Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.07.1910, Blaðsíða 4
124 ÞJOÐOLFUR. nærri rétti vorum, og beitti þeim svo knálega, að hans jafningja höfum við naumast átt; hann hopaði ekki, held- ur sagði „aldrei að víkja". Hann tal- aði um sjálfstæði, og hann vann líka að því. Oss, sem þennan dag höfum áform- að að opna innlenda iðnsýning hér í Reykjavík fyrir alt ísland, varðar það miklu, að almenningur skilji það hlutverk vort rétt og starfi vel að að því, að alt verði sem veigamest; það er ekki á valdi eins eða fleiri, heldur allra, sem þetta land byggja. Upp hugur og hönd til starfa! Ef vér fylgjumst að og störfum þar eftir, þá má alt vel fara. Já! vér eigum þenna dag að opna innlenda iðnsýningu; en vér eigum líka að gera meira, vér eigum á þeim degi að mynda nýtt þjóðmenja- saýn nútímans, sem oss vantar svo tilfinnanlega, og bestu sýningarmun- irnir eiga að vera fyrstu máttarvið- irnir í því safni, sem svo hinir ungu og óbornu geta bætt við og hlúð að. Auðvitað þarf hið háttvirta al- þingi að koma hér til sögunnar og leggja til þess nýa safns, en það á líka að vera landsins eign frá upp- hafi til enda. Það er veitt árlega fé til að vernda kirkjugripi, og eins til þess að kaupa fyrir gamla muni, og það sýnist ó- hjákvæmilegt; því virðist ekkert ó- sanngjarnt, þótt eigulegustu munum nútímans væri líka gaumur gefinn, sem svo á sínum tíma gætu myndað sjálfstæða hugsun í iðnaði. Og það er einmitt einkar vel til fallið að byrja þetta safn á fyrstu iðnsýning- unni, sem talist getur að hér sé haldin og á að opna á ioo ára af- mæli Jóns Sigurssonar. Það á að stofnsetjast þann dag. Ingólfsnefndin hefur enn fremur ósk- að að geta þá afhjúpað mynd af Ingófi Arnarsyni landnámsmanni, sem er í smíðum og af íslenskum hugs- unum og höndum gjörð, og afhent hana þá landinu til eignar; en til þess vantar nokkurt fé ennþá. En ef allir gera eitthvað til þess auka það, með því að kaupa seðla eða leggja fram nokkra aura, má það vel takast, því að myndin bíður þess nú, að hún verði steypt í eir, og nú stendur ekki á öðru en nokkurri viðbót af peningum. Þér íslendingar 1 Er mátturinn ekki svo mikill, að riðinn verði bagga- munnurinn? Jú, ef vér viljum, þá getum vér það; sýnum það þá í verki, munum að tíminn er naumur, svo að bið stoðar ekki. Fyrir mér vakir sú hugsjón um þennan dag, að það geti orðið kær- asti sólskinsdagur íslenskrar menn- ingar, sem um langan tíma hefur skinið yfir þetta land. Mér finst eg heyra í fjarska óm, sem kveði um þann morgunroða, sem aldrei muni ganga til viðar. Rvík io. Júlí 1910. yón Halldórsson. Hvað er að frétta? Bruni. Bærinn á Hellu f Beruvík undir Jökli brann til kaldra kola nýlega. Bóndinn, Ögmundur Andrésson, fátækur fjölskyldumaður, og fóik hans, bjargaðist með naumindum á nærklæðum. Alt var óvátrygt, en Jöklamenn hafa hlaupið svo myndarlega undir bagga, að þeir hafa bætt bónda skaðann að fullu. „Vestrl« strandaði 26. þ. m. á Haga- >000000 0000000 00 oooc 10 íbúðarhús vil eg kaupa hér í bænum, en ekki dýrari en alt að 6000 krónur hvert. Engin áhersla lögð á, hvar í bænum húsin standa, en á þeim má alt.s ekkert hvíla nema veðdeildir. Eg borga að nókkru með peningum við afsal. Jóh. Jóhannesson. Laugaveg 19. .A.Urugid. Nokkrar ágætar íbúðir hefi eg til leigu. Leigjandi þarf engin ómakslaun að borga mér. Jóli. Jóliannesson. >000000 0000 00 ( Ódýra Gaslampa «9 Suðuvélar útvegar undirritaður. »Sólar«-lampinn eyðir t. d. einungis 90 Litr. á kl.tíma, en gefur ca. 110 normalkertabirtu. Gassparnaður því ca. 42%. »Sækular«-lampinn sparar gas um 60°/o. Verðskrár með myndum til sýnis. Þeir, sem vilja nota ódýrar gaslýsingar og gassuðuáhöld, gefi sig fram sem fyrst. • I. 15. Pétursson, Talsími 1S5. Talsími 185. Nýlendugötu ÍO. Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet finulds Klæde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun ÍO Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 31/* Mtr. 135 Ctm. bredt sort, morkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk Herreklædning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter 0nske tages de tilbage. í h. b. 1 ár. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. m nesvík f Fljótum, en náðist þaðan út aft- ur óskemdur í gær, og hélt áfram férð sinni norður á Akureyri. Eftirmæli. Hinn 9. Febr. síðastl. andaðist Guðrún Jónsdóttir, hjá tengdasyni sínum í Þver- árdal í Bólstaðarhlíðarhreppi. Guðrún sál. var ekkja eftir Jóhann Frímann Sig- valdason, fyrrum hreppstjóra í Mjóadal. Þau hjón áttu 10 börn, lifa 4 þeirra móð- ur sína, 2 synir, annar þeirra í Amer- íku, og 2 dætur. Foreldrar Guðrúnar sál. voru: Jón Sveinsson, fyrirmyndar- búhöldur sinnar tíðar, og Sigríður Jóns- dóttir í Landanesi í Torfulækjarhreppi. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum uns hún giftist 1861. Vorið eftir fluttist hún með manni sínum að Mjóadal og bjó þar með honum mesta gestrisnubúi í 34 ár. Eftir að hún lét af búskap fylgdist hún með og var hjá tengdasyni sínum til æfi- loka. — Guðrún sál. var gáfukona, hóglát, umburðarlynd og aðlaðandl, ráðdeildar- söm, skyldurækin og ástrík eiginkona, en umhyggjusöm og elskuleg móðir böruum sínum. A yngri og efri árum sínum var hún sönn heimilisprýði og sómi stéttar sinnar. Astkær minning hinnar látnu merkiskonu verður því ógleymanleg í huga og hjörtum barna hennar og ástvina. G. G. 1910. IVýir og skilvísir kaupendur fá ókeypis um leið og blaðið er borgað: 1. RoJney Stone, skáldsaga eftir hið fræga skáld Englendinga, Conan Doyle, 168 bls. í stóru broti og prentuð með smáu letri. 2. islenskir sagnaþættir. 2. hefti, 80 bls. Þar er i Þáttur af Árna Grímssyni, er sig nefndi síðar Einar Jónsson, eftir Gísla Konráðsson. Frá Bjarna presti i Möðrudal. Draugasaga. Um Hjaltastaðafjandann. Mjög merkileg og áður ókunn frá- saga um þennan merkilcga anda eða fjanda. Rituð af samtíðarmanni sjónar- og heyrnarvotti. Frá Eiriki Styrbjarnarsyni og frá Metúsalem sterka í Möðrudal. Ennfremur verður bráð- lega fullprentað: islenskir sagnaþættir, 3. hefti. Þar í verður meðal annars: Þáttur af Kristínu Pálsdóttur úr Borgarfiði vestra og Sagnir úr Austfjörðum. Afg;reiðsla blaðsins er á Laugaveg 19 ('austurendanum). Ritstjóri og ábyrgðarm.: Pétur Zóphóniasson Prentsmiðjan Gutenberg. Dömuklæði, á kr. 1,40, nýkomið. Einnig úrval af hinum annáluðu ullar- Peysum. allar stærðir, og nærfotin sterku og ('xlýrn. í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson S>' Co. Af því að eftirspurn er svo mikil eftir farmiðum, fer »Ingólfur« tvær ferðir upp að Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd þann 31. þ. m., og leggur á stað í fyrri ferðina bl. 4 árdegis, og verða sem flestiv að jara með þeirri ferð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.