Þjóðólfur - 12.11.1909, Síða 4

Þjóðólfur - 12.11.1909, Síða 4
ÞJOÐOLKUK. 188 mætti eigi láta sínar eigin vörur ganga fyrir annara, og eigi heldur hagnýta sér meira en þriðjung af farrými skipanna. Eg er mér þess sem sé meðvitandi, að eg hafi jafnan, undantekningarlaust, látið annara hagsmuni og annara vörur ganga fyrir mínum, og tel eg slíkt vantraust ó- þarft af hálfu stjórnarráðsins. Það fyrirkomulag, sem stjórnarráðinu heppnaðist að fá framgengt, er svo hag- anlegt fyrir ísland, að mikla blindni þarf til þess, að geta ekki séð það. Sérstak- lega vil eg benda á, hver hagnaður það er fyrir landið, að stjórnin he/ur hönd í bagga með millilandaferðum beggja fé- laganna, án pess að samkeppnin milli félaganna hœtti, og að trygging er fyrir þvi, að y>Thore« heldur íslandsferðunum áfram í 10 ár, þar sem ella gat hugsazt, að félagið sæi sér haganlegra, að taka að sér aðrar siglingar, er betur horfðist á um vöruflutninga. Til þess að hægt væri að ætlast til, að félögin gerðu nokkuð til að bæta ferð- irnar, var óhjákvæmilegt að semja við þau bæði fyrir io ár í senn. Eða mundi nokkurt félag láta smíða tvö ný strand- ferðaskip, og eiga svo á hættu, að samn- ingnum yrði sagt upp eptir 2 ár og skip- in ónýt. Tillagið, sem „Thore", er lætur smíða 2 ný strandferðaskip, fær, er einmitt jafn- hátt og það Sameinaða vildi hafa fyrir að halda ferðunum áfram með gömlu skip- unum. Það vildi hafa 100,000 kr. fyrir allar ferðirnar — 40,000 kr. fyrir milli- landaferðirnar, og 60,000 kr. var áskilið fyrir strandferðirnar. — Fyrir síðari upp- hæðina tekur „Thore“ eigi að eins að sér strandferðirnar með nýjum skipum með kælirúmi m. m., heldur veitir það einnig tryggingu fyrir minnst 20 millilandaferð- um, er stjórnarráðið hefur áhrif á, hversu hagað verður, og tekur þar að auki að sér Hamborgarferðirnar, en fyrir pœr einar, og pað að eins tvœr á ári, áskildi Sameinaða gufuskivafétagið sér 5000 kr. aukreilis. Hvað það snertir, að reynt hefur verið að ráðast á stjórnarráðið fyrir það, að „Thore“-félagið hefur í samningnum á- skilið sér sömu þóknun sem að undan- förnu fyrir póstflutninga út úr landinu (að Hamborgarferðunum undanskildum) sem sé 6000 kr. á ári — en þar af geng- ur reyndar nálægt helmingnum til ábyrgð- argjalds m. m. — þá lýsir þetta svo mik- illi vanþekkingu á því, hvaða endurgjald íslenzku póstlögin ákveða fyrir póstflutn- ing með millilandaskipunum, að furðu sætir. Hin lögákveðna borgun er 10 aurar fyrir hver 3 pd. fyrir hverjar 50 sjávar- mílur (þ. I21/® mílu) af beinni fjarlægð, og sé fjarlægðin talin 1200 sjávarmílur að meðaltali, þá verður flutningsgjaldið um 80 aur. fyrir pundið. Milli ísatjarðar og Kaupmannahafnar yrði það t. d. 1 kr. fyrir pundið. A seinni árum hef eg ald- rei látið fara minna en 40 póstferðir á ári og póstflutningurinn hefur í einstök- um ferðum verið yfir 7000 pund. Það þarf ekki miklar gáfur til þess að sjá, hversu óhæfilega lágt endurgjaldið er. Oss skal því vera það hin stærsta á- nægja, að taka við borgun eptir taxta, eða að láta álveg vera að flytja póst, því að þar sem vér fáum engan styrk til milli- landaferðanna, (nema Hamborgarferðanna) þá er oss það alveg í sjálfsvald sett, að neita að flytja póstinn fyrir minni borg- un. Eg gerði það 1 bezta tilgangi, til að spara landinu stærri útgjöld, að sýna þá ósérplægni, að láta mér nægja hina sömu, alt of lágu borgun frá íslandi, sem að undanförnu. En nú er er þetta einn- ig notað til árása. Engin vopn virðast of léleg, þegar um það er að gera, að ráðast á félag, sem á 10 árum hefur tvö- j faldað gufuskipaferðirnar styrklaust, og forðað íslandi frá peirri ógcefu, að eiga allar millilandaferðirnar undir einu fé- lagi, með öðrum orðum, láta pað hafa einokun á samgöngunum. Þar sem „Thore" lætur nú langtum meira í té fyrir tillagið, en mögulegt var að fá hjá því Sameinaða, þá er óskiljan- legt, að á það skuli vera ráðizt með skömmum og vanþakklæti. Eg fel það þó rólegur heilbrigðri dóm- greind landa minna, að meta þessar árás- ir að verðleikum, og skal eg jafnframt taka það fram, að þetta verður í fyrsta 162 ekki, að hún var i rauninni kona hans. Við það að sjá hana styrktist grunur minn um, að Avon lávarður leyndist á Kóngsklöpp, eg hljóp því niður úr vagn- inutn yðar og veitti henni þegar eptirför til þess að segja henni frá málavöxt- um og sýna henni fram á, hve nauðsynlegt væri, að eg gæti náð tali af Avon lávarði". »Jæja, eg fyrirgef yður strokið, Ambrosius", sagði frændi minn og bætti við: „og svo þætti inér mjög vænt um, ef þér vilduð hnýta slifsið mitt fyrir mig“. XXII. S ö g n 1 0 k . Vagn sir James Ovingtons beið fyrir utan dyrnar, og Avonfjölskyldan, sem svo hörmulega hafði tvístrazt, en var nú á undursamlegan hátt aptur sameinuð, ók nú í honum heim til hins gestrisna herramanns. Þegar þau voru farin steig frændi miin upp í vagn sinn og ók með Ambrosíus og mig inn til þorpsins. „Það er víst bezt, að eg tali undir eins við hann föður þinn, frændi", sagði móðurbróðir minn. „Sir Lothian og stuðningsmaður hans óku af stað fyrir nokkurri stundu. Mér þætti mjög leitt, ef fundur okkar skyldi farast fyrir". Eg gat ekki annað en farið, að hugsa um hvílíkt orð fór af andstæðingi okkar sem hólmgöngumanni, og eg ímynda mér, að frændi minn hafi getað lesið hugsanir mínar út úr andlitinu á mér, því að hann fór að hlæja. „Þú ert satt að segja álíka burðugur á svipinn, eins og þú gengir á eptir líkkistunni minni, frændi", sagði hann. „Þetta er ekki fyrsta einvigið mitt og eg þori að veðja um, að það verður ekki það síðasta. Þegar eg heyi einvígi í nánd við borgina, er eg vanur að skjóta fyrst hundrað skotum á Montons skot- velli til þess að æfa mig, en mun nú líklega geta fundið leiðina að vestinu hans án þess. Eg verð nú samt að játa, að alt það sem fyrir okkur hetur borið, hef- ur fengið töluvert á mig. Að hugsa sér, að gamli vinurinn skuli ekki að eins vera lifandi, heldur Hka alveg saklaus! Og að slíkur garpur skuli vera sonur hans og erfingi og eiga að halda uppi nafni ættarinnar. Það ríður Hume að fullu, því að eg veit, að gyðingar hala lánað honum stórar fjárupphæðir í von um arfinn. Og þér, Ambrósius, að þér skylduð getað strokið svona í burtu! At öllum þeim furðuhlutum, sem fyrir okkur höfðu borið, virtist hon- um hafa orðið einna mest um þetta, því að hann var aptur og aptur að minnast á það. Að maður, sem hann hafði vanið sig á að skoða sem vél til að hagnýta slifsi og elda súkkulaði, skyldi alt 1 einu sýna sterkar mannlegar &letfmið eRRi hinni afarmiklu útsölu Jóriatari5 Þorsteirissoriar. Stendur ad eins yíir þessa vikn. og síðasta skiptið, sem eg tek þátt í blaðadeilum ttm þetta mál. Khöfn 1.—11.—1909. Þórarinn Tulinius, framkvæmdarstjóri Thorefélagsins. „Vesta" kom loks af Vestfjörðum í fyrra dag, og fór samdægurs áleiðis til Hafnar. Með henni tóku sér far Brillouin konsúll hinn frakkneski og frú hans. „Laura" kom frá útlöndum í fyrra kvöld, en „Ster- ling“ í gærmorgun. Fáir farþegar með þeim skipum. „Ofurefli" saga Einars Hjörleifssonar er nú kom- in út 1 danskri þýðingu á forlagi Gylden- dalsbókaverzlunar í Höfn. Þýðandi bók- arinnar, er nefnistá dönsku „Overmagt", er Olaf Hansen adjunkt. Frágangurinn er allur hinn vandaðasti. Látinn er 10. f. m. Sigmundur Jónsson bóndi á Vatnsenda í Villingaholtshrepp, bróðir Jónasar þinghúsvarðar („Plausors") á 67. aldursári (f. 6. apríl 1843). Hann hafði bætt mjög ábúðarjörð sína, og var ágæt- ur búmaður, bezti drengur og vinsæll. Nýp dr. phil. Olafur Dan Daníelsson kennari við kennaraskólann hefur fengið doktorsnafn- bót í heimspeki við Kaupmannahafnarhá- skóla fyrir stærðfræðilega ritgerð er hann varði 30. f. m. Hinn nýi doktor kom hingað með „Sterling" í gær. Lausn frá embætti sakir heilsubilunar hefir fengið Olafur Halldórsson forstjóri íslenzku stjórnarskrif- stofunnar í Höfn og tekur Jón Haralds- son Krabbe cand. jur. aðstoðarmaður á skrifstofunni við því embætti. « Veitt embætti. Skrifstofustjóri á 3. skrifstofu stjórnar- ráðsins er nú skipaður Indriði Einarsson, er þjónað hefur því embætti slðan 1. apríl síðastl. V eð iirskýrsluíigrip frá (>. nóv. til 12. nóv. 1909. nóv. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 6. -r- 1,0 -r- 1,0 + 2>5 + 65 + 6,8 0,0 7- + 5.0 + 6,8 + 4.5 + 5ó + 2,8 + 3,1 8. + 5.0 + 4-8 + 44 + 4,5 + °>5 + 6,1 9- + 2,2 + 0.7 -7- 1,0 -T 1.0 + 4-5 + °>6 IO -r* 2,0 +- 2,5 + 1,8 + 1 >3 + 6.5 -ý- 0,6 II. + 1,0 + 0,7 + 0,2 + 2.7 + 3.9 + 2,7 12. -4- 0,2 + 0,3 + >.3 + 0,7 -T- 4,0 + 0,6 „Piwiág RejljMif heldur fund á Hótel ísland (í saln- um a 1. lopti, gengið inn um vest- urdyr) sunnudaginn 14. þ. m., kl. 4 siðdegis. Reykjavík 11. nóv. 1909. Jón rálsson. p. t. form. Skautar, g þeir beztu og ódýrustu, 2r * er nokkru sinni hafaj '1 BS P=r B ------ * sézt i Reykjavík áður, 13 g eru nýkomnir í S C s o ! ,Liverpool‘. 'í íslenzka Iiagfsmuni í Itoregi annast um land allt C. M. Hansen, Heber & Heber hæstaréttarmálfærslumenn. Krisliania, Norge. Einkasali. Oskað er, eptir einka-umboðssölu fyrir verzlun á Islandi, er kynni að vilja láta selja ýms efnafræðisleg áhöld og læknislyf með einkarétti. Tilboðin merkt 3761 veitir móttöku Sylester Hvids, Bureau Nygade 7, Köbenhavn. Til kanps fæst nú jörðin Hliðsnes með Odds- koti á Álptanesi, og ábúðar frá næstu fardögum (1910). Jörðin hefur slétt, stór tún, og mikla matjurtagarða, allt afgirt og í góðri rækt. Þaðan er dagleg mjólkursala til Reykjavíkur. Miklar byggingar eru þar, að mestu járnvarðar, útræði gott, fjörubeit góð. Jörðin afarhæg. Akbraut til Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, Semja ber um kaupin við herra kaupmann Gísla Popbjapiiarson, Reykjavík. Cggert (Blaassen yflrréttarmálanutningSIDaöIir. Póstliússtrætl 17. Venjulega heima kL 10—II og 4—Tals. 16 Til leigu 2 ibúðir á góðum stað og verzlunar- búð. Gísli Porbjarnarson. Kennslubók i Esperanto (alheimsmálinu, er allir þurfa að læra) eptir Porstein Porsteinsson, er nú þegar til sölu hjá öllum hók- sölum og á afgreiðslu þjóðólfs. Kostar 1,50 í handi. cfiogi dirynjójfsson yfirréttarmálaflutningsmaður. Bankastræti 14. lleima fcl. 12—1 or 4*/a—5‘/j. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prcntsmiéjan Gutenbcrg.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.