Þjóðólfur - 01.04.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.04.1910, Blaðsíða 2
54 ÞJOÐOLFUR, og verslun. (Verslunin flytst þangað frá Eb. og Stk). Hægara er fyrir mestan hluta Árn. og Rvs. að sækja til verslunar að Álfósárbrú en á Bakkana. Vissara að fá þangað vörur og komið vörum þaðan með braut- inni, heldur en sjóveginn, alla tfma árs. Gera má ráð fyrir að brautin fái eftir i—2 ár mestan hluta hins mikla flutnings fólks og vöru, sem nú þegar er yfir Hellis- heiði, og að sjálfsögðu eykst þetta stór- kostlega. Símasambandið greiðir fyrir þvf, að bændur fái hinar aðkeyptu vörur til móts við sig að brúnni, um leið og þeir færa þangað sfna vöru til flutnings á markað- inn innan lands eða utan. En látum svo vera að bændur vildu fylgja vöru sinni til Rvfkur, ráðstafa henni þar og veita þar móttöku aðkeyptu vör- unum. Þeir spara þó að minsta kosti 30 —40 vinnustundir (c. 3 vinnudaga) 1 hverri ferð við að nota brautina, og gætu hagnýtt þenna tíma til framleiðslustarfa við heim- ili sín, sem líklegt er að vegi vel upp á móti flutningsgjaldinu. Slíkt er reynsla hjá öðrum þjóðum. Látum enn fremur svo vera, að þeir létu flutningatæki sín, hesta og vagna, bíða við Álfósbrú, meðan þeir brigðu sér til Rvíkur. Þeir spara slit þeirra við það, og hestunum líður betur. Nú er nfl. orð- ið mjög torvelt (og verður þó meir) að fá haga fyrir allan þann hestafjölda, er til Rvíkur kemur á sumrum. En beggja vega Álfósbrúar eru víðáttumiklir, góðir hestahagar. Þar yrðu brátt settar upp girðingar til hestageymslu, og þar yrði hún eigi dýrari en í Rvík. Það mundu þeir nota, er svo langt væru að komnir, að eigi sendu fartæki sín heim, meðan þeir væru í Rvíkurferðinni (eins og nú er um Borgames). Annað hagræði. Margt er það, sem eigi er auðið að sýna, fyr en reynslan kemur til, er til framfara hlyti að leiða af járnbrautarnotum á þess- ari leið, og er að nokkru að því vikið hér áður. Bættar samgöngur og greiðari flutn- ingur afurða á markaðinn eykur alla fram- leiðslu; tímasparnaður við aðdrætti ogfrá- flutning eftir ræktun landsins og alla fram- kvæmd á heimilunum. Stundvísi í ferð- um leiðir til hins sama í öðrum efnum. Rætt hefir verið um nauðsyn hafnar- gerðar t. d. á Stokkseyri, og kemur þó víst engum til hugar, að það kostaði minna en járnbr. til Álfósbr. Ekkiværi þetta lagt til, nema þörf þætti fyrir það. En vel gæti því fé verið „kastað í sjóinn". Þar er við það afl að strfða, sem bágt er reikna út. Járnbrautar-fyrirtæki er miklu vissara, og áhrif þeirrar samgöngubótar víðtækari. — í öðrum löndum þykja járn- br. nauðsynlegar, — jafnvel milli hafnar- staðanna — þótt hafnir séu góðar. Og hér er fólk og land, sem framförum hlýtur að geta tekið, eigi sfður en víða annarstaðar. Sumir bera kvíðboga fyrir því, að braut mundi eigi „bera sig“, ekki svara kostn- aði. Á hugmyndum einum er það bygt, eins og að vísu annað. En líkur engu minni fyrir hinu, að hún fengi nóg að gera, einkum þá er fram liðu stundir. Reksturskostnaðinn er líklegra að hún mundi brátt borga. En þó eitthvað t. d. vexti af upphaflegu verði hennar, yrði fyrst um sinn að greiða af alm.fé, þá væri þáð einungis að skoða sem meðal til þjóðþroskunar, er brátt ynnist margfald- lega upp með bygging, ræktun og fram- leiðsluaukning á Suðurl. undirlendinu, m. fl., á sama hátt og tilætlunin er með aðr- ar almannatjár-framlögur til samgöngu- bóta. Fyrir þær er keypt mann- fjölgun og aukin velmegun í 1 andinu. Og hvað er þjóðinni dýrmætarar Varnagli. Skraf mitt um þetta efni býst eg við að láta hér með niður falla að sinni. Mig tekur sárt, að járnbrautartillögunni skuli tórnlega tekið og jafnvel andmælt af þeim, er fyrst og helst mundu hagsmunanna njóta af þvf fyrirtæki, ef það kæmist í framkvæmd. En það hlyti hér, eins og annarstaðar, að verða hið kröftugasta framfara-meðal. En af þekkingarskorti er þetta fyrir flestum, og er hann afsakaniegur, þar sem ekkert þvílíkt er hér kunnugt. Síður er unt að afsaka hitt, að finna ekki til vanþekking- ar sinnar. Svara mætti mér um það, að eg hafi eigi stórum meiri þekkingu á þessu sviði, en alment gerist. Eg hefi þó reynt að veita athygli því, er við ber í heiminum, og hefi nokkuð meiri kunnleika á landi þessu en alment er, og framtíðarmögu- leikum ýmsra héraða í landbúnaðarlegu tilliti. Geta verð eg að síðustu þess — þvf eg kannast við tortryggnis-ástríðu fólks- ins —, að ef járnbraut verður lögð, með- an eg bý hér, býst eg við að hafa af því nokkurn atvinnuhnekki, en ekki hag fyrir mig sérstaklega. En eg læt það ekki aftra mér frá að halda fram því, sem eg er sannfærður um, að fj ö 1 d a m a n n a gæti til hagnaðar orðið, og þjóðinni til eflingar. Grh. 29. Mars. 19x0. B. B. „fræðslumál barna“. Eftir séra Ófeig Vigfússon. Undir þessari fyrirsögn hefir séra Jóh. L. L. skrifað gríðarlangt mál í 34. tölubl. Þjóðólfs f. á. og mörgum næstu blöðum um alt alþýðumentamálið hér á landi. Margt og mikið segist honum vel, og sumt alveg gullfallega og gullsatt, eins og t. d. þetta, er hann hefir lýst ýmsum þjóðmeinum vorum: »Og slík mein getur enginn kraftur lagfært nema sönn ment- un, en sönn mentun er það eitt, sem elsk- ar kristindóminn og virðirlíkamsvinnunac. Og því næst þetta: »Mentuð trú eða trúuð mentun, er besti auður hverrar þjóðar, því hún göfgar manninn til sálar og líkamac. Þetta, og ýmislegt fleira hjá séra Jóh., en jafnt réttilega og fallega sagt. En harla ómjúkt tekur séra Jóh. á mörgu, og eg held óþarfléga og jafnvel ómaklega á sumu, sem fram hefir komið í þessu mikla og merka máli — lýðfræðslu- málinu. Þykir honum flest býsna bágborið, margt ilt, og sumt alveg afleitt, sem til hefir verið lagt eða afráðið í þessu máli, og heimskar hlutaeigendur fyrir o. s. frv. Flestir — og eg held allir — sem komið hafa fram f þessu máli, hafa þó haft nokkuð til síns máls, sumir mikið; og margt af því, er flestir hafa lagt til, hefir við eitthvað að styðjast, meira eða minna. Og flestum — líklega öllum — hefir vafalaust gengið fremur gott en ilt til með tillögum sínum. Líklega enginn viljað vinna »ilt og óþarft verk« með þeim. Þeir hafa ekki séð eða fundið annað betra en það, er þeir létu uppi eða lögðu til. En að sem flestir láti uppi og leggi til sitt besta, er vfst fremur þakkarvert en óþakkar, ekki sfst í svo margliðuðu og vandráðnu máli, sem lýðfræðslumálið ís- lenska er. Að öðru leyti ætla eg ekki að afsaka eða verja þær tillögur, sem fram hafa komið í þessu máli — nema aðeins eina: þá tillöguna einmitt, sem harðast verður úti hjá séra Jóh. og hann telur »afleitustu« tillöguna, sem fram hefir komið í þessu máli. Sú »afleita uppástunga er mér líka skyld- ust. Það er uppástungan um sameiningu prests- og kennarastarfsins. Þessa »afleit- ustu« uppástungu reynir séra Jóh. að kveða niður með eftirtöldum 4 röksemdum: 1. A ð eftir henni yrði bæði prests- og kennarastarfið að hálfverki. 2. A ð þessi sameining mundi valda sundrung í fræðsluhéruðum. 3. Að andlegu frelsi þjóðarinnar gæti verið hætta búin af slíkri sameiningu. 4. A ð þetta fyrirkomulag sé spor í öf- uga átt við aðskilnað ríkis og kirkju. Flestar þessar ástæður hafa þegar áður verið teknar fram gegn prestakennara- uppástungunni, fyrst og best af E. Hjörl. f Fjallkonunni, þegar þessi »afleita uppá- stunga* kom þar (f Fjk.) fyrst fram 1906. Og sjálfur hafði eg einnig, að nokkru leyti, gert ráð fyrir þeim, og reynt að ónýta þær með röksemdum eða athuga- semdum þeim, er eg lét fylgja tillögunni, og einnig með fyrirkomulagi tillögunnar sjálfrar o. fl. En þetta virðist séra Jóh. ekki hafa lesið, eða tekið að neinu leyti til greina. Eg leyfi mér því að minna á nokkuð af því, sem eg hef áður fram tekið í þessu máli, og bæta dálitlu við. Þá er fyrst hálfverknaðarástæðan. Séra Jóh., og sjálfsagt margir fleiri, held- ur því fram, að prestkennari hlyti að hafa annaðhvort eða hvorttveggja starfið — prests og kennarastaifið — 1 hjáverk- um, og yrði hvorugt fyllilega rækt. Þetta mundi líka auðvitað fara svo með prestakallaskipun þeirri, sem verið hefir, og verða á eftir núgildandi lögum. En séra Jóh. hefir ekkert tillit tekið til þess grundvallaratriðis, sem prestkennara- uppástungan byggist á, eða þeirrar tillögu, að skipun prestakalla yrði gerbreytt, og verkahring presta einnig að ýmsu leyti. Yrðu prestaköllin gerð að kenslufylkj- um með 200—300 sálum alls, og um 30 nemendum, eins og prestkennara uppá- stungan gerir ráð fyrir, þá er eg í engum vafa um, að hvorugt starfið, prests- eða kennarastarfið, þyrfti að verða hjáverk eða hálfverk, ef kenslan færi fram á heimili prestkennara, svo sem einnig er ráðgert m. fl. Að minsta kosti er eg alveg viss um, að með fyrirkomulagi prestkennaratillög- unnar yrði um minna hálf- og hjáverk að ræða, en nú á sér stað i prestskap okkar flestra og einnig í núverandi alþýðukenslu. Ogj líklega einnig í væntanlegri alþýðu- fræðslu, eins og hún nú er ráðgerð og lögleidd. Eða hver getur nú, sá er til þekkir og lítur á alt, búist við prestunum óskiftum og fyllilega uppbyggilegum í prestskapn- um, eða við alþýðufræðlunni sem óskiftu eða heilu alúðarverki, með þvl fyrirkomu- lagi, sem nú er og verða á í kristindóms- og lýðfræðslumálum hér á landi? Hvað prestskapinn snertir, að minsta kosti í sveit, sem hingað til hefir þótt vera, og einnig verið fýrir mörgum, meira eða minna hálfverk og hjáverk, vegna að- kallandi verslegra þarfa og starfa, þá sé eg með engu móíi, að hann geti orðið minna hálf- og hjáverk hér eltir, þegar prestaköllin eru stækkuð um helming eða meira með samsteypum og gerð margfalt örðugri til hverskonar þjónustu og and- legrar samvinnu milli presta og safnaða, og prestþjónustan Og notin að prestinum hljóta að verða aðallega fólgin í því, sem minstu varðar andlega og eilífa velferð: að ferðast og flækjast um langa, torsótta vegu, grafa dauða, skíra fædda, drekka sætt kaffi og eta besta mat heimilanna við manntalshúsvitjun, og einstöku sinn- um prédika lítt kunnugur yfir nokkrum lítt kunnugum o. s. frv. Og hvað lýðfræðsluna snertir, þá er það ósanngjarnt og athugalítið að ætla, að hún vefði annað en háltverk, meðan hún getur ekki verið og á ekki að verða lífvænlegt lífsstarf kennaranna, og þeir hljóta jafnhliða kenslunni, og auk hennar, að leggja fyrir sig allskonar óskyld störf, til þess að geta lifað fyrir sig og slna. Nei, hér eftir verður prestskapurinn yfirleitt meir og meir að hálf- eða hjá- verki og fjær og fjær hugsjón sinni og tilgangi, ef núverandi og fyrirhugað fyrir- komulag helst nokkuð lengi í strjálbygð- inni, mannfæðinni og vondu vegalengd- unum hér. Og þegar svo lýðfræðsluhálfverkið nú- verandi og ráðgarða bætist við, og verð- ur hinu hálfverkinu samferða, þá verður hvort fyrir sig og hvorttveggja til samans svo mikið hálfverk, að þjóðinni mun blöskra og eigi þykja viðhlítandi. Mun henni þá þykja nær, að laga svo starfsvið og verkahring og bæta svo lífs- kjör annars hvors, prests eða kennara, að hann gæti hvorttveggja sómasamlega og gagnsamlega í seun: unnið betur ætlunar- verk prestskaparins og lýðfræðslunnar, eða lifað og starfað viðunanlega fyrir hvort- tveggja. Eg fæ ekki heldur betur séð, en að hvorttveggja stafið sé náskylt. Prestskap- urinn er fólginn í kristilegri uppfræðslu og kristilegu lifi. Lýðfræðslan er líka fólgin í kenslu og í því, að gera þessa kenslu að lífi, sem varla má fara í bág við kristilega kenning og breytni. Lýð- fræðslan á, eins og séra Jóh. bendir á, að veita lýðnum sanna mentun, en sönn mentun er það eitt, sem elskar kristin- dóminn og virðir líkamsvinnuna. Og svo er þessi gullfagra og sanna setning: »Mentuð trú eða trúuð menn- ing er besti auður hverrar þjóðar, því hún göfgar manninn til sálar og líkama*. En hverjir mundu þá líklegri til að kenna lýðnum þessa »sönnu mentunc, þessa »mentuðu trú eða trúuðu mentunc, en þeir menn, sem yfir höfuð má ætla, að öðrum fremur fengju mentaða trú og trúaða mentun í og frá trúuðum og ment- uðum presta- og kennaraskóla, og til að gegna bæði prestskap og lýðfræðslu á hæfilega stóru svæði, eins og prest- kennara uppástungan leggur til? Vel veit eg það, að trúuð mentun og mentuð trú getur veist kennaraefnum á kennaraskólanum, og eg hef góða von um, að svo muni verða á kennaraskóla vorum, meðan núverandi skólastjóra þar nýtur við, eða annars líka hans í trú og mentun. En eigi fæ eg þó betur séð, en að trúin hlyti að verða enn betur mentuð, og mentunin enn betur trúuð, ef presta- efni á prestaskóla gengju jafnframt á kennaraskóla, eða kennaraefni á kennara- skóla legði jafnhliða stund á prestslærdóm. Og þá yrði Hka einn og sami maður jafnvígur, eða fær um hvorttveggja starfið, prests og kennarastöðuna. En þar sern séra Jóh., eða aðrir, koma með það gegn prestkennaratillögunni, að einn maður geti verið ágætur klerkur, en bráðónýtur kennari, eða afbragðs kenn- ari en ófær prestur, þá getur það lfklega komið fyrir, en yfirleitt nær það engri átt, allra síst, er sami maðurinn er ment- aður og undirbúinn jafnt til hvorttveggja starfsins, og honum um leið gert auðvelt að gegna báðum jafnt og jafnvel. Eins og áður er sagt, tel eg þessi störf að nokkru leyti náskyld, og að hvorugt þeirra megi stríða gegn öðru. Get eg því með engu móti samsint umræddri viðbáru. Til þessa hefir það líka sýnt sig, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.