Þjóðólfur - 22.10.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.10.1909, Blaðsíða 4
176 ÞJOÐOLFUR Uhlrick og hjá greifa Moltke á Tureby- holm við múrverk. Þá var sá siður í Kaupmannahöfn sem nú, að menn, þegar þeir koma og fara úr bænum, eiga að sýna sinn passa. En þegar hann fór til Kjöge, hélt hann að þess þyrfti ei, þar það var í sama landi, og var því kallaður af pólitímeistara Bræstrup til Hafnar apt- ur; og eptir forgefins að hafa fengið sýslu- mann Sigurð E. Sverrison til að milda það við Bræstrup fór hann til Hafnar, og án þess að geta fengið neitt ráð hjálönd- um sínum gekk hann að Ráðhúsinu. En þá hann gekk upp tröppurnar, var sem honum væri sagt, hvað hann skyldi segja. Og þegar inn kom, var hann tafarlaust skyldaður til að borga 5 rdl. í múlkt fyrir gáleysið, hverju hann svaraði svo, að hann sem að öllu óþekktur þeirra reglum, sem svo opt hefði verið þar inni, hefði aldrei verið látinn vita þessar reglur, borgaði ekkert, heldur mættu þeir lögsækja sig, og skyldu þeir fá að borga sér ferðakostn- að og annað fyrir ómak. Þá lækkuðu þeir múlktina niður í 1 rdl., en það dugði eigi. Annað en málsókn vildi hann eigi. Og þegar Bræstrup sá, að ekkert dugði, sagði hann að alt væri kvitt. Og með það skildu þeir. Um vorið eftir fékk hann vinnu við Communehospitalið út á Earrimagsvegin- um í Höfn, og voru þeir þar saman 330 múrsveina, 500 handlangarar, 100 timbur- sveinar, 3 yfirmenn (páljerer) og 1 kon- duktur. Þar æfðisthann mikið í byggingar- iðninni. Um haustið var hann fyrir sama meistara P. Petersen, liprasta stjórnara, nokkurn tíma að vinna í Asiatiska Com- pagniet, þar til hann fór með gufuskipi Arcturus til Reykjavíkur, að ósk assessors Benedikt Sveinssonar 1860. En þegar hann gat ekki samið við hann um að fá nein laun, fór hann frá honum.og var svo vinnulaus að kalla. Fór hann þá að höggva miunisvarða, og 1862 tók hann í akkorði grumi undir pósthúsif) það er KockogHen- derson létu byggja í Reykjavík 1863. Gerði hann allt grjót og múrverk að Glasgow, er kaupmaður jacobsen lét gera í nafni Hendersons og sálarfélags Andersons. Líka gerði hann vid rennur með nýju lagi, og við g'ótur og vegi, bœði í Reykjavik og sýslunni, óg þar með steinboga yfir lœk'mn í Reykjavík, við hver verk flest hann mætti ólempni bæjarstjórnarinnar þar svo furðu gegndi, en kom þó öllu sínu fram. Llka gerði hann vegi bœði i Húnavatns- og Stranda- sýslu, og um þær mundir Þingeyrakitkju úr steini, Svo gerði hann steinhús i Stóru- vogwn 1871. Af /égzteinum gerði hann: 1. Yflr C. F. Glad kaupmann, sem var grafinn í Reykjavík og síðan fluttur til Kaupmannahafnar. 2. Yfir (síra) Þórð Árnason á Mosfelli. 3. Yfir konu N. Jörgensens. 4. Yfir Sigurð Breíðfjörð. 5. Yfir Odd trésmið Guðjónsson. 6. Yfir Guttorm prest Pálsson og konu hans. 7. Yfir foreldra P(áls) Vídalíns. 8. Yfir Benedikt prest á Hólum og konu hans. 9. Yfir foreldra Hallgríms prest á Hólm- um. 10. Yfir Gísla Þorsteinsson á Uppsölum. 11. Yflr Guðm(und) á Refsteinsstöðum. 12. Yfir barn hjá Þingeyrum. 13. Yfir Blöndal sýslumann og konu hans. 14. Yfir bónda á Eyjólfsstöðum. 15. Yfir Gísla lækni Hjálmarsson. 16. Yfir Magnús sýslnmann Stephensen og konu hans. 17. Yfir Eirík sýslumann Sverrisson og móður hans. 18. Yfir lektor Jón Jónsson og síra Markús í Odda. 19. Yflr Kristtnu og Guðrúnu systur þar«. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að minn elskaði eiginmaður, Magnús Pálsson, andaðist á heimili okkar aðfaranótt 16. þ. m., og er ákveðið að jarðarförin fari fram fimmtu- daginn 28. þ. m. frá heimili hans. Húskveðjan byrjar kl. II'/2. (Hann mæltist til, að engir kransar væru gefnir á kistu sína). Reykjavík, l8/io 1909. RANNVEIG BRYNJÓLFSDÓTTIR. Tveir hestar hafa tapazt frá Breiðholti, dökkrauður, líklega marklaus, og ljósgrár með gráum röndum á síðunum. I töglin voru fest blikkspjöld merkt B. K., sem geta verið farin. Finnandi skili hest- unum til Björns Kristjánssonar í Reykjavlk. . 156 borðið með tóma flöskuna sína og spilin dreifð fyrir framan sig. Hann skip- aði mér reiðilega að fara undir eins upp í herbergið mitt og í þetta sinn hlýddi eg honum. Fyrst var um að gera að ná 1 eitthvert vopn. Eg vissi að ef eg stæði frammi fyrir honum gæti eg hæglega kyrkt hann, en eg varð að haga því svo til, að eg gæti drepið hann, án þess að nokkuð heyrðist til hans. Á veggnum í anddyrinu héngu nokkur veiðivopn og úr þeim valdi eg mér langan og þungan rýting, sem eg brýndi á skósólanum mínum. Síðan læddist eg upp í herbergið roittt, settist á rúmstokkinn og beið þar. Eg hafði afráðið hvað eg ætlaði að gera. Það var lítil hugfró í að drepa hann, ef hann vissi ekki fyrir hvers hönd hann yrði að láta lífið Og hverrar syndar hann yrði að gjalda. Ef eg aðeins gæti bundið hann og stungið kefli í munn honum, áður en af honum væri runnið, gæti eg með einni eða tveimur hnffstungum vakið hann úr rotinu og látið hann heyra það, sem eg þyrfti að segja honum. Eg setti mér fyrir hugskotssjónir skelfingu, sem mundi grípa hann, þegar hann kæmist að raun um, hver eg væri og í hvaða erindum eg væri kominn — það mundi verða tilkomumesta stundin í Iffi mínu. Eg beið lengi — eina klukkustund, að því er eg giskaði á; en eg hafði enga klukku, og eg var svo óþolinmóður, að það hefur víst ekki verið meira en eitt »kortér«. Síðan stóð eg upp, tók af mér skóna, þreif rýtinginn og læddist inn í leynigöngin. Eg þurfti ekki að ganga nema 10—12 fet, en eg gekk afarhægt og hljóðlega, því að gólfið var gamalt og farið að fúna og brakaði það undan þunga mínum og svo var líka auðvitað kolniðamyrkur. Loks sá eg gula Ijósrák framundan mér og vissi, að hún kom gegnum vegginn í herberginu hans. Það var því ennþá of snemmt, úr því hann var ekki búinn að slökkva á lampanum. Eg hafði beðið marga mánuði og gat vel beðið eina klukkustund ennþá, því að eg vildi ekki rasa að neinu í fljótræði. Eg varð nú að fara enn varlegar, þar sem jeg var ekki nema tvö eða þrjú skref frá fjandmanni mínum og að eins þunn súð á milli okkar. Það voru margar rifur á veggnum, svo að eg gat vel séð inn í herbergið. Baring- ton höfuðsmaður sat við náttborðið og var kominn úr frakkanum og vestinu. Stór hrúga af gullpeningum og margir pappírsmiðar lágu fyrir framan hann og hann var að telja saman, hvað hann hafði unnið í spilunum. Hann var rjóður í framan og höfuðið þungt af svefnleysi og víndrykkju. Það gladdi mig að sjá það, því að þá vissi eg að hann mundi sofa fast og allt mundi verða mér auðveldara. Eg stóð þarna nokkra hríð og horfði á hann, en allt í einu sá eg hann hrökkva saman og óttasvip brá yfir andlitið á honum. Eitt augnablik stóð eg Veðurskýrsluágrip /rá 9. okt. til 22. okt. 1909. okt. Rv. íf. BI. Ak. Gr. Sf. 9 + 3,2 + 2,0 + 2,5 + I 2 —í_ 2,0 + 2,0 IO. + ú.5 + 3,3 + 5-2 + 4-7 + 3,0 + 2,8 II. + + 5 + 3,8 + 0.0 + i-5 -f- 2,0 + 7,5 12. + 5.o + 2.7 + 3,5 + 2-5 + 3-5 + 8,8 i.F + 5,2 + 3.4 + 5,2 + 3-7 + 0.5 + 6,2 14. + 5.2 + 30 + 3+ + 4.0 + 0.2 + 6,2 >5- + 5,2 + 0,7 + 2,5 + 3,5 + 0.8 + 6,6 IÓ. + 3,5 + 0,3 + o,7 + 1,0 -7- 0,2 + 4,9 17- -T- 1,0 -T 0,5 O O + 0,4 ~ 2,0 + 3,1 18. -r- 3,8 + 0,5 1,8 ~ 1.5 ~ 2,5 + o,4 19. + 3,8 + 2,1 -f- 1,1 ~ 1,6 ~ 0,3 + 2,3 20. + 2,2 + 4,j + 2,4 + 2,0 1,0 + 4,4 21. + 2,0 + 2,2 + 2,4 + 2,3 -f- 0,4 + 5,i 22. + 2,2 + 1,6 “7“ 0,2 0,5 ~7~ 4,0 -7- 0,2 Uadir- 0g Yfir^æri^ur mjög vandaðar, seldar með afslætti nokkra daga. Jih. Jóhannesson, Laugaveg I9. Peninga borga eg samstundis fyrir allar íslenzkar sögu- og ljóðabækur, jafni brúkaðar sem óbrúkaðar. Jéh. Jihannesson, Laugaveg I9. Gófl bújörð í grennd við Reykjavfk. fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1910. Ritstj. vísar á. Moldótt hryssa á að gizka þriggja eða fjögra vetra gömul, marklaús að öllu leyti með gráhvíta slettu á enni og aðra á snoppu, óaffext síðastliðið ár, er nú f óskilum í Biskupstungnahreppi og verður seld að fjórtán dögum liðnum hér frá. Auðsholti i Biskupstungnahreppi 6/,o 1909, Tótnas Guðbrandsson. Tapazt hefur úr heimahögum brún hryssa 3 vetra, mark st.fj. framan hægra granngert, vetrarafrökuð, var brennimerkt á hægri framhóf: „Móakot“. Finnandi er beðinn að gera mér aðvart. I Móakoti við Kaldaðarnes í Árnessýslu, 1 10. okt. 1909. Guðmundur Olafsson. selup og mun selja sínar vörur ódýrast. Sem stendur kostar: jma grænsápa pr. 10 pd. 1,40 með kassa ---- — 100 — 12,95. 1— kristalssápa — 10 — 1,60 með kassa ---- — 100 — 14,95. Kassarnir keyptir aptur fyrir 10 aura hver. Sápuhúsið -s Sápubúðin Austurstræti 17. Tal8Ími 155. l<augaveg 40. Talsími 131. selur Sjöl og Fataefni ■i io og 20g afslætti, fyrst um sinn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes t'orsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.