Þjóðólfur - 19.11.1909, Blaðsíða 2
I1 J O Ð O L F U R.
190
Jafntraust hús hefur aldrei verið reist hér
á landi; það stendur á klöpp og er allt
ein klöpp, í hólf og gólf, ein steinstorka,
svo trygg og traust, að henni er eflaust
óhætt í þúsund ár, ef jörðin skekur hana
ekki af sér, eða niðjar okkar hætta að
unna henni sóma og viðhalds.
Við metum hverja kynslóð þjóðarinnar
eptir því, hvað hún hefur unnið og af-
rekað til sóma eða skammar, fyrir sjálfa
sig, til heilla, eða tjóns, fyrir niðja
sína.
Þegar aldir líða og við verðum lagðir
á metin, mun það ekki bregðast, að
okkur, þessari aldamóta-kynslóð, verður
talið til gildis, og, má vera, það mest til
gildis, að við höfum reist þetta heilsuhæli.
En það mun ekki verða talinn mestur
sóminn, að húsið er traust, heldur hitt,
að íslenzk alþýða réðist í þetta þrekvirki
af frjálsum vilja, án lagaboðs, af heitri
og einlægri ást á ættjörð sinni og vitur-
legri fyrirhyggju og umönnun fyrir kom-
andi kynslóðum.
Við höfum að undanförnu hugsað og
talað ósköpin öll um allskonar r é 11 i n d i
bæði þjóðarréttindi og réttindi hvers
manns, karls og konu f þjóðfélaginu.
Við höfum sjaldanminnzt á skyldurn-
a r — því miður.
Beztu menn þjóðfélagsins eru ekki þeir,
sem mest hugsa um réttindi sín.
Beztu menn hverrar þjóðar eru þeir,
sem mest hugsa um skyldur sínar við
þjóðfélagið.
Heilsuhælið er einn hinn fegursti af-
springur íslenzkrar ættjarðarástar.
En margir spá því, að hann muni visna
og deyja.
Þess vegna er Heilsuhælið hættulegt til-
tæki; afar-hættulegt.
Hvers vegna?
Af þvf að allar framtfðarvonir hvers
íslenzks manns spretta upp af þeirri trú
og sannfæringu, að þjóðin í heild sinni
elski ættjörð sína.
En ef það sannast, að alþýða manna
fæst ekki til að leggja neitt í sölurnar af
frjálsum vilja landinu til viðreisnar,
jafnvel ekki svo mikið, að nemi árlega
2 kr. á hvert h e i m i 1 i á landinu, — ef
þetta sannast, þá er hætt við að margur
missi trúna á framtíð landsins.
Sú þjóð, sem ekki elskar Iand sitt, á
sér enga framtíðarvon, en ástina verður
að sýna f verkunum, engu síður en trúna.
Þess vegna er þetta mál mjög alvarlegt
íhugunarefni fyrir fslenzku þjóðina.
Heilsuhælið er eins konar eldraun ís-
lenzkrar þjóðar, þeirrar kynslóðar, sem
nú er uppi.
Við treystum því, að ættjarðarást þjóð-
arinnar standist þessa eldraun.
13. dag nóvembermánaðar 1906 var
Héilsuhælisfélagið stofnað.
3 ár eru liðin. Nú er aptur 13. nóv-
ember, og nú er Heilsuhælið komið und-
ir þak.
Farnist því vel — þessu veglega minn-
ismerki núlifandi kynslóðar; standi það
heilt á húfi öld eptir öld, f þúsund ár;
verði það jafnan athvarf þeirra, sem sjúkir
og bágstaddir eru; gefi það gæfan, að
húsið standi óhaggað 13. nóv. 2909, og
þá verði uppi íslenzkir menn, okkar niðj-
ar, er minnzt geti með fögnuði umliðinna
alda, en ekki með harmi, eins og við
hljótum að gera.
Sú er okkar ósk. Það er drengileg
ósk. Við vitum, að það er ósk allrar
þjóðarinnar. Lifum því og störfum í
þeirri von, að hún rætist.
HelOursmerki
frakkneskt (Officier d’ academie) hefur
frk. Þóra Friðriksson nýlega hlotið, og er
hún hin fyrsta íslenzka kona, er þá sæmd
hefur fengið.
VERSLUNIN
REYKJAVÍK.
Mikið af nýjum vörum
með s/s Lauru og Steriing.
Fallegum og ódýrum að
vanda t. d.:
VETRAR- og
REOKÁPBR
handa Dömum og Ungling-
um. Nokkrar Vetrai*—
kápur handa Herrum.
BLÚSUR, Ull ogSilki.
Dömu-Flibbar, Hálsskraul,
Nœrföt, Sokkar, Millipils,
Silki-sjöl og klútar.
-----•----
Blúnduefni, Legg-
ingar, Hnappapo.fi.,
sem kjólasaumi tilheyrir.
Altaf niikið íírval af
Vefnaðarvörum.
Fatnaðir handa konum,
körlum og börnum.
SILKI í svuntur og kjóla.
Slifsi, mjög smekkleg,
o. m. m. fl.
í Dagsbrúii.
11 11
Hugleiðingar ui
kaupfélagsskap.
Eptir gamlan verzlunarmann.
I nýútkomnu Tímariti Kaupfélaganna
(3. árg., 2. hepti) eru meðal annars prent-
aðir kaflar úr sendibréfi« frá »gömlum
verzlunarmanni«. Af því að margt í grein
þessari er skynsamlega og greindarlega
athugað og Kaupfélagstímaritið mun vera
í fremur fárra manna höndum, birtum vér
grein þessa hér í blaðinu, svo að hún
verði sem flestum kunn, enda snertir hún
þýðingarmikið efni, sem nauðsyn er á að
ræða og rita um og gera sér sem ljósast.
Það er mikið undir því komið, að kaup-
félögunum sé hyggilega stjórnað og að þau
séu byggð á traustum, réttum og hollum
grundvelli.
Framtfðarspurningarnar eru margar, sem
snerta kaupfélög vor og stefnu þeirra.
Frá mínu sjónarmiði er það óumflýjanleg
nauðsyn, að haga fyrirkomulagi þeirra að
ýmsu leyti talsvert á annan hátt, en við-
gengizt hefur hjá sumum þeim félögum,
er risið hafa á fót og barizt með meiri
og minni árangri gegn auðvaldi útlendra
verzlana og annara, sem hafa viljað hindra
vöxt og viðgang kaupfélaga og bænda-
félaga víðsvegar um land.
Aðalatriðin á stefnuskrá kaupfélaga og
verzlunarfélaga munu vera:
a. Að koma í veg fyrir skuldaverzlun, svo
svo sem framast er unnt.
b. Að draga verzlunararðinn inn í landið.
c. Að efla vöruvöndun og koma innlend-
um vörum í sem hæst verð,
d. Að ná£sem beztum kaupum á útlend-
um vörum.
Tilgangsatriði þessi eru góð, því neita
eg ekki, ef þau væru vel haldin og eptir
þeim breytt. En í þeim efnum er mjög
svo ábótavant, og þess vegna verða verzl-
unarumbæturnar minni, eins og reynslan
sýnir víða hvar.
Hin fyrsta og nauðsynlegasta umbóta-
stefna, sem bændafélögin ættu nú að
taka, er: samvinna milli félaganna. í
þeim tilgangi mun og sambandskaupfélagið
vera stofnað, og vænti eg að heyra frá
því nytsamar nýungar í framkvæmdar-
áttina til sameiginlegra umbóta.
Horfurnar erti slæmar með fslenzka
verzlun yfir höfuð að segja, nú sem stend-
ur. Þó að einstöku kaupfélög standi með
pálmann í höndum, og fjárhagur þess sé
í góðu lagi, þá er, því miður, allt of ó-
víða mikil framför að kaupfélögunum, svo
að hún sjáist berlega í ástæðum bænda
og almennings yfirleitt í hinum ýmsu
sýslufélögum. . . .
Það sem allir bændur vilja ná í verzl-
un sinni, er þetta: að kaupa útlendan
varning svo ódýrt, sem kostur er á, og
hitt, að koma sínum innlendu vörum í
sem hæst verð. Að þessu takmarki stefna
hugsanir bænda í verzlunarmálum, og
því er það að þeir hafa, margir hverjir,
verið með annan fótinn 1 kaupfélagi, en
með hinn hjá kaupmönnum. Pöntun-
a r v a r a n hefur orðið þeim til muna
ódýrari, en aptur á móti hafa ríkir og
kappsfullir kaupmenn reynt að yfirbjóða
íslenzku vöruna og sprengja hana upp,
opt sér í stórskaða, skoðað út af fyrir sig,
og má þar til nefna mörgdæmi. Verstaf
öllu er það, að eyðsla bænda hefur aukizt
hér um bil í hlutfalli við það, sem nemur
hagnaðinum af auknum viðskiptum í kaup-
félaginu. Það má eigi halda lengur þann-
ig áfram, að engin fyrirhyggja sé sýnd
með ýmsan tilkostnað og fyrirkomulag
meðal kaupfélaganna.
Bændafélögin þurfa að fara í aðra stefnu
en kaupmannaverzlanir, og mega alls eigi
sntða fyrirkomulag sitt eptir kaupmönn-
um; þvt þótt svo virðist, að þeir hafi
grætt á verzlun, þá er það að eins á góð-
um verzlunarárum, Og hitt er deginum
Ijósara, að margir þeirra hafa tapað stór-
miklu. Nú er svo komið, að eptir þau
góðæri, sem verið hafa, þá hafa bændur
safnað skuldum við kaupmenn og kaup-
félög, og það miklu meira en eðlilegt
hefði verið fyrir verðhækkun útlendrar
vöru, árin 1907 og 1908. I flestum kaup-
félögunum er sparnaðarins oflítið gætt;
hvort sem um stofnfé eða lánsfé er að
ræða, þá er ofmikið fé látið vera fast-
bundið. Eg hef vitað þau byggja hús, er
kostað hafa oftjár, en svo hafa staðið
vörulttil allt árið í kring, að heita má.
Þau hafa stofnað söludeildir og ráðið
ráðum sínum sem Kkast því, er kaupmenn
gera, en þá hefur margt viljað útafbera
með ágóðann. . . .
Það er þvt eitt sparnaðaratriðið að
fara hæfilega hægt af stað með bygging-
ar og sæta þar haganlegum tækifærum.
Annað mikilvægt sparnaðaratriði væri
það, að komast af með færri þúsundir í
veltufé, en notaðar eru. Nú á tfmum
virðist mér, eigi að eins hjá kaupmönn-
um, heldur og í söludeildum bændafélag-
anna, vera óþarflega rnikið fé, sem liggur
i óseldum vörum, máske allt árið um
kring. Við þetta sýnist vera eitthvað
bogið. Gangi maður fram hjá búðunum í
Reykjavík og víðar, þá getur manni ógn-
að að sjá, hve margir tugir og hundruð
þúsunda liggja þar af vörum. Opt hafa
margar búðir alveg sömu vörurnar, og
hver keppist við annan að hafa sem flest
á boðstólum. Þannig verður rentutapið
♦
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
handa d ö m u m, aðeins nokkrir
eftir, sem seljast með
15°/o aíslset'ti
í
DAGSBRÚN.
ákaflega mikið og það verður að vinnast
upp á hinu, sem selst, þess vegna með-
fram er sagt dýrt í búðunum, af því þar
er fjö.lbreyttur varningur, sem myndar tib
samans allmikla fjárhæð í vöruforða eða
leifum, frá ári til árs. Það þarfþví mikla
nákvæmni og aðgæzlu til þess að koma
í veg fyrir það, að mikil upphæð safnist
fyrir í vörum, sem eigi seljast fyr en seint
og sfðar meir. Til þess að ráða bót á
þessu, hygg eg að það væri sparnaður, að
láta bændur panta sem mest eptir
sýnishornum, í stað þess að fylla
allar búðir með varningi á vorin og liggja
svo með helminginn til næsta árs eða
lengur.
Hér á landi vantar stórsöluhús;:
frá þeim gætu félögin pantað margbreytt-
ar vörur eptir sýnishornum og verðlistum,
sem bændur og konur gætu skoðað;
annaðhvort þannig, að vöruhúsið léti
menn ferðast um sveitir með sýnishornin
og verðlistana, eða þá að kaupfélögin
gætu annast um pantanir, dregið þær
saman og sent til stórsöluhússins. Með'
þessu fyrirkomulagi þyrfti vafalaust minna
veltufé heldur en við síðustu áramót hefur
legið í óseldum vörum hjá kaupmönnum
og kaupfélögum. Hinir rfkustu kaup-
menn þola helzt biðina.
Hvar sem maður leitar fyrir sér í út-
löndum, þá er varla auðið að finna þann>
stað, þar sem fáist vel aðgreindar vörur
við hæfi íslendinga. Til þess því að fá
fjölbreytta sölubúð, þarf maður opt að’
taka sitt hjá hverjum. Sérverzlunarmenn
eru nær því í hverri grein í útlöndum.
Væru þess konar menn fleiri hér á landi
en nú tlðkast, en færra af smákaupmönn-
um og smásölum, þá mundi verzlunar-
ástandið vera talsvert betra. (Meira).
II.
(Síðari kafli).
Nú á tímum virðist svo, sem sagnarit-
un sé að fara aptur og öllum sögufróð-
leik að hnigna, og er illt afspurnar efsvo
væri. — En heyrt hefi eg kvartanir yfir
þvi, að minna væri um sögulestur á kveld-
vökunum í sveitinni nú en verið hefði-
áður, sérstaklega að því er snertir okkar
íslendingasögur. — í kaupstöðunum eru:
sjaldnast lesnar — og hafa vfst aldrei ver-
ið — hvorki sögur né annað, sem vert
er að lesa. Hér er vitanlega ekki átt við-
einstaka menntavini, sem verja öllum
stundum til lesturs, heldur er þetta sagt
um fjöldann af æðri og lægri stéttar-
mönnum. Það eru aðeins blöðin, sem
ftestir að líkindum líta í, en hvernig þeim
lestri er að öðru leyti varið, skal ekkert
sagt um.
Jafnvel þó nú svo væri, að sögulestri
sé að fara aptur í sumum sveitum, þá er
hitt samt vfst, að hann er víða enn þá
tíðkaður svipað og áður var, bæði um,
Vesturland og víðar. En apturför væri.
það og hún sorgleg, ef sögulesturinn
skyldi falla niður eða hverfa. Vér von-
um allir og öll, að svo verði eigi.