Þjóðólfur - 06.05.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.05.1910, Blaðsíða 2
74 ÞJ OÐOLFUR Hverfisg. 4, Tals. 142, Reykjavik, hefur nú fengið allar sínar nýju, Fj ölbr eyttu, Smekblegu ojet Ó d ý r u Sum aryörur. Tefnaðarrörur af öllum tegundum. Kvenfatnað, ytri sem inri. Höfuðföt, fyrir Konur, Karla og Börn. Stærsta úrval í bænum. unkápur — Sundföt —m. m. fl Hannessonar, (fyr á Guðlaugsstöðum),'dug- legur bóndi og vel metinn. (Símfrétt). TJr Mjóafirði er skrifað 23. f. m.: »Hér er voðalegt ástand á Austurlandi; útlit fyrir, held eg, almennan fellir, ef ekki batnar helst nú þessa dagana. Þeir eru búnir að drepa kýr sumstaðar á Hér- aði og einnig fé; t. d. kom nýlega frétt frá Eiðum, að búið væri að drepa þar allan búpening.*) Þetta er voðalegt á- stand fyrir landið og sárast, þegar þessi fyrirmyndarbú ganga á undan í því, að vera heylaus í fyrstu viku sumars. €rlenð símskeyti til Þjóðólfs. hann fyrir friðil. Alt gerfi hans var þannig. Mun þar hafa valdið það hversu Leikfélagið er gjörsneytt góðum leikend- um til þess að Ieika elskendur. Af leik Þ. S. viljum vér sérstaklega vekja at- hygli á hversu Ijómandi vel henni tekst að senda karlinum viðeigandi augnatillit er hún yfirgefur leiksviðið. Dætur ímyndunarveika mannsins af fyrra hjónabandi leika þær ungfr. Guð- rún Indriðadóttir þá eldri, en Dagný Árnadóttir (Eiríkssonar) þá yngri. Eins og annað leikur Guðrún leik þenn- an laglega, og sumstaðar mjög vel, en sá galli er á leik hennar að hún talar oft svo lágt að varla heyrist. Dagný er leikur yngri telpuna, leysir það hlutverk snildarlega af hendi. Hiklaust einna best leyst af hendi það hlutverkið af þeim öllum, svo blátt áfram og eðli- lega, og svo talar hún skýrt og Ijóst, svo ekkert orð tapast. Hin hlutverkin eru smá, og fátt um þau að segja, nema hvað geta má þess, að það ferst eitthvað undur þunglamalega að kasta lyfsalanum á dyr, fer nærri óskiljanlega langur tími til þess, og eftir framkomu lyfsalans að dæma, varla auð- ið að hugsa sér, að hann færi jafnskjótt, jafn hóglega og Beralde ávarpar hann. í leikriti þessu er smáerindi sungið, en sá galli er á söngnum að það er sungið of óskýrt — orðin heyrast ekki. En leikendurnir verða að hugsa meira um orðin en sönginn. Vænta má þess, að leikrit þetta verði leikið enn, og ættu þeir, er eigi hafa séð það enn, að nota tækifærið og fara f leikhúsið til þess að fá sér hjartastyrkj- andi hlátur. Æfintýri á Gönguför þekkja allir. Flestir er hafa gaman af þvf, munu og hafa það af leik þessum. Sfepfíán *3ónsson ver8lunarstjóri á Sauðárkrók. í gærmorgun kl. 5 varð bráðkvaddur Stephán Jónsson verslunarstjóri á Sauðár- króki. Hann var fæddur 7. Okt. 1856 í Goðdölum í Skagafjarðardölum, og voru foreldrar hans Jón Hallsson prófastur síðar í Glatimbæ, (móðir sr. Jóns var Marla Ólafsdóttir prests á Kvíabekk Jóns- sonar) og Jóhanna Halldórsdóttir bónda f Hvammi Þörðarsonar f Sesseljudal í Blönduhlíð Þórsteinssonar. Stephán heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum, en sigldi ungur að nema verslun- arfræði. Er hann kom utan aftur, keypti hann verslunarhús á Sauðárkrók, leigði þau Gránufélaginu og gerðist verslunar- stjóri fyrir það, og var það jafnan síðan, og stýrði hann versluninni með dugnaði og árverkni, enda mun sú deild Gránu- félagsins altaf hafa borið sig vel. Stophán heit. var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Ólöf Hallgrímsdóttir prests Thor- laciusar f Miklagarði Einarssonar prests Thorlaciusar, og áttu þau einn son, J ó n kand. phil. og málara Sfðari kona hans var Elín (Eggertsdóttir sýslumanns Gunn- laugssonar) Briem, giftust þau 23. Maf 1903 og voru barnlaus. Uppeldisdóttir Stepháns heitins er: Björg Lovlsa Pálmadóttir (prests í Hofsós Þór- oddssonar og Önnu Jónsd. próf. Halls- sonar) kona Guðmundar Sveinbjörnssons aðstoðarmanns f stjórnarráðinu. Stephán heitinn var bjartur á brún og brá, mikill á velli og karlmannlegur, enda hraustmenni mikið, frfður sýnum og höfðinglegur. Hann var hjartagóður og hjálpsamur, og er haön hjálpaði var það ekkert hálfverk, eða kák eins oft er hjá öðrum. Risnu hans og gestrisni mun lengi verða í minnum höfð. Allir þeir er kyntust honum unnu honum enda mun tauðla geta hjartabetri mann. Hann var öryndur maður en jafnskjótur til sátta, fylginn sér og duglegur er hann tók eitthvað að sér. Stofnandi var hann að sparisjóð Sauðárkróks, og jafnan í stjórn hans’ Það er höfðingi hníginn að velli þar sem Stephán er; höfðingi er Skagfirðingar fá ekki brátt aftur. Hvað er að frétta? Sliipstrand i Selrogi. Frakk- neskt skip, O n d i n e frá Painpoul í Bre- tagne strandaði í Selvogi, skamt frá Strandakirkju, síðastl. Laugardag. Það var á leið hingað til Rvlkur og átti að birgja fiskiskipin frakknesku með salti og öðr- um birgðum og taka fiskinn úr þeim. Farmurinn ónýttist algerlega og sjálft fór skipið í í spón. — Allir menn komust af. — Þoka var mikil þennan dag, hvast og ólga í sjóinn. (ísaf.). Skipströnd. Fiskiskipið »Vík- ingur«, eign Asgeirs Péturssonar kaup- manns á Akureyri strandaði 10. f. m. á Haganesvfk. Menn björguðust, en skipið er talið ónýtt, og er það mikill skaði fyr- ir eigandann, því það var óvátrygt. Norsk selveiðaskip kom til Akureyrar 14. þ. m. fi-á Jan. Mayen, og hafði það hrept ofsaveður, liðaðist við það töluvert í sundur og kom að þvl leki. Neituðu skipverjar að vera lengur á þvf og vildu láta dæma það ósjófært. Mannalát, Nýdáinn er Jón Guð- mundsson bóndi í Stóradal í Húnavatns- sýslu, föðurbróðir Guðmundar læknis t I Kaupmh. 6. Mai. Roosevelt réð til þess í »Nóbeh- fyrirlestri sínum í Kristjaníu, að hœtta herbúnaði með alþjóðasam- tökum. Högsbro fyrv. ráðherra dáinn. Bœar-ann áll. Slökkvilidið: Nýskipaðir foringj- ar f slökkviliðinu: Sigurður Halldórsson snikkari, yfirmaður við hlerana, L. Míiller verslunarstj. flokksstjóri við sprautu nr. 4 en Bertelsen verkfræðingur, og Magnús Magnússon kennari við sprautu nr. 1. Loks er nýskipaður brunakallari fyrir miðbæinn: Guðmundur Magnússon Grjóta- götu 14. Porvaldur Krabbe landsverk- fræðingur ersettur fyrst um sinn eptirlits- maður vitanna. Dáin er aðfaranótt 28. f. m. frú Kar- ítas Markúsdóttir prófasts í Odda, Jóns- sonar, rúmlega sjötug (f. 19. Des. 1839) ekkja Isleifs Gíslasonar prests í Arnarbæli. Börn þeirraálffi eru: Gísli sýslumaður Hún- vetninga, Kristín átti fyr séra Ólaf Helga- son á Stóra-Hrauni, en síðar séra Glsla Skúlason á Stóra-Hrauni, Ingibjörg kona Ólafs Finsens læknis á Akranesi, Sigrún ekkja Björns Ólafssonar augnlæknis og Guðrún kona Sigurðar Briems póstmeist- ara. Hjónabönd. Einar Jónsson járn- smiður Lv. 62 og ungfrú Þóra Vigfús- dóttir 6. Mars. Þórður Oddgeirsson stud. theol og ung- frú Ragnheiður Þórðardóttir 2. f. m. Þorbergur Guðmundsson bóndi og ung- frú Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir 2. f. m. Dánir: 7. Apríl Sigrún Júlíana Tóm- asdóttir ekkja Vesturgötu 22 (óaára). 8. s. m. Kristján Wíum Halldórsson Njálsgötu 62 (22. ára). 12. s. m. Margrét Þorleifsdóttir sjúkling- uf á Laugarnesspítala. 16. s. m. Sveinn Ingimundsson gamal- menni Bergstaðastræti 41. 17. s. m. Anna Magnúsdóttir Grundar- stíg 7 (26 ára). 20. s. m. Bergmannía Sigurjóna Sigfús- dóttir kona í Litla-Steinsholti (21 árs). 21. s. m. Hjörleifur Guðmundsson trésm. Njálsgötu 58. 23. s. m. Ingibjörg Þorvaldsdóttir kona Hverfisgötu 26. 24. s. m. Hólmfríður Jónsdóttir kona Frakkastíg 6. S.d. Margrét Einarsdóttir barn Vitastíg 7. 26. s. m. Gísli Jónsson f Nýlendu. *) Á Eiðum mun hafa verið drepnir allir nautgripir og talsvert af fé. Sagt er og, að sr. Magnús Bl. Jónsson í Valla- nesi hafi drepið flesta nautgripi sína. S. d. Ólöf Hafliðadóttir kona í Skild- inganesi. Skipaferðir. Sterling fórtil Eski- fjarðar og útlanda 22. f. m. Til Eskifjarð- ar fóru: Axel V. Tuliníus sýslumaður, Jón Arnesen konsúll, jungfrú Sigrún Stef- ánsdóttir, Vilh. Jensen kaupm. o. fl. Far- þegar til útlanda: Þórarinn Tuliníus, og Helga kona hans, Emil Schou bankastjóri, C. Trolle umboðsmaður Hansafélagsins, Ragnar Ólafsson kaupm. með frú sinni, Lúðvík Möller kaupm. írá Hjalteyri, Ás- geir Gunnlaugsson stud. polit., Fischer verslunarm., Ishöj deildarstjóri hjá Bryde, Guðm. Zophonfasson, jungfrú Guðrún Guðnadóttir frá Keldum. Vesta fór 27. f. m. vestur og norður um land til útlanda, með marga farþega þar á meðal Sigurður Jónsson bóndi f Ystafelli. Botnfa kom frá útlöndum 2. þ. m. Meðal farþega voru: Jón Laxdal tónskáld og kona hans, Philipsen steinolíufélags- stjóri og fjölskylda hans, Rich Braun kaupmaður, Andrés Bjarnason cand. phil. er tekur við ritstjórn Ingólfs, Boving yfir- réttarmálaflutningsmaður sonur Preben Boving er sýslumaður var í Snæfellsness- sýslu, Borgarfjarðarsýslu og Norðurmúla- sýslu og Kristínar Guðrúnar Kristjánsdótt- ur sýslumanns 1 Skarði Magnússonar. Hann kom hingað f kynnisför og dvelur hér i mánuð. Aiistri kom úr strandferð 4. þ. m. Andrés Féldsted áður Iæknir f Þingeyrarhéraði er sestur hér að sen» augnlæknir. Hann hefir dvalið utanlands sfðastl. vetur til að fullkomna sig 1 augn- lækningum. Landsjóðslánið. Á sfðasta alþingi var samþykt, að lands- sjóður tæki 2 miljóna króna lán, til að kaupa fyrir bankavaxtabrjef af Lands- bankanum. Eins og menn munu reka minni til, þá hefir ráðherra framkvæmt lántöku þessa, fékk lánið hjá Dönum. Var þá sagt, er hann fékk lánið, að betri lánskjör hefðu verið fáanleg, en út í það skal ekki farið hér. »ísafold« skýrði frá lántöku þessari, og var þá fengin i1/* ui'ljún króna, en x/» miljón mun __ l'ggja óhreyfð hjá Handelsbanken 1 Kaupmannahöfn. Samkvæmt lögum þessum frá síðasta alþingi, má ekki verja láni þessu til ann- ars en að kaupa bankavaxtabréf af Lands- bankanum. Ánnað er óheimilt. En vegna þessara kaupa landsjóðs á bréfunum, þá getur bankinn greitt þeim, er fá veðdeildarlán lánin í peningum, í stað bankavaxtabréfa, er lántakandinn á oft örðugt með að hagnýta sér, að minsta kosti án skaða. Að því er vér höfum komist næst, meðal annars af birtum reikningum Lands- bankans, þá er landsjóður nú búinn að kaupa bankavaxtabréf af Landsbankan- um fyrir hér um bil 600,000 krónur, eða varla helming af því fé, er ráðherranum er búinn að veita viðtöku. Þ“ð liggur því enn nóg fé hjá ráðherra til banka- vaxtabréfakaupa, eða svo á það að vera. Á Þriðjudaginn var fékk Gullbringu-og Kjósarsýsla 6,500 krónu veðdeildarlán f Landsbankanum, en sýslumanni voru af- hent bankavaxtabréfin, bankinn gat ekki keypt þau, að sögn bankastjóranna, vegna pemngaleysis. En hvernig víkur því peningaleysi við? Burtséð frá því, hvort bankinn hefir mikla peninga eða litla, þá hlýtur lands- sjóður enn að hafa nóg af fé, sem ráð- herra, samkvæmt fyrgreindum lögum, á einvörðungu að verja til þess að kaupa bankavaxtabréf, svo þótt bankinn væri fé- lítill, þá á hann samt að geta keypt bréf- 'n, þar sem landssjóður kaupir þau strax aftur. Eða er ráðherra búinn að binda féð, svo hann geti ekki keypt bréfin, þrátt fyrir það, þótt svo sé til ætlast af fyr- greindum lögum og annað óheimilt? Fyrir alla þá, er veðdeildarlán fá, svo og fyrir Landsbankann sjálfan, er það nauðsyn, að bréfin verði keypt, því ekki er annarstaðar svo mikill markaður fyrir þau.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.