Þjóðólfur - 26.11.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.11.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. nóvember 190 9. M 50. Tóuskinn hvít og mórauð kaupir verzlun Gunnars Þorbjarnarsonar. Bókmenntir. Andvökur. Eptir Steplmn G. Stephansson 1868—1907. I. —II. Rvík 1909. Ljóðmæli þessi eru afarmikið safn, alls 40 arkir að stærð (20 arkir hvort bindi), og þó eru þetta ekki óll ljóðmæli höf- undarins, allmikið eptir skilið, sem ef til vill verður prentað síðar. Nokkrir íslend- ingar í Vesturheimi hafa kostað útgáfu Ijóða þessara, keypt handritin af höf. og og greitt honum fullt verð fyrir, hafa enn- fremur unnið endurgjaldslaust að útgáf- unni og lagt fram allt fé til hennar vaxta- laust, og auk þess ákveðið, að höf. skyldi njóta alls hagnaðarins af sölu bókarinnar, ef nokkur yrði. Og er það rausnarlega gert. Aðalfrömuður þessa fyrirtækis og forgöngumaður mun vera Skapti Brynjólfs- son lögfræðingur, er dvaldi hér heima næstl. vetur og fram á haust, meðal ann- ars til að sjá um útgáfuna. Mynd af skáldinu er framan við fyrra bindið og í síðara bindinu er einnig mynd af heim- ili skáldsins í Alberta vestur undir Kletta- fjóllum. Stephan G. Stephansson er nú rúmlega hálfsextugur að aldri, fæddur í Skagafirði 3. október 1853 af góðu bændafólki, enflutt- ist tvítugur að aldri til Ameríku. Hann er höfuðskáld Vestur-íslendinga, og hafa mörg einstök kvæði hans áður verið birt í blöðum og tímaritum vestra, þar á með- al allmörg í »Nýju Öldinni*, er gefin var út i Winnipeg, og eitt Ijóðsafn (»Á ferð ogflugi«) hér heima. En hann varð ekki verulega kunnur sem skáld fyr en undir aldamótin, að ljóðmæli hans tóku að birtast. Sáu menn þá brátt, að þar var enginn hversdagsmaður á ferð, heldnr maður með einkennilega skáldgáfu, er ekki þræddi alfarabrautir, heldur gekk sínar eigin götur í skáldskapnum. Að vísu þótti hann stundum nokkuð myrkur í máli, þungskilinn og þunghentur. En það ver alvara, kraptur og kjarni í þess- um fyrstu ljóðum hans, þvl að maðurinn er alvörumaður mikill, dulur alimjög og að líkindum fremur þunglyndur, eptir þvf sem ráða má af Ijóðum hans, og ekki er svo óeðlilegt, með því að baráttan fyrir lífinu hefur eflaust verið honum erfið opt og einatt þar vestur undir fjöllunum. Og hugsanir hans hafa þá brotizt fram í Ijóð- um, þungar og þrammandi, opt á and- vökustundum um nætur, er aðrir hafa sofið. Og mun hann þess vegna hafa nefnt Ijóð sfn »Andvökur«. Það er þvf engin furða, þótt þau beri þess víða merki, að þau séu ekki ort af léttúðugum, iðjulitlnm lausingja, heldur af alvórugefn- um, sístarfandi erfiðismanni, er verður að leita síns brauðs í sveita síns andlitis, og ganga þreyttur til hvíldar á hverju kveldi, enda segir skáldið svo í einni lausavísu sinni (bls. 38): Forlög búin heimi hjá Hendur trúar sýna. Skorið er lúa-letur á Lófa og hnúa þína. En það ber annars alls ekki mikið á því í ljóðmælum St., að hann kvarti og kveini um erfiðleikana, eða sé að fjargviðrast um það, þótt hann þurfi að vinna líkam- lega vinnu. Það er enginn slfkur ólund- arsónn 1 kvæðum hans, eins og t. d. hjá Guðm. Friðjónssyni, og því síður nokkur ógeðslegur rembingur yfir þvi, að hann nenni að vinna. Á slíkum smekkleysum bólar hvergi hjá St. Þá er um svo mikið og margbreytt safn er að ræða, sem þessi Ijóðmæli St., þá er ekki unnt ( blaðagrein að dæma um þau til hlítar. En vel eru þau þess verð, að á þau væri minnzt nokkru ftar- legar en ljóðmæli þau íiest, er birzt hafa hér á síðustu árum, því þau skara í svo mörgu og miklu og fram úr þeim. Og er það hrein furða, hve fátt er af verulegu léttmeti i svo stóru safni. Vitanlega hefði sumt mátt missa sig að ósekju, en það er tiltölulega sárlítil hluti kvæðanna. Hitt er svo margfalt meira, er ber óræk merki skáldsnilldar og auðugrar andagiptar. Og til þess að hvetja menn til að kaupa bókina og lesa hana, munum vér taka nokkur dæmi hingað og þangað úr hin- um ýmsu köíium bókarinnar. Fyrsti kafli bókarinnar (I, 7—53) nefn- ist »Gripið úrlausulopti«,og eru það mestallt lausavísur, flestar all- smellnar og með allmiklum ádeilublæ, og er höf. þá allbeiskyrtur stundum. Um pólí- tíkina kveður hann meðal annars: Pólitiska ekru yr Embættanna plógur, Honum gefa bykkjur byr Báðar: skjall og rógur. Þarna glápir þorri manns Þegar svo er búið Sannleik, frelsi, fjárhag lands I flag er öllu snöið. Kirkju- og kennilýð er höf. Iftt hlyntur, að því er virðist, og kveður sumstaðar allnapurt um þau efni, en þó ber ekki á neinu guðstrúar-hatri hjá honum eða heipt. Það er meira háð og spé um kennilýðinn, en beinar áTásir á kirkjuna eða kenning hennar. Um Biblíuljóðin farast honum meðal annars þannig orð: Já, spjaldafull er bókin sú frá Brími, Hálf biblfan í þúsund króna rími. En ætli að mér nú efasýkin batni Þó innblásturinn taki inn í vatni. Ein lausavísan, er nefníst »Útþynningar«, er nógu laglega kveðin: List er það líka og vinna, Lftið að tæta upp í miona, Alltaf í þynnra þynna Þynnkuna allra hinna. Annars efnis er þessi laglega staka: Það er hart í heiminum, Hvirnleitt margt er við hann, Þegja og kvarta aldrei um Eigin hjarta sviðann. ur og vind« er allur um veðuráttu, vetrarhörkur, hríðar og snjóa, hláku og vorblíðu, flest laglega kveðið. í þriðja flokknum (I, 87—203): »Yfir minnum lands og lýða«, eru ýms minningarkvæði, Islands-minni, Kanada- minni og ýms önnur minni, einnig mörg erfiljóð. Fyrsta kvæðið í þessum flokki er ort þá er höf. var 16 ára og kvaddi Skagafjörð (fór þá norður í Þingeyjarsýslu). Eru það laglegar vísur. Eitt kvæðið í þessum flokki er »Ástavísur tíl íslands*, ágætt kvæði. Sfðasti hluti þess er svo látandi: En svo ertu ísland í eðli mitt fest, Að einungis gröfin oss skilur, Og þannig er ást sú til þín sem eg ber og þó léztu að fjölmörgum betur en mér. Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum Þin forlög og vonspár um frægðir og harm Mér fylgt hafa að draumþingum mörgum. Þinn svípurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál í lögum þeim hljómar, er kveður mín sál, Eg óska þér blessunar — blýlega hönd Þó héðan þér rétt geti neina. En hvar sem eg ferðast um firnindi og lönd Eg fiyt með þá von mína eina, Að hvað sem þú föðurland fréttir um mig Sé frægð þinni hugnun —¦ eg elskaði þig. Kvæðið »Úr íslendingadagsræðu«: »Þó þú langförull legðír«, er ort í svípuðum anda og ágætis kvæði: Yfir heim eða himinn hvort sem hugar þín önd, Skreyta fossar og fjallshlíð Öll þín ftamtíðarlönd. Fjærst f eilífðar útsæ vakir eylendan þín Nóttlaus voraldar-veröld Þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenzkt, Sem að yfir þú býr ¦— Að eins blómgróin björgin Sérhver baldjökull hlýr. — Frænka eldfjalls og íshafs, Sifji árfoss og hvers, Dóttir langholts og lyngmós, Sonur landvers og skers. Svona yrkir enginn viðvaningur. Bera bæði þessi kvæði vott um hina órjúfan- legu tryggð höf. við ættjörð sína, þótt hann hafi alið svo lengí aldur sinn fjarri henni. I sömu átt fer kvæðið »Ut- legðin«, er hann yrkir um fóstru sína Ameríku: Fóstran gekk mér aldrei alveg I þess móðurstað, Það var eitthvað á sem skorti, Ekki veit eg hvað. Og því kvæði lýkur svo: Annar kaflinn (I, 55—85): »Út í veð- En eg á orðið einhvern veginn Ekkert föðurland. | Hann »er útlagi sættjörð fjær, er hann unni mest«, og þótt enskur hugsunarháttur móti ljóð hans, þá er hann samt Islendingur í húð og hár, það er heimalandsmótið, sem hann ber í hug og hjarta. Erfiljóð Stefáns eru einkennileg og einkar skáldleg flest Viljum vér taka til dæmis erfiljóðin eptir Stefán Kristinsson systurson hans. Þau eru snilldarleg, kveð- in í nýjum tón, svo innilegum og hjart- næmum. Það er ekki hávær sorgarsöng- ur eða harmakvein, heldur mjúk og sorg- blfð minningarljóð, þar sem sorgarekkinn titrar í strengjum skáldhörpunnar, en svo þýtt og blítt, eins og vaggað sé hægt og hljótt barni í blund. Sýnir það, að Stef- án á einnig til mjúka, þýða strengi í hórpu sinni. Ur snildarkvæði þessu, sem er alllangt og þó allt jafngott, þýðir ekki að taka fram einstók erindi óðrum betri. Þá eru og erfiljóðin eptir Gísla Dalmann frá Mjóadal ágæt: Og nú er hann týndur úr lestaferð lifs, Hann lagðist til hvíldar í áfangastað Og lífsreynslan snerist upp andvöku í Og áreynsla dagsins varð þjáningu að, In rósama nótt fékk ei sárindin svæft Með svefnfróun blíðri né stunið hans kæft. Hansdagleið varkapphlaup um klungur og töf Og hvild fékk hann loksins í útlendings gröf. Svo týnumst vér flestir úr lestaferð lífs og leifum ei eptir oss stig eða spor. Það sést kannske í ógrónum útlendum garð Einn áratug steingleymdur legstaður vor Sem tjaldstæði autt eða innfallin hlóð Á útbrunnin kol þar sem lífsarninn stóð. Ýms fleiri erfiljóð hans eru ágæt í sinni róð, t. d. »Kveðið eptir drenginn minn< og »Eptir frændkonu mína« o. fl. — í þessum kafla er og eitt hinna fáu ást- arljóða skáldsins, »Fallegu augun«. — Skáldið geymir minninguna um »fallega augun« stöðugt í huga sínum, sú minning læðist óvart inn í dálitla kró í huga hans, en þangað safnast hvaðvetna fagurt: Sumarkvelds eilífð, skógur skúrablár, Skrúðbúin hlíð og fossahljóð þar stendur, Hrafnsvartir lokkar, ljósar augnabrár, Ljúflingabrjóst og mjúkar, hvítar hendur. Og þessi fegurðarminning geymist stöð- ugt í hjarta skáldsins og er honum til ánægju. Það minnir á hina alkunnu upp- hafslínu á »Endymion«eptir enska skáldið Keats: »A thing of beauty is a joy for evser«. Annars gerir Stephan ekki mikið að því að yrkja um slíka hluti: kvenn- lega fegurð eða ástir. í fjórða kaflanum (I, 205—309) er nefn- ist »Heima að hitta«, eru kvæði ýmislegs efnis. Meðal ágætra kvæða í þessum kafla má t. d. nefna »Ljóðeggjan«, er endar á þessum drengilegu, sönnu og snjöllu orðum: Upp, með hug og hjarta manns, Hirð ei, hvort það nokkur iofar Smjaðri og lasti lýðsins ofar: Leita sjálfur sannleikans. Þá er kvæðið »Kveid« mjög gott kvæði, og minnist skáldið þar þess, er hann get- ur ekkí sofið og yrkír um andvöku-nótt. Svífa þá ýmsar myndir fyrir htigskots- sjónum hans: En þá birtist andvakan ferleg og föl Og fælir burt hvíld mfna og ró, Og glötuðu sálirnar sækia að mér, Sem sviku það gott í þeim bjó,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.