Þjóðólfur - 15.04.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.04.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 63 Hvað er að frétta? Slysfarir. 9. þ. m. tók manD út af fiskiskipinu „Sea-gull". Hann hét Sæ- mundur Jóelsson, ungur maður, reglusam- ur og efnilegur, héðan úr bænum. Tveir aðrir skipverjar hlutu og nokkur meiðsli í það sinn. Gnfnbátur ferst. 30. f. m. fórst gufubáturinn „Hrólfur" frá Seyðisfirði nálægt Selvogsgrunni. Enskt botnvörpu- skip bjargaði skipverjum öllum og flutti þá til Vestmannaeya. Samábyrgðammbodsmenn hafa verið skipaðir: Gunnar Ólafsson alþm. í Vestmanneyum, Helgi Jónsson versl- unarstj. á Stokkseyri, Hjálmar Sigurðsson kaupm. í Stykkishólmi, Jón A Jónsson bankabókari á ísafirði og Otto Tulinius kaupmaður á Akureyri. Mnniialítt. 2. þ. m. andaðist á Frostastöðum í Skagafirði Guðmundur Porláksson cand. mag. 58 ára að aldri (f. 22. Apríl 1852), sonur Þorláks bónda á Ystu-Grund í Skagafirði Jónssonar á Hóli 1 Tungusveit, Magnússonar á Hóli Gunn- laugssonar og Filippíu Hannesdóttur prests á R(p Bjarnasonar. Hann var útskrifaður úr skóla 1874 með 1. eink. og tók 1881 próf í norrænu við háskólann. Var síðan allengi í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík, en fór norður 1907 til Magnúsar Gíslasonar bónda á Frosta- stöðum, bróðursonar síns, óg dvaldi þar síðan. Guðm. var gáfumaður mikill og vel lærður, og drengur góður. Útfiutningur lu-ossa og ís- lenskra listamanna. Árangur af starfi viðskiftaráðanautsins fer nú bráð- um að koma 1 ljós, að því er stjórnar- blaðið 12. þ. m. skýrir frá, þvf að „hrossa- sölumálið til Noregs kvað vera komið í gott lag, og nú sé það fullráðið, að halda sýningu á íslenskum listamönnum í haust í Kristjaníu". W athne-félagið er sagt að hafi hætt greiðslum fyrst um sinn, en sam- kvæmt skeyti, er fésýslumaður hér í bæn- um fékk í gær, þá hefir fjárþröng félags- ins engin áhrif á skipaútgerðina, er held- ur áfram svo sem verið hefir. J. 3P. T. Bryde etazráð og stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn, andaðist þar 13. þ. m. Hann var fæddur 10. Sept. 1841 í Vestmannaeyum og hét fullu nafni Johan Peter Thorkelin Bryde, en faðir hans var Niels Nicolaj Bryde kaupmaður í Vestmannaeyum. Dóttir J. P. T. Bryde er Helga, nú kona H. Matzens háskóla- kennara, fyr kona Jóns Vidalíns konsúls. Halís. Fiskiskip frá Eyafirði sigldi fyrir helgina 9 mílur fyrir austan Horn alllengi meðfram ís, um 3 mílur. Frá Skálavík, sem er yst við ísafjarðar- djúp, sáust síðastliðinn laugardag nokkrir dreyfðir haffsjakar, og tveir jakar urðu landfastir, en í gær, er alment var róið við Djúpið, sást hvergi nokkur jaki. Hér í bæ er sagt að hafís hafi rekið inn á Húnaflóa, en þar hefir enginn hafís sést. Mammlút, Nýlátinn er á Isafirði danskur maður, að nafni Jessen, er smíð- aði hreyfivélar og það sem þeim tilheyrir (motorfabrikant) og hafði gert það nú í nokkur ár. Hann dó úr taugaveiki. Hinn 4- þ. m. andaðist húsfrú Jóhanna Sigríður MargrétJóhannsdótlir kona Torfa Magnússonar bæarfógetafulltrúa á ísafirði. Hún var fædd 22. Júní 1839 og dóttir Jó- hanns Bjarnasonar kaupmanns í Vest- mannaeyum og Sigrfðar Jónsdóttur kaup- manns í Kúvíkum Salómonssonar. Hún eignaðist 12 börn með manni sínum, Torfa syni Magnúsar prests f Eyvindarhúsum, Torfasonar prests á Breiðabólstað, Jóns- sonar prests f Hruna, Finnssonar biskups Tónssonar, og eru 6 þeirra á lífi: Magnús sýslumaður á ísafirði, Richard uppgjafa- prestur, nú bankaritari, Guðrún kona Helga verslunarstjóra á Stokkseyri Jóns- sonar og 3 í Vesturheimi. m m Með fyrsíu ferð Hamborgarskipanna § komn fyrnin öll af vefnaðarvörnm í Verslunina Björn Kristjánsson, s v o s e m : N|iilíit. sem hvergi fást smekklegri né ódýrari. Kjólaiauin, viðurkendu þau bestu. , Ðag:treyutauin, sem enginn ílytur betri. Klæðin og Dömuklæðin alþektu. Flunnelin, sem allir þekkja að eru hin bestu. Vandaðar vörur I Fatatauln, þau smekklegustu og haldbestu. Ensk vaömál, svört og mislit, Öðýrar vörurI Reiöfatatauin, sem mæla með sér sjálf. Peysur, fyrir karla og drengi, fjölbreytt úrval. . Mærfatnaður allsk. íyrir kvenmenn og karlmenn. Lífstykkin, sem þykja svo þœgileg og falleg. Heröasjölin, úr ull, isgarni og silki, aldrei meira úrval. Treflarnir, sem aldrei flytst nóg af í verslunina. Barna- og Telpuhúfurnar, að vanda efttir nýjustu tísku. Rillipils, með öllum verðum og að' allra dómi hin skrautlegustu. 91org:unkjólatauin, sem enginn kaupir annarsteðar. Lítid fyrst inn i ^fferslunina cfijörn tJirisfjánsson, ádur en pér festiÖ kaup annarstaðar. *r K1 i ;>*i, gufuskipið er hefir verið á ferðum hér við land sfðustu árin, strand- aði við Noreg nú nýverið, samkv. einka- skeytum, er fésýslumenn hér 1 bænum hafa fengið. Hún er þó — eftir skeyti er kom í gær — lítið biluð, og talin jafn- góð með lítilli viðgerð innan lítils tíma. (iiirnasala. Sláturfélag Suðurlands seldi sfðastl. haust kindagarnir fyrir um 5500 krónur. Áður hefir sú vara verið að engu eða litlu nýt. Yflrlýsing'. Að gefnu tilefni skal því lýst yfir, að ekki er átt við hr. Jónas Lárusson veitingaþjón á „Hótel Island", þar sem minst er á íslenskan veitinga- þjón í grein minni í síðasta blaði. Óþveginn. I’i-ontvíllnr- voru slæmar í síðasta tölubl. blaðsins. Fyrirsögn fyrstu greinar var skuldbindarskrá, fyrir skuldbindingar- skrá, og í athgr. við greinina „Daður" var dementera í stað dependera. Þetta var í litlum hluta af upplaginu. Hannes Hafstein og Björn Jónsson hafa enn ekki látið upp átit sitt um vefnaðarvörurnar í versl. Björn Kristjánsson, en en allur almenningur segir að þær séu hvergi betri né ódýrari en þar. á Laugaveg 24 hefur alt af nóg af númjólk á 18 aura pottinn, rjóma á 80 aura pottinn, piskrjóma á 1 krónu pott- inn skyri á 20 aura pundið og undanrenningu á 8 aura pottinn. Strandferðabátarnir nýn. Skip þessi heita »Austri« og »Vestri« og fer hvor fyrir þeim hluta landsins, er af nöfnunum ræður. Báðir eru þeir eins að stærð og allri gerð, 160 fet á lengd, 26J/2 fet á breidd og 17!/2 fet á hæð til efsta þilfars. Tvöfaldur botn er á þeim öllum og vatnskjalfesta, er nemur 150 smálestum. Þeir eru traustir að allri smíð. Fara IOV2 viku sjávar í vökunni að jafnaði, en geta farið IU/2 viku. Skipin eru skrásett 443 smálestir »brutto«. Frystirúm er í þeim af nýustu gerð. í fyrsta farrými eru 36 farþegarúm, í öðru 30. Kvenfólki er ætluð dyngja og körlum reykingastofa á efsta þilfari. í borðstofunni geta 24 menn setið til borðs. — Baðklefar eru og í bátunum. Fyrsta farrými er mun betra en var í hinum gömlu. Það er nýlunda á skipum þessum, að skipverjar eru flestallir is- lenskir. Skipstjóri á »Austra« er Júlíus Júliníusson, frá Akureyri og stýrimaður Sigurður Pétursson frá Hrólfsskála, er áður var stýrimaður á »Ingólfi«. — Á »Vestra« er skipstjóri N. P. Nielsen fyr stýrimaður á Sterl- ing og stýrimaður Guðmundur Kristjánsson frá Haukadal í Dýrafirði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.