Þjóðólfur


Þjóðólfur - 06.05.1910, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 06.05.1910, Qupperneq 1
mótor-stfiinolin i Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé bestf Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steinolia la? frá SkandinaTisk-Amerikansk Petroleums Aktieselskab, Kongens Nytory 6. Köbenhayn. Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. Játvarður Englakonigur dáinn. t jjjörnstjerne gjörnson var fæddur 8. Des. 1832 í Kviknir í Eystridölum í Dofrafjöllum, og var faðir hans prestur þar. — Var hann settur til menta á unga aldri, en lét lítt bóknám, en náði þó stúdentsprófi tvítugur. Gaf sig síðan við blaða- mensku, aðallega sem ritdómari og sjónleikadómari, en varð lyrir megnri mótspyrnu, því dómar hans féllu eigi þeim í geð, er hlut áttu að málum. Varð þó síðar leikhússtjóri, fyrst í Björgvin, en síðar í Kristjaníu, og þar fékst hann og við blaðamensku um hríð. Síðan keypti hann Aulestad, jörð í Guðbrandsdölum, og bjó þar síðan rausnarbúi. Eerðaðist víða um lönd og dvaldi þar stundum lengri tíma, og eitt skeið var hann 5 ár sam- fleytt í París, og þangað fór hann slðastl. haust til lækningar og þar and- aðist hann 26. f. m. — Hann tók snemma mikinn þátt í stjórnmálum og fylgdi frjálslyndari flokknum að mál- um, Ferðaðist hann víða um landið og hélt ræður um stjórnmál. Var hann hverjum manni mælskari og hafði hin mestu áhrif á áheyrendur sína. Vakti hjá þjóð sinni sjálfstæðishugsun, og mun það síst ofmælt, að hann hafi átt mestan þátt í skilnaðarstefnunni. En eigi líkaði honum þó allskostar, hvernig farið var við skilnaðinn við Svía 1905. Þá Bj. Björnson var rúmlega þrítug- ur, veitti stórþingið norska honum 1600 kr. skáldalaun á ári, og hélt hann þeim síðan alla æfi, og fyrir nokkrum árum hlaut hann Nóbelsverðlaunin {140,000 kr.). Hann varð brátt heims- frægur, bæði sem rithöfundur og mælskumaður. Liggur eftir hann ó- grynni öll af ljóðmælum, skáldsögum og leikritum, og er hann talinn eitt- hvert mesta skáld Norðurlanda, annar en Ibsen. Ymsar sögur hans hafa verið þýddar á íslensku: Hættuleg bónorðsför (í íslendingi 1863), Arnar- hreiðríð (í Baldi 1870), Járnbrautin og kirkjugarðurinn (í ísafold 1875), Kátur piltur (Eskif. 1879 og Rvík 1904), Sigrún á Sunnuhvoli (í Iðunni 1884), Fiskimærin, og Árni (í íslandi 1897), Brúðkaupslagið (Rv. 1898). o. fl. Leikrit hans Gjaldþrotið var leikið hér veturinn 1903—1904 og Um megn (Over evne) veturinn 1905—1906). — K-væntur var Björnson, og meðal barna hat»s eru Björn leikhússtjóri og Berg- gíft Sigurði Ibsen. Islensk iðnsýning í Reykjavík 1911. Islendingar! Sú var tíðin, að íslenskur iðnaður stóð í engu verulegu að baki nágranna vorra. Frá landnámstíð og fram á miðja sfðustu öld unnu flestir verkfærir menn, konur sem karlar, að iðnaði allan veturinn. og á þennan hátt vorum vér sjálfbjarga 1 flestum greinum. Húsin, búsgögnin, skip- in, verkfærin, fötin, alt var þetta íslenskt smíði. Stutta sumartímann unnum vér að jarðrækt, langa veturinn að iðnaði. Ætíð var nóg gagnlegt starf fyrir hönd- um. Nú er öldin önnur! A örfáum ára- tugum hefir útlendur verksmiðjuvarning- ur, oft af lökustu tegund, tekið höndum saman við skammsýni vora og viðburða- leysi og nærfelt kollvarpað hinum forna innlenda iðnaði. Nú er nálega alt keypt frá útlöndum, þarft og óþarft, skaðlegt og gagnlegt. Annríkið og iðjusemin gamla horfin, og í hennar stað kom at- vinnuleysi og iðjuleysi að vetrinum, fá- tækt og skuldir. Vér, sem áður vorum sjálfbjarga sækjum nú alt til annara! Þetta verður að breytast. íslenskur iðnaður skal blómgast og þroskast á ný, svo honum sé engin hætta búin af léleg- um útlendum varningi. Vér skulum aftur verða sjálfbjarga, aftur gera veturinn arð- saman. Iðnaða.-mannafélag Reykjavíkur vill stuðla til þess með því að halda sýningu á íslenskum iðnaði fyrir land alt sumar- ið 1911. \ Er ætlast til að hún hefjist 17. Júní — á aldarafmæli Jóns Sigurðssouar. Miklu skiftir, að sýning þessi takist vel. Það þarf að sýna almenningi, svo ekki verði móti mælt, að ýmislegt er nú þeg- ar unnið í landinu, sem þolir saman- burð við alla útlenda keppinauta, að hinn forni heimilisiðnaður vor er ekki aldauð- ur, og hefst vissulega aftur í nýrri mynd, til vegs og valda. Það þarf að gefa iðn- aðarmönnum tækifæri til þess, að reyna kraftana, og sýna, hvað þeir geta best gert. Alt þetta getur sýningin gert, ef allir taka höndum saman og styðja hana. Iðnaðarmenn í öllum iðn- greintim! I.átið sjá, hvað þið getið. Sendið sýningunni úrvalsmuni, sem verði yður og ísl. iðnaði til sóma. 'Konur! Sendið oss úrval, er sýni hið besta, sem ísl. heimilisiðnaður og hannyrðir hafa að bjóða. Sýslunefndir og bæarstjórn- i r! Styðjið drengilega þessa tilraun til þess að efla þann iðnaðarvísi, sem vér höfum. Þér, sem óskið upplýsinga viðvíkjandi sýningunni, sendið fyrirspurnir til ein- hvers af oss undirrituðum. Jón Halldórsson. 7h. Krahbe. Jónatan Porsteinsson. Pervi kom frá útlöndum 27. f. m fór vestur í Hvammsfjörð 28. s. m. en í strandferð til Eskitjarðar 3. þ. m. Leikfélag Reykjavíkur. ímyndunarveikin, eftir Nloliére. Leikfélagið hefur slðustu helgar sýnt hinn fræga leik franska leikritaskáldsins Moliéie, ímyndunarveikina. I leikriti þessu eru mörg nöpur og bitur háðsyrði, einkum og sérstaklega um læknana, en háðsyrðin njóta sín ver nú en þá, vegna þess hversu mikið læknastéttin hefur breyst. Þá börðust læknarnir á móti vísindun- um, töldust rækja að fullu skyldur sínar, ef þeir gæfu sjúklingnum lyfseðil og tækju borgun fyrir, eins og Kamferius læknir segir 1 leikriti þessu. A móti kenningunni um hringrás blóðsins, sem hvert barn í barnaskólanum þekkir nú, börðust þeir með hnúum og hnefum. Fyrir þetta leikrit sitt, og önnur, var Moliére óvinsæll mjög. Hið napra háð hans þoldu menn ekki. En þótt aðalseltan úr leikritinu sé horf- in, þá munu allir þó hafa gaman af leik þessum, svo margt er þar vel sagt, og fáir munu geta setið undir leiknum án þess að hlægja við og við. Að fara í leikhúsið til að sjá leik þenn- an, er hið sama og skemta sér það kveldið vera glaður og gleyma hinum daglegu áhyggjum. Leikurinn er líka yfirleitt vel leikinn. Árni Eiríksson Ieikur aðalhlutverkið, Moliére sjálfan, fmyndunarveikan, skringi- legan karl, og verður eigi annað sagt, en að hann leysi - það hlutverk ágætlega af hendi Leikurinn er svo náttúrlegur og eðlilegur í alla staði. Einkum eru svip- breytingar hans snildargóðar, t. d. er'karl- inn er að skreppa út, og kemur inn aftur, hin innilega ánægja, er Árni getur þá látið koma í ljós, eða í sfðasta þættinum, er hann heyrir last konu sinnar. Þó finst oss hann trauðla vera nógu duglegur og fjörlegur í hreyfingum, er hann skreppur úr og gleymir stafnum, því þá er karlinn frískur. Ef einhver efast enn um það, að Árni sé afbragðs leikari, þá ætti hann að sjá Imyndunarveikina. Kamferíus lækni leikur Helgi Helga- son, en son hans leikur Friðfinnur Guð- jónsson. Báðir eru þeir vanir leikendur, enda leika þeir það ágætlega. Ánægju- svipur gamla læknisins, er hann situr hjá syní sínum og er að grobba af honum, eða þegar vinnukonan er að hæla honum, er forkunnar góður. Og þessi ógnar heimskingjabragur stráksins er prýðilega af hendi leystur hjá Friðfinni. Ungan elskanda leikur þar Herbert Sig- mundsson. Erfitt er að gera þar nokkuð úr því hlutverki, enda verður það heldur ekki. Mjög svo háir það leik Herberts, hversu hann ber óskýrt fram; margt af því er hann segir, heyrist varla um salinn. Aðal kvenhlutverkið leysir frú Stefanía Guðmundsdóttir af hendi. Það er vinnu- kona, Leikur hennar er, eins vant er frá hennar hálfu, ágætur; sérstaklega finst oss hann góður f síðasta þættinum, er hún er að leika á karlinn og látast vera læknir. Konu fmyndunarveika mannsins leikur ungfrú Þuríður Sigurðardóttir. Kerling þessi er óhreinlynd mjög og heldur fram hjá karlinum. Oss finst að á því ætti að bera í leik Þ. S. Raunar gefur leikritið eigi tilefni til þess, þar fellur engin setn- ing í slíka átt frá kerlingunni, hið eina er bendir þar á, að þetta sé rétt, eru ummæli Angelíku er hún er að skamm- ast við stjúpu sína, þar dróttar hún því óbeinlínis að henni, enda mun leikrit þetta oft leikið svo, að kerlingin haldi við nótarinn sinn. En nótar sá, er Þ. S. hafði, er trauðla svo, að unt væri að hugsa sér fyrir áhorfendurnar, að ung og fríð frú á jafn auðugu heimili vildi hat'a

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.