Þjóðólfur - 23.12.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.12.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 2 í I «m þá hluti, sem ekki er unnt að dænia um með rökum og réttvísi, fyr en öll gögn eru fram lögð og rannsökuð. Vér efumst ekki um, að þingið beri gæfu til að dæma rétt á sínum tíma. Það vérða Eyrbekkingar að láta sér lynda, og heíðu alveg getað sparað sér þessar óþörfu skriptir, að minnsta kosti gagnvart i. þingm., ritstjóra þessa blaðs, en um 2. þingmann þeirra, hr. Sigurð Sigurðsson, er það að segja, að hann mun — eins og flestir eða allir meiri hluta þingmenn — gersamlega samdóma skoðun þeirri óg stefnu, sem haldið hefur verið fram í'Þjóð- ólfi í þessu máli og mun hann því ekki flnna nokkra hvöt hjá sér til að svara sér- staklega þessu skjali Eyrbekkinga, enda mun hvorugur þingmanna Arnesinga skipta sér af blaðadeilum um þetta mál að svo komnu, og ekki þótt fleiri svona iöguðum áskorunum eða annarskonar sendingum verði til þeirra beint. »I;ögrétta«. er í gær mjög gleið yfir þess- ari „áskorun", en getur þess samt ekki, að hún sé úr einum einasta hreppi, heldur eíns og hún sé almenn úr allri sýslunni(!). O, jæja. Litlu verður nú Vöggur feginii. „Lögréttu“-ritstj. er jafnframt öskuvondur út af því, að ritstjóri Þjóðólfs og aðrir meirihluta-þingmenn skuli ekki hafa látið ginnast til þess að hlaupa á eptir „Lög- réttu" og tala í sama tón og hún um banka- farganið. En sú vonzka stoðar ekkert, því að þir.gmenn meirihlutans taka ekkert til- lit til þess, hvort „Lögréttu“-liðinu lfkar betur eða ver, eða hvað höfuðblekbullari þess leggur til málanna. Hið eina, sem hann gæti áunnið með öllu gjamminu væri að spilla fyrir þeim málstað, er húsbændur hans hafa skipað honum að fylgja. Það er alit og sumt. Eldgos á Martinique 8. maí 1 902. Und fótum titrar hin fasta grund og fjöllin gnötra sem strá í vindi. En öldur rjúkandi’ um ránar sund sig reisa hátt yfir grýttu strindi, streyma að landinu ólgandi, æðandi upp yfir strendur og láglendi flæðandi. — Hví byltast svo tröllauknar bylgjur á land? — Hví bifast hin gróna storð? í æðum jarðar er eldheitt blóð með ofsakrapti það löndin skekur; þar byrgt er leiptrandi logaflóð, sem lyptir jarðskurn, unz springa tekur. Dunar við klettarið. Drynur í fjöllunum. Dýr renna hamstola sléttum af völlunum; en glóðþrunginn mökkurinn gýs frá storð og geigvæna boðar tíð. Sem elding leiptrar um lönd og sæ, — sjá — logi brýzt upp úr tindi háum. Heyr voðaópin um borg og bæ: „Burt héðan skjótt, ef að komist fáum 1“ En eldurinn flughraður, fjallshlíðar sópandi, fjötrar með seiðkröptum manngrúann hrópandi. Hann steypist sem foss yfir frjósama [•,'ájfJ: byggð og færir í dauðans bönd. Sjá! — eyðileggjandi eldhafs flóð með undra hraða til sævar bruna. Sjá! — borgin fagra, sem blómleg stóð nú burt er horfin. — En kvalastuna sárbitur, neyðaróp nístandi, svíðandi, náhljóð frá þúsundum brennandi, stríðandi stíga frá grundu svo stingandi sár, að steinhjarta viknar í barm. Sér ryður eldur að unni braut, og eigi hikar við sæinn kalda, en boðar farmönnum búná þraut, því bjartir logarnir áfram halda. Eldþrungnar straumbylgjur landsundan logunum líða eptir sæfleti, þungum með sogunum; fley gjörvöll eyðast og fara í kaf, sem flúið ei gátu burt. Porsteinn Finnbogason. Málsvörn. í 47. tölublaéi Þjóðólfs þ. á., stendur með- al annars grein um „drukknun tveggja manna af vélabát", og að „um það skrifi nákunnugur maður úr Vestmannaeyjum" o. s. frv. Af þv! að mér þykir ekki rétt skýrt frá, og að höfundur greinarinnar fáti í Ijósi, ef eg skil rétt, að slysið hafi ekki hvað sfzt stafað af hirðuleysi og slóðaskap Halldórs Jónssonar og Einars Hjaltasonar í Vík, þá leyfi ég mér að gera við greinina dálitla athugasemd. Greinarhöfundurinn, er nefnir sig M. F., skýrir svo frá, að Einar Hjaltason, sem var formaður fyrir uppskipuninni hafi sagt, að þeim sem í land voru fluttir væri óhætt að útrétta það er þeir þyrftu í landi, og að hann „skyldi gera þeirn aðvart ef sjó brim- aði“, og hafi þeir því verið andvaralausir þar til þeir heyrðu, að sjór væri farinn að brima, þá hafi þeir strax snúið sér til Ein- ars og tjáð honurn, að þeir fyrir hvern mun vildu komast um borð. og að aðrir góðir formenn, sem þar voru staddir, hafi álitið alfært, hafi þeir beðið Einar að flytja sig fyrir rífléga borgun, en hann hafi þverneit að því, hafi þeir þá snúið sér til Halldós, Jónssonar ( Vík, sem hafi ætlað að senda fullfermi með bátnum til Vestmannaeyja — og báðu hann að útvega fólk og bát er lá tilbúinn í fjörunni, en það fór á sömu leið að Halldór taldi vankvæði á því, en um nóttina hafi báturinn flæmzt upp af roki og mennirnir drukknað. Hann segir, að þetta ætti að vera nóg til þess að Einar og Halldór ásamt fleirum, sýndu ekki optar slíkt kæruleysi og slóða- skap ef bát bæri þar að aptur, enda mundu fáir trúa slíku af Halldóri að hinum slepptum. Það er alllíklegt, að menn sem lesa grein- ina og sem ekki þekkja hér til, trúi að þetta sé rétt sagt frá, og að slysið hafi or- sakast af kæruleysi nefndra manna, en allir sem þekkja til, munu ekki trúa því. Það er satt að mótorbátur þessi lagði af stað frá Vestmannaeyjum þennan tiltekna dag í blíðu veðri, en var svo lengi á leið- inni, að sögn bátsmanna, nær helmingi leng- ur en þegar vel gengur — því alveg hafði stöðvast gangur mótorvélarinnar í langa tíð á leiðinni, er kunnugir segja að hafi verið af hirðuleysi að hteinsa ekki vélina — og kæruleysi að leggja á stað með hana ó- hreina, en eg er þvf ókunnur og vil ekki neitt um það dæma, en út af þeirri hindr- un töfðust þeir nokkra klukkutíma, og hefðu getað verið lausir héðan þá er þeir komu, hefði vel gengið. Þegar þeir loks komu hér eða báturinn, var sjór til inuna farinn að brima. Fólk í Vík var í ýmsum áttum og heldur fáir heima við, hafðist því fólk að eins á smábát; meðan fyrri ferðin var farin út í mótorbátinn þá versnaði sjórinn til muna. Mattías Finnbogason frá Vestmanna- eyjum, sem var á bátnum og líklega helzti mótoristinn, ætlaði að skreppa vestur yfir Reynifjall, en bróðir hans, Kjartan Finn- bogason, kom í sandinn hingað afréði hann því, og sagði hann honum væri það ekki óhætt þvf sjór væri óðum að brima; með því að Matthías er hér uppalinn og kunn- ugur, þá mun hann hafa hætt við þá ferð, og ætlað að vera við hendina að komast um borð ef vernsaði. Vestmanneyingarnir gengu þá beint til Brydersverzlunar, og sá eg þá ekki góðán tfma ‘á éþtir — þégar báturinn kom í land seinni ferðina, þá var sjór orðinn lítt fær fyrir svo lítinn bát, ætl- uðu þeir samt að reyna að komást út en höfðu það ekki, enda var óðum að brima, og nær þvf farið að falla þar sem mótor- báturinn lá. Eg fór um það leyti heim til mín, sem er góðan spöl frá, vissi eg þá ekki I hvað gerðist fyrri en eg fór að heiman apt- ur, þá mætti eg manni er sendur var frá ! Vestmanneyingunum að bíðja mig að útvega menn að koma þeim um borð, en af því eg sá að það var ófært, neitáði ég að út- vega menn til að gera tilraun að komast út í mótorbátinn. Eg get ekki álitið það slóðaskap eða kæruleysi, þótt eg neitaði að útvega menn til að róa út í ófæran sjó, enda hefði eng- inn maður fengizt til að gera tiíraun til þess þá. Hitt var annað mál, að um það leýti að hætt var útskipun, þá var tiltök að kom- ast á flot, hefðu Vestmannéyingar þá verið við, en samt alveg óvíst, hvernig tekizt hefði að komast í land aptur, þótt á flot hefði hafzt. Ekki er mér kunnugt um, að Einar hafi lofað að gera mönnurn aðvart ef brimaði, — en þeir vissu það allir, að sjó var að brima, og hefðu sjálfir átt að passa að láta ekki á sér standa. En óþarft álít eg fyrir höfund Veslmannaeyja-greinarinnar að vera með dylgjur um það, að Einari Hjaltasyni væri trúandi til að hirða ekki um að koma mönnum urn borð. Allir, sem til þekkja, vita, að Einar er bæði duglegur og hjálpsamur við sjávarverk, og á miklu frem- ur þakkir skilið en vanþökk. Greinarhöf. segir að eg hafi ætlað að senda fullfermi á bátnum til Vestm.eyja, og á víst svo að skilja, sem eg hafi séð um útskipun. Þetta er ekki heldur rétt. Eg stóð ekki fyrir upp- skipun né útskipun, bát léði eg þeim að eins; eg bað þá taka af mér til flutnings nokkra poka með gærum og dálítið af keti. Eg ætlaði ekki að senda nálægt því hálf- fermi, því síður rneira. Að endingu vil eg ráðleggja greinarhöf. að skýra alveg rétt frá, þegar hann skrifar næst, og aðvara Vestmannaeyinga að djelja ekki allt of lengi f laudi hér, þegar sjór er að brima, þá er þeir eru hér á ferð. Það er óviðkunnannlegt, að skrifa það í blöð, sem menn vita að ekki er rétt Halldór Jónsson, Vík. Fundarályktun. Félagið I.andvörn samþykkti á fjöl- mennum fundi 17. þ. m. svolátandi fund- arályktun í einu hljóði: »Þá íslendinga, sem eru í Skrælingja- félaginu, hinu svokallaða Atlantshafseyja- félagi, og gera sér með því far um að vinna oss tjón með rógi í eyru Dana, telur Landvarnarfélagið vanvirðu landsog þjóðar og þá hvergi hæfá fórtnselendur íslands eða fslenzku þjóðarinnar«. Stjórn Atlantshafseyjafélagsins hefur sent oss 21. þ. m. símskeyti þess efnis, að fundarályktun íslenzkra stúdenta í Höfn (ályktun, sem ekki er kunn hér?) sé mjög röng og villandi, og að nákvæm skýrsla komi sfðar. Kínverjar eru ennþá kurteisari en Frakk- ar. Eptirfylgjandi ágrip af samræðum Ameríkumanns nokkurs, sem er bama- skólastjóri í Kína, og innlends föður er kemur með son sinn til veru í skólanum, er þess vert að það sé lesið. Þeir (barnakennarinn og Kfnverjinn) hittast f gestastofunni og taka ekki hver í hendina á öðrum, heldur hver í sína eigin hönd. Síðan spyr skólastjórinn: „Hvað er yðar háttvirta nafn?“ Kínverj- inn svarar: „Mitt ómerkilega, vesala nafn er Wang“. Síðan er borið inn te og reyktóbakspípur og skólastjóri býður Kínverjanunt hvorttveggja með þessum orðum: „Verið svo góður að smakka þetta lélega te, og reyna þessar slæmu tó- bakspípur". Kfnverjinn drekkur nú og reykir þegjandi í fjórðung stundar og spyr síðan: „Hvað er yðar háttvirta nafn?„ Kennarinn: „Hið lítilfjörlega, vesala nafn mitt er Pott“. Kínv.: „Hvað heitir ríkið yðar?“ Kenn.: „Hið tilkomulitla smáhérað, sem eg er frá, eru Bandaríkin í Norður-Ameríku". (Að þttrfa að tala þann- ig um Bandaríkin er hart aðgöngu fyrir Ameríkumanninn, en kurteisisvenjurnar eru strangar). Kínv.: „Hversu margar trjágreinar hafið þér séð blómgazt?" [Þetta 167 heldur kváðust vilja eiga það heldur en stóra húsið inni á milli trjánna. Þar bjuggu þau Jack Harrison og kona hans 1 mörg ár í friði og farsæld og fengu í ellinni umbun þeirrar ástúðar og umhyggju, sem þau sjálf höfðu auðsýnt. Hetjan Harrison lét aldrei framar sjá sig f 24 feta hring; en sagan um viðureignina milli smiðsins og vestanvérans er enn alkunnug meðal gamalla hnefleikamanna, og að engu þótti honum jafn gaman sem að rifja það alt upp aptur, atrennu eptir at- rennu, þegar hann sat i sólskininu fyrir utan húsið sitt, umkringdur af rósum. En þegar hann heyrði til konunnar sinnar, var hann vanur að hætta frásögninni og fara að tala um garðinn og hvers af honum mætti vænta, þvf að nún losnaði aldrei við hræðsluna um það, að hann mundi einn góðan veðurdag fara aptur í hnefleik, og ef hún saknaði gamla mannsins, þó ekki væri nema eina klukku- stund, var hún undir eins sannfærð um, að hann hefði kjagað af stað til þess að hrifsa meistarabeltið frá nýjasta sigurvegaranum. Það var eptir beinum fyrir- mælum hans sjálfs, að sett var á legstein hans: „Hann barðist hinni góðu bar- áttu", og þó að eg sé ekki 1 neinum vafa um, að hann hafi átt við svarta Ba- rúk og Crab Wilson, þegar hann mælti svo fyrir, þá munu samt allir, sem þekktu hann, verða að játa, að hin andlega merking þessarar áletrunar átti einkar vel við hið hreina og karlmannlega líf hans. Sir Charles Tregellis lét ennþá í nokkur ár á sér bera við veðreiðarnar í Newmarket og vakti athygli með sfnum óviðjafnanlega klæðaburði í St. James. Það var hann, sem fyrstur fann upp á því að hafa hnappa og lykkjur neðantil á klæðis- buxum, og það var hann, sem ruddi nýjar brautir með samanburðarrannsóknum sínum á línsterkju og sundmagalími til þess að stinna með skyrtubrjóst. Það eru enn á lffi gamlir oflátungar, sem muna eptir ummælum Tregellis’s um, að slipsið ætti að vera svo mikið stinnað, að lypta mætti upp þremur fjórðu hlutum þess, ef haldið væri nm annan endann, og eptir þeirri megnu deilu, sem reis út af því, að Alvanley lávarður og hans fylgifiskar töldu nægilegt, ef lypta mætti upp helmingnum. Þvl næst komu yfirráð Brummells og deilan um flauelskrag- ann og gekk þá allur bærinn undir forustu yngra mannsins. Frændi minn gat ekki unað því að vera annar í röðinni; hann flutti sig þvl undir eins búferlum til St. Albans1) og kvaðst mundu gera þann bæ að miðbiki tízkunnar í stað hinnar úrkynjuðu Lundúnaborgar. En þegar bæjarstjórnin með borgarstjóra í broddi fylkingar kom til þess að færa honum þakkarávarp fyrir hans góða á- form bænum til handa, þá vildi svo óheppilega til, að allir voru 1 frökkum með flauelskraga, nýkomnum frá Lundúnum. Þetta fékk honum svo mikillar sorgar, að hann lagðist 1 rúmið og lét aldrei framar sjá sig ú mannamótum. Auð sínum, 1) St. Albans er lítill bær skammt frá Lundúnum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.