Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.01.1910, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 21.01.1910, Qupperneq 1
62. árg. Reykjavik, Föstudaginn 21. Janúar 1910. M 3. Tóuskinn, h v í t og m ó r a u ð, kaupir verslun Gunnars Þorbjörnssonar. AukaþiriÉ? Er þess þörf? Er þaö ekki þungbær auka- kostnaður? .lukaþing veldur ckki pin§ eyrts auRakostnaöi. Hr. ritstjóri. — Eftir tilmælum yðar skal pg láta í ljósi álit mitt um þetta mál, og reyna að benda stuttlega á ýmislegt, er með auka- þingi mælir, og hrekja einu mót- báruna, sem fram hefir komið gegn því (kostnaðargrýluna) með ein- faldri ástæðu, sem enginn skal geta með réttum rökum móti mælt. Aukaþings-spurningin er á allra vörum. Af hverju? Af þvi að at- ferli ráðherra er á ýmsa lund orð- m svo geigvœnlegt, að þjóðinni stendur stuggur af, og svo dýrt, að eigi verður fyrir endann séð, hvar lendir, ef eigi er í taumana tekið, og svo siðspillandi fyrir einstak- linga og þjóðina alla yfirleitt, ef litið er á kjöttrogsaðfarirnar allar, krásaskömtunina, sveltihræðsluua annarsvegar og matarástina og sleikju-fylgið hinsvegar. En ægilegastur þykir mönn- um berserksgangur ráðherra gegn bankastjórunum —ekki fyrir þeirra sök, því að sem betur fer bar hann þar niður á mönnum, sem færir eru um að þola órétt i bráð og menn til að reka réttar síns —, heldur sakir sjálfs Landsbankans, þessa óskabarns þjóðarinnar. Hann hefir geíið þjóðinni fulla ástæðu til að ætla, að bankinn sé svo langt leiddur á heljarþröm, að fengi þjóðin að vita hið rélla og sanna ástand hans, þá mundu allir að lionum ganga með kröfur sinar og þá vœri hann samstundis rok- inn um koll — gjaldþrota! En allir sjá, að það að gefa á- stœðu til sliks álits á liag bankans, er sterkasta hvöt, sem auðið er að gefa tortrygginni þjóð, til þess að allir ryðjist að bankanum og reyni að bjarga sínu. Þegar menn nú sannfrélta, að t. d. flokksmaður lians, Alþingis- forseti og um stutta stund skipað- ur gæslustjóri, sein vildi þó ekki gegna þeirri stöðu ólöglega eftir Nýarið, lætur það vera eitt sitt fyrsta verk á árinu, að taka spari- sjóðsfé sitt út úr Landsbankanum og fara með það yfir í íslands- banka og leggja það þar inn, — þegar menn verða nú sliks varir með rökum, er þá svo ónáttúr- legt þó að mönnum delti í hug, að hér sé verið að þegja yfir sönn- um ófarnaði bankans, aðeins til þess að halda honum uppi um stund, meðan gœðingar stjórnar- innar eru að bjarga sínum hlut á þurl land9 En það verð eg i einlægni að segja, að enda þótt eg sé mót- flokksmaður stjórnarinnar, trúi eg ekki slíkum hvötum á hana — kemur það ekki til hugar. En alt kemur fyrir eitt, hverjar hvatirnar eru, úr því að afleiðing- arnar eru, og hljóta að verða, þær, að gereyða öllu trausti á bankan- um, leiða hann á heljarþröm, og, ef til vill koma honum fyrir katt- arnef. Þá hefi eg heyrt það fljúga fyrir, að af því að ráðherrann er vitan- lega að róa að því af öllu aíli, að koma hér nú á fót enn einum banka, banka með frakknesku lánsfé, sem Einar Hjörleifsson er nú að semja um lánskjörin á, banka, sem ráðherra kvað eiga sjálfur að verða hluthafi í og ýmsir vinir hans og gæðingar, ásamt nokkrum öðrum, sem lofað er að fá þátt i krásinni — sem agn eða veiðifuglar? — að al’ því að hann hafi fyrirfram lofað, gott ef ekki skriflega(?), að taka veðdeildirnar af Landsbankanum og fá þær sín- um nýa »franska« banka í hendur, þá sé hann viljandi að steypa Landsbankanum, til að hæta bólið handa hinum. En þetta er ósæmileg getsök, og ekki einu sinni sennileg. Eg legg engan trúnað á hana. Hinu gœti eg trúað, af þvi að eg veit að maðurinn sjálfur ber ekkert skyn á fjármál, að það væri búið að telja honum trú um, að Lands- bankinn væri á fallanda fæti og yrði vart eða ekki við borgið. Og að þessi franska-banka jóðsótt hans væri sprottin af umhyggju hans fyrir að fylla skarðið, er Lands- bankinn hryndi. En hvað sem um það er nú, þá er hitt víst, að hvort sem mann- inum er sjálfræði eða ósjálfræði, þá er sýnilegl, að hann getur ekki gert sér, eða gerir sér að minsta kosti ekki, grein fyrir aíleiðingum gerða sinna í ýmsum málum, og þar á meðal sérstaklega í banka- málinu. Hann hrýtur skýlaus lögin. Hann kemur fólki til að trúa því, að bankinn sé á heljarþröm, og sú trú hlýtur að leiða til þess, að minsta kosti, að baka bankanum stórtjón. En er þá bankinn svona illa staddur? Þeir sem þvi trúa, hljóta af krcf- jast fullrar vissu; hljóta að krefjast aukaþings. Þingið eitt getur á lög- tegan hátt ráðió bætur á þessu eymdarástandi bankans — ef það ástand er svo sem ætla máaf skrafi og skrifum ráðherra og málgagns hans. Sé svo, þá verður ekki bót á þvi ráðin eða bankanum bjargað, nema með þeim ráðstöfunum, sem eng- inn hefir löglegt vald til að gera, nema Alþingi. Og það er skylda Alþingis að bjarga bankanuin. Og það á rétt á að fá að rækja þá skyldu. En til þess þarf það að koma saman. Hér að framan hefi eg ráð fyrir gert, að bankinn væri eins illa staddur, eins og menn verða að ætla eftir framkomu ráðherra allri. En satt að segja: eg trúi því alls ekki. Eg þykist þess fullviss, að bank- inn sé vel staddur, ef ekki er hrap- að að þvi að gera veika skuldu- nauta gjaldþrota — menn, sem væntanlega mundu geta staðið í skilum smátt og smátt, ef ekki er að þeim hert um skör fram nú í peninga-kreppunni. Og eg hefi enga ástæðu til að ætla bankastjór- unum slikt. Þó að með rökum yrði sýnt, að t. d. eitthvað milli 100,000 kr. og 200,000 kr. af sluildum, sem bank- inn á úti, væru að einhverju leyti óvissar skuldir (og hér er vafalaust fullhátt farið), hvað væri það þá, í hlutfalli við alla skuldeign bank- ans, samanborið við það, sem nú hefur reynst hjá mörgum velslœð- um bönkum erlendis á þessum fjár- krepputímum 9 Ekkert ægilegt. Menn verða vel að minnast þess, að óviss skuld er jafnvel sjaldnast sama sem töpuð skuld. — Setjum t. d. að 45,000 kr. skuld ein sé talin »óviss«. Er til kemur geta hafst inn 30,000 kr. og einar 15,000 kr. tapast. Menn mega ekki láta slíka grýlu hræða sig. En bankanum er ger ýmislegur algerlega óþarfur og ólöglegur kostnaður af ráðherra. Rannsóknarnefndirnar tvær — væntanlega alls óþarfar — —, hvað hafa þær kostað bankann ? Sú fyrri kvað hafa kostað um 1500 kr. Sú síðari kostar væntan- lega ekki minna en 3000 kr. Afsetning Trj'ggva, ástæðulaus og óþörf, kostar 4000 kr. á ári. Hinir löglegu gæslustjórar fá auð- vitað sin laun greidd á sínum tíma. Þeir eru ólöglega afsettir eflir 1. Jan. og geta ekki orðið sviftir launum. En svo bætast við tveird/ög/e(/írgæslustjóraríheimild- arlcysi skipaðir. Þeirra laun eru sama sem peningar, sem varpað er í sjóinn. Málareksturinn allur, sem land- stjórn og banki geta aldrei annað upp úr haft en skaða og skömm — hvað kostar hann? í stað eins starfsmanns,ern þrir ný- ir teknir inn aftur. Eilthvað kostar það. Einn er nú mælt að eigi að- eins að venjast hér bankastörfum um tíma, til að geta tekið við banka- stjiirn á ísafirði, þvi að Þorvald lækni, sem nú er bankastjóri þar, þarf auðvitað að setja af — hann er líka heimastjórnarmaður. En hér er ekki rúm né tími til að telja upp allan þann kostnaðar- auka og fjártjón, sein stafar af yfir- bankastjórn Björns ráðherra. Því síður til að telja alt það ærna fé, sem stjórnarflónska þessa manns hefir kostað landsjóð og landsmenn í öðrum málum. Það er meira en aukaþings-virði, sem þegar er komið, ef alt væri til tínt. En haldi fram uppteknum hætti, sem að likum lætur, þá er vand- séð, hvað það kostar oss að halda ekki aukaþing, en þola og þreya eitt árið til. Á þingið að þola það, að bæði það og dómstólarnir sé vettugi virt — dómsvald dómenda, hæði lög- gjafar, starfsmanna, kosningar og fjárveitingar vald og réttur Alþingis? Er ekki komin full ástæða til að kynna sér þessi mál — sér í lagi bankamálið? Skýrsla rannsóknarnefndanna verður ekki birt tyrst um sinn. Og þótt hún yrði birt, gæti hún ekki flutt annað en alveg einhliða frá- sögn manna, alveg óbankafróðra, og ekki hafandi neitt sviplikan kunnugleik á etnahag manna eins og bankastjórarnir gömlu. Og aldrei gæti hún verið annað en alveg einhliða skjal — kœruskfal ákærenda, sem varnaraðilar hafa aldrei fengið að sjá. Þingið getur ekki dæmt i þessu máli án þess að hegra báðar hlið- ar og sjá málsgögn. En það getur þingið aðeinsgert, er það er saman hér á staðnum. Hvernig sem í málinu liggur, þá er það skylda Alþingis að rann- saka þetta mál rækilega og — tajar- laust. Og því er það skylda vor Al- þingismanna, hverjum flokki sem vér tilheyrum, og hverja trú eða skoðun sem vér að svo stöddu höf- um á málinu, að gera alt, sem l voru valdi stendur, til að heimta aukaþing tafarlaust! En er það ekki alt of mikitl kostnaður? Ráðherrahlaðið og' skotthenglar þess halda því fram, að svo sé. Eg skal nú ekki fara aftur út i það, sem eg hefi vikið að hér að framan, að það geti verið miklu dýrara að halda ekki aukaþing. Og þó mætti full rök fyrir því færa.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.