Þjóðólfur - 21.01.1910, Síða 2

Þjóðólfur - 21.01.1910, Síða 2
IO ÞJOÐOLFUR En þess þarf ekki með. Hér vill svo vel til, að ekkert er auðveld- ara en að leiða óhrekjandi rök að því, að aukaþings-hald nú i vor eða sumar þarf ekki að baka larid- inu neinn aukakostnað — stóran né smáan. Það muna allir, að bæði núver- andi ráðherra og forsprakki Þjóð- ræðisflokksins sáluga, og sömu- leiðis Skúli Thoroddsen, forsprakki Landvarnarflokksins, og auk þeirra aðrir stjórnflokksmenn, hétu því fasilega á síðasta þingi, er þeim var ámælt fyrir að hafa svæft stjórnarskrárendurskoðun í nefnd, að frumvarp iil endurskoðunar á stjórnarskránni (þar á meðal vænt- anlega um kosn.rétt kvenna, af- nám konungskosninga o. fl.) skgldi tekið fgrir á nœsta þingi. Hver vill efa, að þeir hafi mælt þetta af heilum hug, og að þetta eigi að efna á Alþingi 1911 (sem ráðherra ætiar ekki að kalla sam- an fyrri en i miðjum maí-m.)? — Ekki eg. — En af því leiðir þá, að þingrof hljóta að verða og aukaþing haldið 1912. En ef nú væri kvatt til auka- þings, þá má taka stjórnarskrár- breytingarnar þar fyrir og sam- þykkja þær. Þá verður þingrof, og málinu ráðið til lykta á reglulega þinginu 1911. Hér yrði þá aðeins skift um ár — aukaþing haldið 1910 i staðinn fgrir 1912. Ekkert annað! Á aukaþingi eigum vér vísa von innan tveggja ára. Og enginn get- ur sagt, að aukaþing 1910 þurfi að kosta einum eyri meira en auka- þingið 1912, sem vér þá slyppum við. Hér er þvi um alls engan auk- inn kostnað að rœða, aðeins um flutning aukaþingsins frá árinu 1912 til ársins 1910. Það er alt og sumt. Jón Ólafsson, alþm. Opið bréf til Jónasar frá Hriflu. Frá J6h. Jóbannessjni. (Niðurl). Nú tekst þú ferð á hendur til Ameriku — með pennanum — og þekk- ir þar auðvitað alt á svipstundu, eins vel og boli básinn sinn. Fyrst byrjar þú með miklum ákafa að róta upp í verk- iegum framkvæmdum meðal frumbyggjar- anna; þar sérðu mikilleik mannshand- anna, hvar sem þú lítur, og glápir undr- andi á þann framúrskarandi dugnað í öllum greinum. En fljótlega áttar þú þig og finnur, að þú ert þangað kominn eingöngu í þeim tilgangi, að safna rusli i skammamal þinn til heimabrúks; allar framfarir víkja á svipstundu fyrir þeirri ófyrirgefanlegu hugsjón, sem Ameriku- menn hafa, þar sem þeir aðallega ham- ast svona vegna peningaþorsta(ll) — þeirri svívirðilegu yfirsjón er þér ekki mögu- legt að mæla bót(!l). — En þekkingar- snauði vesalingur! Ertu svo óhamingju- samur, að bera ekki meira skyn á, hverj- ar kröfur lífið gerir, jafnt til þjóða sem einstaklinga, en þetta ? Og samt sem áð- ur beitir þú þinni sterku eðlishvöt til að bakbíta og svívirða framtakssömustu þjóð heimsins. Mikill munur væri nú á, ef þú hefðir mannrænu og þekkingu til að rótberja ódrengskap og vesalmennsku þinnar eigin þjóðar. En slíks er ó- sanngjarnt að vænta, þar sem þú munt vera fremur efnilegt liðsforingjaefni 1 þeim flokki. Eftir að þú, með mikilli vanþóknun(H), hefir lýst menningu Amerlkumanna og þessum óþolandi peningaþorsta(!!) þeirra, sem alt kafnar í, þá sveiflar þú þínu hand- hæga illgirnis-áhaldi að amerískum rit- höfundum, og færir þann höfuðgalla þeim til reiknings, að aðalhugsjón þeirra með því að semja skáldsögur sé sú, að þeir hugsi mest um að gera þær svo úr garði, að fólk vilji lesa þær og eignast. Það er með öðrum orðum sama og að segja, að hinn rétti búskapur bændanna ætti að fara eftir þessum boðorðum : setja skaltu svo jörð þfna, að hún gefi sem minstan arð, eða verkaðu vöru þína eins illa og þú getur og seldu hana þeim, er lægst býður. — Þarna kemur engin peninga- græðgi í ljós(ll). Öll andans verk eiga, eftir þinni skoðuu, að vera þannig, að engin vilji við þeim líta. Þessa skoðun áttu víst a 1 e i n n, sem betur fer, því þrátt fyrir mannlega spillingu, er öllum, að einum undanteknum — meðfæddur sá eiginleiki, að leysa verk sfn þannig af hendi, að þau gefi sem mestan arð, og af þeirri hugsun hlýtur að leiða vand- virkni. Það er með öllu óaðskiljanlegt; — það bera líka sögur þær, sem þú ert að narta f, glögt vitni um. — Þú for- dæmir peninga og hugsunina um þá, en það kemur fremur óþægilega heim við þekkingu þá, sem menn hafa á þér; en það mun að vfsu satt vera, að þú munt sem minst vilja fyrir þeim hafa. Þess vegna ættir þú sfst að kasta sorpi þfnu til þeirra manna, sem með erfiði og ástundun þræla fyrir sfnu — og þfnu daglega brauði. — Reyndu nú um tfma eingöngu að þilja bænir og raula sálma og muntu komast að raun um, að fóður- bætir muni vera þér nauðsynlegur. Amerfsku klakaklárarnir vinna 18 tfma á dag — það er verkálýðurinn ? — En að dagsverkinu loknu lesi þeir bækur slfkar sem mfnar. Ef sá héldi þessu fram, sem mark væri á takandi, væri ekki unt að fá betri meðmæli með bók- um mínum; — svo vel eru þær kyntar, að jafnvel þrautlúinn verkamaður, sem þræl- að hefir mestan hluta sólarhringsins, vill feginn skerða sinn dýrmæta hvfldartima til að lesa — einmitt þessar bækur — svo mikil velvild til bóka mun eins dæmi. En verst er, hafi þessi undirokuðu vinnu- dýr orðið þjófar og ræningjar að lokn- um lestrinum(!!). — En heyrðu, Jónas, er dagurinn orðinn i8tímar í Ameríku?(l). Mörgu hefir þú kynst í þessu undralandi, og verður nú auðmannaflokkurinn næst á vegi þfnum. Þú segir hann vera smekk- lltinn, létt að vinna hann og halda und- ir áhrifum sfnum. Um þessar upplýsing- ingar þarf ekki mörgum orðum að eyða. Að hann sé sraekklftill má vel vera, en að auðvelt sé að snúa skoðun hans eins og seglum eftir vindi, mun annað en auð- gert. Þessi flokkur mannfélagsins er ein- mitt sá, sem aðallega er drotnandi, og það svo, að aðrar stéttir verða að beya kné sín fyrir honum, ef þær eiga að draga fram Iffið. Þetta vita allir heilvita menn. Ef þessi flokkur — sem eg reynd- ar ekki efa — les llka alment margum- ræddar bækur, þá álít eg að vel sé farið; — allar stéttir lesi þær — og eiga að lesa þær. Loks dregur þú tunguna inn í svip og leggur af stað frá Ameríku, ettir að hafa týnt þetta saman, í þeirri meiningu, að ófrægja bækur mínar, þótt erfitt sé að setja sumt af því í samband við þær. Þér gengur ferðin vel með þessi spörð í seglfestu; hvergi kemur þú við á leið- inni, þótt vænta roætti, að þú hefðir kast- að mæðinni við Askov-háskóla til að heilsa þar upp á gamla vini(!!). Þegar heim kemur tekur þú að kanna illyrða- forða sjálfs þín; — en á dýpra mið ætt- ir þú aldrei að róa, — því út fyrir lands- steinana þarft þú ekki að sækja skömm þína. Loks kemur heilmikið moldviðri af einhverju, sem þú nefnir lýsingu á bókum minum, og vil eg vísa þeim, sem langa til að sjá, hversu fimlega þér tekst það, að fá að láni brennivíns-málgagnið; þar mun það varðveitast f spiritus, óborn- um kynslóðum til fróðleiks(H). Leitt er, hversu þér er meinilla við lýs- ingar af sniðugum þjófum og þróttmikl- um sjóræningjum, sem flestum mun þó kærara að lesa um, en breyta eftir. En þú verður vel að gæta þess, að lögrnáli því verður ekki raskað, að sum skáld dragi eingöngu fram skuggahliðar mann- Iffsins, aðrir lýsa björtu hliðinni og enn aðrir hafa það fyrir hlutverk og lffsstefnu, að rífa leti og vesalmennsku upp með rótum, og kreppa þeir mjög að stórum smælingjum þjóðfélaganna, sem alt þykj- ast vera, en eru þó ekkert, nema hornótt birði hinna dugandi. Ekki ætti þér að vera betur við þessa hlið skáldskaparins? Enn eru vissir höfundar ótaldir, og efa- laust þeir lökustu; æðsta hugsjón þeirra er að ráðast á saklausa menn — helst aftan að — sem hafa dugnað til að vinna fyrir sér og sínum — með órökstuddum dómum, án þess að bera hið minsta skyn á það, sem þeir dæma um. í þessum flokki álít eg sanngjarnast að telja þig. Þú segir, að bækur mínar séu lesnar á hverju heimili landsins; það vona eg að sé rétt. En af hverju ? Er öll þjóðin að lesa þær 1 þeim tilgangi, að búa sig und- ir morð og rán ? (!!). Lítt hugsandi er, að sama fólkið hafi svo spilt eðli, sem af miskunn sinni gaf þér úr sínum fátæka sjóði n oo krónur nýlega, svo þú gætir haldið áfram að lifa ? Eða ætlar þú í þakklætisskyni fyrir þessa óverðskulduðu miskunsemi, að hefja þig 1 einni svipan svo hátt yfir gefendurna, að telja þeim trú um, að dómgreind þeirra sé svo ger- samlega flúiu, að bækur þær, sem mest eru lesnar til skemtunar, verði þess vald- andi, að uppvaxandi kynslóðin hljóti að verða allskonar illræðismenn ? — Finst þér ekki öll sanngirni mæla með þvf, að lesendurnir fresti, að minsta kosti f svip, að taka slfkt vesalmenni, sem þig, fyrir spámann. Þér er óhætt, Jónas minn, að halda þeirri sannfæringu áfram, að bækur mín- ar séu gróðursettar hjá öllum lesendum þeirra, og þótt þú nægir þá rót æfilagt, mun enginn sjá tannför. Þú segist hafa lesið bækurnar, enda þótt eg hafi fulla ástæðu til að efast um það. En sé svo, þá finst mér engin á- stæða til að vænta þess, að að þú sért með óspiltara eðli en aðrir lesendur. Eg vona samt, að þú hafir það ekki upp úr þessu brölti þínu, sem sprottið er meira af vilja en mætti, að þú likist Hellerups- drengjunum(ll). Það væri illa farið ofan á alt annað. Enn er eitt: Ef sagnalestur stjórnar jafn-mikið gjörðum lesendanna, eins og þú heldur fram, þá hljóta þing- mennirnir 1907—1909 að hafa lesið átak- anlega sögu um soltinn og nauðstaddan munaðarleysingja, þegar þeir veittu þér landsjóðshjálpina. Sé þetta þannig, hefði sú saga verið betur ólesin. — Þarna falla skoðanir okkar alveg saman. Þú ert laginn í þeirri list, að skrifa alt í sama tón. Grein sú, sem þú hefur fengið setta í »Eimreiðina« 1909 um Askow- háskólann, sýnir hvers dóttir hún er. Eg hlýt að upplýsa lesendur mina um eitt atriði í nefndri grein, þar sem þú finnur þig knúðan til að lýsa þvi yfir, að nem- endur skólans séu hættir að bindast sam- tökum um, að verða góðir og heiðarlegir menn. Og þessi fagra(!!) ákvörðun var ein- mitt tekin á þeim tíma, sem þú hékst við skólann. Hversu ótrúir sem allmargir kunna að verða heiti þessu, treysti eg þér þó vel til að standa við loforð þitt i þessu efni. Annars er grein sú, sem hér um ræðir, af illum rótum runnin, og mun á- stæðan, sem knúði þig til að hnoða henni saman, vera sú, að þér hafi verið neitað um meðmæli til æðri skóla; en til þeirra vissu kennararnir manna best, að þú hafðir ekki unnið. Þá hljóp heldur en ekki í drenginn, og í svoleiðis kasti er greinin rituð. Þess er óþarft að geta, að kenn- arar þessa skóla eru einróma lofaðir — af öðrum en þér — fyrir hæfileika og Ijúfmennsku; en til þess að ná hylli þeirra, þarf auðvitað að koma fram sem mönn- um sæmir. Þessi grein er því með sama huga rituð og með sama fyrirvafi, sem bókamorðvélin(!!) í Ingólfi.— Allar góðar vættir leiði höfundinn. Þú álítur að síðustu, að eg muni ekki vera með tullu viti(!l), og margt þessu líkt tekur þú út þlnu auðuga forðabúri. Satt er það, að menn, og það ekki svo táir, hafi talið mitt vinsamlega bréf til þín alt of meinlaust — og í þeirri tölu er einn trúboði —, eg hafði aldrei hugs- að mér að svara þér á annan veg, en í allra mesta meinleysi; eg tel það misk- unarleysi á þessum dýraverndunartímum. Öfundssýki og illar hvatir skoða eg sem sjúkdóm, sem hlýtur að vera þrálátur, þar sem hann nær að festa rætur. Langt er frá þvf, að eg sé þér reiður; þú hefur skvett þessu frá þér 1 þeim tilgangi, að gera þig kunnan, og állt eg óþarft að öfunda þig af árangrinum. Nú hefir sést, hvað í manninum býr!! Reyndu nú framvegis að vinna íyrir þér sjálfur, svo ekki beri nauðsyn til að leggja þér eins og örvasa gamalmenni, og um fram alt, að láta ekki oftar þurfa að ganga hér um bæinn til að safna handa þér ölmusu. Þetta er grundvöllur undir sjálfstæði þitt, og ef þú ferð að ráðum mfnum, mundi eg í nafni kærleikans leiðbeina þér við útgáfu á Ameríkusögura, sem allir vildu lesa. Eina bendingu vildi eg gefa þér, en hún er sú, að af því fáir lesa »Ingólf«, ættir þú að láta greinina um bækur mfnar annaðhvort f tímarit eða útbreiddara blað. Ætli það sé ekki mögulegt?(!l) Ef þú mættir missa tíma frá ritstörfum, gæti svo farið, að eg við tækifæri ónáð- aði þig litla stund viðvfkjandi sumu, sem eg hefi látið ósvarað 1 grein þinni. Eg hefi nú séð hvað lekur úr penna þfnum, en röddina á eg eftir að heyra; hún er máske svipuð. Eg býst fastlega við, að þú hafir vit á, an meta hvað meinlaust og vinsamlegt bréf eg hefi skrifað þér. En flýttu þér að svara mér aftur, áður en »Ingólfur« verður grafinn(H). Dauðinn gerir þar boð á undan sér(H). Með ósk um góðan bata kveð eg þiff. með hluttekningu. Jóh. Jóhannesson. Landsbankinn. Frá Kaupmannahöfn var Þjóð- ólfi ritað 8. þ. m. og kom það með »Valnum« svohljóðandi: „Bankamennirnir gefa enga skýrslu opinberlega, tilkynna bara, að þar sem alt sje í reglu, breytist ekkert samband bankanna (Landmandsbank- ans og Landsbankans)". Með »Ceres« komu nánari fregnir af þessu, er sýna, að þessi fregn er rétt. 0

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.