni Sigurðssyni kaupm. í Khöfn. Aukþeirrasóttu: Einar Jónasson yfirréttarmálafl.m., Gunnar Hafstein bankafulltrúi, Khöfn, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, Hannes Þorsteins- son ritstjóri, Ingólfur Jónsson verzlunarstj. í Stykkishólmi, Jón Gunnarsson verzlun- arstj. Hafnarfirði, Jón Laxdal fyrv. verzl- unarstj. á Isaf., Magnús Jónsson cand. jur. Khöfn, Sigurður Eggerz sýslumaður, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Valtýr Guðmundsson háskólakennari, Þórður J. Thoroddsen bankagjaldkeri. Regnkápur (Waterproof) seldar með verksmiðjuverði í verzlun Starlu Jónssonar. seldar með óvanalega lágu verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Herbergi til lelgu í Miðstræti 10. Herbergi fæst til leigu nú þegar á Spítalastfg 9. 1 í eikarka borgast Jo (ttOr ssa til sölu mánaðarle^ 'h. Jóhan Lau jíl strax, má >a. nesson gaveg 19. 2 ii til sölu, a málar óv Jó ahogní slr farlágt ver analega gó< h. Jóham Lau iori ð og skil- 3ir. iesson. gaveg 19. Sóji, 4 stölar °s 2 hxginðastðlar, allt samstætt til sölu strax, tneð mjög miklum afslætti — fæst með mánaðarafborgun. Jóh. Jóhannesson Laugaveg 19. BnifaMðnr nýr og vandaður er nú fyrir- liggandi í 40 rúm, sem selst með afslætti til 15. október; má borga mánaðarlega, ef þess er óskað. Jóli. Jóhannesson Laugaveg 19. naikiö úrval kom með »Lauru«, og selzt með óvana- lega lágu verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Útsalan þar heldur áíram. Bíðið eptir nýrri taslil í ÉÉ (eptir Jón Ófeigsson, Jóhannes Sig- fússon og Jón Þórarinsson) er verður til sölu hjá öllum bók- sölum hér í bænum og grendinni, innan fárra daga. Kostar í bandi 1,50. Éiið Fiður mjög gott, selur J. J. Lambertsen, Aðalstræti 8. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.