Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 123 »Meðan eg hef dvalið hér, hef eg oft- sinnis haft tækifæri til að reyna orgelið í dómkirkjunni, talsvert nákvæmlega. Hljóðfærið, sem hr. Christensen ber ábyrgð á, hvað snertir bygging og tóna- tilhögun, virðist vera sterkt og vel gert verk í öllu tilliti, eins og hinar 13 hljóm- andi raddir þess mynda ríka og nákvæma hljómheild, sem ágætlega fullnægir kirkj- unni. Þegar maður hugsar um það, hve afarilla hér hefir hagað til með skilyrði fyrir bygging orgelsins, þá verður maður að segja, að það er ágætt, og meistari þess hefir heiður af því. p. t. Reykjavík, 22. Júlí 1910. Julius Foss, organisti og söngstjóri við Sundby-kirkju, Kaupmannahöfn*. Eg læt svo almenning einan um að gera út um þessa mismunandi dóma. En ef «Álfur« framvegis skyldi finna köllun hjá sér til að skrifa meira um galla eða kosti á verkum mínum, þá skora eg á hann að segja til síns rétta nafns. Reykjavík, 27. Júlí 1910. Virðingarfylst M. Christensen, orgelsmiður. Harnajrzðslumál. Eftir séra Jóh. L. L. Jóhannesson. Svör til Brynjólfs og Finns og sr. Ófeigs, og svo meira. III. Minst hafði jeg á það einhverstaðar í ritgerðinni, að námsframförin væri meira seinfara í fjölmennum fastaskólum, held- ur en í fámennum farskólum, og því gætu fáu börnin farskólanna oft lært jafnmikið á styttri tíma sem mörgu börnin í fasta- skólunum á lengri tfma, og samkvæmt þessu væru heimilisskólar, með örfáum börnum, bestir; en gat þess jafnframt, að slíkt fyrirkomulag alment, að hafa jafn- marga skóla sem heimilin eru í landinu, væri ókleift vegna kostnaðar og kennara- vöntunar. Ut úr þessu fær nú Finnur það, að eg sé að gefa heimakenslunni meðmæli. En slíkt er öllum sanni fjarri. Eg var einungis að tala um mishraðar framfarir í ýmsum skólum og í allri rit- gerðinni er talað um yfirburði skólafræðsl- unnar, í hennar ýmsu myndum, fram yfir það, sem heimilatilsögnin getur, svona al- ment tekið, haft til að bera. Til skóla- kenslu tel eg farkensluna gömlu og heima- skóla á þeim stöðum, er heimiliskennarar eru teknir, og svo náttúrlega fastaskóla (bæði heimangöngu- og heimavistar-) og loks farskólana. Alt þetta eru skólar í gagnstæði við heimatilsögnina. Finnur sýn- ist rugla bæði farkenslu og heimaskólum saman við algenga heimilistilsögn og af þessu kemur miskilningur hans á málefn- inu að nokkru leyti. Loks kemst Finnur að kostnaðaratrið- inu við barnamentunina og getur sér þá til, að orð mín mundu hafa á annan hátt fallið, ef jeg væri fátækur fjölskyldumað- ur. En það er nú einmitt þetta hvort- tveggja sem eg er, og það svo, að færri jafnast þar við. Hart er það nú reyndar, að búast við þvf, að maður geti eigi án hlutdrægni skrifað um alment þjóðmál, heldur verði hann þar að stjórnast af eig- ingirni, Hér finst mér koma sama fljót- færnin sem Finnur er að ávíta hjá mér í upphafi ritgerðarinnar, en þó beindi eg því ekki að neinum tilteknum manni eins og hann gerir. Sannleikurinn er nú SA um þetta, að sumir rita af tárhreinum hvötum um málefni, en að aftur eru til aðrir, er láta sér stjórna af óhreinum eiginhagshvötum. Þetta er sjálfgefið, svo lengi, sem menn eru misjafnir í heimi ! þessum. Hið skakka hjá okkur Finni hefir | í þessu tilfelli verið það, að við látum alla | eiga óskilið mál, því það má raunar ald- rei. í sambandi við þetta með kostnað- inn, fer Finnur að tala um heimavistar- j skóla barna í 4 vetur, sem eg hefi aldrei I haldið fram. — Eg hafði sagt, „að höfuð- erfiðleikarnir fyrir efnalitla menn, væri það, að verða að gefa með börnunum afbæ", og hugsaði eg þá helst um 8 vikna vist í farskóla í 4 vetur. Þessari stað- hæfingu til stuðnings, kom eg 1 viðbót með þetta: „Því þótt það beint reiknings- lega skoðað væri hagur að hafa börnin afbæ, ef fæði og kaup kennarans heima jafnlangan tíma, væri reiknað, þá yrði þó flestum léttara að fæða fólk sitt heima". Það er nú ótrúlegt, að Finni hafi afþess- um orðum getað skilist svo, að jeg hjeldi að framfærendur barnanna væri alveg lausir við kostnaðinn af kennaranum, ef börnunum væri komið 1 burtu, en samt víkur hann þessu máli á þá leiðina, bless- aður karlinn. Svo mikið hlýtur þó hverj- um heilvitamanni að skiljast, aðj þaðverk sem eg verð aleinn að standa straum af, eins og það að hafa heimiliskennara fyrir börn mín ein, má til að verða mér dýr- ara, heldur en að borga tiltölulegan hluta af verki, sem margir kosta í félagi, eins og það, þegar farskólakennari er kostað- ur af hrepnum og segir til börnum margra manna í einu. En þó sagt sé að eitt- hvað sé mér hagur á móts við annað, þá er alls eigi þar með sagt, að eg sé alveg laus við allan kostnað afþví. Þar að auki verður sá maður, er heimakennara hefir, að greiða í útsvari sínu tiltölulega jafnt við aðra, nokkurn hluta af kostnaði farkensl- unnar, þótt hann eigi noti hana. Hann er því í hvorugu tilfellinu laus við fæði og kaup farkennarans. Aukakostnaðurinn við að taka sér kenn- ara heim í 8 vikur, verður augsýnilega þatta: »Kaup hans 6 kr. um vikuna, er verður 48 kr. og fæðið á sama tíma aðr- ar 48 kr. eða alls 96 kr.«. En þó getur verið, að manni, sem á fjölda barna, þyki betra að taka sér kennara, af því að honum finnist sér léttara að fræða börnin heima, en gefa með þeim annað, og llka af hinu, að honum virðist, að börn sín fái enn betri fræðslu í heima- skólanum. Reikningslega skoðað mun þetta samt verða dýrara. Það má því telja áreiðanlegt, að heimaskólinn, er þar að auki fær engan landsjóðsstyrk, verður framfæranda barnanna dýrastur, en börn- um hans um leið líklega gagnlegastur; og þetta má efiaust fá út úr grein minni, en alls eigi hitt, sem Finnur segir, að hún sanni, að heimafræðslan sé notadrýgst og ódýrust. Þvert á móti sannaröll ritgjörð mín, að heimakenslan, eins og húnjhefur hingað til verið, er ófullkOmnust, en verður dýrust, ef hún er gerð svo góð, að hún jafngildi skölafræðslu. Misskiln- ingur Finns kemur af því, að hann bland- ar sífelt saman gömlu heimatilsögninni og nýu heimaskólunum og virðist leggja það að jöfnu. Samþykkur er eg fyllilega Finni í því, að gott sé öllum að lesa bók H. Spencers >Um uppeldi barna og unglinga*. Iðnsýning. Kafli úr B o ð s b r é fi til íslendinga um allmenna sýiiing- í Reykjavlk 1883. »Það er orðið viðurkent með öðrum þjóðum, hve góð áhrif að sýningar hafi á verknað og framreiðslu. Sýningin gef- ur þeim, sem annaðhvort eru sérlega hag- ir menn, eða hafa fundið eitthvað nýtt upp, tækifæri til að gera handbragð sitt öðrum kunnugt; hún gefur öðrum kost á að sjá, á hverju stigi hver iðngrein er á þeim stöðum, sem munir eru frá sendir, og hún veitir færi á að kynna sér, að- ferðir og annað, sem menn ættu torveld- lega kost á með öðru móti. Sýningarn- ar eru spegill, þar sem bóndastéttin eða listamennirnir o. s. frv. geta skoðað sig sjálfa í ... . En fyrirtæki þetta getur því að eins komist á, og náð tilætluðum notum, að þér heiðruðu landar! hver um sig og allir í senn eftir hvers vilja og hæfilegleikum, brigðist vel við þessu og styrkið oss á þann hátt, er að framan er getið. Efumst vér alls eigi um, að þér 1 þessu efni gerið alt sem í yðar valdi stendur til þess að sýningin geti orðið hlutaðeigendum og þjóð vorri til gagns og sóma. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík S. maí 1882«. Sýningin var opnuð í Reykjavík 2. ágúst 1883, og þótti hún takast vel 1 fyrsta sinni. Komu munir til hennar bæði frá körlum sem konum. Úr öllum sýslum landsins, nema úr tveimur, komu gripirnir. Munu þeir hafa verið 390 talsins. Styrk fékk félagið af almannaté. R. n. d. K æ ar-annáll. „fsland gagnvart ððrum rikj- um fram að siðaskiftum«, heitir ritgerð er þeim dr. Jón landsrjalavörður Þorkels- son og Einar lagaskólakennari Arnórsson hafa ritað 1 Andvara. Hún er sérprent- uð, og er 168 bls. Verður hennar slðar getið hér í blaðinu. „Ceres" kom frá útlöndum 25. þ. m. Meðal farþega voru þeir Einar Benedikts- son skáld og Magnús Blöndahl alþm. Dánir: 16. Júní: Sigríður Bjarna- dóttir, ekkja, Grettisgötu 35 A, (77 ára). S. d.: Þórður Jónsson, barn, Lindar- götu 1. 24. s. m.: Jústa Einarsdóttir, unglings- stúlka, Vitastfg 7. 28. s. m.: Haraldur Þ. Haraldsson, barn, Grettisgötu 54. 30. s. m.: Lárus Scheving Jónsson, barn, Stýrim.stfg 7. S. d.: Sigríður Halla Pálsdóttir úr Hafnarfirði (30 ára). 1. Júlí: Þórey Guðmundsdóttir, stúlka á Laugav. 67. 2. s. m.: Guðfriður Ólafsson, lausam., Vesturg. 30 (66 ára). 4. s. m.: Ludvig Hansen fyrv. banka- ritari (50 ára). 5. d.: Helgi Jónsson, tómthúsmaður, Lindarg. 16 (53 ára). 6. s. m.: Guðrún Jónsdóttir, ekkja, Klapparst. 22 (79 ára). 9. s. m.: Hólmfríður Kr. Sigurðardótt- ir, ekkja, frá Bíldudal (50 ára). S. d.: Margrét Einarsdóttir úr N.- Múlasýslu (43 ára). 14. s. m.: Stefán Gíslason, barn, Bræðra- borgarst. 3. 16. s. m.: Anna Gísladóttir, stúlka, Lindarg. 19 (17 ára). 18. s. m.: Guðrún Sigurðardóttir, Vest- urg. 33 (73 ára). 19. s. m.: Oddhildur Jensdóttir frá Tungu 1 Fljótshlíð. 26. s. m.: Valgerður Jóhannsdóttir, ekkja Guðmundar Þórðarsonar frá Hól (f. 24 Júlí 1821). 27. s. m.: Carl Frederiksen bakari (f. 20. Apríl 1857) héðan úr bænum. Hann lést í Kaupm.höfn. Þinglýsingap: 30. Júní: Halldór Kr. Jjorsteinsson skipstjóri fær uppboðsaf- sal fyrir húseignunum nr. 23 og 25 við Lindargötu með tilheyrandi fyrir 12,500 kr. Dags. 25. Júní. Þingl. 7. Júlí: Ingibjörg Eiríksdóttir selur Bjarna Þorkelssyni bátasmið hús- eign nr. 21 við Grettisgötu með tilheyr- andi 2,700 kr. Dags. 14. Júní. Jón Magnússon bóndi í Krísuvík selur Jóni Guðmundssyni slátrara húseign nr. 24 við Njálsgötu með tilh. fyrir 4,500 kr. Dags. 4. Júlí. Jón Sveinsson trésm. selur bakarameist- ara Hans Jakob Hansen húseign nr. 61 við Laugaveg með tilh. fyrir 20,000 kr. Dags. 4. Júlí! Þingl. 14. Júlí: Halldór trésm. Högna- son fær uppboðsafsal fyrir húseign nr. 77 A. Laugaveg fyrir 1600 kr. Dags. 11. Júlf. Jón Magnússon bæarfógeti selur Guð- mundi Magnússyni skáldi 700 ferálna lóð austan Grundarstlgs fyrir sunnan Syðsta- Berg fyrir 1000 kr. Dags. 9. Júlí. Þingl. 21. Júlí: Bæarstjórn Reykja- víkur selur Helga steinsmið Jónssyni byggingarlóð við Laugaveg T650 feráln. fyrir 825 kr. Dags. 20 Apríl. Einar F. Jónsson steinsmiður selur Jóni kaupm. Helgasyni húseign sína nr. 7 við Vitastíg með,’ tilheyr. fyrir 5,300 kr. Dags. 6. Júlí. Þingl. 28. Júlí: Jóhann Jóhannesson kaupm. selur húsfrú Katrlnu Gunnars- dóttur húseign sína nr. 39 við Laufásveg með tilh. fyrir 3,600 kr. Dags. 21. Júlf. Katrln Gunnarsdóttir húsfrú selur Jó- hanni Jóhannessyni kaupm. húseign sína með tilh. nr. 2 við Spítalastíg fyrir 3,800 kr. Dags. 21. Júlí. Giftingar. 13. Júní: Jóhann Teit- ur Magnússon bóndi í Snjallsteinshöfða á Landi og ungfrú Halldóra Magnúsdóttir. 24. s. m.: Gísli Guðmundsson á Esju- bergi á Kjalarnesi og ungfrú Oddný Árnadóttir frá Móum. 25. s. m.: Aage Sörensen verslunarm. og ungfrú Bertha Johannessen. 28. s. m.: Guðfinnur Þórðarson frá Nýabæ á Eyrarbakka og ungfrú Rann- veig Jónsdóttir. 29. s. m.: Jón Jónsson á Bóli 1 Bisk- upstungum og ungfrú Guðbjörg Sveins- dóttir s. st. 30. s. m.: Johan Rassmussen vélastjóri í Iðunni og ungfrú Margrét Bjarnadóttir frá Reykhólum. 5. Júlí: Benjamín Einarsson skósmið- ur og ungfrú Jónína Björg Jóhannesdóttir, Njálsgötu 48. 5. Júní: Jón Jónsson bóndi úr Hvol- hreppi og ungfrú Guðlín Jónsdóttir s. st. 7. s. m.: Oddgeir Magnússon frá Þórð- arkoti í Sandvíkurhreppi og ungfrú Guð- rún Aðalbjörg Jónsdóttir frá Eyrarbakka. 9. s. m.: Guðni Guðnason frá Eyum f Kjós og ungfrú Guðrún Hannesdóttir Stephensen frá Hurðarbaki. 14. s. m.: Jón Ófeigsson cand. mag. og ungfrú Rigmor Julie Frederikke Shulz. 18. s. m.: Guðm. Guðmundsson frá Múlakoti 1 Fljótshlíð og,Jungfrú Guðríður Andrésdóttir. 22. s. m.: Magnús Pétursson læknir í Hólmavík og ungfrú Þorbjörg Sigurðar- dóttir (bankastj.). 17. júní 1911. Sá dagur á vera gleðidagur og um leið alvarlegur minningardagur fyrir þetta land, sem eigi má úr minni líða. Sem kunnugt er, á þá að minnast 100 ára fæðingardags Jóns Sigurðssonar. En á hvern hátt? mun margur spyrja. Jón Sigurðsson starfaði manna mest fyrir rétt og heill fósturjarðarinnar; hvar sem hann var staddur, hafði hann jafnan vopn á lofti, ef honum þótti gengið of

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.