Þjóðólfur - 01.04.1910, Blaðsíða 1
62. árg.
Samgangna-skraf.
(Framhafd af »Járnbrautar-skrafi«).
Spnrt og SYarað.
Hversvegna ryðjum véjr engjagötur og
brúum keldur? — Vegna þess að þá
stfgst greiðlegar við heyflutninginn og við
fáum meira flutt heim á dag; við það
sparast tími til annarar heyvinnu, og
meira heyast. En meiri hey fæða fleiri
fénað.
Hví viljum vér leiða vatn inn í hús
vor, ef unt er ? — Vegna þess, að vér
getum ekki án vatnsins verið, og þurf-
um að nota það mikið daglega. Eftir
því sem hægara er að ná i það, sparast
tími til annarar vinnu, og vatnið er því
síður sparað til allskonar hreinlætis m. fl.
Hví viljum vér hafa greiðan veg til
kaupstaða? — Vegna þess vérgetumeigi
án viðskifta verið, og því greiðari sem
vegurinn er, fer minni tími frá öðrum
nauðsynjastörfum til kaupskaparferðanna.
Hvers vegna viljum vér brúa torfærar
ár? — Vegna þess að þær hamla nauð-
synlegum ferðum vorum, valda tímatöf.
Hvers vegna viljum vér hafa vagnfæra
vegi ? — Vegna þess að þá getum vér
flutt eins mikið með eins hests krafti,
eins og annars með 3—4; það sparar
hestahald. En hestar eru vinnuverkfæri.
Því færri hesta, sem vér þurfum að halda,
til flutninga að og frá heimilinu, því
minna fé þurfum vér að láta standa í
þeim verktærum og viðhaldi þeirra (fóðri)
og getum því notað það til annarar nyt-
semi, og því meira, sem vér getum flutt
í einu, þess færri ferðir. — Auk þess fá-
um vér flutt vörur í stærri heildum, en
með kla';kaburði, og farið betur með þær
í flutningnum.
Hvers vegna viljum vér hafa greiðar
og tíðar skipaferðir milli hafna innan
lands og við útlönd? —Vegna viðskifta-
þarfarinnar.
Hvl er þessi þörf nú svo miklu meiri,
en fyrir 30 árum ? Þá var t. d. byrjað
á strandferðum hér með skipi, er hét
»Jón Sigurðsson«. Það fékk þá svo lít-
inn flutning, að það varð að hætta ferð-
unum.
En nú láta 3—4 útlend gufuskipafélög
mörg skip flakka með ströndum lands-
ins alt árið, hvort í kapp við annað, auk
gufubáta, er ganga um smærri svæði.
Gera þau þetta af gamni sínu eða af
því, að þau hafi af þ /f atvinnu?
Fyrri spurninni er því að svara, að þá
höfðu landsmenn eigi þekkingu til að
nota sér ferðirnar; þeir voruslíku óvanir.
En nú hafa þeir lært að meta gildi
góðra samgangna og bættra viðskifta, og
hefur það einna helst valdið framförum
landsins.
Síðari spurnni: Félögin keppa um
ferðirnar af því þær eru arðvænlegar. —
Framtakssemi og framleiðsla hefir aukist
svo f landinu, við bættar samgöngur og
greiðari verslunarviðskifti, að skipin hafa
nóg að flytja. Samgangnabæturnar auka
framleiðsluna, bæði af því, að þá er
greiðara að selja og kaupa vörurnar, og
meiri tími vinst til annara starfa, er
minna tefst við ferðafögin. T. d. má
Reykjavík, Föstudaginn 1. Aprfl 1910.
14.
iá mótor-steinoliu í e? i nota?
Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand-
inn segir að sé best?
?
Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit
að er áreiðanlega langbest, nefnilega
Gylfie mótor-steinoliu
frá
Skandinavisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskab,
Kongens Nytorv 6. Köbenhayn.
Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar
útvega yður hana.
nefna. að skreiðarferðir úr Húnav s. og
Skagaf. vestur á Snæfellsnes eða á Suð-
urnes kröfðu mikils tíma og hestahalds.
Þá var og torfengin mörg útlend nauð-
synjavara, svo sem byggingaefni o. fl.
En er nú ekki samgöngunum komið í
viðunanlegt horf ? Skipagöngur eru orðn-
ar nokkurnveginn góðar með ströndum
fram, þar sem unt er að koma þeim
við, og akvegum og brúm fjölgar nú
óðum.
Svar: Víða heyrast enn kvartanir um
ónógar samgöngur. Og sérstaklega er
það einn hluti landsins, sem útundan
þykir verða. Það er Suðurlands-undir-
lendið. Það hefur frá öndverðu (sbr.
Landnámu) verið talinn byggilegast hluti
landsins — frá landbúnaðarlegu sjónar-
miði skoðað. En þar eru hafnleysur og
ilt til samgangnabóta á sjó. Þar brutu
margir landnámsmenn skip sfn, og svo
hefir jafnan til gengið síðan. Ógrynni
fjár er líklegt að það mundi kosta, að
gera þar höfn, og þó óvíst að trygg yrði,
sökum grunnsæfis úti fyrir. Og þangað
liggur að eins einn akfær vegur, Hellis-
heiðarvegurinn, frá nokkurnveginn að-
gengilegri höfn (Reykjavík).
Hcllisheiðarvegur.
Þessi vegur getur ekki fullnægt sam-
gangnaþörf hins víðáttumikla Suðurlands-
undirlendis, Árnes- og Rangárvallasýslna
(og að nokkru leyti Skaftaíellssýslum), við
Rvfk og aðra hafnarstaði Faxaflóa. Veg-
urinn er oft torsóttur með æki, nema um
sumartímann; er það vegna aurs á haust-
um og vorum, en snjóa og vatnagangs á
vetrum. Því þótt Hellisheiði sá ekki há,
er hún talsvert snjóasæl, sem kemur til
af því, að þar eru hærri fjöll í nánd við
veginn, er að sér draga úrkomuna. Á
vetrum er því oft með illfært með æki
um heiðina, þótt autt sé beggja megin
hennar. Þar eru um 40 km. milli bygða.
En eins og líklegt er, er hvergi á landi
hér slík umferð um' nokkurn veg sem
þennan, alla þá tíð sem hann er fær. Á
sumrum er sífeld umferð þar dag og nótt.
Geta þeir, sem við veginn búa, af því
dæmt, hve afarmikil samgangnaþörfin er
á þessu svæði.
Ymsir andmarkar eru enn á vegi þess-
um. Á kafla, Sandskeiði, er hinn upp-
runalega lagði vegur runninn burt af
vatnagangi, og verður þar að fara eftir
sandinum, sem stundum er ófær. Brekk-
an upp á heiðina að austan (Kambar), er
löng og erfið, og enda hættuleg vegna
hinna mörgu, skörpu króka með háum
upphleðslum. í Álfóssveit1) eru tvær ár enn
óbrúaðar og vegurinn undir Ingólfsfelli
aðeins ruddur. Þetta_ síðasta bíður bóta.
En ekki eru líkur til, að þarna verði
nýtilegur bifreiðar- (mótorvagna) vegur.
1) Sveitarnafn þetta hefir tekið leiðin-
legri breytingu frá því er var f fornöld.
Áin neðan til hét Álfós (sbr. Landnámu),
og hefir sveitin Verið þar við kend eins
og fleiri sveitir, er bera nafn af vötnum
(Andakíll (kílar réttara), Alftaver, Fljót,
Hóp, Lón), og heitið Álf(s)ós; það skilst,
en Ölfus ekki. Tel eg sænira að, taka
upp aftur hið forna nafn Álfós, Álfósá
(það mun reyndar hafa heitað á sú, er
féll úr Ölversvatni (nú Þingvallavatni),
fyrir neðan Villingavatn, þar fyrir ofan
Sog; en Álfós upp að ármótum).
Ekki er því líklegt, að vegur þessi
fullnægi til lengdar samgangnaþörfinni,
sem hér hlýtur að fara vaxandi.
Nýr vegur.
Áður en langt líður, verður þvf að finna
nýan veg til að fullnægja þeirri sam-
gangnaþörf, sem þegar er, og auka hana.
En af auknum, bættum samgöngum leiðir
framför í öllum atvinnugreinum.
Af þeim samgangnafærum, sem enn
eru þekt og nothæf í heiminum, fullnægir
ekkert betur en járnbraut þörfum
þjóðanna á landi.
Járnbrauta-stæði hið besta er yfir Mos-
fellsheiði norðanverða, Þingvallasveit þvera
og skáhalt ofan Grímsnes. Er það mik-
ill kostur við leið þessa: að hún liggur
eftir láglendi. Mosfellsheiði er þar tals-
vert lægri en Hellisheiði (um 880 fet þar
sem hæst er); a ð hvergi á þeirri leið er
hætt við vatnaágangi; að þarerekki sér-
legra snjóþyngsla von; brautin lægi hvergi
nærri fjöllum; að hún er jafnlend, og
brautarbyggingin því ekki neinum vand-
kvæðum bundin; a ð hún liggur þó nær
alla leið 1 bygð.
En þessi leið er lengri, t. d. milli
Reykjavíkur og Álfósárbrúr, en Hellis-
heiðarvegurinn. Hann er 64 km., en
járnbrautarleiðin 93. Því er það, að lítil
bót væri að því, að leggja þarna akveg
fyrir kerrur; hann yrði ekki fljótfarnari
og gæti oft verið illfær fyrir þesskonar
akstur eins og hinn, þótt vegarstæðið sé
að mörgu betra.
Um járnbraut er öðru máli að gegna.
Bæði er þá vandað betur til vegagerðar-
innar, undirbyggingarinnar, og svo má
með umferðinni halda veginum hreinum:
plægja snjóinn burt jafnóðum, og sá veg-
ur veðst ekki upp í aur.
Eigi þvf að veita Suðurlands-undirlend-
inu verulega og varanlega samgöngubót,
virðist eina ráðið vera, að leggja
járnbraut þangað fráhöfnvið
F a xa f 1 ó a.
Lífæðar.
»Hvað þá væri fengið?« Lífæð,
slagæð (púls) 1 þjóðlíkamann. Sam-
gangnafærin eru lífæðar. Gufuskipaferðir
og járnbrautir slagæðar. Símar og góðir
vegir háræðar. Veita lífi og fjöri um
löndin. Ameríkumenn byggja brautir á
óbygðum landsvæðum, til að fá þau bygð.
Hvar, sem járnbraut er lögð um bygð
eða byggileg lönd, sprettur upp, eykstog
blómgast þjóð 1 í f í nánd við hana, land-
búnaður og allir atvinnuvegir taka fram-
förum.
Þar sem eins mikil samgangnaþörf er,
eins og hér (milli Árn. og Rangv. annars
vegar, Faxaflóa hins vegar), er kerru-
flutningabraut ófullnægjandi, Ferðalagið
á akbrautinni gengur svo deyfandi, drag-
andi, snigilslega seint: t. d. 20—24stundir
frá Rvík til Álfósárbrúar. Á járnbraut
má fara þetta, nærri ’/3 lengri leið, á
3 stundum.
Hinn iðandi, kvikandi, hlaupandi hraði
járnbrautarlestanna, stundvísi þeirra og
tíðu ferðir, færir líf og fjör og þrótt í
alla starfsemi manna í nánd við þær.
þær spara bændum ferðalög og flýta ferð-
um þeirra, er þeir þurfa að ferðast. —
(Og nú er eg víst farinn að »gylla« járn-
brautina. en ekki úr hófi þó).
Auðsætt hagræði.
Gerum ráð fyrir að járnbraut verði lögð,
og endi fyrst um sinn við Álfósbrú. Að
sjálfsögðu fylgir henni sími. Símagreinar
hljóta að verða lagðar upp í Grímsnes,
Tungur og Hreppa. Svo verður símastöð
f Landeyum á Vestmannaeyalínunni
væntanlegu, og má ske einhverjar greinar
í Rangárvallas. Miðstöð þessa símanets
verður við brautarendann. Þar myndast
bráðlega (iðnaðar- og landbúnaðar-) þorp
\
\