Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 62, árg. Reykjavík, Föstudaginn 29. Júlí 1910. M 31 $jðrn jónsson. Brot úr stjórnmála- og menningarsögu íslands. III. Stjórnarskrár- og sam- bandsmálið. Þetta mál er umfangsmest allra þeirra mála, sem B. J. hefir fengistvið í Isafold. Þessvegna verður að taka sér nokkur helstu atriðin í því máli, þar sem skoðan- ir, stefnufesta og stjórnmálahyggindi nú- verandi „ráðgjafa" (Björns Jónssonar) birt- ist best. Verður þó auðvitað ekki hjá því komist, að nokkrar endurtekningar verði, þar sem hvað grípur mjög í annað. En þær verða þó nauðsynlegar, svo að skoð- anir mannsins sjáist sem glöggvast, og framkoma í hverri einstakri hlið málsins fyrir sig. A. Stjórnmálastefnnrnar. í Isaf. XI, 2 (1884) lætur B. J. þá skoðttn ótvírætt uppi, að stjórnarskráin 1874 hafi aðeins verið til bráðabyrgða. Það þurfi sem skjótast að bæta hana. Þessi óánægja með þáverandi stjómarástand kemur ákaf- lega oft fram hjá B. J. (sjá t. d. ísaf. XI, 30; XII, 52; XIII, 9, 14, iS). — f fsaf. XII, 39 sepr: »Sú aíalstefna var og á að vera, að fá alt stjórnarvald og stjórnarábyrgð í þeim málum, er varðn ís- land sérstaklega, inn i landið. Að losast við selsstððufyrirkemulagið, semhef- ir reynst og hlýtur að reynast jafnóholt i stjómarefnum sem í verslunarefnum«. í ísaf. XÍV, 36 talar hann um það, »hver vandræðagripur stjórnarskrá vor er« og vill þar láta þingið samþykkja stjómarskrár- endurskoðun og halda henni fram. í ísaf. XV, 35 og 36 er B. J. að rekja ástæður minni hlutans, andstæðinga Benedikts Sveinssonar, og heldur þar fast fram nauðsyn á endurbótum stjórnarskrárinnar, sbr. og ísaf. XV, 14. Á þessum árum skín altaf út úr öllu, sem B. J. skrifarum stjórnarskrármálið, óánægja hans með stjórnarskrána frá 1874. í ísaf. XVI, 32—34 var hann að and- mæla skilnaðargreinum Jóns Ólafssonar, eins og áður (f II. kafla) er áminst, og þá segir B. J.: vort við Danmörku er þannig vaxið, íiö vér getum haft tillti vora hentisemi fyrir því ... — að pvi fráskildu, að enn hefir ekki lánast að koma stjórnarfyrirkomulaginu í viðunanlegt horf«. Margir mundu nú ekki hafa getað kom- íst svo að orði, þar sem sambandið var jafnvel svo afleitt, að íslendingar máttu ekki einu sinni ráða þessum svonefndu „sérmálum". Með öðrum orðum. Engum vorum málum máttum vér ráða fyrir Dönum, en þó var sambandið þannig vaxið, að »vér getum haft alla henti- semi vora«. Sama sem að segja við fjötraðan mann, að hann geti haft alla sína hentisemi, — að því undanskildu, að hann sé í fjötrum. En B. J. hefir líka auðsjáanlega skrifað þetta í hugsunarleysi. Hann hefir hitnað svo út af »fardaga-flani« Jóns Olafssonar, og hefir talið alla nauðsyn á, að kveða sllkan glannaskap niður, því að enn vill hann (ísaf. s. st.) »hamra fram stjórnar- bótina við Dani«. í sama árg. 62. tbl. seg- ir hann enn svo: »Hugsunarréttast er það, að koma ekki fram með neinar tilslakanir, meðan hinn málsparturinn lætur ekki á öðru bóla en eintómum pvergirðingi«. Og síðar: »Hitt er vissulega fullséð, að ekki hverfur hann (o: Endurskoðunarmenn og þar á meðal B. J.) frá kröfu sinni um þannig lag- aða stjórnarbót, sem haldið hefir verið fram nú svo mörgum árum skiftir". Þannig svaraði B. J. í öndverðu Miðluninni, er fyrst kom á þinginu 1889. Auðvitað kemur B. J. aldrei til hugar, að samþykkja þá kreddu stjórnarinnar, að »alríkistengslunum« sé að nokkru hætt, þó að vér fengjum innlenda ráðgjafastjórn í „sérmálum" vorum (sbr. m. a. ísaf. XVI, 34 og II. kafla að framan). I ísaf. XVI, 65,66, 71 (1889) er Björn Jóns- son svo að bræða Miðlunina. Er hann nú svo „diplomatiskur" að segja ekkert alveg eindregið um málið, en hallast þó auðsjáanlega að málamiðlun, að einhverj- um afslætti, ef það mætti verða málinu til sigurs. I fsaf. XVI, 96 er hann orð- inn miklu eindregnari. Þar segir svo: „Það hefir verifi rækilega og ýtarlega útlist- að......að mála miðlunaratriði pau, er urðu að samkomulagi við meiri hluta beggja flokk- anna i efri deild .... veikja ekki að öllu samanlögðu minstu vitund málsveg einbeittra 8tjórnar8krárendurskoðenda“. Þó sér hann enn ýmsa galla á Miðluninni. I þessari grein er hann ennfremur að víta „Þjóðviljann", sem barðist harðlega gegn Miðluninni, og verður færi á að minnast þess nánar í öðru sambandi. En árið eftir (1890) er B. J. orðinn gall- harður Miðlunarmaður, eins og J. Ól. og Páll Briem. í ísaf. XVII, 33 segir hann svo: »Mun engum, sem lætur sannleikann ráða, en ekki misjafnlsga undirkominn geðpótta sinn, geta dulist, aö stjórnarskrárfrumvarp pað, er Miðlunarmenn héldu fram á siðasta pingi, er að öllu samanlögðu hið besta, sem nokkurn tima hefir fram komið hér«. í 34. tbl. skrifar B. J. langa varnargrein fyrir Miðlunina. Kallar hann Danmörk þar »ll«-ÍHltll-ÍIíÍÖ«. í XVII, 35 segir hann þó, að það sé ekki hégómaskapur og metnaðargirnd, sem komið hefir endurskoðunarmönnum til að halda fram jarlshugmyndinni«. í 44. og 53. bl. vekst þó upp ein mótbára gegn skipun efri deildar, eins og Miðlunarmenn efri deildar ætluðu í öndverðu að hafa hana, án þess þó að B. J. haldi þar fast á sínu máli. í ísaf. XVII, 52, skrifar B. J. heldur stór- orða grein um Skúla Thoroddsen, kosn- ingu hans í Eyafjarðarsýslu, og minnihluta þingsins 1889, andstæðinga Miðlunarinnar, en fylgismenn Benedikts Sveinssonar og Skúla. Um þá og Benediktskuna segir þar svo: »Þeir (o: Miðlunarféndur, B. Sv., Sk. Th. o. fl.) vita vel, að pað litið, sem þeir látast vilja byggja upp i staðinn fyrir pað, sem peir eru að reyna að rífa niður fyrir öðrum, það er fúiö og fánýtt Iiróí atildur, ekki til annars enaðgera alþýðu sjónhverfingu, eða þeim hluta alþýðunn- ar, sem til nokkurs er að sýna pess háttar, en pað er ekki betri hlutinn og mentaðri«. Og síðar í sömu grein . . . »Miðlunarstefnan er búin að festa svo styrkvar rætur á pingi, að hver sá vinnur fyrir gig, er hugsar séraðfara þvert í bága við hana í stjórnarskrármálinu héðan af«. Svo farast B. J. orð um leiðarljósið sitt, Benediktskuna. SpádómarB.J. um það, að andstæðing- ar Miðlunarinnar mundu vinna fyrir gfg, áttu sér, eins og kunnugt er, ekki lengri aldur en það, að Miðluninni var sálgað í neðri deild 1891. 1893 var Benediktskan samþykt á Al- þingi. Ekkert vítir B. J. það, jafnvel þótt mátt hefði búast við þvf eftir þá útreið, sem hún var nýbúin að fá hjá honum í Isa- fold. í ísat. XXI, 21 (1894) leggur hann það til, að frv. það (o: Benediktskan) verði aftur samþykt orðalaust á aukaþinginu, sem hald- ið var það ár. Það varð og. B. T. lætur þessi árin (1893 og 1894) stjórnarskrármálið nær þvl alveg hlutlaust. Það er eins og móð- urinn sé genginn af honum eftir ófarir Miðlunarinnar. Þetta birtist líka best 1895 í ísaf. XXII, 35. Nú leggur hann til, að málið verði alls eigi borið upp á þingi í frumvarpsformi.'er nú orðinn þreytt- ur á að „hamra“ á stjóminni lengur, að minsta kosti að sinni til, og býstekkivið, að hægt verði að sýna fram á það, að til nokkurs sé að vinna, nema »með einhverjum staðlausum röksemdaleik og skýja- tildursfimbulfambi«. Á þinginu 1895 var og valin önnur leið en áður, sú að samþykkja þingsályktun, er skoraði á stjórnina að hlutast til um, að hún gerði ýmsar breytingar á stjórnar- tilhögun sérmála landsins. B. J. var mjög eindreginn með þessari þingsályktunar- tillögu. Vill nú ekki eyða fé til auka- þingshalda um stjórnarskrármálið, heldur byggja alt á samvinnu við stjórnina. Gömlu aðferðina kallar hann »þjóð- villiiiiiol<l>'iöi-i«, . Dhilg-suiiiir- laust varafleipur frelsis- {rjíilli-ni-a« o. s. frv., og hann kallar tillöguna »mí líilisi v i-rt stig1 I stj órnarskrármálinu«. — Segir hann að seint muni þjóðin verða svo „misvitur, að hún láti telja sér trú um, að slík stefna (d: að hamra á Danastjórn) horfi landi og lýfi til heilla, hvort heldur er í pessu máli eða öðrum". (Sjá ísaf. XXII, 57, 59 ogÓ2; sbr. og ísaf. XXIII, 58, XXIV, 35). »Frelsisgjálfrarar« eru nú andstæðingar tillögunnar orðnir, og þá fyrst og fremst Ben. Sveinsson, Hannes Þorsteinsson og Skúli Thoroddsen. B. J. hefur þó ennþá ekki 1 orði kveðnu afneitað stefnu sinni, að þvi er kröfurnar snertir, heldur aðeins að þvi er aðferðina snertir til þess að fá peim framgengt En skamt mun frá öðru til hins, eins og ást hans á Valtýskunni sýnir næstu árin. Miðlunin var þegar búin að rugla hann; nú kom þingsályktunartillagan í „spilið", og svo var Einar Hjörleifsson orðinn meðrit- stjóri* Isafoldar, og Valtýr Guðmundsson var auk þess orðinn þingmaður. Nú kemur V. G. fram á vígvöllinn. Hann byrjar með þeim kröfum, að sér- stakur ráðgjafi (o: sérmálaráðgjafi) sé skip- aður fyrir ísland, óháður ríkisráðinu, beri á- byrgð á sérhverri stjórnarráðstöfun fyrir al- píngi, sé Islendingur og eigi sæti á Alpingi. (Eim- reiðin II, 17, sbr. ísaf. XXIII, 17). í þings- ályktunartillögunni 1895 hafði þess ennfrem- ur verið krafist, að ráðgjafinn væri hér búsettur og landsdómur stofnaður til að dæma hann. B. J. vítir nú V. G., fyrir að hafa slept þessum kröfum, þingsályktunartill. úr kröf- um sínum, og þykir það »miður vel til fundið af alþingismanni, að draga úr þeim kröf- um«, meðan stjórnin hafi ekki svarað þingsláyktunartillögunni, en segir þó, að ekki sé sóhugsandi, að þingið yrði i svipinn litilþægt, að það yrði jafnvel fáanlegt til pess að sætta sig um stund við nýa ann- marka. . . . En minna en það, sem þingsálykt- unin fer fram á, getur islenska þjóðin ekki sætt sig við til lengdar, og gerir það heldur ekki« („ísaf". XXIII, 18). Kröfum þings- ál. heldur B. J. með tilstyrk Guðl. Guð- mundssonar svo fram gegn Valtý(sjá ísaf. XXIII, 29—31), en segir þó, að mjög var- hugavert væri það, að hafna því boði, ef stjórnin gæfi kost á því, að fullnægja kröf- um Valtýs (ísaf. XXIII, 31, sbr. og ísaf. XXIII, 58). í ísaf. XXIII, 70 segir þó, að þótt ráðgjafastjórn yrði hér sett á lagg- irnar, yrði »æðsta stjórn mála vorra þá eftir sem áður ekki á Islandi, heldur i Danmörku, og hún yrði pá eftir sem áður ekki i höndum Is- lendinga, heldur i höndum Dana«. Þykirhon- um mikil tvfsýni á þvi, »hvort lítandi væri við nokkrum samningatilboðum af stjórnarinnar hálfu, — mefian ekki fengist framgengt algerð- um skilnaði ríkisráðsins og hinna sérstöku landsmála vorra«. Og að hæstiréttur skuli dæma ráðherra vorn, þykir honum ennþá ótækt. Valtýskan er enn ekki búin að finna fulla náð fyrir augum þeirra B. J. og E. H., en „óneitanlega" eru þeir þó ekki frá- leitir samningstilraunum, enda segja þeir að vér nlslendingar séam ekki hásigldir*. Á þinginu 1897 rennur fyrst algerlega upp Valtýska öldin. Þá býður Valtýr fyrst opinberlega út þessa dóttur sína. Hann heitir nú sérstökum ráðgjafa. er Keimilt sé að mæta á alþingi, «n jjetur veitt öðruni raanni nmboð til þess, og af þessu dregur ísaf. þá ályktun, að ráð- gjafinn hljóti að verða Islendingur, og óbein- llnis viðurkend skylda hans til að sitja á þingi, — og Ol. gr. stj.skr. átti íid breyta þannig, að aðeius skyldi roiið jiíng og kvatt til aukaþings, et stjórnarskrúi'- breyting væri samþykt, þegar stjórnin væri breyt- ingunni litynt. ísaf. XXIV, 46 spyr: „Hverju eigum vér að svara?" Lýsir hún því, að þetta sé þó betra, að fara samingaleiðina, en að »hamra fram vonleysufrumvörp«. Henni þykir að vísu ekki nóg fengið, en segir þó, að stjórnarbótarmáli voru hafi þó »þokað þetta áfram«. Ræður ísaf. XXIV, 46 fremur til að þiggja þetta, þvi að engu sé siept við það. í ísaf. XXIV, 51 segir, að með frv. Valtýs sé »alt fengið, sem vór þurfum að fá iim í stjórnarskrú vora, og ennfremur, að frv. „bindi enda á þá deilu, að minsta kosti um langan tima“. Það er nú kunnara en svo, að Isaf. var mesta stoð og styrkur Valtýskunnar héð- an af og meðan hún var á dagskrá. Þessi dæmi úr ísaf., sem tekin voru, sýna vel, hvernig hún gengur til á áttinni, ekki alt í einu, heldur þarf til þess nokkur blöð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.