Þjóðólfur - 08.04.1910, Side 2

Þjóðólfur - 08.04.1910, Side 2
58 ÞJOÐOLFUR. úr haldbetra efni, en hann nú virðist vera. Ekki tekst nefndinni að afsaka sig með því, að henni sé svo ókunnugur efna- hagur almennings yfirleitt, þar sem 1 henni sitja t. d. þeir herrar: Pálsson Pálmi, Daníelsson Halldór og Briem Sigurður1), og býst eg við, að þetta séu einmitt þeir mennirnir, sem miklu, eða mestu, ráða í nefndinni. Annars er margt í sambandi við störf og stjórn bæarins, sem þörf væri að vekja máls á, þótt ekki væri nema ýmsar ráð- stafanir fátækranefndarinnar, því úr þeim herbúðum er margt að frétta, sem gjald- endum er ókunnugt um. Jóh, Jóhannesson. €rleni símskeyti til Pjóðólfs. Khöfn 29. Mars. Finnland. Rússastjórn hefir lagt fyrir þing- ið (Dúmuna) frumvarp, sem gerir að engu sjálfstœði Finnlands. Albertí-málið. Krabbe skrifstofustjóri er skipað- ur verjandi Albertís. Etnngos. Eldur er uppi í Etnu á Sikiley. Khöfn 7. April. Finnlendingar œtla að neita að hlýða ofbeldi Rússa gegn þeim (Rússakeisari hef- ur tekið af þeim þá stjórnarskrá er hann hefur áður gefið, sbr. hér fyr). Errópnfðr Roosevelts sigurför. Asqnith hefur sigrað i neðri málsstofunni. Aukaþingskrafa Suður- Þingeyinga. Síðastl. Laugardag var fundur haldinn á Ljósavatni í Suðurþing- eyarsýslu til þess að ræða um fram- ferði landstjórnarinnar í banka- málinu o. íl. og um aukaþings- kröfur. Það var fulltrúafundur og voru þeir 31, sem fundinn sóttu, kosnir með hlutfallskosningum í hreppunum. Aukaþingskrafa var samþykt þar með 27 atkv. gegn 4. Frrí Vestur-íslendingum. í fyrra vakti það mikla eftirtekt, að vestur-lslenkur námsmaður fékk Cecil Rhodes-verðlaunin (5400 kr. á ári 1 3 ár) til að stunda nám við Oxford-háskól- ann, og er hann nú kominn þangað. Nú hefir annar vestur-íslenskur námsmaður fengið sömu verðlaun og ætlar hann til Oxford næsta haust. Hann heitir J ó s e f Thorson og er fæddur 1 Winnipeg 15. mars 1889, sonur Stefáns Thorsons, er búið hefir þar síðan 1887, sonurÞórð- ar Jónssonar og Helgu Jónsdóttur á Bryggju f Biskupstungum. Kona Stefáns og móðir Jósefs er Sigríður dóttir Þórar- 1) Nöfnin sett, eins og þau standa í niðurjöfnunarskránni. ins bónda í Áskoti í Biskupstungum Þór- arinssonar. Mannalat vestan hafs. Hinn 3. f. m. andaðist Gunnsteinn Eyó lfsson bóndi við Islendingafljót i Nýja-íslandi. Hann var tæplega 44 ára að aldri (f. 1. apríl 1866) sonur Eyjólfs Magn- ússonar fyr bónda í Unaósi og Vilborg- ar Jónsdóttur, og flutti ungur með þeim vestur. Hann var kvæntur Guðfinnu Ei- ríksdóttur og eru 9 börn þeirra á lffi. Fyrir mörgum árum (1893) ritaði Gunn- steinn pistla um Vesturheim í Þjóðólf, er vöktu mikla eftirtekt. Eftir hann er sag- an Elenóra (Rvík 1894) og ýmislegt fleira liggur eftir hann á prenti, þar á meðal nokkur sönglög, því hann var vel að sér í söngfræði. Kristján Jónsson og Landsbankinn. Eins og menn rekur minni til, þá neit- uðu bankastjórar Landsbankans að greiða Kristjáni háyfirdómara Jónssyni laun hans sem gæslustjóra, og varð því hr. Kr. J. að leita réttarins til þess að fá þau greldd- Sýnilegt var það strax, að Landsbank- inn hlyti að tapa máli þessu, enda er nú sú raun á orðin, þvf með undirréttardómi, er kveðinn var upp í gær, var bankinn dæmdur til að greiða Kristjáni háyfir- dómara Jónssyni gæslustjóralaun hans, þar sem hann væri löglegur gæslustjóri við Landsbankann. Þótt einkennilegt megi virðast, þá hefir bankastjórn Landsbankans ákveðið að eyða meiru fé í málskostnað, og áfrýa málinu. Hvað er að frétta? Hmj örwiilan erlendis. Sam- kvæmt síðustu söluskýrslu frá konsúl G. Davidsen í Leith hefir hann selt íslenskt smjör fyrir rúma 113 shilling pr. enska vætt (10P/2 danskt pd.) að öllum kostn- aði frá dregnum. 50,000 dollax*a.x- eru eigur Kristjáns heit. Jónssonar læknis í Amer- íku, er andaðist nýlega og getið var hér í blaðinu. Erfingjar hans eru fjórir, syst- kin hans þrjú hér á landi og ensk stúlka, skrifari hans. Læknaskólanum hér gaf hann bókasafn sitt og verkfæri. Fx*iðx*ik Kristjánsson banka- stjóri íslandsbankaútbúsins á Akureyri, er hvarf aðfaranótt 12. f. m., eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu, er enn ófundinn, og litlar líkur til að hann finnist. Hann var fæddur 22. Febr. 1867 á Ak- ureyri og sonur Kristjáns þurrabúðar- manns þar Magnússonar og Kristínar Bjarnadóttur bónda á Fellsseli í Köldu- kinn Jónssonar. 1881 gerðist hannversl- unarmaður á Akureyri og 1893 stofn- aði hann þar^, verslun með Magnúsi bróður sínum og ráku þeir hana í félagi þar til 1907, að Friðrik varð bankastjóri. Kvæntur var hann Jakobínu Möller og misti hann konu sína 1906 :og eignuðust þau 4 börn sem öll eru_á lífi. Botnvörpungur frá Aberdeen sökk aðfaranótt 4. þ. m. norðvestur af Vestmannaeyum, og rakst franskur botn- vörpungur ájhann og braut hann svo, að hann sökk eftirwlitlastund. Komustskip verjar í báta sína og flutti franski botn- vörpungurinn þá hingað. Fiskaíli er ágætur hér við Suður- land. Hafa fiskiskipin, er inn hafa kom- ið, fengið afargóðan afla, og sama er að frétta af Suðurnesjum og Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn. — Botnvörp- ungarnir íslensku, »Snorri Sturluson«, »íslendingurinn« og »Freyr«, eru nú ný- lega komnir inn með fullfermi af fiski. Veðurátta hefur breytst mjög til batnaðar. Síðustu dagana hefur verið afbragðs-hláka, og í fyrradag var allmik- ill hiti. SvarítleBlix* ætla að halda þjóðhá- tíð í sumar, í minningu um 1000 ára byggingu héraðsins. l’restiiHtefiiu hefur biskup ákveð- ið að halda í sumar á Hólum í Hjalta- dal óg byrjar hún Fimtudaginn 7. Júlf á hádegi með guðsþjónustu í Hólakirkju.— Ákveðið er, að prestastefnan standi yfir í 3 daga, og Sunnudaginn 10. Júlí verð- ur vígslubiskup Norðurlands (sr. Geir Sæmundsson) vfgður biskupsvígslu f Hóla- kirkju. Hullilóri Sti'íánssyni var 31. f. m. veitt Flateyrarlæknishérað. Auk haus sóttu Guðm. T. Hallgrímsson og Guðm. Guðfinnsson. Jónas Jóiissoii prófastur á Hrafnagili var 22. f. m. skipaður þriðji kennari Akureyrarskólans. Bæar-annáll. IJjöx-n SigurðSHon bankastjóri er mikið veikur. Jón Gunnarsson er sett- ur bankastjóri á meðan, svo að nú er Oddur Gfslason einn „ólöglegur" gæslu- stjóri. BæarstjóniarUosnmguua úrskurðaði ráðherra 31. f. m., aðeigiskuli vera gerð ógild. Davíð OHthmil hefir keypt Dag- faraprentsmiðjuna á Eskifirði af Thor E. Tuliniusi, og er hún komin hingað og tekin til starfa. „Ceres“ kom frá útlöndum 4. þ. m. Bæarstjórnin nýa hélt fund í gærkveldi og voru þeir Halldór Jónsson (endurk.) og Jón Jensson kosnir skrifarar, en í nefndir var þannig kosið: Byggingarnefnd: 'Jón Jensson (endurk.), Kn. Zimsen (endurk.), Tryggvi Gunnars- son og Rögnvaldur Ólafsson húsameist- ari, sem er utan bæarstjómar. Brunamálanefnd: Arinbj. Sveinbjarn- arson, Lárus H. Bjarnason (endurk.) og Magnús Blöndahl (endurk.). Fasteignanefnd: Arinbj. Sveinbjarnar- son og Jón Jensson. Fátœkranefnd: Guðrún Bjömsdóttir (endurk.). Katrín Magnússon (endurk.), Kristján Þorgrímsson (endurk.) og Pétur G. Guðmundsson. f stjórn Fiskimannasjóðsins: Tr.Gunn- arsson. Fjárhagsnefnd: Halldór Jónsson (end- urk.) og Klemens Jónsson. Gasnefnd: Borgarstjóri, Guðrún Björns- dóttir, Kn. Zimsen, L. H. Bjamason og P. G Guðmundsson. Hafnarnefnd: Jón Þorláksson og Tr. Gunnarsson. Heilbrigðisnefnd: Þórður J. Thorodd- sen. Skattanefnd: Halldór Jónsson (end- urk.) og Kl. Jónsson. Vatnsnefnd: Bríet Bjamhéðinsdóttir og Jón Þorláksson. Veganefnd: Jón Þorláksson, Kl. Jóns- son (endurk.) og Kr. Þorgrímssoe (end- urk.). I.áriis H. 15 j 31 i-ii iison lagaskóla- stjóri liggur veikur, hefir verið það mjög lengi, en fór oí snemma á fætur, og þyngdi aftur. FrunHki I»aiil«iixn. Altalað er það um bæinn, að stofnun hans sé ákveð- in og fullráðin; en samkvæmt þeim upp- lýsingum, er vér höfum aflað oss, er svo ekki, en allar líkur fyrir, að hann muni koma, og munum vér, er málið er full- búið, skýra það svo vel er föng leyfa. Málverkusýiiingu hefur hr. Einar Jónsson málari í hyggju að halda innan skamms. Mörg af málverkum hr. E. J. eru mjög snotur, og margt af stöð- um, er ýmsa mun fýsa að sjá. Á meðal málverka hans eru myndir af Oddeyri, Sauðárkróki, Hlfðarenda, Vík í Mýrdal, Hvoli í Mýrdal, Hvammi 1 Mýrdal, Goða- fossi, Skaftá, Grund í Eyjafirði, frá Grfms- ey og víðar. Engan mun iðra að sjá sýn- ing þessa. Barnaskóli Ásgríms Magnússonar hefir fengið 31. f. m. staðfesting og viður- kenning af stjórnarráðinu, samkv. fræðslu- málalögunum frá 30. Júlí 1909. Það mun vera fyrsti barnaskólinn hér á landi, er hefir samda reglugerð til eftirbreytni, að minsta kosti prentaða, og víst fyrsti skól- inn, er stofnaður hefir verið hér sem „privat‘‘-skóli, hitt opinberir skólar. Skóli þnssi hefir nú starfað í sex ár, og gert bæarbúum hér mikið gagn. Þar sem barnaskóli Reykjavfkur eigi mun rúma öll börn hér á skólaskyldualdrinum, þá mun bæarstjórnin sjá um eftirleiðis, er skóli þessi hefir fengið viðurkenning þessa, að böm þau, er þangað ganga, og eru á skólaskyldualdri, njóti og fríkenslu þar. Þess mun mega vænta. I*iiig;lýsixigfax- 17. Marz.: GísliEin- arsson selur Sturla kaupm. Jónssyni jarð- areign sfna, Sauðagerði í Reykjavík. Dags. 8. Júlí 1908. Pingl. 31. Mars.: Engilbert Gíslason málari selur Sveini Jónsyni trésmið lóðar- spyldu við Laufásveg, 30 ál. meðfram veg- inum og 44 ál. á breidd, fyrir 1320 kr. Dags. 14. Mars. Guðm. Gamalfelsson bókbindari selor alþm. Magnús Blöndahl húseign nr. 8 við Lindargötu með tilh. fyrir85oo kr. Dags. 4. Mars. Jóhann Jóhannesson kaupmaður selur Kristjáni konsúl Þorgrímssyni húseign nr. 38 við Laugaveg m. tilh. fýrir 19000 kr„ Dags. 28. Febr. Daður. Okkur íslendingum hefir oft verið borið það á brýn, að við litum helst til mikið upp til alls þess, sem útlent væri, sér- staklega þó þess, sem danskt væri, og er það síst ofmælt. Það hefir lengi sá pott- ur verið brotinn hér á landi, að alt hefir þótt gott, sem frá Dönum hefirkomið. °g mun það eiga rót sína að rekja til þess tíma, er íslendingar voru lítið annað en þrælar Dana, þá þeir áttu sína tímanlegu velferð undir náð þeirra; en sína andlegu velferð urðu þeir að sækja til prestanna, sem oft og tíðum voru fylgispakir kon- ungs- og kaupmannavaldinu, og töldu sér skylt að veita þvf líðsinni sitt og prédika alþýðunni drottinhollustu og auðmjúkt þakklæti fyrir náðarmola þá, er hrundu af borðum stjórnarvaldanna. Sveinn lögmaður Sölvason sagði í for- mála fyrir riti sínu »Barn í lögum* (»Tyro juris«) að þar sem »vor efni í flestum sökum dependera af þeim dönskum, því má þá ekki vort tungumál vera sömu for- lögum undirorpið«. — Að vísu munu nú flestir vera þeirrar skoðunar, að réttast væri að reyna að hatda í málið meðan unt væri; en þó er ekki liðinn fullur tugur ára, síðan þessi klausa stóð í einu blaðinu okkar: »Þá er málið okkar, íslenskan .... Við stæðum miklu betur að vígi að öllu leyti, ef móðurmál okkar væri enska. Og gætum við allir

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.