Þjóðólfur - 13.05.1910, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR.
62« árg.
Reykjavík, Föstudaginn 13. IVlaí 1910.
JS 20.
mótor-steinolíu í
Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand-
inn segir að sé best?
Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit
að er áreiðanlega langbest, nefnilega
Gylfie mótor-steinolia
frá
Skandinavisk-Amerikansk Pelroleums Aktieselskab,
Kongens Nytory 6. Köbenhayn.
Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar
útvega yður hana.
tanðssjóðslánið
og
bankavaxtabréfin.
í síðasta tölubl. Þjóðólfsvar því hreyft,
hvernig stæði á því, að Landsbankinn
keypti ekki bankavaxtabréf þau, er veð-
deildin gefur út 1 hvert sinn, erveðdeild-
arlán er veitt, og hvert búið væri að
binda féð eða ekki. Því, þar sem bank-
inn ekki kaupir bankavaxtabréfin, er full
ástæða til þess að líta svo á, sem lánið
sé ógreitt í bankann.
Stjórnarmálgagnið kom út á miðviku-
daginn, og heldur því þá fram, að búið
sé að greiða alt lánið til Landsbankans.
En eins og önnur ummæli þess heiðraða
blaðs, er þetta gersamlega rangt.
Eins og tekið hefir verið fram áður,
þá var lánið 1,500,000 krónur, og var
þv( varið þannig:
Lagt inn í Landsbankann á hlaupareikn-
ing'....................600,000 kr.
I.agt inn ( Islandsbanka á
skírteini..........um 700,000 —
Lagt inn í Ríkissjóð Dana— 100,000 —
og svo koma afföll og fleira smærra.
Þegar gamla bankastjórnin fór frá, þá
voru þessar 600,000 kr. inni á hlaupa-
reikningi í bankanum, og borgaði bank-
inn af þeirri upphæð vexti (4%%) eins
og hverju öðru innstæðufé. Rannsóknar-
nefndin vildi halda því fram, að fyrir
þessa upphæð skuldaði Landsbankinn
landssjóði bankavaxtabréf fyrir sömu upp-
hæð. En eins og margt annað, er það
rangt hjá nefndinni, því bankinn skuldar
ekki fremur bankavaxtabréf fyrir þessa
upphæð, en aðrar upphæðir, er ýmsir
eiga inni í sparisjóðsbókum eða hlaupa-
reikningi. í tíð gömlu bankastjórnarinn-
ar var ennfremur samið um veðdeildar-
lán það, er Reykjavíkurbær fékk til gas-
gerðarinnar, þótt það væri slðar tekið.
22. Nóvember síðastl. var því ekkert
að gert af landstjórnarinnar hálfu til
bankavaxtabréfakaupanna, annað en und-
irbúningur, engin kaup sem höfðu átt
sér stað.
Samkvæmt síðustu landsreikningum átti
landsjóður inni fé á hlaupareikningi og
skírteinum hjá báðum bönkunum, en það
er öldungis óviðkomandi þessu efni.
Eins og áður er fram tekið, þá höfðu
engin kaup farið fram á bankavaxtabréf-
um ( lok Nóvemberm. s. 1., og var þá
aðeins afráðið, að söluverð þeirra yrði 98%.
Eins og rannsóknarnefndarskýrslar ber
ber með sér, átti bankinn þá hjá sér
frekar 250,000 kr. í bankavaxtabréfum,
og svo kemur lán Reykjavíkurbæar,
500,000 kr. Yms smálán hafa og verið
veitt. Landsbankinn getur því í mesta
lagi verið búinn að afhenda ráðherra
800,000 kr. í bankavaxtabréfum, eða um
helming lánsins.
Bréf þau er ráðherra hefur hingað til
fengið, mun hann hafa greitt með fé af
h'aupareikningi landsjóðs í bankanum og
með fé úr íslandsbanka. Annars skiftir
Þ®ð litlu, en það er tekið hér fram, vegna
þess að stjórnarmálgagnið virðist tvítelja
það sem innlegg í Landsbankann.
En þá eru eftir af láninu enn um 700
þúsund kr.
Hvað hefir ráðherrann gert af þeim?
Menn verða að minnnst þess, að það
er fyllilega óheimilt að nota fé þetta til
annars en bankavaxtabréfakaupa, og fyr-
ir alla þá, er fá veðdeildarlán, er það
íeykilega áríðandi, að svo sé gjört, því
fáir eru nú kaupendur að verðbréfum,
og bændur og aðrir hafa því ekkert með
þau að gera.
Almenning varðar það því mjög mikið
hvað gjört hefir verið af fénu, og hvert
Landsbankinn eftirleiðis borgar veðdeild-
arlánið í bréfum eða peningum.
Þjóðólfur spyr því enn:
Hvað hefir ráðherrann gert
af fénu? Og hvað mikið er lands-
sjóður búinn að Já af bankavaxtabréfam
hjá Landsbankanum síðan í hausl ?
Eldri bankavaxtabréf, er iandssjóður
átti áður, eru þessu óviðkomandi.
Dómur yfirdómsins
og gæslustjörarnir,
Það vald, er öllum ber að hlýða, er
fyrst og fremst dómsvaldið, og hingað til
hefir valdi því jafnaðarlegast verið hlýtt
hér á landi. Það er fyrst í bankamálinu,
að ráðherra hefir eigi hlýtt dómsvaldinu,
og skipað gæslustjóra við Landsbankann
þvert á móti landslögum og rétti.
í nýföllnum dóm við yfirdóminn hefir
verið dæmt, að Kristján háyfirdómari
Jónsson sé löglegur gæslustjóri við Lands-
bankann; en þrátt fyrir dóra þennan sitja
enn gæslustjórar ráðherrans og stjórna
Landsbankanum ásamt bankastjórunum,
en ekki hinir löglegu gæslustjórar.
Þetta er að óhlýðnast dómsvaldinu af
ráðherra hálfu, óhlýðni og yfirtroðsla,
sem ekki á að lýðast.
En Þjóðólfur vill vekja athygli enn-
fremur á því, að annar ólöglegi gæslu-
stjórinn við bankann er hr. Oddur yfir-
dómsmálsflytjandi Gíslason, og er það
með öllu ótilhlýðilegt og óforsvaranlegt,
að maður sá, sem er starfsmaður við yfir-
dóminn, eigi hlýði dómum hans. Því
þessum dómi yfirdömsins ber að fullnægja
strax, þótt áfrýað verði, og hr. O. G. ætti
sem opinber starfsmaður yfirdómsins, að
finna skyldu sína hjá sér til þess að sjá
um að dómum yfirdómsins væri hlýtt,
en stuðla ekki að því að brjóta þá á
bak aftur.
Annars er það mjög óheppilegt, að
málaflutningsmenn, hverjir svo sem þeir
eru, séu í stjórn bankans.
Það getur þráfaldlega borið við, að
hagsmunir þeirra séu gersamlega gagn- |
stæðir hag bankans.
Þeir hafa innheimtu skulda á hendi
fyrir ýmsa, bæði utanlands og innan, og
þegar bankinn er að innheimta fé sitt,
þá sjá allir, að það getur riðið hvað (
báð við annað, enda mun það hafa ný-
borið við, að ljóst dæmi sé fyrir þessu.
Þetta sér líka sérhver, um leið og hann
veitir því athygli.
Hr. Oddur Gíslason ætti nú þegar að
leggjaniður gæslustjórastarf sitt, því trauðla
er það, eins og nú stendur, samrýman-
legt við málaflutningsstörf hans. Sem
dæmi þess, að þetta sé rétt, viljum vér
ennfremur benda á það, að áður en hr.
O. G. tók við gæslustjórastarfinu, átti
málaflutningsmaður bankans, hr. Eggert
Claessen, í skuldamáli fyrir bankann, en
hr. Oddur Gíslason varði, taldi skuldu-
nagt af ýmsum ástæðum eigi skyldan að
að greiða neitt af skuldinni. Þegar hr.
O. G. varð gæslustjóri, fékk hann öðrum
málfærslumanni málið 1 hendur. Hann
vildi þá ekki vera mótpartur bankans.
En tapi bankinn máli þessu, þá er
enginn efi á þvl, að hann áfrýar þeim
dómi, og þá er enginn málaflutnings-
maður skyldur að flytja mál skuldunauts-
ins fyrir yfirdómnum, annar en hr. Oddur
Gíslason, því hinn yfirréttarmálafl.m., E.
Claessen, er fyrir bankann.
Hvernig kemur þá hr. Oddi Gíslasyni
gæslustjóra Landsbankans, er heimtar að
fá skuldina greidda, saman við hr. Odd
Gíslason yfirréttarmálaflutningsmann, er
neitar réttmæti skuldarinnar.
Trúlega yrði það stirt samkomulag, þó
hr. O. Gíslason sé lipurmenni og kurteis.
En ljóst mætti það vera öllum, að
málafærslumaður á ekki og má ekki vera
1 stjórn bankans, og að sjálfsögð skylda
hinna opinbe.ru yfirréttarmálaflutnings-
manna er sú, að stuðla að því að dóm-
um yfirdómsins sé hlýtt.
Dönsku blöðin og ráöherrann.
Ekki kemur svo póstferð frá útlöndum,
að eigi sé þar meira eða minna minst á
íslenskt mál og þá jafnframt á ráðherra
vorn, og það altaf á sömu lund.
Með sfðustu ferð barst oss greineftir kand.
Holger Wiehe, og endar hann grein sína,
eftir að hafa getið bankamálsins, botn-
vörpusektanna og viðskiftaráðunautsins
með þessum orðum:
Undrandi verða menn yfir því, ef Is-
lendingar til langframa vilja hafa óheil-
indi þessi. Raunar hafa borist margar
vantraustsyfirlýsingar á ráðherrann utan
af landi og íslensku stúdentarnir í Kaup-
mannahöfn hafa af alefli mótmælt hon-
um, og nú lítur út fyrir að Skúli Thor-
oddsen ætli að láta til sín heyra. En
ísafold flytur aftur traustsyfirlýsingar1) til
stjórnarinnar og mótmæli gegn aukaþingi.
Það er ekki gott að sjá hvernig það endar.
En hið mesta vantraust hljótum vér Danir
að bera til manns þessa. Það er betra
að hafa ærlegan mótstöðuroann, en »vin«
eins og Bjöm Jónsson. Að því leyti, sem
oss þykir vænt um ísland, verðum vér
að óska þess, að þessi maður geti ekki
lengi haldið áfram óstjórn sinni á Islandi.
1) Þær eru aðeins úr kjördæmi ráð-
herrans.
Játvarður íll. Bretakonunpr
andaðist aðfaranótt 7. þ. m. Hann var
fæddur 9. Nóv. 1841, sonur Alberts prins
af Sachsen-Koburg-Gotha og Victoríu
Bretadrotningar og kom til ríkis þá hún
andaðist 22. Jan. 1901.
Hann kvæntist 10. Mars 1863 Alex-
öndru, elstu dóttur Kristjáns IX. Dana-
konungs, og tekur sonur þeirra, George
Frederich Ernest Albert, við Bretaveldi.
Hajin er hálffimtugur að aldri, fæddur 3.
Júní 1865, og eiga þeir sama fæðingar-
dag, hann og Friðrik VIII. Danakonung-
ur. — Dóttir Játvarðar og Alexöndru er
Maud Noregsdrotning. Játvarður kon-
ungur var vinsæll þjóðhöfðingi og mikils
metinn.