Þjóðólfur - 01.04.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.04.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 55 prestar og prestmentaðir menn, og allra helst g ó ð i r klerkar, voru og eru meðal hinna bestu kennara. Og eitt er öld- ungis víst, að meðal mentaðra og trú- aðra prestkennara mundu alls ekki verða misjafnari sauðir en nú á sér stað, meðal presta og kennara með núverandi fyrir- komulagi. Þetta hef eg áður skýrt tekið fram, en séra Jóh. skrifar eins og hann hafi alls ekki séð það. Því að hann kerour með ekkert, sem hrindir því, enda setla eg, að það verði varla hrakið. (Meira). Áskorun lil sjómanna á íslandi. Á fjölmennum hreppsfundi, sem haldinn var 1 Ólafsvik 6. Mars þ. á. var meðal annars rætt um vátryggingarlög fyrir sjó- menn frá slðasta Alþingi. Voru allir á eitt sáttir um það, að lög þessi væru mjög vanhugsuð og algerlega óviðunandi eins og þau væru, sérstaklega þyrfti 25. og 7. grein laganna gagngerðar breyting- ar við, þannig: að allir sjómenn á stór- um og smáum bátum, yrðu að vera vá- trygðir; að sjóðurinn borgaði erfingjum allra sem dæu á sjó eða landi á meðan þeir eru vátrygðir 200 krónur á ári í 5 ár og að landsjóður mætti leggja til alt að 75 þúsund krónum. Fundurinn ákvað því að skora á Al- þingi að breyta lögum þessum hið allra fyrsta og jafnframt því var ákveðið að leita samþykkis við sem flest sjóþorp á landinu, þessu máli til stuðnings. Á fundinum voru rædd ýms fleiri mál, svo sem lög frá síðasta Alþingi um lög prest og kirkju, sem mönnum alment geðjaðast illa að. Til þess að fá sem fyrst breytingar k þessum og ýmsum fleiri lögum, er fundar menn töldu óhagkvæm, var ákveðið að skora á stjórnina að boða til aukaþings á þessu ári. Samkvæmt ofanrituðu skorum vér hér með á alla sjómenn á landinu er stunda fiskiveiðar, að bindast samtökum til að fá breytt vátryggingarlögum fyrir sjómenn frá síðasta Alþingi, eða að öðrum kosti fá þau numin úr gildi; vér erum fúsir til þeirrar samvinnu eg leiðbeiningar er vér getum í té látið. í framkvæmdarnefnd fundarins. H. Steinsen lœknir. Guðm. Einarsson preslur. Eliníus Jónsson. Ofanritaða áskorun biðjum vér yður herra ritstjóii, að taka í blað yðar hið allra fyrsta. Ólafsvlk 15. Mars 1910. Fyrir hönd nefndarinnar Eliníus Jónsson. T ryggingarfélagið „Hansaíf. »Gjallarhornet«, norrænt tryggingatíma- rit, útgefið í Stokkhólmi, flytur nýlega ít- arlegar rannsóknarskýrslur viðvíkjandi tryggingarfélaginu »Hansa«, sem kvað vera farið að starfa einnig hér á landi, og skulum vér því skýra stuttlega frá ýmsu því, sem í téðu blaði hefir birstum félagið og starfsemi þess. Taka skulum vér fram, að það, sem þar er birt, er í heild sinni tekið frá eftirlitsnefnd þeirri, sem skipuð er af stjórn Svía til að hafa umsjón með að tryggingarfélögin f landinu séu tryggileg °g áreiðanleg. Hefir tilsjónarnefnd þessi talsvert vald, mun geta bannað félöguna að starfa, ef ástæða þykir til 0. s. frv. I fyrra voru bækur og reikningar »Hansa«-félagsins tekin til rannsóknar af konunglegu eftirlitsnefndinni og fanst margt mjög athugavert í reikningunum fyrir árið 1908. Þannig var reikningurinn fyrir 1908 gerður upp að vori 1909, án þess að nokkurt fé væri ætlað fyrir ýmsan skaða af skipbrotum, sem félagið átti þó að bæta fyrir, og þótt þessi skipbrot, sem búið var að tilkynna félaginu að hefðu átt sér stað árið 1908, eðlilega hefðu átt að vera tekin til greina, þareð þau voru tilkynt svo snemma, að þau hefðu getað verið tekin með í ársreikn- ing 1908. Þó var þetta ekki gert, og sökum þessa sýndi reikningur- inn miklu betri niðurstöðu en var í raun og veru, og félag- ið stóð sig ver, en út leit samkv. reikn- ingunum. Þessi tilhneyging hjá »Hansa« til þess að skreyta ársreikninga sína sýnir eftir- litsnefnd Svíastjórnar að er orðin venja hjá félaginu. — »Hansa« gerði í maf 1908 samning við endurtryggjanda um rekstur árin 1908, 1909 og 1910. Samn- ingi þessum lauk þannig, að félagið »Hansa« fékk heimild til að skrifa þess- um manni til skuldar 42,000 kr. Þetta gerðist 1 mal ’o8. Til þess að láta reikn- ing ársins 1908 líta fagurlega út, færir stjórn »Hansa« inn þessar 42,000 kr. sem tekjur árið 1907(1). Hefði reikning- ar »Hansa« fyrir árið 1907 verið rétt færðir, mundu þeir hafa sýnt kr. 29,932,02 sem t a p, meðan þessi »búhnykkur« gerði það að verkum, að félagið þótfist hafa kr. 12,067,98 í ágóða(l). Þegar konunglega sænska eftirlitsnefnd- in harðlega átalaði þetta og fleira 1 sömu átt, svaraði stjórn »Hansa«, að slfkt skyldi ei oftar koma fyrir. En af því, sem sannast hefur í þessu máli, er augljóst orðið, a ð félagi þessu hefir ekki verið svo vel stjórnað sem skyldi, að fjárhagur þess sé ekki eins góður og félagið hefir látið f veðri vaka, og, a ð ætíð er um ný félög er að ræða, er full ástæða til þess að gæta allrar varúðar. Það, sem hér að framan hefir sagt ver- ið, er tekið eftir hinu áðurnefnda tíma- riti, sem er í miklum metum um öll Norðurlönd. I þessu riti er í 21.—23. hefti fyrir 1909 rækilega skýrt frá mál- inu frá báðum hliðum; bréf milli eftir- litsnefndarinnar og stjórnar »Hansa« eru þar prentuð í heild sinni, svo ekki stoðar, að gruna tfmaritið um hlutdrægni. Hvað er að frétta? „Liaurn“-strandið. Björgunar- skipið „Geir" kom hingað 26. f. m. og hafði eigi tekist að ná „Lauru" út, svo hún verður að algerðu strandi. Er hún brotin nokkuð og vörurnar skemdar. Geir flutti póstflutning „Lauru" og farþega, og var á meðal þeirra Sigurður bóndi Jóns- son á Ystafelli og kona hans, er hingað kom til lækninga. — Skipverjar komu og með Geir, nema Gottfredsen skipstjóri, er bíður eftir uppboðinu við annan mann. Mannalát. Bergur Helgason skóla- stjóri á Eiðum lést 15. f. m., úr tæringu, 35 ára að aldri (f. 27. Maí 1875). Hann var kvæntur danskri konu og áttu þau einn son. Skipstrand. 4. f. m. strandaði franskt seglskip á svonefndri Stapavík undir Ósfjöllum. Var það fullfermt vist- um o. fl. til hinna frakknesku flskiskipa hér við land. Mannbjörg varð en engu af vörunum varð bjargað. („Austri"). Dnlamenn ætluðu að lialda fund um bankamálið að Hjarðarholti fyrir skömmu síðan. Það átti að vera fulltrúa- fundur. Sökum ófærðar mættu að eins þrír fulltrúar, og varð því að fresta fund- inum óákveðið. Druknun. Seint í Febrúar druknaði í Lagarfljóti ungur maður frá Hrappsgerði í Fellum, Björgvin Hallsson að nafni. eru mikil um land alt, og ófærð óvenjulega mikil. Póstur síðast var 14 tíma yfir Holtavörðuheiði. Snjóílód féll á bæ í Flókadal í Fljótum fyrir nokkru síðan. Bóndinn, á- samt elsta syni sínum, var á næsta bæ, en heima var konan með fjórum börn- um. Er bóndinn kom heim aftur, var bærinn í kafi og sótti hann hjálp til að moka upp bæinn. Alt var þar óskemt. Fannferjan var svo mikil, að flóðið hafði runnið ofan á fönninni og yfir bæinn. Bæar-annáll. Kiimi- Benedikteeon fyrv. sýslum. kom hingað með síðustu ferð »Botníu« og fór aftur með henni. Hann var hér meðal annars til þess að undir- búa stofnun banka. Hefir hann fengið nokkra Englendinga til þess að mynda félag í því skyni, og er svo ráð fyrir gert, að banki þessi tæki til starfa í sumar, en byrji í smáuro stýl. Þó er það ekki að fullu ráðið enn, Flestir mundu fagna því mjög, að nýr banki kæmi til sögunn- ar hér. Alt of lítið afpeningum ermanna á milli, og háir það viðskiftalífinu mjög mikið. Svo er og til ætlast, að banki þessi hafi engin hlunnindi frá landsins hálfu, hvorki seðlaútgáfu, ábyrgð né ann- að, svo engin ástæða virðist vera til þess að hafa á móti honum frá hvaða sjónar- miði sem á það er litið. Enda mun hr. E. B. fá alment þakklæti fyrir þessa starf- semi sina. Trtilofuð eru Ragnar Pálsson Leví kaupmaður og ungfrú Margrét Stefáns- dóttir verslunarmær(fráKnararnesi). Þjóð- ólfur óskar hjónaefnunm til hamingju. HjóunDöiitl: Sigurjón Markússon fulltrúi bæarfógeta og ungfrú Sigríður Þor- björg Björnsdóttir, 12. f. m. Sigurþór Sigurðsson ökumaður og ung- frú Halldóra Ingibjörg Halldórsdóttir 19. s. m. Skipal ©röir : „ Sterling " kom loks að vestan 25. f. m. og fór til útlanda sam- dægurs. Sveinn Björnsson yfirréttarmála- flutningsmaður fór til Hafnar með skipinu. „Presperó" kom frá útlöndum 28. f. m., og fer norður í dag. Hannes Hafstein fer með henni til Akureyrar og tekur þar við stjórn Islandsbankaútbúsins fyrst um sinn. Jón Jónsson sagnfræðingur flutti fyrirlestur 1 Iðnaðarmannahúsinu á annan 1 páskum, er hann nefndi „í dögun". Var sá um Eggert Ólatsson. Næstu 4 sunnu- daga flytur hann framhald hans. Hús- fylli var, enda var fyrirlesturinn bæði fróð- legur og skemtilega fluttur, eins og alt er Jón flytur. Dr. Ilclgi Péturgs hefir haldið fyrirlestra um utanför sína. „Botnia“ fór til útlanda á páska- daginn. Með henni fór Einar Benedikts- son og N. Ottesen bóksali frá Winnipeg, og um 30 manns héðan til Ameríku. Spámennirnir. í nefndaráliti bankarannsóknarnefndar- innar stendur á bls 18. ... »og er það fyrirsjáaniegt fyrir alla þá sem eru 1 þessum fjölmenna flokki — 740 — að fyrirsjáanlega geta þeir aldrei eignast neitt er þeir gætu látið af hendi rakna« ... — Sigurður jlffagnússon læknir býr nú Kipkjustræti ÍO. Viðtalstími 11—12. Talsími 204. Já, miklir spámenn eru nú upprisnir meðal vor, hvort þeir hafa nú fengið þenna vísdóm úr spilum, kaffibolla eða þá f gegnum borðfætur, þá finst mér að ef hann er réttur, að slíka menn ætti þing eða stjórn að halda áfram að launa til að spá og svo birta nöfn allra þeirra sem aldrei geta eignast neitt, til viðvör- unar bönkum og öðrum verslunum; þ a ð mundi borga sig fyrir okkar fátæku þjóð, enda þótt það taki atvinnu frá okkur spákonunum. Spúkona. Eftirmæli. Hinn 12. Des. sfðastl. andaðist að þeim- ili sínu, merkiskonan Kristín Jóns- dóttir á Vestari-Loftsstöðum í Árnes- sýslu. Hún var dóttir Jóns Helgasonar frá Sólheimum í Hrunamannahrepp, Eir- íksonar frá Bolholti, Jónssonar frá Næf- urholti. Móðir Kristfnar var Þuríður Gestsdóttir frá Nesi í Selvogi, Guðnason- ar frá Gerðum í Landeyjum. Hún bjó með manni sínum Jóni hreppstjóra Jóns- syni í full 50 ár og eignuðust þau 7 börn; eru 3 þeirra á lífi: Jón bóndi á Loftsstöðum, Sigríður ekkja Kolbeins sál. Þorleifssonar og Þuríður ógift, báðar á Loftsstöðum. Kristín sál. var 79 ára að aldri þegar hún andaðist og hafði mist mann sinn fyrir tæpum 2 árum. — Það er kunnugra en frá þurfi að segja hvlllkt rausnar- og ráðdeildar-heimili Loftsstaða- heimilið var og er enn. Það lá fyrrum lengst af í fjölförnustu þjóðbraut og bar þar margan manninn að, sem ekki ein- ungis naut gistingar og beina ókeypis, heldur og umhyggjusömustu meðferðar á alla lund, glaðværðar og gestrisni á ís- lenska vísu, eins og hún tíðkaðist best og fullkomnust á íslensku fyrirmyndar- heimili. Þar skorti kvorki fjörugar og skemtandi viðræður né sönglist og sí- kátt viðmót; það var engu lfkara en því að maður væri kominn sem boðgestur í fjölment samkvæmi; ánægjan og gleðin brosti þar sífelt við æðri sem lægri, reglu- semin og þrifnaðurinn sást þar á öllu úti og inni og starfsemi og stjórn á allri vinnu, einkendi þá er þar höfðu unnið sem hjú eða daglaunamenn. Gamlir og góðir siðir voru þar í hávegum hafðir, en þó fylgst vel með í öllu því sem nýtt var og til framfara og meuningar horfði, Börn sín ólu þau hjónin upp með guðsótta og í góðum siðurn og mönnuð- ust þau vel. Þau mistu fyrir nokkrum árum uppkominn son sinn, Bjarna, sem þá var nýkvæntur, einhvern hinn efnileg- asta mann og gervilegasta þar um slóðir. Jafnvel útlitsháttur viðræður eða viðkynn- ing við þann mann sýndi hverjum manni, þó ókunnugur væri, mynd heimilisins og hátternis þess er þar bjó: Framúrskar- andi stilling, glögt auga fyrir öllu fögru, glaðlyndi og hógværð, atorku og elju- semi við sérhvað það er að framkvæmd- um laut og til framfara horfði. — Þegar eg, er þetta rita, kyntist heimili þessu fyrir nálega 30 árum fyrst og um mörg ár eftir það, óskaði eg þess oft, að slík heimili væru mörg á landi hér er llktust því f einu og öllu. Nú eru þau bæði dáin, gömlu hjónin, og er eg þess full- viss, að minning þeirra lifir með heiðri meðal fjölda margra manna er kyntust hinum miklu og mikilsverðu mannkostum er þau höfðu að geyma og ber heimilið og sveit sú, er þau ólu mestan aldur sinn í, þess merki enn og væntanlega um mörg ár. Því »eftir lifir minning mæt, þó maðurinn deyi«. Fornkunningi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.