Þjóðólfur - 04.06.1910, Side 1

Þjóðólfur - 04.06.1910, Side 1
Þ JÓÐÓLFUR. 62. árg, Reykjavlk, Laugardaginn 4. Júní 1910. M 23. þingmönnum. Ennfremur viljum mótor-steinoliu t« Þá sem eg sjálfur álít vera besta, eða þá, sem seljand- inn segir að sé bestf ll? Auðvitað nota eg þá olíu, sem eg sjálfur af eigin reynslu veit að er áreiðanlega langbest, nefnilega Gylfie mótor-steinolia frá SkaadinaTisk-Amerikansk Peíroleums Aktieselskab, Kongens Nytory 6. Köbenhayn. Ef þér viljið reyna Gylfie-mótor-steinolíu, mun kaupmaður yðar útvega yður hana. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | BOGI BRYNJÓLFSSON ♦ ^ yfirréttarmálaflutningsmaður ♦ ♦ er fluttur í Austurstræti 3 (fyrv. J ♦ afgreiðsla Þjóðólfs). ♦ ♦ Tals. 140. Helma 1 1 — 12 og 4—5. J ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ■(■MiiiiiaiiiiiiiniaiiiaiBiaiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiaiaiaiaiiiiiaiiiiiiiiiaiaiaiaiBiaiiiBiaiiiaiaiaiBiiiiiiia Meiri hluti alþingismanna krefst aukaþings. Stjórnin í minni hluta.I í dag gerðist sá mikli atburður, að deildarforsetar alþingis, hr. Hannes Porsteinsson og hr. Kr. Jónsson af- greiddu til ráðherra skriflegar áskor- anir frá 21 þingmanni, um að halda ankaþing í sumar út af bankamál- inu svokallaða, og öðrum ónefndum þrekvirkjum ráðherra. Bréf forsetanna hljóðar svo: » Við undirskrifaðir forsetar efri og neðri deildar Alþingis höfum meðtekið áskorun til yðar, ráð- herra íslands, frá ýmsum alþing- ismönnum um, að þér gerið ráð- stafanir til þess að aukaalþing verði haldið svo ftjótt í sumar, sem unt er, til þess að taka til með- ferðarhið svokallaða Landsbanka- mál o. fl. Eftir beiðni þingmann- anna sendum við yður hér með þessar áskoranir, en þœr eru frá Agúst Flygenring 3. kkj. þm. Eggert Pálssyni 1. þm. Rangv. Einari Jónssyni 2. þm. Rangv. Eiríki Briem 2. kkj. þm. Hannesi Hafstein 1. þm. Eyf. Hannesi Porsteinssyni 1. þm. Árn. Jóh. Jóhannessyni 2. þm. N.Múl. Jóni Jónssyni 1. þm. N.Múl. Jóni Jónssyni 1. þm. S.Múl. Jóni Magnússyni þm. Vestm. Jóni Ólafssyni 2. þm. S.Múl. Júlíusi Havsteen 1 kkj. þm. Kristjáni Jónssyni þm. Borg. Lárusi H. Bjarnason 5. kkj. þm. Pétri Jónssyni þm. S.Ping. Stefáni Stefánssyni 6. kkj. þm. Stefáni Stefánssyni 2. þm. Eyf. Steingrími Jónssyni h. kkj. þm. Áskoranir í sömu átt frá þing- mönnum Skagfirðinga Ólafi Briem og Jósef Björnssyni og frá þing- manni Mýramanna, Jóni Sigurðs- syni, hafa yður áður verið send- ar beina leið, sbr. og 2 meðfylgj- andi símskeyti. Eru þannig komnar áskoranir um aukaþing til yðar frá 8 efri- deildarþingm. og 13 neðrideildar- við geta þess, að áskoranir sama efnis um aukaþingshald í sumar hafa verið samþyktar á almennum kjósendafundum í Seyðisfjárðar- kjördæmi og Akureyrarkjördæmi og víðar. Allir beiðast þingmennirnir þess, er áskoranir hafa sent, að þeir fái sem fyrst svar upp á mála- leitanir þeirra, og búumst við við, að svarið verði sent til okkar undirskrifaðra. Reykjavík, 4. Júní 1910. Kristján Jónsson. HannesÞorsteinsson. Til ráðherra íslands«. Hér með er meiri hluti alþingis ómótmælanlega snúinn gegn stjórninni. Og ekki nóg með það. Heldur er stjórnin komin í minni hluta í hvorri deild um sig. í efri deild standa 8 af 14 inóti henni, og í neðri deild 13 af 25, því að ráðherra, sem á sæti í deildinni sem þingmaður, er málsaðili, eða réttara: sökudólgur, og getur því ekki talist til atkvæðisbærra þing- manna um frammistöðu sína. En auk hérnefndra 21 þingmanna veit maður með áreiðanlegri vissu, eftir bréfum mannanna sjálfra eða sam- tali við þá, að margir fteiri þing- menn eru öldungis móthverfir stjórn- inni. Og enginn þingmaður hefir feng- ist til að ljá stjórninni liðsyrði, nema nýsveinarnir Sigurður Hjörleifsson og Benedikt Sveinsson, sem báðir eiga atvinnu sína og þar með tímanlega velferð sína undir ráðherra. Og af kjósendum víðs vegar um landið er það að segja, að komnar eru fundargerðir eða skriflegar áskor- anir því sem næst úr öllum kjördæm- um landsins. Og í öllum þeim er sama hljóðið, nema hvað stjórninni hefir tekist með sérstökum eftirgangs- munum að sníkja bréfleg mótmæli út úr alimörgum kjósendum í kjördæm- ráðherra og 2 til 3 hreppum í öðrum kjördæmum af 183 hreppum og kaup- stöðum alls á landinu utan Barða- strandarsýslu. í 3 kjördæmum, er kjósa til samans 4 þingmenn, sem sé i Rvík, á Akureyri og Seyðisfirði, og jafnvel í Vestur-ísafjarðarsýslu og Vestur-Skaftafellssýslu er fengin áreið- anleg vissa fyrir því, að meiri hluti allra kjósenda þessara kjördæma er aukaþingskröfunum fylgjandi. í raun- inni ætti því að mega bæta þeim 4—6 við tölu ofanritaðra, enda talið víst, að 3 þeirra muni snúast móti stjórninni, þegar á þing kemur. Það er óþarfi að fara að spá um fylgi stjórnarinnar á þingi, en nærri mun láta, að það fari ekki fram úr 8—9 alls, og hefði hún þá tapað 16—17 eða 2/3 hluta þingmanna sinna á rúmu ári. Og má það heita vel á haldið, á ekki lengri tíma. Nú er aðeins eftir að vita, hvenær þingið kemur saman, því aðfþað mun elcki þurfa að efa, að hr. B. J. muni þá þegar bregða við og leita leyfis konungs til þinghaldsins. Svo mikið hefir maðurinn sá skrafað um þing- ræði og þjóðræði. Annars kvað þingmenn krefjast til- sagnar ráðherra um það, hvort hann ætli að verða við tilmælum þeirra eða ekki. Og er sagt, að það merki að [önnur leið muni verða farin, ef ráðherra lætur ekki strax að stýrinu. Þingmálafundur í Suður-Múlasýslu. Þann 12. þ. m. var haldinn fulltrúa- fundur á Búðareyri í Reyðarfirði, sam- kvæmt fundarboði frá 1. þingm. kjör- dæmisins Jóni Jónssyni frá Múla. Til fulltrúakosninganna var stofnað á þann hátt, að kosinn skyldi 1 fulltrúi fyrir hverja 20 kjósendur á kjörskrá, eða því sem næst, með sérstakri kosningu í hverjum hreppi. Fulltrúakosningar höfðu fram farið í öllum hreppum kjördæmisins, nema Beru- nesshreppi, þar sem fundur fórst fyrir sökum óveðurs; óvíst um Mjóafjarðar- og Eiðahreppa. Þessir fulltrúar mættu á fundinum: Fyrir Vallahrepp: Gunnar Pálsson hreppstjóri á Ketilsst. og Vigfús bóndi Jónsson 1 Tunguhaga. Fyrir Helgustaðahrepp: Halldór Jóns- son bóndi á Svínaskálast., Ólafur Helga- son bóndi á Helgusstöðum og Asmundur Helgason hreppsnefndaroddv. á Bjargi. Fyrir Eskifjarðarhrepp: Anton Ja- kobsen gestgjafi á Eskifirði, Bjarni Sig- urðsson hreppsn.oddv s.st., Jón Brynj- ólfsson útvegsb., s. st. og Símon Jóns- útv.b. s. st. Fyrir Reyðarfj.hr: Jónas Eyjólfsson bóndi í Seljateigshjál., Sigurjón Gíslason bóndi í Bakkagerði og Hallgrímur Bóas- son húsm. í Teigagerði. Fyrir Fáskrúðsfj.hr.: Oddur Oddsson (fyr bóndi) húsm. í Hvammi, Einar Frið- riksson bóndi á Hafranesi og Stefán Þor- steinsson bóndi á Eyri. Fyrir Búðahr.: Gísli Högnasonhrepps- nefndaroddv. á Búðum, Ólafur Oddsson myndasmiður á Sunnuhvoli. Fyrir Breiðdalshr.: Björn R. Stefáns- son verslunarstj. á Breiðdalsvík og Guðni Arnason bóndi á Selnesi. Fyrir Geithellnahr.: Páll Jónsson versl- unarm. á Djúpavogi og Páll Benjamíns- son kennari s. st. Af kosnum fulltrúum voru forfallaðir og mættu ekki þessir: Fyrir Skriðdalshr.: Benedikt hreppstj. EyjólfssonáÞorvaldsstöðum. Hann sendi á fundinn ályktun kosningafundarins í þeim hreppi, þar sem krafist er auka- þings í sumar. Fyrir Búðahrepp: Sveinn bóndi Bene- diktsson, er gat ekki mætt sökum veik- inda. Fyrir Stöðvarhr.: Carl J. Guðmundss. kaupm. á Stöðvarfirði, er tjáði forföll. Fyrir Breiðdalshr.: Páll Benediktsson hreppstj., Gilsárstekk. Þessir fjórir fulltrúar höfðu verið kosn- ir til að framfylgja aukaþingskröfunni. Hvað Norðfjarðarhrepp snertir, höfðu að vísu borist fregnir af því, að þar hefði farið fram fulltrúakosning og verið kosnir 4 eða 5 fulltr., andstæðir auka- þingi í sumar; en hvorki tjáðu þeir for- föll, né sendu nein skeyti til fulltrúa- fundarins. Þingtnaðurinn setti fundinn, skýrðifrá tildrögum hans og tilgangi. Hann kvað það gleðja sig, að svo margir fulltrúar væru mættir, þrátt fyrir afskaplega stirða veðráttu og ýmiskonar örðugleika. En það, sem sjer þætti á skorta, væri það, að enginn hinna kjörnu fulltrúa úr Norð- fjarðarhreppi væri hjer viðstaddur til að halda uppi svörum fyrir stjórnarflokkinn og hreifa mótmælnmjgegn væntanlegum ályktunum þessa fundar. Því næst bað hann menn að kjósa fundarstjóra og fundarskrifara. Fundarstjóri var kosinn Gísli Högna- son, skrifarar Páll Jónsson og Ólafur Oddsson.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.