Þjóðólfur - 15.04.1910, Blaðsíða 2
62
ÞJOÐOLFUR.
þessi hafi eigi fengið lán í íslands banka.
í fyrra fékk hann þar lán til þess að
kanpa tvo skipsfartna af fiski og í ár
hefir hann hingað til fengið lán til að
kanpa fisk, er nemur hér um bil skips-
farmi.
Af þessu er auðljóst, að fiskkaupmað- '
ur þessi hefir eigi ástæðu til að kvarta,
og sögusagnirnar f þessu, eins og í öðru,
eru eigi réttar.
Annars er sist af öllu ástæða til þess
að lasta íslands banka í sambandi við
fiskverslunina, þvf það má óhikád þakka
það honum, að verslanir hafa farið að
kaupa fisk gegn peningaborgun, og sfð-
an hann kom, hefir verið greitt hærra
verð, en áður var, fyrir fisk, gegn pen-
ingum út í hönd. Áður var alt keypt
með vöruskiptum, þ. e. a. s. látið korn
og annað frá kaupmanninum í skiftum
fyrir fiskinn.
Allar þær sögusagnir, er gengið hafa
um þetta efni eru því gersamlega rangar.
Hrer er tilgangurinn ?
I sambandi við það viljum vér benda
á eftirfarandi:
1. a ð sögurnar eru sýnilega gerðar til
þess að rýra vinsældir stærri verslananna,
því ef almenningur verður reiður við þær
fyrir samtökinn þá er hætt við, að
verslunin minki hjá þeim og dragist til
annara kaupmanna f bænum.
2. að sögurnar reyna jafnframt að
spilla fyrir Islands banka það sem unt
er, og
3. að sögumar kenna Hannesi Haf-
stein um framkomu Islands banka í þessu
máli, en þó öðrum þræði Nationalbank-
anum í Kaupmannahöfn. Vitanlegt er
það, að hr. H. Hafstein ræður eigi aleinn
gjörðum íslands banka í þessu efni, enda
er nafn hans í sambandi við þetta að-
eins nefnt hjá þeim auðtrúaðri. En þetta
bendir Ijóslega á það, að sá, er samið
hefir, er stjórnmála-andstæðingur H. Haf-
steins, og hefir viljað af veikum mætti
reyna, ef auðið væri, að eyðileggja stjórn-
málamanninn Hannes Hafstein.
Þetta þrent er hinn bersýnilegi tilgangur
með sögum þessum, og búumst vér við því,
að flestir verði oss sammála, ervérsegjum
að það sé þjóðarskömm að ljúga frá rót-
um sögum í jafn-svívirðilegum tilgangi.
Vitanlegt er það raunar, að stjórnmála-
mennirnir hafa, sumir hverjir, eigi látið
sér það fyrir brjósti brenna nú síðustu ár-
in, að bera allskonar lognar sakir á mót-
stöðumenn sína, og svo lítur jafnvel út,
að sumir þeirra telji það tvímælalaust
dugnaðarmerki. En sú aðferð, að Ijúga
sökum á aðra, er og verður altaf svívirði-
leg, hver sem það gerir, og réttlætir alls
eigi lygavél þá, er búið hefir til sögur
þessar.
Hvaðan koma sögurnar?
Hver samið hefir sögur þessar getur
víst enginn sagt með vissu, enda sæmi-
lega áreiðanlegt, að enginn vill kannast
við faðernið, bæði vegna þess, að til-
gangurinn með sögunum er ljðtur og
vegna þess, að búast má við þvf, að all-
hátt skaðabótamál fengi sá hinn sami.
í tilefni af því, að hr. Björn banka-
stjóri Kristjánsson var víða kendur við
sögur þessar og þær raktar til hans, átt-
um vér tal við hann um mál þetta í gær.
Eins og vitanlegt var, þá hafði hann
heyrt sagnir þessar, hélt að Guðmundur
Jakobsson trésmiður hefði sagt sér, en
hafði heyrt þær eins og hver annar borg-
ari bæarins, því þær hafa gengið fjöll-
r.num hærra, og vissi hann ekkert um
það, hvort nokkuð, eða þá hvað mikið
væri rétt í sögusögnum þessum.
Af þessum ummælum hr. B. Kr. er
það Ijóst, að fiskhringsmeonirnir hafa eigi
snúið sér til Landsbankans og óskað að-
stoðar hans,
Ennfremur benti hr. B. Kr. og það
réttilega á, að íslendingar yrðu að vera
á verði, svo sem auðið væri, gegn slíkum
samtökum.
En hver hefir samið sögurnar?
Er það Guðmundur Jakobsson?
Því trúum vér ekki og flytjum með á-
nægju mótmæli hans.
jjorgfiriingar krejjast
aukaþings.
Síðastliðinn Þriðjudag héldu Borgfirð-
ingar fyrir ofan Skarðsheiði almennan
kjósendafund um bankamálið á Hvítár-
völlum. Var fundur þessi haldinn 1 sam-
bandi við sýslufund, er stóð þar yfir.
Á fundinum var samþykt svohljóðandi
tillaga:
Með því að fundurinn lítur svo á, að
ráðherra Isiands hafi gengið á réttindi Al-
þingis, með því að meina gæslustjórum
Landsbankans að gegna starfa sínum við
bankann frá byrjun þessa árs, er Alþingi
hafði kosið þá til, og með því að skipa
sjálfur gæslustjóra við téðan banka, sem
Alþingi eitt hefur rétt til, skorar fundur-
inn því á ráðherra að hlutast til um, að
alþingi verði kallað saman hið allra fyrsta,
svo að stjórn Landsbankans geti orðið
löglega skipuð, og til þess að hin leiða
þræta, er risið hefir af aðgerðum ráðherra
1 bankamálinu, geti orðið á enda kljáð".
Tillagan var samþykt með 19 atkv.
gegn 3-
Á fundi þessum tóku ýmsir til máls.
Með tillögunni töluðu: Stefán Guðmunds-
son Fitjum, Bjarni Bjarnason Geitabergi,
Guðmundur Guðmundsson á Indriðastöð-
um, Jakob Jónsson á Varmalæk, Teitur
Sfmonarson á Grímastöðum, Páll Zophón-
íasson kennavi á Hvanneyri og Sveinn
Guðmundsson kaupfélagsstjóri, stuttar at-
hugasemdir.
En á móti henni töluðu Þórmundur Vig-
fússon í Langholti og sr. Arnór Þorláks-
son á Hesti, er talaði langt mál, svo að
segja má að aðrir kæmust varla að, þar
sem sr. Arnór talaði hér um bil helming af
fundartímanum. Búast má við því, að
langloka sú komi í stjórnarmálgagninu.
Með braski og bramli
skýrði ísafold frá því síðastliðinn
Þriðjudag að Önfirðingar bæru mik-
ið traust til ráðherrans, því þeir
hefðu felt tillögu um það, að taka
þátt í þingmálafundi Vestur-ísfirð-
inga með því sð senda þangað full-
trúa.
En Þjóðólfur verður ofurlítið að
draga úr þessari gleði stjórnarmál-
gagnsins, því á fundinum tók eng-
inn til máls með ráðherranum; þar
tók ekki nokkur maður svari hans.
Það er rétt að tillögur þessar
voru feldar, báðar með 17 atkvæð-
um móti 17 atkvæðum, eða með
jöfnum atkvæðum, en ástæðan til
þess að þær voru feldar var einung-
is sú, að þeir 17 er voru á móti
tillögunum og þar með aukaþingi,
álitu að af aukaþinginu stafaði
aukakostnaður þar sem stjóinar-
skrármálið 'mundi ekki verða út-
kljáð þar, og aukaþing 1912 ekki
sparast.
Smáar gerast nú sigurfréltir stjórn-
armálgagnsins.
Það fækkar uin skjólin fyrir því.
Yfirlýsing.
í 16. tölublaði XI. árg. blaðsins
„Reykjavík", sem út kom þann 9.
þ. m., í grein með fyrirsögninni „Is-
landsbanki og fiskkaupaeinokun" segir
herra alþingismaður Jón Ólafsson les-
endum blaðsins frá kviksögum, er
gangi hér um að nokkrar stærri
verslanir hafi myndað einokunar-
hring um kaup og sölu á fiski hér
á landi, og í því augnamiði gert
samning við íslandsbanka um að
hann ekki einungis veiti þeim nægt
fé til fiskkaupanna, heldur einnig
skuldbindi sig til að láta engan
kaupmann fá peninga til fiskkaupa,
sem ekki væri í þessum samtökum.
Verslanir þær, er hér ættu að
eiga hlut að máli, eru eklti tilgreind-
ar í blaðinu, en á fjölmennurn fundi
hér í bænum þ. 9. þ. m. var því
lýst yfir, að kviksögur þessar ættu
meðal annars við hlutafélagið P. I.
Thorsteinsson & Co. hér. En með
því að 'óll pessi ummœli og kviksög-
ur eru bláber ósannindi hvað h/f P.
I. Thorsteinsson & Co. snertir, þá
mótmælum vér þeim alveg afdrátt-
arlaust sem gersamlega tilhæfulaus-
um. Oss er heldur ekki kunnugt
um að neinn slíkur félagsskapur sé
til, og höfum vér hvorki beðið aðra
kaupmenn eða þeir beðið oss að
taka þátt í slíkum félagsskap.
Af framanrituðu ætti það að vera
fyllilega ljóst, hve tilhæfulaust pað
er, að íslandsbanki hafi átt að veita
oss liðsinni sitt sem meðlimum í
slíkum félagsskap, og skulum vér
jafnframt taka það fram, að oss er
heldur ekki kunnugt um, að nokkrir
aðrir kaupmenn hér hafi tryggt sér
eða reynt að tryggja sér nein slík
hlunnindi frá téðum banka.
Jaýnframt pví sem vér mótmæl-
um pessum rakalausu kviksögum
viljum vér skora á höfund peirra
að gefa sig ýram með nafni, svo
pcer ekki komi til að brenna á baki
manna, sem fyrir peim eru bormr,
en kunna að vera saklausir.
Reykjavík, 11. apríl 1910.
H/f P. I. Thorsteinsson & Co.
Thor Jensen. liggert Claessen.
Hansafélagið.
Svolátandi grein hefir umboðsmaður
fél. sent oss til birtingar:
Til nmboðsmanna vorra.
Þar eð bréfaviðskifti þau, sem verið hafa
á millum Hansa og hins konunglega vá-
tryggingar-eftirlits út af rannsókn á fyrir-
komulagi og hag félagsins, framkvæmdri
af yfirmanni eftirlitsins fyrir skemstu, hafa
verið notuð sem átylla til blaða-aðfinninga
og flugrita, til þess að veikja traust al-
mennings á félaginu, látum vér það ekki
hjá líða að skýra yður hér með frá, að
athugasemdir eftirlitsnefndarinnar eru yflr-
leitt snertandi frumregluatriði og hafa
engin áhrif á hag félagsins.
Það er ekki óvanalegt, að skiftar verði
verði skoðanir með mönnum víðvíkjandi
sjóðsreikningum og fyrirkomulagi á bók-
færslu, og að fram hafi komið athuga-
semdir eftir nákvæmlega rannsókn. Það
ætti ekki að vekja meiri undrun, þá er
um Hansa er að ræða, er átt hefir sér
stað við rannsókn á öðrum félögum.
Tímaritið „Gjallarhornið" segist einnig
í grein sinni gjarnan vilja játa það, „að
erfitt hljóti að vera fyrir ungt félag, og
einkum fyrir þesskonar félag, sem, eins
og Hansa, reynir að búa sér til stórt og
umfangsmikið starfsvið á skömmum tíma,
að fá jafnaðarreikninginn til að líta vel
út fyrstu árin, sérstaklega ef kostnaðurinn
við fyrirkomulagið hefir verið mikill og
fyrirkomulagsstarfinu enn haldið áfram
eftir lok annars ársins".
Athugasemdir þær, sem vátryggingar-
eftirlitið hefir látið ljósi, snerta samt ekki
vátryggjendur Hansa; þeirra hagsmuna er
gætt með þvf, að skuldlausar eignir fé-
lagsins — fyrir utan varasjóðinn 750,000
kr. — fara sem stendur fram úr 900,000 kr.
> Um það getur heldur ekki verið að
ræða, að fyrirkomulag það á bókfærsl-
unni, sem gerð var athugasemd við, hafi
verið haft svo til hagsmuna fyrir hlutbaf-
ana, þar sem engin útborgun á ágóða hefir
átt sér stað hingað til.
Þar eð það því mætti virðast augljóst,
að hagur félagsins væri ekki á annan veg,
hvorki að þvl er áhrærir vátryggjendur
né hluthafa, enda þótt þegar hefði verið
upp tekin bókfærsluaðferð sú og frum-
regluatriði þau á fyrirkomulaginu, sem
eftirlitsnefndin hefir lagt fyrir, og þar eð
vér í tilskrifi til eftirlitsnefndarinnar höf-
um lýst yfir því, að vér værum fúsir á að
tillögum hennar framvegis, þá þykjumst
vjer þess fullvissir, að það, að nota að-
finningarnar í þeim tilgangi, að spilla fyrir
oss, muni ekki geta tafið fyrir þroska fé-
lagsins, sem hingað til hefir verið fram-
gangsmikill.
Stokkhólmi 22. Nóv. 1909.
Vátryggingar-hlutafélagið Hansa.
John W. Lundin.
Að þýðing þessi sé rétt eftir mérsýndu
frumriti, vottar
Kgl. Svenska Vicekonsulatet i Reykjavfk
8. Apríl 1910.
Kristján Þorgrímsson.
Hagur Hansafélagsins.
Útdrátt úr reikningi félagsins fyrir árið
1909 höfum vér verið beðnir að birta.
Samkvæmt honum er hreinn gróði fé-
lagsins 74,672,83. Verður honum skift
þennan veg:
Ágóði til hluthafa (5%) kr. 37,500,00
Lagt í varasjóð .... — 37.172.83
Sjóðir félagsins líta þá svo út nú:
Stofnsjóður innborgaður kr. 750,000,00
Tryggingarsjóður ... — 750,000,00
Varasjóður...............— 42,175,86
Ábyrgðarsjóður (fyrir eigin
reikning)..............— 560,434,87
Alls kr. 2,102,610,72
Tekjur félagsins af iðgjöldum hafa loks
verið 2,027,627,76; þar af ca. 1 miljón og
77 þús. af flutningaskipum.
Bæar-annáll.
Sbipaferðir. Ekki færri en 4 skip
frá Thorefélaginu komu 11. og 12. þ. m.,
og hið fimta (Ingólfur) átti að koma í
gær norðan um land. Þetta eru nú viku-
ferðirnar nýu, en eigi kássuferðirnargömlu.
Fyrst kom Sterling n. þ- m. að morgni,
og voru þar með allmargir farþegar, þar
á meðal Þórarinn Tulinius og frú hans,
Andrés Féldsted augnlæknir, Sigurður
Einarsson dýralæknir og frú hans, Har-
aldur Árnason kaupm. og frú hans, H. S.
Planson kaupm., Jón Arnesen konsúll frá
Eskifirði, Andrés Guðmundsson umboðs-
sali frá Leith og frú Brillouin. — Kong
Helgi og Vestri komu aðfaranótt hins
12. þ. m. og Austri að morgni s. d.
Barden, skip H. Ellefsens á Mjóa-
firði, kom að austan 11. þ. m. Meðal
farþega voru: Axel Tulinius sýslumaður,
Jóhann Lúter Sveinbjarnarson prófastur
og Bjarni Jónsson cand. jur. frá Unnar-
holti, er koin hingað með konu og börn
alkominn frá Seyðisfirði.