Þjóðólfur - 13.05.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.05.1910, Blaðsíða 2
78 ÞJOÐOLFUR, verslunin DAGSBRTJN NÝTT fyrir DÖMUR: BLIJSUR, KÁPUR, NÆRF0T, SOKKAR, HÁLSSKRAUT, SLIFSI, mjög stórt úrval, Allskonar VEFNAÐ AR - Y0RUR, smekklegar og ódýrar. NYTT fyrir HERRA: HÁLSLÍN, SLAUFUR, SKYRTUR, NÆRF0T, REGN- KÁPUR, IiLÆÐNAÐ OR, H0FUÐF0T, Stærstfi og 1> <‘ s I a ÚfRVA L. Verslunarráðunauturinn í Stokkhólmi. Miðvikudagskvöldið 13. Apríl hélt Bjarni Jónsson frá Vogi fyrirlestur í Kaupmanna- félagi Stokkhólms um Island, íslendinga og verslun þeirra. Verslunarráðunauturinn hélt því fram, að Svíar ættu að setja á fót fastar gufu- skipaferðir við Island, ekki síst vegna hins mikla velvilja (stærke Sympati), er íslendingar bæru til Svla. Að fyrirlestrinupa loknum voru umræð- ur, og talaði þá Dr. Wulff, þektur, sænsk- ur grasafræðingur, er nýlega hefir ferðast hér. Hann tók það fram, að hann áliti það mjog einkennilegt, að Islendingar óskuðu með slíkum ákafa að koma á fót gufuskipaferðum þessum, þar sem þeir sjálfir gerðu ekkert til þess að koma þeim á fót, því bæði vitamál og hafnarmál væri léleg. Náttúrlega mundi verslunar- umsetning Svíþjóðar aukast eitthvað, en menn mættu ekki gera sér miklar vonir i því efni, en gæta að fólksfæð íslands og hinni litlu verslunarumsetningu þar. Bæar-annáll. Fasteignasala. Þingl. 28. Apr.: Arni Thorsteinson landfóg., L. E. Svein- björnsson háyfirdómari, Björn Jónsson rit- stjóri og Guðbr. Finnbogason kaupm. selja Júlíusi Sehou steinhöggvara geymsluhús neðst og nyrst á lóð húseignar nr. 14 við Vesturgötu. Dags. 1. Júlí 1896. Hjálmtýr Sigurðsson verslunarm. selur Jóhannesi Lárussyni trésmið nr. 34 og 34 B við Laugaveg með tilheyrandi. Dags 9. s. m. Jóhannes Lárusson trésmiður selurólafi Theódór Guðmundssyni trésmið nr. 34 B við Laugaveg. Dags. 13. f. m. Sami selur Hjálmtý Sigurðssyni verzl- unarm. húseign nr. 12 A við Lækjargötu m. tilh. Dags. 11. s. m, Ólafur Theódór Guðmundsson trésmiður selur Hjálmtý Sigurðssyni verzlunarm. nr. 34 og 34 B við Laugaveg með tilh. Dags. 16. Okt. 1909. Páll Guðmundsson tésm. selur Davíð Jóhannessyni húseignina Efri-Vegamót (Grg. 1) með tilh. fyrir 5.400 kr. Dags. 12. Apríl 1906. Pétur Zophoníasson ritstjóri selur Agli Eyjólfssyni skósmið í Hafnarfirði '/'* úr húseign nr. 10 við Ingólfsstræti m. tilh. fyrir 5000 kr. Dags. 22. s. m. "Tryggvi Gunnarsson fyrv. bankastjóri og ! Asgeir Sigurðsson kaupm. selja Lárusi H. j Bjarnason forstöðum. Lagaskólans 1200 j ferálna lóð úr Meikotstúni, suðvesturhorn j þess við Tjarnargötu og Skothússtíg fyrir j 1500 kr. Dags. 8. s. m. . Ólafur Jónsson bæarfógetaskrifari andaðist hér í bæn- um 5. þ. m., 58 ára að aldri (f. 14. Júlí 1851). Hann var fyrst nokkur ár sýslu- skrifari hjá Skúla Magnússyni Nordahl í j Stykkishólmi, síðan bjó hann í Máfahlíð j og Hrísum. í Ólafsvik dvaldi hann í 10 ár, ýmist við verslun eða formensku, en flutti 1899 til Reykjavíkur og var fyist skrifari hjá landfógeta til 1904, en síðan á skrifstofu bæarfógeta. Guðbjörg Mel- chjörsdóttir kona hans lifir hann og þrír synir: Melchjör skipstjóri í San Franciscó, Grímúlfur bæarfógetaskrifari og Björgúlf- ur læknisnemi í Kaupm.höfn. Ólafur heit. var vænn maður og vel að sér. Sæmundur Sigurðsson hrepp- stjóri frá Elliða í Staðarsveit andaðist hér í bænum 8. þ. m. Trúlofuö eru: Halldór Vilhjálms- son skólastjóri á Hvanneyri og ungfrú Svafa Þórhallsdóttir biskups. Skipaferðlr : sBotniac fór til út- landa 9. þ. m. með nokkra farþega. »Vestri« kom úr strandferð 10. þ. m. með um 50 farþega. «Jón Jónsson hreppstjóri á Haf- steinsstöðum kom með »Vestra« síðast og fer aftur með honum á hvítasunnumorgun. „Margt smátt gerir eitt stórt“ ei fyrirsögn á betliskjali, er gengur um bæinn; á féð, er inn kemur, að vera utanfararstyrkur handa einum af embættismönnum bæarins. Það virðist vera mjög ótilhlýðilegt, að alþýðamanna hér í bæ eigi að skjóta saman til þess að kosta slíkar farir. Og hvað dregur um 50 au og þvílíkt í því sambandi? Forstöðuroennirnir gefa aðeins 10 kr. Vér verðum að líta svo á, að þetta hljóti að vera gert án vitundar embættismanns þess, er hlut á að máli. Vér skiljum ekki annað, en hann kunni forgöngu- mönnum óþakkir. ,,Ví<la.líu ú Þingvölliim ÍO. •Jftlí er nafn á kvæðabálki, ein örk í 8 b'. broti, sem nýlega erkom- in út. Arnhólm nefnist höfundurinn, og er það dulnefni. Kveðandinn er lipur. Bókmentir. Nýasta Vasakver handa alþýðu. Endur- skoðuð útgáfa. Útg.: Friðbjörn Steinsson. Ak- ureyri 1910. Vasakver Friðbjarnar Steinssonar eru orðin góðkunn um alt land. Þetta er, eins og titillinn ber með sér, endurskoð- uð útgáfa, og eru breytingar síðari tíma teknar hér með. Hér er lýsing á metra- kerfinu, bæði með nýgerfings-nöfnunum og alþjóðaheitunum, og ennfremur tafla, er breytir gömlu lengdarmáli í metramál, auk margs annars, sem er þægilegt fyrir sérhvern að vita deili á, svo sem um prestsgjöld, kirkjugjöld, tolla, þinglestrar- gjald, aukatekjuskrá lækna, póstgjöld, símagjöld og flutningsgjald með skipum. — Þar er rentutafla fyrir 4%, 5% og 6%, og útdráttur úr mörgum helstu laga- boðum. Frágangur á þessari útgáfu er svipað- ur og á hinum eldri, en pappírinn er slæraur. Ártíðaskrá Heilsolælisins. Minningargj'öfum er veitt viðtaka f skrifstofu landlæknis á hverjum degi kl. 5—7. Hælinu hafa Þe8ar borist nokkrar minningargjafir. Viðtökuskírteinin eru nú fullgerð. Það eru stinn spjöld, gylt á röndum. Á aðra spjaldhliðina er markaður hvítur skjöldur, upphleyptur, á dökk- bláum feldi. Skjöldurinn er með sporöskjulagi. Á hann er ritað nafn hins látna og dánardægur og nafn þess, er gjöf gefur, en gjöfin því að- eins skráð á skjöldinn, ef þess er óskað. Alt er þetta gcrt í Ifkingu við málmskildi þá (silfurskildi) er tíðkast hafa að fornu fari hér á landi, áður en kransarnir komu til sögunnar. Þá er utanbæarmenn senda minn- ifigargjafir, eru þeir beðnir að skrifa greinilega fult nafu hins látna, aldur, heimili, stöðu, dánardægur og dauða- mein; ennfremur nafn sitt, heimili og stöðu. Þeim verður þá tafarlaust sent viðtökuskírteini. Gjafirnar skal senda til Jóns læknis Rósenkranz, Reykjavík. G. Bj'órnsson. Hvað er að frétta? Mannalíit. í f. m. andaðist M a g n- ús Hansson Wíum bóndi á Syðrivík í Landbroti. Halley’s halas(jarnan sást með berum augum á Möltu 20. f. m. Heyleysi er sumstaðar á Norður- landi, einkum á Skagaströnd, Fljótum og Sléttuhlíð; hafa sumir bændur bændur þar skorið mikið niður. I vestanverðri Húnavatnssýslu svo og Strandasýslu sunn- an til mega heita nóg hey, og með »Vestra« sendu Hrútfirðingar talsvert af heyi til ísafjarðar. (Símfrétt). Oiiöiiiimiliii- Hávarðsson, er var ekill konungs í konungsförinni, hefir ritað bækling, er hann nefnir »Hesten« og gefið út á sinn kostnað í Kaupmannahöfn, og er ritið á dönsku. Bæklingur þessi er með mörgum mynd- um af íslenskum hestum, þar er Sumar- liði póstur á reiðskjóta sínum, Stefán skólastjóri Stefánsson á reiðhesti sínum »Geysir« o. s. frv. í riti þessu eru ýmsar upplýsingar um íslenska hesta, Og góðar bendingar um meðferð þeirra, einkum eftir að þeir koma til Danmerktir, og getur varla hjá því farið að bæklingur þessi geri annað en styðja hestaflutning héðan til Danmerkur. Leiðrétting, Af vangá hefir orðið missögn í síðasta blaði um ætt Olafar fyrri konu Stefánsheitins verslunarstjóra. Hún var dóttir Hallgríms smiðs Kristjánssonar prests á Tjörn Þorsteinssonar í Stærrárskógi Hall- grímssonar, en móðir hennar var Olöf Ein- arsdðttir prests í Saurbæ Thorlaciusar. Prentvilla er og í móðurnafni nafni Stef- áns, Jóhanna flalldórsdóttir fyrir Jóhanna Hallsdóttir. £eikjélag Reykjavíkur: Eftir ósk allmargra bæarbúa verður ímyndunar- veikia leikin enn einn sinni á annan hvítasunnudag kl. 8V2 í Iðnaðar- mannahúsinn. Þar með er leikum Leikfélags Reykjavíkur lokið á þessu leikári. Tekið á móti pöntunum á aðgöngu- miðum í afgr. Ísaf. cjÍQiÓtjfgi óvanalega lágl verð. Á komandi vori sel eg alls- konar reiðtýgi og alt sem að reiðskaji lýtur fyrir lægra verð en nokkur annar. Sömuleiðis aJktýg-i, sem alla samkeppni þola. Jón Þorsteinsson söðlasm. Lagaveg 57. Cggart (Slaessen jlrréttarmálaflutningsnuöar. rósthússtrætl 17. Venjulega heima kL 10—n og 4—5. Tals. i6. Stúlka óskast lil að gera hreintifrá 14. þ. m. Franski konsúllinn vísar á.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.