Þjóðólfur - 01.07.1910, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR.
ioó
hallast þeim megin á sveiíina, sem hann
nú gerir; skuli frá mlnu sjónarmiði hafa
farið út á villigötur í stjórnmálum, eins
og margir aðrir efnilegir ungir menn
heima. En ein skyldan getur verið ann-
ari meiri, og ritskyldan eða sagnarskyld-
an er mér sjálfsagðari nú en þagnarskyld-
an, og það jafnvel þó maður verði að
ámæla bestu vinum sínum. Eg hugsa
mér í þessu máli að sýna óhikað með
rökum, hversu langt heiir verið farið frá
sannleikanum i sumum atriðum, og hvern-
ig honum heíir verið hallað í öðrum at-
riðum, Eg ætla ekki að gera það á
hann hátt, að lýsa þvl yfir, að e n g i n n
heiðarlegur maður geti verið ann-
arar skoðunar, eins og B. S. gerir; eg
ætla að sýna þau gögn, sem eg heíi,
og reyna að stýra þeim langt frá skerj-
um hlutdrægni, þröngsýnis eða fiokks-
fylgis.
Eg veit það fyrir fram, að Heimskringla
fylgir annari skoðun en eg f þessu máli,
en eg þekki svo frjálslyndi ritstjórans í
flestum málum að fornu fari, að eg efast
ekki um, að hann veiti hjáróraa röddum
jafnt tækifæri og hinum, sem betur virð-
ast falla inn í hljóm fjöldans. Eg hefi
leitast við að kynna mér báðar hliðar
málsins, lesið blöð beggja fiokkanna jöfn-
um höndum, borið saman sóknir og
vernir, ákærur og svör. Eg mun síðar
birta helstu ákærurnar og svörin jafn-
framt.
Um drengskaparheit og efndir þeirra
af hálfu H. Hafsteins, verður ef til vill
eitthvað sagt síðar. Þjóðin á eftir að
skrita æfisögu Hannesar Hafsteins og
Björns Jónssonar, og verði hún skráð með
hönd réttlætisins, sannleikans og óhlut-
drægninnar, þá vildi eg heldur hafa verið
Hannes Hafstein en Björn Jónsson. Skyldu
ekki fleiri vera þeirrar skoðunar, ef þeir
hugsa vel um æfiferil og opinbera fram-
komu þeirra beggja?
Þökk sé Heimskringlu fyrir það, að
hún birtir myndina. Það sýnir frjálslyndi
hennar, og væri sú mynd dregin hér og
birt í ensku blaði undir svipuðum kring-
umstæðum, þá mundi hún vera kölluð
meistaraverk. (Frh.).
Iívistir
heita gamalt og nýtt Ijóðasafn eftir Sig.
Júl. Jóhannesson skáld í Vesturheimi, og
gefið hefir út bróðir hans Jóhann Jóhann-
esson hér í Rvík. — Aftan við bókina
er dálítil smásaga sem heitir: Kynjahúsið,
mjög lagleg saga; blaðsíðutal bókarinnar
er alls 262.
Það er óefað sú fegursta bók sem gefin
hefir verið gefin út hér á landi að ytra á-
liti; bæði er kápan og titilblaðið skraut-
prentað, og hver blaðsíða 1 rauðri umgerð.
Enda eiga kvæðin það skilið, því þau eru
skínandi gull.
Guði sé lof fyrir góðar bækur, datt mér
í hug þegar eg var búinn að lesa nokkur
kvæði í bókinni, því eg varð verulega hrif-
inn, enda hef eg elskað kvæði Sig. Júl.
slðan eg var barn, og hef altaf bókavin-
ur verið. — Nú þurfa menn ekki að núa
Jóhanni því um nasir að hann gefi ekki
út annað en fánýtt rusl, eöa minsta kosti
getur það enginn af sannfæringu, því nú
hefir honum tekist að gefa út þá bók sem
er fegurst allra fslenskra ljóðabóka, minsta
kosti að ytra útliti, enda var það hans
von og vísa, þvl maðurinn er áður þektur
að því að vanda verk sín. Mér er óhætt
að fullyrða, að kvæðin séu engu minna
virði en flestra hinna bestu íslensku skáld-
bókanna sem út hafa verið gefnar áður.
Það er eitt og víst, að höf. þessara
kvæða, er búinn að ná mjög mikilli þjóð-
arhylli hér, þótt hann búi vestanhafs, og
eru menn þó oft tregir til að viðurkenna
þá, þótt þeir séu margir góðir, þegar þeir
eru ekki hér heima.
Mörg af kvæðum Sig. Júl. eru orðin hér
áður kunn, í blöðum og ritum, bæði áður
en hann fór héðan og eins síðan hann
kom vestur, og mun flestum vera hlýtt til
þeirra, sem annars eru nokkrir ljóðavinir,
og enda hvort sem er. Það er eg einnig
viss um, að langtum meira erindi eiga
kvæði Sig. Júl. til alþýðunnar, heldur en
t. d. kvæði Stephans G. Stephanssonar, því
sá er munurinn, að Sig. Júl. er Iéttur og
Ijós og skiljanlegur hverju barni, en St.
G. St. myrkur eins og nóttin, og þungur
eins og bjargið, þótt mörg af kvæðum
hans séu góð. Það yrði hér altof langt
mál, að draga fram á sjónarsviðið mörg
sýnishorn af kvæðum Sig. Júl. enda ætti
þess ekki að þurfa, því eg ætlast til að
menn kaupi bókina, sem er eftir stærð og
vöndun afar ódýr, aðeins einar 3 kr.; en
samt ætla eg að minnast á eitt kvæði sérstak-
lega; af því það er fádæma gott í sinni röð,
það er minningarljóð Gests Pálssonar. —
Það er afargott kvæði, eg vil segja að
' ekkert minningarljóð hafi rerið betur ort
hér áður að undanteknu minningarljóði
Hallgr. Péturssonar eftir Matth. Jochums-
son.
Hann byrjar á honum barni, og lýsir
öllum hans eiginleikum, og hæfileikum
mjög ítarlega og rétt, það er því líkast
sem hann komi með hann lifandi fram á
sjónarsviðið, og svo ljóst er það og skýrt,
að engum manni hefði tekist það betur,
það er eg alveg viss um. — Þótt nafn
Gests heitins hefði ekki staðið yfir kvæð-
inu, og þess hvergi verið í því getið, þá
hefði hver maður getað vitað og fundið,
um hvern eða eftir, kvæðið hefði verið
kveðið, sem annars hefir áður þekt Gest
heitinn eða verk hans; svo snildarlega er
frá því gengið. Eg ætla aðeins að láta
standa hér nokkur erindi úr því; sem
sýnishorn.
A pallinum sat hann og lék sér við gullin
sín glóandi;
gleðin við hlið honum saklaus og friðsæ'l
og brosandi;
traustið og einiægnin signuðu huga’ hans
hlæjandi,
heimurinn blasti við lítill, en góður og
töfrandi.
Móðir hans rétti’ honum höndina hugg-
andi blessandi,
hvenær sem gullið hans féll o’n á gólfið
og brotnaði,
þerraði af kinnum haus sakleysis grát-
■ perlur glóandi
gaf honum eitthvað sem tárin í augunum
stöðvaði.
Sál hans var hrein eins og hvítasta mjöll-
in á jörðunni,
hugsunin Ijúf eins og mildasti geislinn
frá sólunni,
augun svo skær eins og bjarmi frá björt-
ustu stjörnunni,
blærinn á málinu skýr eins og tónar í
gígjunni.
Á skólabekk sat hann og skrifaði, las þar
og hugsaði,
skáldgyðjan var þar með alheimsins sjón-
leik á ferðinni,
lyfti upp nútíðar, fortíðar, framtiðar blæ-
unni,
fékk honum sjónauka, mannlífsins stríðs-
völlu sýnandi.
Sór hann þess eiða við alt, sem var heil-
agt á jörðunni
afl sitt og líf sitt og starf sitt að helga
því verkefni:
glerbrot að tína úr sorphaugum, sígandi
hverfandi,
sverfa þau, laga þau, breyta í demanta
skínandi.
Fýsti’ hann að vernda það alt, sem var
lítið og líðandi,
langaði’ að rotberja hræsnina, flaðrandi,
skrlðandi,
líta þann svívirta glaðan og frjálsan og
fljúgandi,
farga því öllu, sem skreiddist um nagandi
Ijúgandi.
* " * i
A siriðsvelli barðist hann, óvinum gæfunn-
ar eyðandi,
allar þær götur, sem heyrði’ hann til
menningar leiðandi,
reyndi’ hann að sýna þeim vini, í villu
sem ráfaði,
vitka þá aftur, sem trylt hafði mannllfs-
ins hávaði.
Pennanum beitti’ hann og auganu myndir
hann málaði,
myndir, sem hataði gikkur, er fégirndin
brjálaði,
hvort sem hann málaði’ hann mælandi,
þegjandi, skrifandi,
mættu þær andlegu sjóninni starfandi lif-
andi.
* *
í grófinni liggur hann Gestur — en þjóð-
in hans syrgjandi,
grætur hún forlög hans, andlit í höndum
sér byrgjandi:
nú sjá þeir allir, sem grýttu’ hann og
flæmdu’ hann af Foldinni
frjóanga þá, sem hann plantaði’ í íslensku
moldinni.
Lág er hún gröfin hans — lítið er gert til
að hefja’ hana,
Iangar þó fjölmargan eilífðar blómum að
vefja’ hana;
látum ei hetju, sem lífgaði þjóðina, hóf
hana,
liggja sem hund eða niðing, sem drap
hana gróf hana.
Þó sýnt væri leiði hans glatað í hyldýpi
gleymskunnar,
grafið sem örlítið sandkorn í eyðimörk
heimskunnar,
lifðu til eilífðar orðin hans, ljóðin hans
verkin hans —
islenska þjóðlífið geymir í hjarta sér merk-
in hans.
Hér hef eg þá sett til sýnis eitt af á-
gætustu kvæðum Sig. Júl. enda mun eng-
um manni blandast hugur um, annað en
að það sé snildarverk, og svona kvæði
yrkja ekki menn nema þeir séu stórskáld;
enda má telja Sig. Júl. með þeim.
Eg vildi gjarnan hafa meira sagt um
kvæði hans, en hvorki hef eg krafta eða
tíma til þess, og bið eg því afsökunar alla
þá sem hlut eiga að máli; en eg vona að
fá að sjá eitthvað meira um þau í blöð-
unum, því það væri skömm af okkur ís-
lendingum, að þegja þau í hel, og láta
þeirra ekki víðar getið, þar sem þau svo
marg verðskulda það.
Eg vildi óska, að margar slíkar ljóða-
bækur kæmu út sem þessi er, því þá
skyldi eg verða fljótur að opna budduna
mina; eg vona líka að Jóhann Jóhannes-
son sé ekki alveg hættur enn að gefa út,
og vænti eg þess vegna eftir meiru góðu
frá honum.
Það er þá mitt álit á þessari ljóðabók
bróðir hans, að hún sé ein með þeim allra
bestu bókum sem út hafa verið gefnar
lengi af öllu því sem til skáldskapar heyr-
ir, og jafnvel þarflegust af þeim hvað
bindindiskvæðin áhrærir. —■' Hún er í einu
orði sagt; fegurstu kvistirnir á greinum is-
lensku ljóðbókmentanna.
7. S.
Bláa bókin enn.
Sfðasta tbl. ísaf. flytur skýrslu yfir alla
þá íslendinga, er hún segir að séu í Bláu
bókinni; en þó eigi sé það vandaverk,
að taka rétt upp nöfn þeirra, þá verður
það samt, eins og annað, klaufalegt í
höndum Isaf. og skýrslan röng.
I upptalningu Isaf. vantar tvo, þá Einar
Jónsson myndhöggvara og Thor Tulinius
stórkaupmann. Aftur er ekki hægt að
telja Jón Krabbe íslending. Hann er
danskur maður, en af islenskum ættum.
En ísaf. greyið ruglar þessu öllu saman.
Það er eins og annað þar, — hræringur
af sannleika og lýgi.
ásajolð! - ísajolð!
Hún hefir þrumað mikið gegn embættis-
mannavaldinu, hún ísaf. gamla síðast-
liðinn vetur. Hver greinin hefiv verið
þar annari sterkari og allar gegnumblásnar
af megnun fitungsanda gegn embættis-
mönnum landsins, og þeir taldir óalandi
og óferjandi.
En þessi blástur ísaf. hefir mest verið
í nösunum, og ekki verið meintur alvar-
lega, það má enginn lesandi ísaf. halda,
en alt þetta tal hefir verið gert fyrir fólkið
— til að sýnast.
Stjórnin hefir ekkert skift sér at þessu
hjali stjórnarmálgagnsins, en látið það
gaspra og gaspra eftir vild; og þótt slíkt
sé ekki siðvenja raeðal annara þjóða, ad
stjórnarmálgögnin sjálf fari með allskonar
fleypur, er enginn meinar, þá er ekkisvo
mjög tekið til þess hér, einkum og sér-
staklega þar sem ísaf. fékk það hlutverk,
að vera stjórnarblaðið, því úr slfkri átt
voru allir slíku vanir. Stjórnarfyrirkomu-
lagið hér er svo ungt, að alþýðu vegna
getur landsstjórnin hér Ieyft sér ýmsan
ósóma, er hvergi liðist annarstaðar degi
lengur, svo sem að hlýða ekki meiri hluta
þingsins til aukaþingshalda o. fl.
Um daginn fór yfirdómurinn á stað og
stefndi ísaf. fyrir meiðyrði. Áður en til
sáttanefndar kom ráðlagði Jón Ólafsson
vini sínum, ísaf.ritssjóranum, að sættast á
mál þetta, því dýrt yrði það honum ella.
Svo skynsamur er ritstjóri ísaf., að hann
fyrirverður sig ekki fyrir að viðurkenna
það, þó honum hafi orðið það á, að
flytja villikenningu. Þegar til sáttafunda
kom, þá sættist hann og afturkallaði um-
mæli sín sern gersamlega tilhæfulaus og
á engum rökum bygð.
En með því er grundvöllurinn
undir nærfelt öllum greinum
Isaf. siðastliðinn vetur að
enngu orðinn.og allar Isaf.greinarnar
»á engum rökum bygðar*.
Þetta viljum vér að sem flestir athugi.
Þeir finna að það er rétt.
Ritstjóri — ritstjórn,
Við sætt þá, er Ólafur Björnsson gerðs
við yfirdóminn, varð það ljóst, að rit-
stjórn er við ísafold. Hr. Ó. B. er
ekki einn ritstjóri hennar. Þeireru fleiri,
það sýnir orðið ritstjórn. En hverjir eru
það? Björn Jónsson?
Hvað er að frétta?
Sliip^trönd. „Eljan", skip Wath-
nesfélagsins, strandaði á skeri rétt fyrir
framan svonefndan Létthötða fyrir norð-
an Reykjarfjörð á Ströndum. Björgunar-
skipið „Geir" fór þangað til björgunar, en
hún tókst ekki; er nú skipið sokkið með
öllu.
6. f. m. strandaði á Kópaskeri seglskip-
ið „Hermod", verslunarskip Örum &
Wulffs. Manntjón varð ekki.
Sltaííafiröi 15. júní. „Hér er kulda-
tíð og snjóhrakningur nær daglega í bygð
niður, og er ilt útlit með grasvöxt. Lítill
afli við Drangey og gerir það mest tíðin
að verkum. Á Sauðárkrók hefir veiðst
talsvert af millisíld. Skepnuhöld eru þol-
anleg, en lambadauði nokkur, einkanlega
að því leyti, að ær hafa Iátið lömbum.
Dýrt þykir okkur, að Sauðárkrókskaup-
menn selji okkur nauðsynjavörur; það
kvað muna alls og alls 20°/o vj$ það, sem
fá má hana á öðrum verslunarstöðum á
landinu. Nú sést best þýðing sú, er pönt-
unarfélagið hefir haft fyrir bændurna. —
Hér minnist nú enginn á pólitík; það lít-
ur út fyrir, að allir séu orðnir sammála!!