Þjóðólfur - 11.02.1910, Blaðsíða 2
22
ÞJOÐOLFUR
Munkaþverárklausturshaldara. — Jórunni
konn sina raisti Páll Melsteð ai. Ágúst
1858, en á 47. afmælisdegi sínum (13.
Nóv. 1859) kvongaðist hann Þóru dóttur
Gríms amtmanns á Möðruvöllum Jóns-
sonar, og áttu þau engin börn. Lifirhún
mann sinn og er nú 86 ára, (f. 18. Des.
1823). Gullbrúðkaups þeirra var minst
13. Nóv. síðastl.
Meðan Páll Melsteð dvaldi á Brekku,
ritaði hann og gaf út »Ágrip af merkis-
viðburðum mannkynssögunnar* (Viðey
1844. £n slðan ritaði hann alla Mann-
kynssöguna, er Bókmentafélagið gaf út, og
kom Fornaldarsagan út 1864, Miðaldar-
sagan r866 og Nýa sagan 1868—1887.
Norourlandasögu ritaði hann, er félagið
gaf út 1891 og »Ágrip af almennri ver-
aldarsögu«, er fyrst var prentuð 1879, °8
síðan tvisvar og notuð hefir verið til
kenslu á ýmsum skólum hér. — Sögur
hans urðu vinsælar, og eru þær ritaðar á
sérstaklega góðu máli.
Við blaðaútgáfur var hann og nokkuð
riðinn. Fyrst við »Reykjavíkurpóstinn«
1846—1849, slðan varð hann einn af
stofnendum þessa blaðs, er hóf göngu
sína 5. Nóv. 1848, og meðrititstjóri þess
um tíma. Hann var einn af útgefendum
>Is!endings« 1860-1863 og ábyrgðarmaður
»Víkverja« 1873—1874, er var faðir »ísa-
foldarc.
Páll Melsteð var fulltrúi Snæfellinga á
þjóðfundinum 1851, og var einn þeirra
fáu, er eigi tóku undir mótmæli Jóns
Sigurðssonar, enda var faðir hans forseti
fundarins. Á þingi sat hann 1859—1863
sern þingmaður Snæfellinga.
Pill Melsteð var skemtinn í viðræðum
og fróður um margt. Kuani hann frá
mörgu að segja, enda hafði hann gott
minni fram á elliár. Mundi hann Fjöln-
ismenn og var aldavinur sumra þeirra.
Ijörmulegar Jrjettir.
Frammistaða ráðherra út á við.
Sambandslagasamningarnir ger-
samlega eyðilagðir.
Ráðherra látinn lofa dönsku stjórninni fjár-
greiðslu pvert ofan i fjárlögin, — fjárgreiðstu,
er hann sjálfur gekst fyrir að meiri hluti
alþingis synjaði um.
Sfniað er frá Khöfn. 4. febr.:
Zahle skýrir þjóðþinginu frá, að
stjórnin álíti sambandslagafrum-
varpið fallið úr sögunni. Óskar
ekki neinnar bregtingar á réltar-
stöðu íslands.
Rikissjóður fœr aftur (2/3) botn-
vörpungaseklanna.
íslands-ráðherra fullyrðir, að
Voga-Bjarni hafi engin pólitisk
erindi. Lofar að kalta hann heim,
ef hann sé að tala um stjórnmál.
Af skeytinu verður ekki annað séð,
en allar samningatilraunir um sam-
bandsmálið sjeu nú drepnar.
Þetta er árangurinn af frammistöðu
ráðherra út á við.
Ljótnr og leiður árangur af illu
ráðlagi.
Þetta, sem hér fer á undan er
fregnmiði sem Þjóðólfur ásamt blöð-
unum Lögréltu og Rvík festi upp á
Laugardagsmorguninn og vakti þeg-
ar mikla athygli.
ísafold kom út sama dag, og varð
þrisaga um hann, vissi sýnilega ekk-
ert hvað hún átti að segja.
Fyrstu ummælijhennar hljóða svo:
» , . . . alt eru þetta stórfeldustu
lygar .... búið til fyrir Framfund-
ina næstu daga«.
Þá segir hún að því sé logið upp
hér í bænum til þess að bæta fyrir
stjórnmálafundunum í Templara-
húsinu.
Fimm línum neðar segir hún:
nSkegtið sem þetta er bygt á hlýt-
ur að vera útúrsnúningur . . . «
í*á er það ekki búið til hér, held-
ur í-Höfn!
Fyrri ummæli blaðsins geta því
ekki verið rétt.
En svo heldur hún áfram og segir:
»Símað hefir verið þegar til Hafn-
ar til þess að fá hið rétta að vita«.
Eða með öðrum orðum, eg veit
ekkert um þetta, hvert þetta er rétt
eða rangt.
Aumingja blaðið, að vera rétt áð-
ur búið að segja að hér sé um
»stórfeldar lygar« að ræða, og megna
fyrirlitning hlýtur það blað að hafa
er svo ritar, sem ísafold hér, á Ies-
endum sínum og því er heitir sann-
leikur.
Af þessari framkomu ísafoldar má
best sjá, hversu miklum flemtri sló
á alla við fréttina. Ráðherrann, karl
greyið, gat ekki upplýst neitt um
það, hvert þau atriði er hann snertu,
væru rétt eða ekki, það varð að
síma til dönsku yfirráðherranna til
að fá að vita hið rétta !! Hvað ætli
að hann myndi það!! En sim-
skeytið, það var ekki birt.
En er fregnin rétt?
Ráðherra svaraði því í »Iðnó« á
Mánudagskveldið, og að þvi er tíð-
indamaður vor tjáði oss, þá lýsti
hann öll atriðin rétt, sagði að sam-
bandsmálið væri dault, sagði að
hann hefði lofað Dönum að gera
hvað hann gæti til þess að þeir
fengju aftur 2/s botnvörpusektanna,
og sagði að Bjarni frá Vogi mætti
ekkert við stjórnmál fást, yrði kall-
aður heim ef út af brygði.
Fyrsta fréttin, um sambandsmálið
kom vist éngum á óvart, engum
þeirra er hafa athugað ummæli B.
J. í utanför hans hinni frægu, er
hann sýndi sem best, hve fast og
eindregið hann berst fyrir »sjálf-
stæðinu«. Það er ekki von, að sá
er telur núverandi samband gott og
æskilegt komi stórum breytingum
til leiðar.
Um botnvörpusektirnar skal fátt
sagt að sinni, nema hvað það er
með öllu ósæmilegt af ráðherranum
að vilja koma því máli af sér á
aðra. Vitanlega á hann þar einn
sök að, eins og Ijóslega er sýnt í
síðustu Lögréttu, og hringlandahátt-
ur B. J. frá því fyrsta í máli þessu
er til stórskammar fyrir hann. Hitt
er ekki nema rétt, að allir styðji
hann að því, að Danir fái aftur */s
sektarfjárins, því það er til skamm-
ar fyrir íslendinga að þiggja strand-
gæslu frá Dönum, og gjalda ekkert
fyrir. En karl greyið hefir víst
ekkert vitað hvað hann gerði í þessu
máli á síðasta þingi.
Hún er svo ljós og skýr fréttin
um Bjarna frá Vogi, að hún þarfn-
ast engrar skýringar, þó má benda
á það, að ráðherra sagði á þriðju-
dagskveldið, að »sér hefði láðst að
senda yfirráðgjafanum erindisbréf
Bjarna« »eins^og hann hefði þó átt
hiklausan rétt á að fá það«.
Þarna er sjálfstæðið!
Von er að »Landvörn« gleðjist!
Fundir stjórnarmanna.
Daginn eftir að fundarboð til almenns
kjósendafundar, var birt í síðasta blaði
Þjóðólfs; lýstu þingmenn Reykvíkinga
yfir því, að þeir ætluðu að halda fund
»undir berum himni, þar sem a 11 i r
alþingiskjósendur geti komist að;« þó að
því viðbættu að þess yrði alment af þeim
óskað. — Þótti þeim og húsnæði þ»ð, er
fundirnir voru boðaðir 1 ófullnægjandi,
því það >þrem sinnum samanlagt tekur
ekki meira en frekan þriðjung kjósenda«,
sögðu þeir. Þetta vita a 11 i r bæarmenn, að
eru hrein og bein ósannindi, og ætti að
minsta kosti 2. þ., m. Reykvlkinga að vera
það kunnugt, svo^oft hefur hann í það
hús komið.
Á Sunnudaginn 6'þ. m. birtu svo stjórn-
armenn fundarboð með 51 nafni undir, að
almennir kjósendafundir fyrir Reykjavík
yrðu haldnir í „stóra salnum“ I Iðnaðarmanna-
húsinu, og lofuðu kjósendum að sýna
þeim þar »ráðherrann og alþingismenn
bæarins«. Var fyrirkomulagið að öllu
leyti eins og hinna fundanna, og sömu
kjósendurnir voru þar boðaðir á fund,
sömu dagana. — Þótti mörgum lítið sam-
ræmi f þessu fundarhaldi við yfirlýsingu
þingmannanna daginn áður, ekki sfst
þegar fult tillit er tekið til þess að sal-
urinn í I ð n a ð a r m a n n a h ú s i n u
er 2C/4X13 al., en í Góðtempl-
arahúsinu þarsemhinir fund-
irnirvoru auglýstir íj'/.Xii'/j
a 1., svo mismunurinn er aðeins
43/4Dahsem salurinn í Iðnaðarmannahús-
inu er stærri, og sé gert ráð fyrir að 2
menn komist fyrir á hverri ferh.alin, þá
tekur Iðnaðarmannahúsið 537 manns en
Góðtemplarahúsið 527, svo munupnn er
heilir tíu(!!)
Síðan héldu stjórnarliðar fundi í Iðn-
aðarmannahúsinu 6. 7. og 8. þ. m. og
segir rnálgagn þeirra að þar hafi þessar
tillögúr verið samþyktar:
1. Fundurinn lýsir fullu trausti á
ráðherra Islands, Birni Jónssyni. Á fyrsta
fundinum með 401: 34 á öðrum 382: 4
og á þeim þriðja 397: 6, eða alls með
1180 atkv. gegn 44.
2. Fundurinn álftur, að bankamálið
gefi ekkert tilefni til þess, að halda auka-
þing, sem aðeins mundi verða til óþarfa
kostnaðar fyrir þjóðina. Þessi till. kvað
hafa verið samþ. á fyrsta fundinum með
410: 25, á öðrum 379: 8 og á hinum
þriðja 409: 3, eða alls með 1198 gegn 36.
3. Fundurinn vottar alþingi þakkir fyr-
ir meðferð þess á sambandsmálinu á síð-
asta alþingi. Samþ. á fyrsta fundi með
418: 17 á öðrum með 380: 5 og þriðja
406: 3, eða alls með 1204 atkv. gegn. 25.
Á tveimur seinni fundunum urðu þeir
að mýkja sár þingmannanna og sam-
þyktu trausttillögu til þeirra, á miðfund-
inum með öllum atkv. og á hinum sein-
asta með 406 atkv. gegn 2.
Við þessa atkvæðagreiðslu og kjósenda-
tölu fundarmanna er meira en lítið að
athuga, og munum vér minnast frekar á
það sfðar. — Mættu þar sömu mennirn-
ir fund eftir fund og greiddu þar atkvæði
hvað eftir annað. — Auk þessa voru þar
konur og unglingar er haft var til fylla í
eyðurnar.
SkaftíelliDgar og bankamáliö.
Úr Vík í Mýrdal er ritað 2. þ. m.:
»Á fjölmennum fundi, sem hald-
inn var hér í dag, var borin upp
tillaga og samþykt með 46 samhljóða
atkvæðum, svo hljóðandi:
»Með því að fundinum virðist
að íslenska þjóðin, sóma síns
vegna, hljóti að krefjast þess, að
afskifti ráðherra af Landsbanka-
málinu séu rannsökuð sem fyrst,
af fulltrúum hennar, skorar fund-
urinn á þingmann kjördæmisins
að hlutast til um, að aukaþing
verði sarnan kallað í þessu skyni,
sem allra fyrst«.
Fundarstjóri var Einar Brands-
son bóndi á Reynir og skrifari
Magnús V. Finnbogason bóndi i
Reynisdal«.
Dönsku bankastjórarnir
og ísafold.
Ekkert blað hefur gert eins mikið veð-
ur út af bankastjórunum dönsku eins og
og Isafold. Byrjaði hún á þvf undirein*
og það fréttist, að þeirra væri von. Vonsk-
aðist hún þá heilmikið út afkomu þeirra,
og gaf stjórnarandstæðingum það að sök.
Kvað þá hafa haft þar hönd í bagga með.
Eftir að þeir voru komnir, tóku ýmsar
sögur að ganga eftir þeim, um I.ands-
bankann og ástand hans. Gengu þær
allflestar bankanum í vil, og jafnframt
gömlu bankastjórninni. Þá þóttist Isafi
betur vita, og sagði alt það, sem eftir
þeim væri haft um bankann, ósannindi
ein, og annað ekki. Vegna þess, að
bankastjórarnir létu e n g u m uppi álit
sitt, nema réttum hlutaðeigendum, þ. e.
stjórn Landmandsbankans, þess-
vegna væri ekki hægt að hafa neitt eftir
þeim.
En strax og þeir voru lagðir af stað
heimleiðis, birti Isafold langa klausu uiu
sfmskeyti, sem hún sagði þá hafa sent til
útlanda. Og um leið leiðréttingu frá
þeim á röngum orðasveim um símskeyti
þessi, sem ísaf., en fáir eða engir aðrir,
höfðu heyrt.
Getur hún þá fyllilega í skyn, að hún
viti álit þeirra á bankanum og að það-
sé ’algerlega sammála bankarannsóknar-
nefndinni. í símskeytaleiðréttingu sinni
gáfu þeir alls ekki neitt tilefni til þessa.
heldur, ef nokkuð var, þvert á móti. Mér
datt strax í hug: Hvaðan hefur blaðið
þessa visku, ef það er satt, sem það sjálft
hefir sagt, að þeir létu engum uppi áiit.
sitt ?
Og ísafold hélt smámsaman áfram að
ympra á þessu sama. Svipuð sjálfri sér
var hún sífelt að dylgja yfir þessu.
Eftir heimkomu bankastjóranna gefur
Landsbankinn út yfirlýsingu, sem snertir
Landsbankann. Byggist hún á skoðunar-
gerð þeirra. Og jafnvel þó yfirlýsing sú
segi fátt um álit þeirra, segir hún þó eitt
fullum stöfum: að Landsbankinn sé »sol-
vent«, og að ekki fari þar mikið aflaga.
Því ekki býst eg við, að það sé af trausti
einu og áliti á bankastjórum Landsbank-
ans, heldur sé það eingöngu af áliti á.
bankanum sjálfum. Eða hver ætli gæti
írnyndað sér annað. Og þótt dönsku
bankastjórarnir mæltu fátt við danska
blaðamenn, má þó af ýmsu draga þá á-
ályktun, að svo mikið ólag hafi ekki verið
á Landsbankanum, að nauðsyn hafi verið
að grípa til örþrifaúrræða þeirra, sem
veslings ráðherrann greip til 22. Nóv.
En viti menn! Enn þykist ísafold betur
vita. — Þegar yfirlýsing þessi fréttiet hing-
að, segir ísaf. fullum stöfum, að sér s6
kunnugt um, að dönsku bankastjórarnir
hafi haft alveg sama álit á Landsbank-
anum og rannsóknarnefndin. Þetta segir
ísafold um þá menn, sem hún sjálf fyrir
skömmu var búin að fullyrða um, að
segðu engum neitt um álit sitt, nema
stjórn Landmardsbankans! Nú verður
manni á að spyrja: Fer blaðið hér með
vísvitandi ósannindi, — eða hafn þeir