Þjóðólfur - 21.01.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.01.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR ii Bæar-annáll. „Fj alllcona.n“ er nú flutt til bæ- arins, og kom fyrsta blaðið út 18. þ. m. Bæarstjórnarkosningin, — Eins og áður hefur verið skýrt fra hjer í blaðinu, fer hún fram 29. þ. m., og er all- mikill undirbúningur meðal félaga í bæn- um, en þó eru engir listar enn fram- komnir. — Til aðstoðar kjörstjórninni hef- ir bæjarstjórnin valið þessa: Ásgeir Sig- urðsson konsúl, Eggert Briem skrifstofu- stjóra, Eggert Claessen málafl.m., Hannes Thorsteinsson bankaritara, Jón Jensson yfirdómara, Karl Nikulásson verslunarstj., Knud Zimsen verkfræðing, Lárus H. Bjarnason lagaskólastj., frk. Laufey Vil- hjálmsdóttur, Odd Gíslason málaflm., Ólaf Rósenkranz kennara, Pálma Pálsson kenn- ara, frú Ragnh. Hafstein, frú Steinunni Bjarnason, frú Stefaníu Guðmundsdóttur, Þórð Thoroddsen læknir og frú Þórunn Jónassen. Dúnir. 5. jan.: Ragnheiður Guð- mundsdóttir, ungbarn, Ránargötu 23. 7. Jan: Lárus E. Sveinbjörnsson háyfir- dómari. 18. Jan.: Björn Björnsson, ungbarn, Lindargötu 9. . 19. Jan.: Elísabet Magnúsdóttir, ekkja, Ingólfsstræti 4. Pinglý8ingrar 20. þ. m.: Björn Sveinsson, Grettisgötu 6, selur Chr. B. Eyólfssyni ljósmyndara húseign sína á Grímsstaðaholti með öllu tilh. fyrir 2568 kr. og 2 aura; dags. 7. Des. Chr. B. Eyólfsson selur Tryggva Matt- híassyni trésmið húseign sína á Gríms- staðaholti með öllu tilh. fyrir 2568 kr.; dags. 28. Des. Gísli Gíslason, bóndi á Hjalla í Ölfusi, selur Sigurði Guðmundssyni bónda á Sela- læk lóð sína við Laugaveg 76 fyrir 550 kr.; dags. 4. Nóv. , Ingvar Þorsteinsson bókb. selur Magn- úsi Blöndal alþm. húseign sína og lóð við Brautarholt við Bráðræði fyrir 4827 kr. og 76 aur ; dags. 25. Jan. Jón Þorsteinsson Barónsstíg 20 selur Andrési Ágúst Guðnasyni á Bræðraborg- arstíg 10 B. hálfa húseign sína nr. 20 við Barónsstíg fyrir 1300 kr.; dags. 3. jan. Jónas Guðmundsson á Grettisgötu selur Hafsteini Lúter Lárussyni trésmið í Rvík húseign sfna nr. 22 við Grettisgötu með öllu tilh. fyrir 5000 kr.; dags. 14. Jan. Sigurður Guðmundsson bóndi á Sela- iæk selur Jóni Þorsteinssyni söðlasmið lóð sína við Laugaveg 74 fyrir 1600 kr.; dags. 10. Jan. ALEXANDER ROMER: BÆTT YEIRSJÓN SöGUSAFN ÞjÓÐÓLFS XV. REYKJAVÍK PRENTSMIÐJAN GUTENBF.RG 1910 Þorsteinn Guðiaugsson, Brautarholti 1 Rvfk selur Ingvari Þorsteinssyni bókb. húseign sína og lóð í Brautarholti við Bráðræði; dags. 13. Jan. „Islands ITalk“, varðskipið, kom á Miðvikudagsnóttina frá Khöfn. í þess- ari ferð var skift um skipshöfn. Hinn nýi yfirmaður heitir Nielsen. „Ceres“ kom í gærkvöldi frá út- löndum. Hafði hrept óveður mikið skamt frá Færeyjum, svo hún var orðin talsvert á eftir áætlun. Með skipinu komu frá út- löndum : Jón Gunnarsson fyrv. verslunar- stjóri, kaupmennirnir Ól. Johnson og Jón Björnsson, og Viggó Björnsson banka- ritari. Skautaf élagið heldur kapphlaup fyrir drengi á sunnudaginn kemur, kl. 1 */» síðdegis. En kapphlaupinu um Brauns- verslunarbikarinn er frestað til 19—20 Febr. Á sunnudaginn hefir Norðmaður boðið Sigurjóni Péturssyni að þreyta við sig 5000 metra skautakapphlaup. Sr. Þorsteinn Briem prédik- ar í dómkirkjunni á Sunnudaginn kemur, á hádegi. Jarðarför L. E. Svein- björnssonar fór fram í dag að við- stöddum fjölda manna. f Hústrú Guðrún Jónasdóttir, kona Samúels Ólafssonar söðlasmiðs i Rvlk, andaðist 4. sept. 1909. Þú stóðst svo hraust og hýr á brá við hlið á maka kærum og breiddir arm um börnin smá í blíðu draumum værum, og verkséð höndin vann sérhvað af viljakrafti stökum, og heimilinu hlúði að með heillarlkum tökum. Það sást þá oft í sannri reynd, að samúð rlkti innar, með alúð lægni, gætni, greind þú gættir stöðu þinnar, þitt blíða hjarta bjó um hreint og beindi hverju spori, á götu sem að gekstu beint með göfgu andans þori. Og friðarsól 1 heiði hló á Kimni Kfsins björtum, sem yl og líf og eining bjó í ásttvinnuðum hjörtum, Bætt yfirsjón. Það var hráslagalegur vetrardagur. Snjóflyksurnar duttu þétt úr loftinu, og urðu að krepju. En frá norðaustri andaði nöpur og köld gola. Ung stúlka, með nótnahylki undir handleggnum, klædd í þrönga loð- skinnskápu og með loðhúfu á bjart- hærða höfðinu, hélt örugg áfram á móti hríðinni, sem altaf var að aukast. Andlitið var hrífandi fagurt, stór, dökk, tindrandi augu, yndisfagur hör- undslitur og reglulegir andlitsdrættir. Kápan hafði eflaust eitt sinn verið verðmætur gripur, en var nú orðin slitin og hæfði engan veginn þeim sem hana bar. En gallar hennar sáust varla, því hin fagra, grannvaxna mær skygði yfir þá. Hún beygði fyrir horn, þar sem 1* . þú kærleikslundin, kala neinn ei kennast lét 1 orði, þar vilji beggja var sem einn 1 vitund sem á borði. En oft er heilla högum breitt 1 harm, á stuttum tíma, við sköp sem ekki skeika neitt er skoruð Kfsins glíma, sem Björk, f storma stríðum leik frá stofni fellur kalin, um hádag lífsins hneigstu bleik 1 heljarskuggum falin. Með brostið hjarta og bleika kinn þar blundarðu nú lengi, en heima makinn harmar þinn ið horfna unaðsgengi, sem dimmur svipur sorgin fer og sveimar þar að garði, þvf horfin llknarhöndin er sem hlúði best og varði. Sem stjarna glæstri geislabrá snýr guðdómshátign viður, þú Ijómar himni Kfsins á og lítur, þangað niður, hvar börnin hjartkær hjúfra sig að hlýum föðurbarmi, og trega sárt og tala’ um þig með tár á döprum hvarmi. En munarhimni heiðum á, er horfa þau til baka, er ljósró yfir alt að sjá hvar ástarstjörnur vaka, og lfkt er sem f logasveig þær láti geisla sklna en brotna’ í harmabeiskri veig um bjarta minning þína. Hún hvíslar andans helgu þrá og hörmum þungum svalar, og berst sem hljómþot blævæng á en barnið litla hjalar, f hverjum andvarps klökkum klið um kyrra nótt sem líður, hún ómar hugans eyra við sem engilrómur bllður. Svö. Bj'órnsson. Hvað er að frétta? Bruni. „Fjallkonan" getur þess, að 11. þ. m. hafi hús Bjarna Kjartanssonar bónda á Arnarstapa í Snæfellsnessýslu brunnið til kaldra kola. Húsið var vátrygt, en innanstokksmunir eigi. 4 vindurinn gat vel beitt sjer, og hrökk við, því augum • hennar mætti ungur maður f hermannabúningi, er gekk fram undan súlum iðnaðarstórhýsisins og kom á móti henni. „Ó, hvað þú gerðir mig hrædda, Albertl Hefir þú beðið eftir mjer í þessu veðri?" hvíslaði hún. „Já, elskan mín. — Efaðist þú um að eg kæmi? Ætti hermaður að ótt- ast veðrið, þegar þú hættir þjer út í það, hjartans litla telpan m(n?" Hann tók hönd hennar og leiddi hana inn í skemtigarðinn, sem það kvöld var auður af fólki. Nokkur Ijósker köstuðu daufri birtu frá sér, svo þó einhver hefði verið þar á gangi, myndi hann naumast hafa þekt þá sem hann mætti. Matthildur Lange — svo hét hin unga mær, og var dóttir fiðluleikara við leikhúsið — hætti að nota regn- hlífina, með því að það var stytt upp. Hann lagaði húfuna á höfði sér, beygði sig að henni og þrýsti kossi á varir hennar. Hiselíiiisj»r6f við háskólann hefir Gunnlaugur Claessen tekið f fyrra dag með 1. eink. Gseisliistióri við Landsbanka-úti- búið á Akureyri er Sigurður Hjörleifsson ritstjóri nýskipaður, í stað Björns ritstjóra Líndals, er hefur verið vikið frá. Aasberg, sem í mörg ár var skip- stjóri á „Lauru", og er mörgum hér að góðu kunnur, tekur nú við skipinu „Bot- níu", sem bráðlega byrjar ferðir hér við land. JCeikfélag Reykjaviknr. Leikið: sunnud. 23. Jan. Kl. $ sídd. í IAnadarmannahúslnu. í siðasta sinn. Stúlkur þær, sem ætla að sækja um upptöku í hússtjórnardeild kvennaskólans (síðara námsskeið- ið), gefi sig fram sem fyrst. Kenslan hefst 1. Febr. og stend- ur yfir 4 mánuði. Borgunin er 25 kr, mánaðarlega og greiðist fyr- irfram fyrir hvern mánuð. Nánari upplýsingar fást á skólanum. Reykjavík 21. Des. 1909. Ingibjörg H. Bjarnason. Cggert @laessen jlrrttttraáiiiitiiiigiBilir. Pó«tkB8«trætl 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—5. Tals. 16. cfiogi dSrytyólfsson yfirróttarmálaflutningsmaður. Bankastræti 14. Heima kl. 1*—I og 41/*—5V»- 5 „Elsku besta rósin mín", hvíslaði hann í eyra hennar, „eg var nær dauða en lífi af ástarþrá; hugsaðu þer, við höfum ekki sést í tvo daga". Hann hafði fjörleg, broshýr augu, snoturt yfirskegg og mjúkar varir. Viðmót hans var þýtt og aðlaðandi, þótt hann virtist naumast fullþroska. Útlit hans bar heldur ekki vott um stöðuglyndi, En hvers krefst ung stúlka 17 ára af liðsforingja 24 ára gömlum, nema skemtunar og ánægju? Ef hann hefir það til að bera, og er þar að auki barón, þá er hjarta hennar sigrað. Unga stúlkan stundi. „Ó hvað þessi Íeynd er hræðiiega leiðinleg og þreytandi", hvíslaði hún. Stundum, þegar eg ekki er hjá þér, Albert, finst mér þetta ásigkomulag óþolandi. Hvað eg get þá fyrirlitið sjálfa mig. Ó, Albert, ef eg ekki bæri svo ófakmarkað traust til þín". Hann lagði hendurnar utan um hana og lokaði vörum hennar með kossi. „Láttu engar þungar hugsanir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.