Þjóðólfur - 23.12.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.12.1909, Blaðsíða 2
210 ÞJOÐOLFURJ lendra ríkja. Heimsblaðið »Times« lýk- ur langri ritgerð um hann á þessa leið: »Nafn Ito fursta mun verða letrað í annála heimsins ekki síður en f sögu Japana, og þess mun verða getið um hann, að þótt hann kæmist til hinna æztu virðinga, er ættjörð hans gat veitt, þá hafi hann alla tíð verið hinn sami á- gætismaður, veglyndur og lítillátur: hinn sami hjartaprúði og tryggi vinur, hinn sanni, trúi og innilegi vinur keisarans og ættjarðar sinnar, trúr til dauðans«. Slík eptirmæli veitir »Times« þessu látna, japanska mikilmenni. leopold Belgjakonungup daiiöur. Símskeyti frá Kaupmannahöfn, er hing- að kom 17. þ. m. síðdegis, segir Leo- pold 2. Belgjakonung látinn, og mun hann hsfa andazt þann sama dag. Hann var á 75. aldursári (f. 9. apríl 1835) og hafði verið konungur 44 ár, tók við rlk- isstjórn eptir föður sinn Leopold 1. (-f- 10. des. 1865}. Ekki var Leopold kon- ungur harla vinsæll í landi sínu, og hafði lítil mök við aðra þjóðhöfðingja Norður- álfunnar, að minnsta kosti öll síðari rík- isstjórnarár sín, heimsótti hvorki þá, né þeir hann. En alltíður gestur var hann í Parísarborg, og sást þar allajafna á skemmtistöðum þeim, sem þjóðhöfðingjar annars eru vanir að sneiða hjá, að minnsta kosti opinberlega. Var margt um Leo- pold konung talað og sumt misjafnt, en et til vill ýkt að nokkru. En það var ekkert leyndarmál, að heimilislíf hansvar harla bágborið, að hann dýrkaði ýmsa hjáguði, og var hvorki fyrirmyndar eigin- maður né faðir. Var hann fjáraflamaður mikill, en sinkur mjög við börn sín, og átti í leiðindamáli við þau út af móður- arfi þeirra. Varð úr því hneyksli, er seldír voru á uppboði skrautgripir Maríu drottningar hans, að henni látinni. Luise elzta dóttir þeirra hjóna, gipt Filipp her- toga af Sachsen-Koburg, er alkunn eyðslu- kló, skildi við mann sinn, og var um tíma á geðveikraspítala. Önnur dóttír hans, Stefanía, var gipt Rudolf keisara- syni í Austurríki, er dó skyndilega með undarlegum atvikum 1889, en síðar gipt- ist hún ungverskum aðalsmanni, Lonyay, og hefur það hjónaband að sögn ekki verið farsælt. Þær systur áttu í stöðug- um erjum við föður sinn, og yngsta systir þeirra, Clementine, sem er ógipt, er sagt, að hafi beinlínis hatað hann fyrir með- ferð á móður þeirra, og engum viljað giptast, honum til skapraunar. En Leo- pold konungur fór sínu fram og naut lífs- ins, eins og honum þóknaðist, var í kær- leikum allmiklum við frakknesku leikkon- una Cleo de Merode og átti 2 börn með frakkneskri dyravarðardóttur, er hann sæmdi greifafrúartitli og gaf henni höfð- ingjasetur á Fiakklandi, fleiri en eitt, þar sem þau bjuggu saman lengri og skemmri tfma. Hann var stórauðugur maður, en nokkru fyrir andlát sitt reyndi hann að selja sem mest af eignum sínum og koma því svo fyrir, að dætur hans, hjónabands- börnin, fengju sem minnstan arf eptir hann, því að lagalega kvaðst hann ekki geta gert þær arflausar. Af þessu má sjá, hversu góð frændsemi hefur verið milli þessara feðgina. Charlotta systir Leopolds konungs var gipt Maximilian keisara í Mexiko, þeim er skotinn var þar 1867, og hefur hún verið vitskertsíð- an að hún var 26 ára að aldri. Varhún á ferðalagi um Norðurálfuna 1866 til að biðja þjóðhöfðingja að hjálpa manni sín- um, en fékk enga áheyrn, og varð þá brjáluð. Henni er því enn í dag ókunn- ugt um forlög manns síns. Við ríkisstjórn í Belgíu tekur bróður- sonur Leopolds konungs, Albert son- ur[Fi!ippusar hertoga af Flandern (-J-1905). Hann er tæplega hálflfertugur (f. 8. apríl 1875) og er kvæntur Elizabetu dóttur Karls Theodors hertoga af Bayern, augn- læknisins, er andaðist um síðastl. mánað- armót (sbr. síðasta blað). Ný bók. Minningar feðra vorra nefnist allmikil bók (nál. 20 arkir að stærð), er Sigurður Þórólfsson skólastjóri á Hvítárbakka hefur safnað og samið og nýkomin er á prent. Það eru kaflar ur Islands sögu frá elztu tímum og fram á 14. öld, og er þetta að eins íyrri (eða fyrsti hluti) ritsins. Þetta, sem þegar er prentað, eru fyrirlestrar eða ágrip af fyrir- lestrum, er höf. hefur flutt við skólann á Hvítárbakka, og liggur mikill lestur og mikil vinna á bak við þetta rit, sem er allrar virðingar vert af »ólærð- um« manni. Er sá enginn alls ófróður í íslenzkri sögu, sem kann vel það, sem í bók þessari stendur. Því miður höfum vér ekki haft tíma né tækifæri til að Iesa hana nákvæmlega, og verður því ekki rit- aður hér neinn ritdómur um hana, en oss þótti skylt, að vekja eptirtekt manna á bókinni, því að það er enginn efi á, að hún er hentug alþýðubók og verð- ur eflaust til þess að örfa áhuga fróð- leiksfúsra unglinga til að kynnast frekar því, sem þar er lýst í stuttumáli. Og miklu meira er t. d. á þessu riti að græða að vissu leyti, en t. d. í Islandssögu séra Þorkels, enda var hún miklu styttri og í öðru sniði. Og það hyggjum vér, að alþýðu þyki meiri skemmtun að bók þessari en sögu- ágripum Boga Melsteds, sem þó eru skárri en »stóra sagan« hans, sem eflaust verð- ur aldrei höf. eða landinu til sóma. Vit- anlega má ýmislegt að þessari bók Sig- urðar Þórólfssonar finna, en gallarnir eru ekki svo stórvægileglr, að þeir hnekki verulega gildi bókarinnar yfirleitt, sem al- þýðubókar. Því að þótt málið sé t. d. ekki alstaðar sem bezt eða viðkunnanleg- ast, þá er það litlu betra hjá sumum lærðu mönnunum, sem þykjast miklu fremri og ættu að vera miklu fremri Sig- urði Þórólfssyni, er aflað hefur sér sjálf- ur þeirrar menntunar, er hann hefur, með óvenjumiklum dugnaði og áhuga, er mörg- um gæti verið til fyrirmyndar. Prentvill- ur allleiðinlegar eru sumstaðar í bókinni, og á höf, lfklega ekki sök á því. Á 6. bls. (neðst) stendur t. d., að írsku ein- setumennirnir hafi »skilið hér eptir írskar bækur, bjöllur og b ö g 1 a , er á að vera »bagla« (þ. e. stafi sem embættismerki biskupa og munka). Slíkt er óheppilegt og getur valdið misskilningi. Á nokkr- um öðrum stöðum höfum vér og orðið varir við smávegis villur og ónákvæmni, er ekki þykir sérstök ástæða að geta, enda er hér, eins og fyr var sagt, ekki um verulegan ritdóm að ræða. Vér vildum að eins mæla með bókinni sem hentugri alþýðubók til að kynnast höfuðatriðunum í ‘sögu og bókmenntum þjóðarinnar frá alþýðlegu sjónarmiði. Frekari kröfurgerir bókin ekki. Þar er ekki að tala urn sögu- lega, vísindalega rannsókn atburðanna, eða samanburð og mat heimildarrita, heldur blátt áfram um alþýðlega og 1- burðarlausa frásögn hins helzta, er á daga þjóðarinnar hefur drifið. Og sú frásögn hefur höf. tekizt yfirleitt sæmilega og sumstaðar mjög vel i jafn stutt máli. BókmenntafélaglO. Frá skrifara Bókmenntafélagsdeildar- innar í Höfn hefur Þjóðólfi verið send eptirfarandi skýrsla um ársfund deildar- innar: „Ársfundur deildarinnar var haldinn mánudaginn 29. nóv. 1909. Forseti lagði fram endurskoðaðan reikning fyrir árið 1908. Tekjur deildarinnar höfðu verið á árinu kr. 6522,90, útgjöld kr. 5565,72. í sjóði voru við árslok kr. 23477,04. Reikn- ingurinn var samþykktur umræðulaust. Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu fé- lagsins á liðna árinu. Rvíkurdeildin hafði gefið út Skírni 82. ár, íslenzkt fornbréfa- safn VIII. 3 og Sýslumannaæfir Boga Benediktssönar III. 4. — Hafnardeildin hafði gefið út Lýsingu íslands eptir Þorv. Thoroddsen I. 2, Safn til sögu Islands IV. 2 og Æfisögu Jóns Ólafssonar Indía- fara I. — I ár væri gefið út af Reykja- víkurdeildinni: Skírnir 83. ár, Isl. forn- bréfasafn IX. 1 og Sýslumannaæfir Boga Benediktssonar IV. 1; af Hafnardeild- inni: Lýsing Islands eptir Þorv. Thor- oddsen II. 1, Safn til sögu Islands IV. 3, Æfisaga Jóns Ólafssonar Indlafara II. og Islendingasaga eptir Boga Th. Mel- sted II. 3. — Bókaútgáfan hefði verið mun meiri en undanfarin ár. Næsta ár yrðu hér í deildinni engin ný rit gefin út, en einungis framhald áður samþykktra rita. Þá skýrði forseti frá ástæðum til frest- unar ársfundar. Hann gat þess, að stjórn- in hefði sent 1 haust fyrirspurn til fé- laga í deildinni viðvíkjandi heimflutnings- málinu. Meiri hluti deildarmanna hefði verið heimflutningi mótfallinn, í Amerfku hefði 21 verið með heimflutningi, 22 á móti, í Danmörku 10 með, 25 á móti, í öðrum löndum 1 með, 21 móti, alls 32 með, 68 móti. Félagið „Árgalinn" í Amerfku hafði sent skriflega fundar- ályktun gegn heimflutningi, sem forseti las upp. Þá fór fram forsetakosning. Stjórnin var endurkosin: Forsetipróf. Þorv.Thor- oddsen, féhirðir Gísli Brynjólfsson lækn- ir, skrifari Sigfús Blöndal undirbóka- vörður við konunglega bókasafnið, bóka- vörður Pétur Bogason stud. med. & chir. í varastjórn voru kosnir: Vara- forseti Bogi Th. Melsted, varaféhirðir Þór. E. Thulinius stórkaupmaður, vara- skrifari Stefán Stefánsson cand. jur. og varabókavörður Vernharður Þorsteinsson stud. mag. Endurskoðunarmenn voru kosnir þeir Stefán Jónsson stud. med. & chir. og Jónas Einarsson stud. polit. — 30 nýir félagar voru teknir inn á fund- inum. Br. Cook uppvís að svikmn. I fyrra dag kom svo látandi sfmskeyti frá Kaupmannahöfn: Danski háskólinn hcfur i dag dœmt Cooksplöggin svo, að þau séu með öllu marklaus og sanni ekki neitt um norðurskautsfund hans. — Cook er horfinn. * Þetta virðist vera nokkurn veginn á- byggileg sönnun fyrir því, að Cook sé svikari. Hafa margir látið þar illa blekkj- ast, og Danir ekki sízt, er þeir gerðu hann að heiðursdoktor háskólans m. fl. En ýmsum þótti þegar í byrjun för hans allgrunsamleg og skýrslur hans athuga- verðar. Að hann nú er horfinn, bendir á, að hann hafi séð það fyrir, að lygun- um gæti ekki lengur orðið haldið leynd- um, og felur hann sig því eflaust ein- hversstaðar. Mun honum og hentara að- vera ekki mikið á almannafæri, sízt fyrst um sinn. En Peary fær maklega upp- reisn fyrir skapraun þá, er hann hefur orðið að þola fyrir lygar Cooks þessa. Frá Eyrbekkingum hefur Guðmundur bóndi á Háeyri sent þingmönnum Árnesinga 17. þ. m. svolát- andi skjal: Undirritaðir kjósendur í Eyrarbakka- hreppi skornm hér á pingmenn vora ad lála liið bráðasla i Ijósi i einhverju opin- beru blaði skoðun sina á bankaráðstöfun ráðherrau. Undir þessu skjali standa nöfn 87 kjós- enda(?)í hreppnum (þeir munu vera um 120—130 alls) og Gísli prestur á Hrauni og P. Nielsen verzlunarstjóri þar efstir á blaði, en nafn Guðmundar bónda sést þar hvergi. Sé þetta „ádrepan", sem getið var um 1 fréttabréfi af Stokkseyri í síð- asta blaði, að þingmenn Árnesinga ættu von ú frá Eyrbekkingum, þá má segja, að hún sé harla léttvæg, enda auðvelt að svara svona lagaðri áskorun mjög stutt- lega, því að ritstjóri þessa blaðs hefur einmitt þegar lýst skoðun sinni á málinu hér í blaðinu optar en einu sinni og mun ekki gera það öðruvísi annarstaðar að sinni, hversu margar áskoranir, sem um það koma. Mætti ætla, að Eyrbekkingum væri kunnugt um, hvað Þjóðólfur hefur lagt til þessa máls, og máttu því vita fyrir- fram, hverju svarað yrði. En í Þjóðólfi hefur það verið skýrt tekið fram, að engir hyggnir menn og réttsýnir ættu að gera sig seka í því fljótræði, að kveða nú þegar upp áfellisdóm, hvort heldur yfir ráð- herra eða hinni fráviknu bankastjórn, með- an málið væri jafnóupplýst. eins og það væri nú, og allra sízt mættu þingmenn meiri hlutans, sem síðar eiga að kveða upp endilegan úrskurð á réttum vettvangi — alþingi — og bera ábyrgð á honum, gerast nú ginningarfífl æsingamanna í þessu máli, og hreykja sér í dómarasess f Gleymið ekki að koma f*ar er $vo margt hentugt^og smekklegt til ólagjMÍa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.