Þjóðólfur - 20.05.1910, Page 1
62. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 20. Maí 1910.
M 21.
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦f
♦ BOGI BRYNJÓLFSSON
Ý yfirréttarmálafiutningsmaður
J er fluttur í Austurstræti 3 (fyrv.
♦ afgreiðsla Pjóðólfs).
J Tals. 140. Helma 11—12 og 4—5.
♦
t
!
I
ar»iai«>niuiaiaiaiaia>aia>aiaiaia,siaiaiaiSiaiaiaiaiai|ia)a(SlstairiaiaislBISIBlliaiaiaiKia
Roosevelt.
Sigurför hans um Noreg.
Mér finst eg aðeins hafa heyrt tvö nöfn
nefnd, síðan eg kom til Noregs:
Roosevelt og Björnson!
Nöfn þeirra eru á hvers manns vörum.
Það er talað um þá báða jöfnum höndum.
Og hversu ólíkir eru þó ekki þessir
menn! Annar mesti listamaður heillar
þjóðar, sem borið hefur nafn hennar og
frama út um víða veröld, og vakið hana
sjálfa til andlegrar baráttu og andlegs
víðsýnis. Hinn efnishyggjumaður fram í
tær, fulltrúi maskfnu- og miljónalandsins
Amerfku, og sjálfur Ameríkanskasti Ame-
ríkumaðurinn sem til er.
Annar á leið til grafar með sorg heill-
ar þjóðar að baki sér. Hinn á sigurför
Iffsins gegnum alla Evrópu, frá hirð til
hirðar, úr landi til lands.
En eitt eiga þau þó sameiginlegt, þessi
tvö mikilmenni: viljann, hinn óbilandi
karlmenskuvilja, sem gert hefir þá báða
að fremstu mönnum þjóðar sinnar.
Það er þetta, sem Norðmenn hafa fund-
ið, og ekki síst þessvegna hafa móttökur
þær, sem Roosevelt hefir fengið, verið
svo hjartanlegar.
Auðvitað á það líka sinn þátt í því,
að hann hefir verið forseti eins af stærstu
ríkjum heimsins. En aðallega er það þó
vegna þess, að hann er Roosevelt.
Og hvernig lítur þá Roosevelt út?
Eg verð að segja, að mér fanst ekki
svo mikið um ytra útlit hans. Eg hafði
gert mér í hugarlund, að hann væri hár
og karlmannlegur og bæri mikilmennið
utan á sér. Maður hafði heyrt svo marg-
ar karlmenskusögur af »Teddy«, eins og
Ameríkumenn kalla hann. Eg varð fyrir
vonbrygðum, þegar eg sá hann. Maður
sér ekki mikilmennið utan á Roosevelt,
ekki einu sinni karlmennið, sem svo mikið
er talað um. Hann er meðalmaður á
hæð og hversdagslegur í útliti.
Síðar fékk eg tækifæri til að heyra fyrir-
lestur þann, sem hann hélt um friðar-
baráttuna í þjóðleikhúsinu norska. Og
eg varð satt að segja ekki hrifnari af ræðu
hans en útliti. Eg komst að þeirri niður-
stöðu, að maður verði að heyra og sjá
Roosevelt f Ameríku og hvergi annars-
staðar, og bera hann saman við Ameríku-
menn, eigi maður að fella réttan dóm
um hann og sjá mikilmensku hans í réttu
ijósi. Því það er viljaþrótturinn, en ekki
gáfurnar, sem gert hefir Roosevelt að
fyrsta manni Bandaríkjanna.
Roosevelt talar, eins og »agitatorar«
tala á pólitiskum æsingafundum. Maður
verður ekki var við djúpar hugsanir eða
tmkla ræðusnild hjá líonum. En hann
framsetur það sem hann segir, með óvenju-
legum krafti, og talar svo hátt, að maður
æfr verk í eyrun, ber í borðið og Iætur
skína í tanngarðinn, sem er einhver sá
vfgalegasti rándýrstanngarður, sem eg
hef séð.
Það var maðurinn sera stóð bak við orð-
in, en ekki orðin sjálf, sem höfðu áhrif
á áheyrendurna. Því það sem hann sagði,
var ekkert annað en hversdagslegar, al-
ment viðteknar setningar, framreiddar
sem hæsta heimspeki.
En Norðmenn voru samt hrifnir af
Roosevelt, þeir hyltu hann eins og kon-
ung, og húrruðu fyrir honum, hvar sem
hann kom. Og Roosevelt brosti ogveif-
aði hattinum og ljet skfna f hvftan tann-
garðinn. Þegar hann var gerður að heið-
ursdoktor við háskólann gaf hann þeim
ýms góð heilræði, eins og t. d. það, að
maður ætti að leggja sig allan og óskift-
an fram við alt sem maður gerði. Það
væri ekki undir því komið, hve gáfaður
maður væri, heldur hve vel maður not-
aði gáfurnar. Gáfuðustu og ágætustu
menn Norðmanna voru þarna viðstaddir,
og hlustuðu með fjálgleik á ræðuna, svo
vonandi hafa þeir lagt sér heilræðin á
hjarta.
Eina af ræðum Roosevelts verð eg að
birta Islendingum, af því hún snertir ís-
land. Það var fyrsta ræðan sem Roose-
velt hélt yfir borðum hjákonungi. Roose-
velt hefir lesið íslendingasögur og dáist
mjög að þeim, enda kemur það fram í
ræðunni. Hún er á þessa leið:
»Eg get ekki hugsað mér mentaðan
mann, sem hefur áhuga fyrir sögu hins
hvíta kynstofnar, sem ekki finnur sér-
stakar tilfinningar bærast í brjósti sínu
hér f Noregi. Eftir að hin grísk-róm-
verska menning var liðin undir lok, voru
það hinar fornnorsku bókmentii, sem
vöktu hina fyrstu menningarhreyfingu um
alla Evrópu, sem ekki var af grísk-róm-
verskum uppruna, þangað til hin mikli
fornsagnabálkur var skráður (íslendinga-
sögur), sem nú eru lesnar með vaxandi
áhuga um allan heim.
Eg minnist þess nú, hve eg varð glað-
uráforsetadögum mínum, þegar mér auðn-
aðist að senda heillaóskaskeyti til hins
nýa, norska konungs, sem ber hið gamla,
norska nafn Hákon. Og það er sannar-
lega skemtilegt fyrir landið, að konung-
ur þessi skuli bera Hákonar óg Ólafs-
heitið. Eg vona, að þið séuð allir svo
kunnugir hinni gömlu menningu ykkar,
að þið skiljið mig, þegar eg óska ykkur
þess, að þið ekki einungis eignist lang-
an bálk af Hákonum og Ólöfum, heldur
líka Sigurðum og Höröldum.
Meðal þeirra mörgu fornnorrænu sagna,
sem hafa hugtekið mig, virðist mér
Heimskringla fegurst. Eg vonast fastlega
til, að yðar hátignir, sem virðist vera
fyrirmyndar konungshjón, sjáið um, að
Ólafur litli verði vel að sér í Heims-
kringlu«.
Svo mörg eru þau orð. Og eitthvað á
líka leið féllu. orð Roosevelts við mig þá
örstuttu stund, sem eg gat talað við hann
í anddyrinu á þjóðleikhúsinu, ásamt
öðrumr blaðamönnum. Hann hældi Is-
lendingum þá ennfremur sem duglegum
ameríkönskum borgurum, og kvaðst bera
hinn mestá vinarhug til íslands.
Samtalið gat ekki orðið lengra, því
mótor-steinoliu í
Ij?
t>á sem eg sjálfur álít vera besta, eða Þá, sem seljand-
inn segir að sé best?
?
Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu vek
að er áreiðanlega langbest, nefnilega
Gylfie mótor-steinolia
frá
SkandinaTisk-Amerikansk Petroleuis Aktieselskab,
Kongens Nytory 6. Köbenhayn.
Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar
útvega yður hana.
Roosevelt var umsetinn af blaðamönnum
á alla vega. En hann bað mig að bera
kveðju sína heim til Islands, um leið og
hann kvaddi mig með handabandi, og
geri eg það hér með.
Þegar Roosevelt lagði af stað á leið til
Svíþjóðar fylgdi honum múgur og marg-
menni. Ætlaði húrrahrópunum aldrei að
linna. Virðist hann hafa hugtekið Norð-
menn þessa stund, sem hann var hér.
Mun framkoma hans, sem er sérstaklega
blátt áfram, hafa átt sinn þátt í því.
Og þó ræður Roosevelts geti naumast
hafa haft djúp áhrif, þá vita menn, að
hann er að öllu samanlögðu mesti og
besti stjórnmálamaðurinn sem er uppi.
Viljaþrek hans, samviskusemi og einbeitni
hefir skipað honum þann sess.
Og þá er manni fyrirgefið þó maður
ljómi ekki af andríki og ræðusnild.
Kristjaníu 7. Maí 1910.
Jónas Guðlaugsson.
Vátrygging sjómanna.
»Fátt er of vandlega hugað«. Svo má
segja um lög þessi frá síðasta alþingi.
Þau bera það með sér, að þau eru samin
af vanhugsun og fljótfærni. Frá sjónar-
miði mínu eru þau einhver óviðfeldnustu
lögin, sem demt hefur verið á þjóðina.
og er þá mikið sagt. Enda mun það
sannast, að þau ná ekki vinsældum hjá
mönnum, og koma þar afleiðandi eigi
að tilætluðum notum.
Eg skal nú í fám orðum benda á helstu
ókoslina við fyrnefnd lög.
I þriðju grein stendur svo: »Hver sá
sjómaður, sem vátrygður er eftir lögum
þessum, er skyldur að greiða í vátrygg-
ingarsjóð þann, er síðar getur um, gjald,
er nemi 18 aurum fyrir viku hverja, sem
hann er lögskráður fyrir eða ráðinn f
skiprúm. Þriðjung á móts við gjald skip-
verjanna allra greiðir útgerðarmaður*.
Eftir þessu að dæma, á þá að gjalda af
hverjum manni 27 aura um vikuna, að
meðtöldu gjaldi útgerðarmanns. Með
þessu fyrirkomulagi virðist mér þessi gjald-
liður mjög óréttlátur í garð útgerðar-
manna og sjómanna, í samanburði við
iðgjöld í önnur lífsábyrgðarfélög hér á
Norðurlöndum. Tökum t. d. lífsábyrgðar
félagið »Skandía«, sem þó mun vera eitt
með dýrari félögum á Norðurlöndum. Sá
maður, sem er 20 ára, borgar í það fé-
lag 17 kr. 10 au. af 1000 kr. yfir árið,
og er þar trygður fyrir hvaða dauða sem
að höndum ber, nema sjálfsmorði. En
með þessum lögum erum við sjómenn og
útgerðarmenn skyldaðir til, að við lögðu
lögtaki, að borga yfir sama tíma (52
vikur) 15 kr. 4 au. aðeins af 400 kr., og
þar við bætist, að við fáum alls ekkert,
nema við druknum eða förumst af slys-
förum á sjó, sbr. 5. gr. Til enn betri
skýringar, og til þess að sýna, hve þessi
lög eru óheppileg í garð þessara stétta,
skal eg koma með annað dæmi ofur
einfalt.
Sá sem er 36 ára að aldri, borgar ár-
legt iðgjald í »Skandía« 22 kr. 40 au. af
hverjum 1000 kr. En með þessum log-
um er sami maður neyddur til, ásamtút-
gerðarmanni, að greiða eftir hlutföllum
iðgjald, er nemur 35 kr. 10 au. af 1000
kr. yfir árið, og væri samt ekki líftrygður
nema fyrir slysi á sjó.
Af framanrituðu vona jeg, að hverjum,
sem vill athuga þetta mál f sambandi við
önnur líftryggingarfélög, verði ljóst, að
útgerðarmenn og sjómenn eru rangindum
beittir, svo full ástæða er til þess, að
þeir sem vilja láta sig nokkru skifta þetta
mál, láti nú til sín heyra. Því næst skal
eg snúa mér að 5. gr. nefndra laga. Þar
er ákvarðað, að út skuli borga til eftir-