Þjóðólfur - 01.07.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR
107
harðvelli. Þá kæmi sér vel tilbúinn á-
burður frá Gullfossi. En því miður dregst
það líklega nokkuð en þá, að Fóinn taki
þeim breytingum sem hann getur tekið til
umbóta.
Kostnaðurinn verður ætíð mikill, en féð
torfengið.
Naumast verða þó héðanaf lagðar árar
1 bát til lengdar. („Suðurland").
Ösknfall. I Landmannahreppi og
víðar hér eystra hefir orðið vart við ösku-
fall. Einkum þann 18. þ. m. Askan sást
gróft á vatni og gerði hvítt fé dökkgrátt,
sumstaðar. Eigi vita menn hvaðan aska
þessi er komin. („Suðurland").
Málaferli.
Síðan Björn Jónsson, fyrv. ritstjóri ísaf.,
settist f ráðherraembættið, hafa meiðyrða-
mál aukist allmjög. Annars hefir hinn fyrv.
ritstjóri „ísafoldar" átt einna mestan þátt
í málaferlum út af blaðagreinum, og þarf
ekki að minna á annað en málaferli hans
við ritstjóra „Þjóðólfs" og „Þjóðviljans"
hér á árunum ; en jafnan fóru svo leik-
ar, að jafnskjótt sem hann var búinn að
senda stefnu frá sér, fékk hann sjálfur
aðra, því ritháttur hans var ekki alf af
þeim mun prúðari, að ekki væri hægt að
finna eitthvað, er hægt væri að stefna
fyrir. — Eitt sinn var hann búinn að
stefna ritstjóra Þjóðólfs 10—20 stefnum, en
fékk um hæl jafnmargar, og þá gafst
hann upp og málin féllu öll niður. — En
síðan hann varð ráðherra hefir orðsýki hans
aukist, og nú sfðustu dagana hefir hann
látið birta ritstjóra „Lögr.“ 30 stefnur
og er jafnvel búist við fleirum, og er það
óneitanlegu vel af stað farið. — í dag lét
hann og birta ritstjóra Þjóðólfs 8 stefnur;
var tækifærið nötað, þegar ritstjórinn var
farinn úr bænum, og verður vonandi ekki
látið hér staðar numið. Landsjóði veitir lík-
lega ekki af því, þótt nokkrar krónur ber-
ist þangað, því ekki fara þeir ritstjóri
Lögr. og Þjóðólfs og aðrir þeir, er ráð-
herrann sýnir það lítillæti að taka svo
mikið tillit til orða þeirra, að lesa þau, að
taka orð sín aftur og eta alt ofan í sig
eins og ritstjórn „ísafoldar" gerði ný-
lega. — Annars er eftirleikurinn óvand-
ari, og getur ritstjóm ísafoldar huggað
sig við það, og lifað í þeirri von, að ein-
hver nenni að lesa það blað, því að ekki
þarf lengi að leita, svo að hægt verði að
gera henni sömu skil. Og misskilin mis-
kunnsemi væri það, að hlífa henni.
Meðan Hannes Hafstein sat að völdum,
lét hann bæði Björn Jónsson og aðra
andstæðinga sína óáreitta, þótt ekki væri
honum altaf vandaðar kveðjurnar. En
þ a ð taldi Hannes Hafstein sér ekki sam-
boðið, að elta andstæðinga sína með mál-
sóknum út af hverju smáatriði. Allir muna,
hvað mannalega Björn Jónsson bar sig,
þegar hann tapaði í hæsta rétti meiðyrða-
málunum við Lárus H. Bjarnason. — Vilja
menn ekki annars lesa ummæli hans um
hæstaréttardómana, Þau hljóða svo (sbr.
ísafold XXXIV. árg. 69. tbl., bls, 273):
»Heimasljórnar-sigur« er pað
mikill, rcttnefndur »njjr sigur heima-
stjórnarmannaa, og því œrið fagn-
aðarejni fgrir alt það lið: húsbónd-
ann, máginn og alla þeirra hús-
karla. Hann gerir efnalítinn »vin«
þeirra hátt upp í 2000 krónum fá-
tœkari eti áður, — þegar með er
talinn fyrri dómurinn, sá frá í
sumar.
Pað er notaleg svölun mœddum
skapsmunum.
Pað er innilegt fagnaðarefni.
En — hvort sigurinn er þar eftir
glœsilegur, með þeim ráðum,
er hann hefir unninn verið, það
er annað mál.
Pað ætlar ísafold lesendum sín-
um að dœma«.
Jóhann Krist/ánsson.
Bæar-annáll.
Aage Meyer Benedictseu
rithöfundur lagði af stað héðan í ferðalag
sitt á Þriðjudaginn var, Fer hann fyrst
austur undir Eyjafjöll, síðan til Gullfoss,
Geysis og Þingvalla, þaðan til Surtshellis,
en síðan vestur um Borgarfjörð og Mýrar
til Stykkishólms. Þaðan fer hann með
skipi um Vestfirði og alt til 'Borðeyrar.
Frá Borðeyri fer hann landveg um Norð-
urland norður í Þingeyjarsýslu, en með
skipi frá Húsavík til Eskifjarðar. Þaðan
ætlar hann upp á Fljótsdalshérað, og þar
með er ferð hans hér um land lokið. Fer
hann síðan beina leið heim ffá Austfjörð-
um.
>1 t-nt :i <>1 i iiii. í gær útskrifuð-
ust þaðan 15 stúdentar og eru þeir hinir
fyrstu, er útskrifast hafa eftir nýju reglu-
gerðinni :
I. Þórhallur Jóhannesson . • 79 stig
2. Helgi Guðmundsson . . • 73 —
3- Laufey Valdimarsdóttir . . 72 —
4- Ólafur Jónsson .... • 7° —
5- Steingrímur Jónsson*. . . 68 —
6. Helgi Skúlason* . . . . 62 —-
7- Sigtryggur Eiríksson* . . 6l
8. Jón Ásbjörnsson* . . . . ÓO
9- Skúli Skúlason*. . . . • 59 —
IO. Brynjólfur Árnason . . • 58 -
II. Halldór Hansen* . . . ■ 58 -
12. Sigurður Sigurðsson . . • 58 -
!3- Þorsteinn Þorsteinsson . • 58 -
14. Sighvatur Blöndal* . . ■ 56 -
i5- Guðm. J. Kamban* . . • 53 —
Lágmaik stigatalsins við stúdentapróf
er 52 stig.
Gagnfræðapróf tóku þessir nemendur:
I. Erlendur Þórðarson . . . 78 stig.
2. Halldór Gunnlaugsson . . 73 —
3- Jón Benediktsson .... 7i —
4- Páll Skúlason 7* —
5- Guðmundur Guðmundsson 69 —
6. Jón Bjarnason* .... 68 —
7- Valgeir Bjarnarson* . . . 68 —
8. Rögnvaldur Guðmundsson* 64 —
9- Gísli Magnússon* . . , . 63 —
IO. Karl J. Magnússon . . . 6l —
II. Sigfús Þ. H. Blöndal* . . 59 —
12. Leifur Sigfússon* .... 57 —
13- Kristján Arinbjarnarson . 57 —
14. Eiríkur Helgason .... 56 —
i5- Gunnar E. Benediktsson . 56 •—
l6. Kristín Thoroddsen . . . 52 --
i7- Rögnvaldur E. G. Waage* 52 —
18. Sigurgeir Sigurðsson* . . 49 —
Þeir, sem eru með stjörnu, eru utan- skólasveinar.
18 nýsveinar gengu í vor inn í skólann.
Fyrirlestur 11111 Indland und-
ir veldi Breta hélt hr. AageM. Benedictsen
f Bárubúð slðastl. laugardagskvöld. Tal-
aði hann um, hvernig Indland hefðikom-
ist undir yfirráð Breta og hver tildrög
hefðu verið til þess. A eftir fyrirlestrin-
um sýndi hann allmargar skuggamyndir
frá Indlandi af landi og þjóð, og skýrði
um leið frá náttúru landsins og lifnaðar-
háttum landsbúa. — Fyrirlesturinn var
mjög vel sóttur og var gerður að bonum
hinn besti rómur, enda eiga menn hér
sjaldan kost á að hlýða á fyrirlesta flutta
af jafnmikilli mælsku og fjöri.
Lœknaskólinn. Burtfararprófi
hafa lokið þar:
Hinrik Erlendsson (25. f. m.) með 2 eink.
betri og Magnús Júlíusson (27. f. m.) með
x. eink.
Miðpróf hafa þeir tekið: Árni Árna-
son (með ág.einkunn f öllum náms-
greinum) Björn Jósefsson (með 2. eink.
betri) og Konráð Konráðsson (með 1.
eink.).
En upphafrpróf (próf í efnafræði)
tóku þar 29. f. m.: Bjarni Snæbjörns-
son, Guðm. Ásmundsson, Halldór Krist-
insson, Ingvar Sigurðsson og Jónas Jón-
asson.
Prestvígslur. Vígðir voru þeir
26. þ. m., Bjarni Jónsson og Brynjólfur
Magnússon, eins og getið var um í sfð-
asta blaði.
Skipaferðir: „Vesta“ kom frá út-
löndum norðan og vestan um land og fór
aftur í gær. Með henni fóru Þórhallur
biskup Bjarnarson norður að Hólum í
Hjaltadal til að vígja vígslubiskup Hóla-
biskupsdæmis hins foma, séra Geir Sæ-
mundsson. — Guðm. Björnsson landlækn-
ir fór til Vestfjarða í eftírlitsferð.
»Ceres« kom trá útlöndum 27. f. m. með
marga farþega; þar á meðal var Bogi
Melsteð sagnfræðingur.
„Pervie" kom úr strandferð f gærkvöldi
og „Austri" í morgun.
Bitstjóri Þjódólfs fór f gær
landveg norður 1 Skagafjörð og með hon-
um Jóhann kaupm. Jóhannesson. Þeir
urðu samferða Matthíasi fornmenjaverði
Þórðarsyni og fóru þeir fyrst til Þing-
valla, en síðan til Kalmanstungu, og skoða
Surtshelli, en þaðan er ferðinni heitið
norður fjöll.
Barn rotawt. Á þriðjudagskvöld-
ið datt á Grettisgötu 8 ára gamall piltur,
sonur Haraldar Jónssonar á Grettisgötu
54, og rotaðist til bana.
16. Júní: Hallgr.
prentari Benediktsson selur Benedikt gull-
smið Ásgrímssyni húseign nr. 19 við Berg-
staðastræti með tilh. fyrir 2000 kr. Dags.
12. Júní.
Þinglýsingar 23. Júní: Einar J. Pálsson
trésm. selur Helga úrsmið Hannessyni
húseign nr. 13 við Oðinsgötu með tilheyr.
fyrir 7000 kr. Dags. 17. Júní.
Helgi úrsmiður Hannesson selur Einari
J. Pálssyni trésmið hálfa húseignina nr.
23 við Ingólfsstr. með tilh. Dags. 17.
Júnf.
Kristján múrari Kristjánsson selur Ein-
ari J. Pálssyni trésmið húseign nr. 13 við
Óðinsgötu með tilh. fyrir 8720 kr. Dags.
7. Ágúst 1908.
Kapphlaup. Síðastl. Sunnudag var
kapphlaup háð frá Árbæ til Reykjavíkur,
og er það míla vegar ; hljóp Siguijón
Pétursson glímukappi hana á 28 mín. og
14. sek., og varð hann fljótastur allra. Sex
aðrir tóku þátt í hlaupi þessu og voru
það þeir: Jóel Ingvarsson í Hafnar-
firði (28 mín. 59 sek.), Ólafur Magnússon
ljósm. í Rvík (29 mín.), Guðm. Jónsson í
Hafnarf. (30 mín. 20 sek.), Bjarni Magn-
ússon 1 Rvík (30 m. 40 s.), Sigurður Sig-
urðsson úr Hornafirði (31 m. 28 s.) og
Tómas Tómasson af Seltjarnarnesi (32 m.
1 s.). — Sigurjón Pétursson er frægastur
íþróttamaður bæarins. — Hann hefir að
sigurlaunum Braunsbikarinn fyrir að vera
fljótastur skautamaður bæjarins, Ármanns-
skjöldinn sem besti glímumaður Reykvík-
inga og Grettisbeltið sem mesti glímumað-
ur landsins, og meö honum vann hann
heitið: „Glímukongur Islands".
35 ára stúdentsafmæli sitt
héldu þessir stúdentar frá 1885 með sam-
sæti í fyrra kvöld: Séra Gísli Einarsson
í Hvammi, Lárus H. Bjarnason lagaskóla-
stjóri, Magnús Bjarnarson próf. á Prests-
bakka, Pétur Hjaltested cand. phil., Ric-
hard Torfason uppgj.prestur og Þórður
Jensson cand. phil. — 4 stúdentar frá
1885 eru dánir, en 17 eru enn á lífi.
50 íii’ci stiKlentiir eru 3 á lífi:
dr. Jónas Jónassen, Þorgrímur Johnsen
fyrv. héraðslæknir og Þorstemn Egilsson
kaupm. í Hatnarfirði.
Helgisiðabók heitir hin nýa end-