Þjóðólfur - 08.04.1910, Qupperneq 1
62, árg.
Reykjavík, Föstudaginn 8. Aprfl 1910.
JB 15.
Skulðbindingarskrár
£anðsbankans.
Fyrir nokkrum árum síðan, flutti ísa-
fold hverja greinina á fætur annari, er
einhver skuggabaldur, er Mercator nefnd-
ist ritaði. Greinarnar voru um bankamál,
og ýmsir reikningar þar tilfærðir. Hr.
Halldór bankaféhirðir Jónsson svaraði
greinum þessum, og kom með aðra reikn-
inga á móti þeim, Þá skiftust menn í
flokka með og móti Mercator, og ýmsir
töldu reikninga hans rétta, en nú munu
nærfelt allir viðurkenna það, að greinar
Mercator, og síðast en ekki síst reikningar
hans, hafi verið vitleysa frá upphafi til
enda.
Þessi almenna, þegandi viðurkenning
hefir gert það að verkum, að Mercator
hefir séð sér þann kost bestan að rita
ekki meira um bankamál, ekki svo að
skilja að hannhafihætt því, til þess brest-
ur hann þekkingu á sjálfum sér, heldur
hefir hann breytt um nafn og heitir nú
Morcurius.
Nú ritar hann um skuldbindingarskrár
Landsbankans, og með mikilli mærð og
hyggur að hann sýni þar, í fyrsta lagi að
slíkar skrár séu nauðsynlegar, 1 öðru lagi
að fráfarin bankastjórn hafi lánað óhyggi-
lega sökum þess að hún hafði þær ekki,
og í þriðja lagi með hvaða fyrirkomulagi
eigi að færa þær.
Til geðs höfundinum skal þessum at-
riðum svarað nokkru, þótt röksemdar-
færslu hans sé svo háttað, að varla þyrfti
þess með.
Nauðsyn skránna
er fyrsta og helsta atriðið heldur Merc.
þessi því fram, að ef skrárnar séu ekki
haldnar sé eigi auðið að vita um skuld-
bindingar hvers einstaklings viðbankann.
Þetta er rétt hvað víxla snertir, því þeir
eru á sífeldri hreyfing. Borgast oft margir
dag hvern og aðrir keyptir. Þar er því
breyting á breyting ofan. Öðru vísi hátt-
ar því með ábyrgðarlánin, breytingar þær
eru litlar, og því minni ástæða til þess
eins og síðar skal sýnt, enda engin á-
stæða. Margir aðrir vegir greiðari og
fyrirhafnarminni en þó eins tryggir til að
fá allar þær upplýsingar.
fianknsfjórnin
þurfti oft að fá upplýsingar um ábyrgðar-
lánin og ábyrgðarmenn þeirra, og eru
þess engin dæmi, hvorki fyr né síðar, að
á því stæði, og þær upplýsingar væru ekki
á reiðum höndum. Víxlaregistrin voru
altaf færð, og um ábyrgðarlánin var slík
skýrsla altaf á reiðum höndum, þótt skuld-
bindingarskrá Mercúriusar væru eigi að
fullu færðar. Annars er það sannast að
segja, hreinn skussi sem er afgreiðslumað-
ur lánanna, ef hann eigi er fullfær um að
gera það á örstuttum tíma. Maður sá
hlýtur á skömmum tíma að þekkja lánin
fit og inn, eigi fleiri en þau eru, og eins
er um bankastjórnina. Lánin þekkirhún
er hún er búin að sitja Iengi að völdum.
Að nýgræðingur í bankastjórastarfinu, og
menn ókunnugir bankanurn geti það ekki
et ekki nema eðlilegt.
Fyrirkomnlag skránna
segir Mercurius að eigi að vera það, að
hver maður sé færður þar með allar
skuldir sínar og ábyrgðir, og tekur hann
dæmi til þess að sína þetta, og útskýra
mál sitt.
Samkvæmt dæmi hans ætti skráin að
líta svo út
Jón Jónsson
Lántakandi: Lánsupphæð:
sjálfur 8000 kr.
Einar Eyólfsson 2000 —
Sigurður Þórðarson 20000 —
Eiríkur Jökulsson 5000 —
Skuld Jóns er því orðin 35000 krónur, og
þessvegna er það, að bankastjórnin getur
ekki veitt honum nýtt lán — 2000 kr. —
ef hann þarf þess.
Við þetta er það að athuga, að í fyrsta
lagi, um lán Einars að þar eru 3 ábyrgð-
armenn og annar veðréttur í húsi hans,
um lán Sigurðar að þar eru 10 ábyrgðar-
menn og fyrsti veðréttur í skipi hans og
um lán Eiríks að þar eru 5 ábyrgðarmenn,
auk þess sem Jón hefir 4 ábyrgðarmenn.
Þetta sést ekki á skránni. Það er því alls
ekki rétt, að telja Jóni alla upphæðina til
skuldar. Eignirnar bera eitthvað, og hinir
ábyrgðarmennirnir eitthvað. Ef banka-
stjórnin teldi Jóni alt til skuldar, vissi
hún bersýnilega ekki hvað hún væri að
gera.
í öðru lagi, að samkv. sama reikningi
og færslu Mercuriusar, þá skulda hinir á-
byrgðarmennirnir líka þessa upphæð, svo
að ef Björn Jónsson væri ábyrgðarmaður
að öllum lánum þessum, þá væri hann llka
talinn skulda 35000 krónur.
Réttlætið í þessu munu allir sjá nema
Mercurius.
í þriðja lagi er þessi skrá Mercuriusar
fölsk, því afborganir vantar, og eftir 5—8
ár frá lántökudögunum, er oft lítið eitt
eftir af lánunum, en í skuldbindingarskrá
Mere. eru þau talin með fullri upphæð.
Af þessu ætti það að vera öllum Ijóst,
að skuldbindingarskrá þessi kemur ekki
að notum. Vilji bankastjórnin kynna sér
rækilega og rétt skuldbindingar lánbeið-
anda við bankann, þá hlýtur hún að gæta
í lánsbókina sjálfa, fletta upp lánunum,
gæta að hvað eftirstöðvar þeirra eru,
hverjir hinir ábyrgðarmennirnir eru eða
önnur trygging o. s. frv. og á pann hátt
að sannfæra sig um skuldbindingar manns
ins, og það hversu mikið af skuldbindingun-
um eigi að taka til greina við lánveit-
inguna.
Sumar skuldbindingar geta hæglega ver-
ið þess eðlis, að enginn heilvita maður
telji þær. Má þar nefna t. d. lán, gegn
handveði og sjálfskuldarábyrgð, sem búið
er að borga svo mikið af, að handveðið
er meira en nóg fyrir eftirstöðvum.
Og á þennan hátt hlýtur hver banka-
stjóri að framkvæma þetta, þótt Mercur-
ius eða einhver annar í hjartans einfeldni
sinni haldi annað.
Alt hjal um nauðsyn skuldbingaskrár er
óþarfi.
Þótt engin slík skrá sé haldin, þá hlýtur
bankastjórnin við lánveitingar að kynna
sér þetta efni, og hefir þá margar aðrar
leiðir fljótfarnari og betri en skrána.
Auk þess þótt skráin sé haldin, þá
hlýtur bankastjórnin eftir sem áður — eins
aia mótor-steinolíu 11? ai ila?
Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand-
inn segir að sé best?
?
Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit
að er áreiðanlega langbest, nefnilega
Gylfie mótor-steinoliu
frá
Skandinavisk-Amerikansk Petroleiims Aktieselskab,
Kongens Nytory 6. Köbenhavn.
Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar
útvega yður hana.
og gamla bankastjórnin, að kynna sér
lánsbókina sjálfa, og það hvernig lánin
standa á allan hátt.
Það verður altaf leiðin.
En vill ekki Mercuríus alías Merkator
taka bankareikningana fyrir á ný, og at-
huga þá og sýna fram á vitleysur í þeim?
Eitthvað gæti hann kanske fundið!
jtiðurjðfminarnejnðin.
Það er mjög algengt, að mikil og megn
óánægja er meðal bæarbúa í hvert sinn,
sem verk niðurjöfnunarnefndar er kunn-
ugt orðið; en sjaldan hafa þær raddir
kveðið hærra við, en einmitt í þetta sinn,
og er það ekki að ástæðulausu. Eg er
einn þeirra, sem ekki hefi verið allskostár á-
nægður með gerðir þessarar nefndar undan-
farið, og þá hefi eg ekki síður ástæðu til að
vera óánægður nú, þar sem nefndinni hefir
þóknast að hækka útsvar mitt úr ioo kr.
upp í 150 kr., án þess að geta haft nokkra
hugmynd, hvað þá heldur vissu, um, hvort
eg er ríkari eða fátækari en árinu áður. Það
má með réttu segja, að mér sé opin leið
til að kæra, finnist mér eg ranglæti beitt-
ur 1 þessu efni, en þó sleppi eg því í
þetta sinn, þar sem eg líka þykist þess
fullviss, að nefndin muni hafa nóg verk-
efni fyrir höndum, að svara öllum þeim
kærubunka, sem henni að sjálfsögðu koma
til með að berast.
Það er að vísu ekki ofmælt, að verk
nefndarinnar er bæði vanþakklátt og
vandasamt; en eftir því sem því fylgir
meiri ábyrgð, þarf að sjálfsögðu að rækja
það með meiri samviskusemi og vand-
virkni. En mér getur ekki dulist, að
nefndin að þessu sinni hafi beinllnis kast-
að höndunum til niðurjöfnunarstarfsins,
og lagt á mjög marga aðeins aff handa-
hófi, og er það illa farið, þar sem flestir
munu eiga fult i fangi með að greiða
sitt útsvar, þótt réttlátt sé. Til þess að
að finna orðum minúm stað, skal eg
leyfa mér að benda aðeins á 4 dæmi,
sem eg hygg að sýni glögt óvandvirkni
nefndarinnar — eða hvað maður á að
kalla það:
1. Einn gjaldandinn, sem mun eiga
skuldlitlar eignir sem nema um 30—40
þús. kr., og hefir þar að auki ákjósan-
legar heimiliskringumstæðu, er gert að
greiða aðeins ÍO krónur.
2. Annar, sem á gjörheilsulausa konu,
2 börn og svo blásnauður, að alt, sem
hann og fjölskyldan hefir dregið fram lífið
á í vetur, er það, sem honum af nokkr-
um mönnum hefir verið gefið, og það
auðvitað af svo skornum skamti, að hann
getur varla rólfær talist vegna megurðar
og klæðleysis. Heimili þetta er spegill
aumustu örbyrgðar. Þessi maður á að
greiða til bæarsjóðs 16 krónur, eða
6 krónum meira en ríki gjaldandinn í fyrsta
dæmi. Hvað er ranglæti í þessu sam-
bandi, ef ekki þetta ?
3. Þriðji, sem á skuldlitla, ef ekki skuld-
lausa? eign, á besta stað í bænum, sem
óhætt mun að telja að minsta kosti 25,000
kr. virði, og hefir fjárhagslegar kringum-
stæður í besta lagi, ber aðeins að greiða
8 krónur.
4. Fjórði, sem er skósmiður, og leggúr
alla sína krafta fram til að verjast sveitar-
styrks, en er einn af þeim ofmörgu, sem
ekkert á, nema konu og börn, hann á
líka að borga 8 krónur, eða jafnt
þeim stórefnaða, sem nefndur er í þriðja
dæmi.
Slíkan samanburð, sem þennan, má
finna 1 tugatali í niðurjöfnuuarskránni,
án þess vandlega þurfi að leita. Aðra
eins ónákvæmni — ef ekki hlutdrægni —
mega bæarmenn ajls ekki þola. Því eins
og sjálfsagt er, að greitt sé til bæarþarfa
eftir gjaldþoli, svo er og líka heimtandi,
að grtmdvöllurinn undir gjaldhæðinni sé