Þjóðólfur - 15.04.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.04.1910, Blaðsíða 1
62. árg. jjankamáUÍ enn. Bréf frá Landmandsbankanum. Með síðustu ferðum fékk gamla stjórn Landsbankans svohljóðandi bréf frá Landsbankanum: (sbr. Lögr.). »Den danske Landmandsbank Hj'po- thek og Vekselbank, Aktieselskab. Direktionen. Köbenhavn, den 31. marts 1910. Herrer Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur Briem, Kristján Jónsson, Reykjavík. I Gensvar paa D’ Herres meget ærede Brev af 11. Marts d. A. skulle vi med- dele, at Grunden til. aö vi bavde givet vore Udsendinge Tilladelse til at afgive Erklæriugen af i8/i7 Februar d. A. var, at Islands Minister ved at oversende til dem den i »Thjodolfur« af 21. Jan- uar d. A. Indeholdte Meddelelse fra Köbenhavn havde beklaget sig over, at disse urigtige Udtalelser ikke kunde imödegaas, saalænge Landmandsban- kenikke udtalte sig om Landsbankens Forhold, og udtalte Önskeligheden af en Beretning eller »nok saa kort Er- klæring fra kompetent dansk Sidc«. Det vil af det foranförte fremgaa, at det ikke er vore Udsendinge, der have önsket at udtale sig oni Resultafet af dercs Sendelse, men var Erklæribgen foranlediget ved Forvanskningen af den af os i sin Tid hcr til Ritzaus Bureau givne Meddelelse og Ministerens Önske om at imödegaa denne urigtige Gen- givelsc. Erklæringer er da hellerikke af os eller af vore Udsendinge forlangt offentliggjört, men af disse stillet til Ministerens Disposilion. Vi tilíöje, at vore Udsendinger Er- klæring selvfölgelig kun kan angaa det Tab, som skönnedes aö kunnc flyde af Bankens forskellige Engagements, i det deres Hverv jo kun var at undersöge Bankens Solvens og der af fölgende Mulighed for en fortsat Forbindelse mellem Landsbanken og os. Með Höjagtelse. Den danske Landmandsbank Hypothek og Vekselbank. E. Glucksladla. (A islenskuj. Mikilsvirtu bréfi yðar, dags. 11. Mars þ. á., skulum vér veita það svar, að ástæðan til þess að vér höfum leyft sendimönnum vorum að láta frá sér yfirlýsingu þeirra, dags. i8/j7 Febrúar þ. á. var sú, að jafnframt og ráðherra íslánds hafði sent til þeirra fréttaskýrslu þá frá Kaupmannahöfn, er stóð í Þjóðólfi 21. Jan. þ. á., hafði liann kvartað yfir því, að þessum röngu ummæl- um gæti eigi orðið mótmælt, með- an Landmandsbankinn eigi léti neitt uppi um hag Landsbankans, og lét í ljósi, að æskileg væri skýrsla eða yfirlýsing »úr ábyggi- legri danskri átt, hversu stutt sem væri«. Af liinu framanritaða kemur það í ljós, að það eru eigi sendimenn vorir, sem hafa óskað að slcýra frá árangrinum af sendiför þeirra, en tilefni yfirlýsingarinnar var rang- færslan á skýrslu þeirri, er vér á sinum tima gáfum »Ritzaus Bure- au«, og ósk ráðherra um að hrinda þessari röngu frásögn. Þá höfum Reykjavík, Föstudaginn 15. Apríl 1910. Jti 16. mótor-steinolíu í Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé best? <1 Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steiuoliu frá Skandinavisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskat), Kongens Nytorv 6. Köbenhavn. Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. og hvorki vér né sendimenn vor- ir heimtað, að yfirlýsingin væri gerð heyrinkunnug, en þeir »létu liana í té til ráðstöfunar ráðherr- ans. Vér bæturn því við, að yfirlýs- ing sendimanna vorra að sjálfsögðu aðeins getur rætt uin það tap, sem virtist kunna að geta leitt af ýmisleg- um viðskiftaskuldbindingum bank- ans, því að ætlunarverk þeirra var eingöngu að rannsaka, hvort bank- inn væri gjaldfær, og mögulegleik- ann þar af leiðandi til áframhald- andi viðskifta milli hans og vor. Virðingarfylst. Den danske Landmandsbank Hypothek og Vekselbank. E. Gluckstadtfí. lfirlýsingin. Þá virðist það loks vera augljóst, svo augljóst, að allir geti séð, hvernig liggur í yfirlýsing dönsku bankanaannanna. Það sést bæði, hvernig hún er til orðin og við hvað hún á, og að hún stekur ekkiaf skar- ið«, yfirlýsingin sú, eins og Isafoid segir. Þegar Isafold flutti yfirlýsingu dönsku bankamannanna 5. Mars síðastl., kemst hÚD svo að orði um tilveru yfirlýsingar- innar: sDönsku bankamennirnir leituðu máls um það við umbjóðanda sinn, hvort þeir mætta ekki eitthvað segja um á- rangur af ferð þeirra hingað, sem dygði til að láta ekki sannleikann lúta alveg í lægra haldi« — meðal annara fleiri stór- yrða, er hún kryddaði ræðu sína með. En nú er sannleikur þar ljós orðinn. Ráðherrann hefir þrábeðið um yfirlýsing- una, en dönsku bankastjórarnir hafa alls ekki xóskað að skýra frá árangrinum«. Allur vefur »ísafoldar» hinn 5. Mars og slðan í tilefni af yfirlýsingu þessari er því sama endileysan. í bréfi Landmandsbankans segir, að það séu ummæli í Þjóðólfi 21. Jan., er ráðherrann hafi eigi treyst sér til að svara, án danskrar aðstoðar, og er Þjóðólfi það sönn ánægja, að ráðherrann skuli verða að hafa svo mikið fyrir að svara honum, en tapa samt. Því það er Þjóðólfi fyllilega Ijóst, og víst öllum öðr- um líka, að ummælin þar eru rétt. Þar er sagt, að Landmandsbankinn haldi við- skiftunum áfram vegna þess, að hann á- llti alt með feldu og Landsbankann ör- uggan. En það liggur í hlutarins eðli, einsog sérhver óblindur maður sér, að ef Land- mandsbankinn hefði sama álit og rann- sóknarnefndin og áliti bankann ótrygg- an, þá héldi hann ekki viðskiftunum á- fram. Það er ekki af eintómum brjóst- gæðum eða velvilja, að Landmandsbank- inn hefir viðskifti þessi. Enda er það hið einkennilega við bréf Land- mandsbankans, að í enda bréfsins viður- kennir bankinn, að þetta sé rétt, er Þjóð- ólfur segir, því þar segir svo: »að ætl- unarverk þeirra (dönsku bankastjótanna) var eingöngu að rannsaka, hvort bank- inn væri gjaldfær, og möguleik- an þar af leiðandi til áframhald- andi viðskifta milli hans og vo r«. Af þessu niðurlagi bréfsins er það Ijóst, að Þjóðólfur hefir haft fyliilega rétt fyrir sér 1 ummælum sínum 2i. Jan. síðastl. og að Landmandsbankinn, þrátt fyrir allar yfirlýsingar og nefndarátit álítur I.ands- bankann tryggan og skiftir aðeins við hann af þeim ástæðum. Við livað átti yfirlýsingin ? Strax og yfirlýsingin birtist sögðu all- ir: »Við hvað á yfirlýsing þessi?« Það var öllum ljóst, að við alla skýrsiuns gat hún ekki átt. Þjóðólfur tók það strax fram að hún ætti að eins við einstakt eða einstök at- riði, og hafði hann fyrir þeim ummælum þá bestu heimild, er hægt er að fá. Og nú með bréfi Landmandsbankans er Ijóst, hvaða atriði þetta er. Það er það tap, er»virðist kunna að geta leitt!« Ekki eins og rannsóknarnefndin -segir það sem bankinn hefir tapað, heldur það tap, ervirðist geta leitt. Á því er talsverður munur. En hvernig geta dönsku bankastjórarn- ir dæmt um væntanlegt tap ? Allir vita, að þeir voru hér aðeins stuttan tíma og kyntust því tiltölulega mjög fáum, og áður en þeir komu í þess- um erindum höfðu þeir aldrei komið til landsins og voru því ókunnugir öllum, auk þess, er þeir skilja ekki íslensku til hlýtar. Af eigin rammleik geta þeir því ekki dæmt. En hvaðan eru þá upplýsingarnar ? Þær eru allar frá rannsóknarnefndinni, því með henni áttu þeir fundi, og því er eigi nema eðlilegt, að þeir í þessu efni háfi fengið svipaða niðurstöðu Og hún. Og það var ekki nema eðlilegt, að þeir bygðu mikið á þeirri nefnd í þessu efni, því hvernig átti þeim að detta í hug, að hin nákvæma og ítarlega rannsakaða flokkaskifting hennar sé ekki sem ábyggi- legust ? Þess er varla auðið að krefjast. En eftir þetta bréf Landmandsbankans er víst öllum ljóst, hvernig málið horfir við, og hvað byggjandi er á þessari marg- umræddu yfirlýsing. Fiskhringurinn. í tölublaði því af »Reykjavík«, er út kom síðastliðinn Laugardag, skýrði Jón alþingismaður Ólafsson frá því, að sú fregn gengi um bæinn, að stærstu fisk- kaupmennirnir, svo og íslandsbanki hefðu gert samtök sín á milli um það, að fisk- verð skyldi vera hið sama hjá þeim öll- um. Tilgangur þessara samtaka er Ijós öll- um, sá tilgangur, að fá fiskinn fyrir sem lægst verð, og græða sem mest, og er það ekki nema eðlilegt, að kaupmenn vilji reyna að skara eld að sinni köku. Samtök þessi eru svipuð ýmsum öðrum féiagsskap, sem nú er uppi. En kaup- ménn þeir, er hér eiga hlut að máli, mót- mæla því allir, að sögusögn þessi sé rétt, og eru mótmæli þeirra prentuð héráöðr- um stað í blaðinu. Öðru máli er að gegna um íslands' banka. Hann gat, minsta kosti ekki beinlínis, haft hag af samtökum þessum. Vér höfum átt tal við herra Emil Schou bankastjóra um mál þetta, og segir hann, að það hafi aldrei komið til orða, að fs- lands banki styrkti slík samtök, bankinn hafi ekki einu sinni verið beðinn um það. Það sé alt tilhæfulaus uppspuni. Þeir, er hafa borið þessar slúðursögur um bæinn, hafa styrkt frásögn sína hvað íslands banka snertir, með því, að einum fiskkaupmanninum hér hafi verið neitað þar um lán til fiskkaupa. En eins og annað í sögum þessum, er það ekki rétt hermt, að fiskkaupmaður

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.