Þjóðólfur - 06.05.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.05.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 75 >,Om if-ilfiiiwlí Enngt og Po- litilí“ er nafnið á pésa, er Bjarni Jóns- son frá Vogi hefir samið og gefið út á sinn kostnað í Kristjaníu. Er það fyrir- lestur, er hann hefir haldið þar. Frá- gangur ritsins er slæmur. Um góða leik- ara á Islandi farast höf. svo orð: »Eg vil nefna hér hina mest kunnu leikara vora: Frú Stefanlu Guðmunds- dóttur, Gunnþórunni Halldórsdóttur, tjór- ar dætur Indriða*) Einarssonar, af þeim eru það einkum Guðrún og Emilía, er hafa gert sig kunnar, kandidat Jens B. Waage og Árna Eiríksson. Margir aðrir verðskulda heiðarleg ummæli, en eg hefi eigi tíma til að skýra það nánar hérc. Verðskulda þeir Friðfinnur Guðjónsson, Helgi Helgason o. fl. ekki fremur heið- arleg ummæli en t. d. Emilía Indriða- dóttir eða Marta Indriðadóttir, að þeim annars ólöstuðum ? *) svo 1 ritinu. Kjóla og sratitai, fjölbreytt úrval í verslun Sturlu J ónsson. Reiðhestur einkar þægilegur, skeiðar og töltir afbragðsvel, 7 vetra gamall, er til sölu, mjög ódýr, nú strax. Ritstjóri ávísar. Jurtapottar ódýrastir i verslun Sturlu Jónsson. >000000 0000000 00 cooc SkemtibækdR þessar, eru nú fullprentaðar á kostnað Jóh. Jó- hannessonar: Eldraunin, Sögur Vallegs lögregluspœjara og Wladimir Nihilisti. Einnig er nú verið að prenta sögu: Gibsey Blauers lögreglumanns og rœningaforingjans. Bækur þessar verða ekki sendar almenningi fyr en í sumar. Nánari aiig-lýsing: síðar. >OOOOCO ooooooc Blómsturstatívin marg eftirspurðu komin til «7ónatans Porsteinssonor. Barnavagna og barnakerrur, brúðuvag-na og hjólt»örur margar tegundir selur 1 Jónatan Þorsteinsson. Ávarp. Hér með leyfum við undirritaðir oss að gefa til kynna að Iðn- aðarmannafélagið i Reykjavík hefir ákveðið að stofna til íslenskrar iðnsýningar í Reykjavík sumarið 1911, og hún skuli verða opnuð 17. Júní á aldursafmœli þjóðmœringsins íslenska, Jóns Sigurðssonar. Er það því ósk vor að allir vildu styðja þetta þrjðingarmikla fyrirtœki, með þvi að búa til smiðisgripi og senda á sýningu þessa; enn fremur óskum vér eftir að fá á sýninguna alls konar vel unnin heimilisiðnað, vel smiðuð áhöld, búsgögn, og fleira þess háttar. Með strandferðaskipunum verða sýningargripirnir fluttir á sýn- ingarinnar kostnað, og sýning þeirra eigendum að kostnaðarlausu, nema um mjög umfangsmikla muni sé að rœða. Það óskast tekið fram Iwort gripirnir skuli vera til sölu á sýn- ingunni, og þá fyrir hvaða verð, mun þá sýningarnefndin annast um sölu á þeim. Allar nánari upplýsingar viðvíkjandi sýningunni gefa iðnaðar- mannafélögin í aðalkaupstöðum landsins, og vér undirritaðir. Reykjavík 2. Apríl 1910. f sýningarnefnd: Jón Halldórsson, Th Krabbe, Jónatan Porsteinsson, Skólavörðustig 6 B. Tjarnargötu 40. Laugaveg 31. Fiður, sængurdúkur og fiðurhelt léreft. Einnig allskonar tilbúinn ruiin- fatnaöuLi* fæst með besta verði hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31. }}réj Jóns Sigurðssonar. Hið íslenska bókmentafélag hefur af- ráðið að gefa út safn af bréfum Jóns Sigurðssonar á aldarafmæli hans næsta ár, og hefur það falið okkur undirskrif- uðum að sjá um útgáfuna; en við höf- um tekist starfið á hendur í von um að- stoð góðra manna. Eru það því virð- ingarfylst tiJmæli okkar til allra þeirra utanlands og innan, er kynnu að hafa 1 höndum bréf frá Jóni Sigurðssyni eða önnur skjöl eða skilrlki viðvíkjandi æfi hans, að gefa okkur kost á að fá þau léð til afnota á einn eður annan hátt, eftirþvl sem um semst í því efni; en við munum fara með bréfin nákvæmlega eftir þvi sem fyrir verður lagt. Þeir, sem vilja verða við þessum til- mælum okkar, eru beðnir að gera það hið bráðasta að unt er, með því að tíminn er mjög naumur. Við skulum geta þess, að bréfin mætti senda Lands- bókasafninu eða Bókmentafélaginu, ef menn kysu það heldur en að senda þau öðrum hvorum okkar. Reykjavík 29. Apríl 1910. Jón Jensson. Þorleifnr H. Bjarnason. Barnaskólinii. Sýning' á hannyrðum skólabarna (stúlkna og drengja), teikningum, skrift, stílum og skólaeldhússtörf- um mánudag 9. og þriðjud. 10. þ. mán. kl. 12—3 og 4—7. Allir velkomnir. cfflorfan dCansen. Munið eftir Fermingar-Kortunum á Laugaveg 63. Jóh. Ögm. Oddsson. r Miklar birgðar nýkomnar með Botniu. - Ódýrast i verzlun Sturlu Jónsson. Frækorn verða send öllum kaupendum með skipunum sem fara um miðjan Mai. Reykjavík, 6. Maí 1910. D. Östlnnd. er aftur nýkomið, og hvergi jafn gott og ódýrt og í verslun Sturlu dcnsson. varRuó Kópaskinn kaupir, eins og að undan förnu, hæsta verði Yersl. Björn Kristjánsson, Reykjavík.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.