Þjóðólfur - 12.08.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.08.1910, Blaðsíða 2
130 ÞJOÐOLFUR. við, að standa mundi á framfaraflokknum að aðhyllast það, ef fáanlegt væri afar- kostalaust. »En það er hvorttveggja, að báðir flokkarnir vita mjög vel, að fyr- nefndrar heimastjórnar (ráðgjafabúsetu hér), er enginn kostur, þótt verið sé að bera fyrir sig það og það, sem ekki er nema reykur. . .« Nú sýnist „Tíumannafrumvarpið" hverfa úr sögunni. Nú fer Isafold að tala um einn Islandsráðgjafa búsettan hér, eins og nú er. Hún segir að ekki væri »beint« rangnefni, að skíra slíkt heimastjórn«. »En um þetta fyrirkomulag . . . hafa allir danskir stjórnmálamenn og lögvitringar, sem á það hafa minst, verið alveg samdóma og munu vera enn (o: eftir að vinstrimenn komust til valda) samdóma, að hún sé alls ekki tak- andi i mál. Svo mikill reykur sem það er, sem verið er nú að bera þá fyrir, suma hina nýu ráðherra, vinstrimannahcfðingjana, þá lýsir það sér i hverju þeirra orði, að þannig vaxna innlenda ráðgjafabúsetu (o: það fyrirkomu- lag, sem B. J. »regerar« nú eftir) geta þeir ekki hugsað sér«, ísaf. XXVIII, 69. Og þetta fyrirkomulag er annað og verra en það (o: Tímenningafrv.) — enn verra og óaðgengilegra fyrir oss« (Isaf. s. st.). Þetta styður Isaf. með því, að einhver náungi hefir skotið því að henni, að „Heima- stjórnarmenn" hafi viljað láta alla ráðgjafa ..heimaríklsins“ sinu sinni hvern«, vera millilið milli Islandsráðgjafans og konungs. En Isaf. XXVIII, 69 játar þó nú jafn- framt, að mikið sé »fyrir búsetuna gefandi, ef hún er sönn og veruleg«, og að »fyllilega óháðum Islandsráðherra hér búsettum gæti verið ástæða til að taka fegins hendi, og jafn- vel sætta oss við að launa honum beint nr landssjóði, ef því væri að skifta, þó að lítil ástæða virðist vera, að létta þeim kostnaði af rikissjóði, eins og með oss var farið við fjárhagsaðskilnaðinn á sínum tíma, og þó að frámunaleg heimska sé að hugsa sér hann þjóðhollari fyrir það, þar sem vér meðal ann- ars hefðum eftir sem áður ekkert vald yfir þvi, hver emhættið skipaði, né heldur yfir þvi, hve hátt honum yrði launað — launin yrðu tekin af rikissjóðstiilaginu að oss fornspurðum, svo sem eigandi undir fyrirmælin um hina æðstu innlendu stjórn, í stöðulögum og stjórn- arskrá« (ísaf. s. st.). Það er annars ekki gott að hugsa sér í fljótu bragði, hvemig hægt væri að tala um „óháðan« íslands ráðgjafa með þessu lagi. Líklega ekki öllu betra én að telja fiskana meðal spendýranna eða að stað- hæfa, að til væri ferhyrndir þrihyrningar, og aðrir ámóta »lógiskir« »prófsteinar«. En auk þess er þessi klausa Isafoldar nýtt rothögg á Valtýskuna frá B.J., þvíað Val- týsráðgjafa átti einmitt að fara svona með, að því fráskildu, að hann átti ekki að vera búsettur á Islandi. Isaf. sagði reynd- ar, að alþingi réði, hver hann væri, en þá er það óskiljanlegt, hvers vegna það gat ekki ráðið eins eða fremur, hver hinn „óháði“ ráðgjafi, búsettur hér, yrði. En vegir Isafoldar eru stundum órann- sakanlegir. B. J. virðist svo ósýnt um alla hugsun, svo ósýnt um að greina líkt og ólfkt hvað frá öðru. Það er eins og „lo- giski sansinn" hafi verið honum svo ein- staklega stjúpmóðurlega útilátinn, að hon- um væri nær ókleift að hugsa eina langa setningu rétt til enda, þrátt fyrir mikla viðleitni til þess. I Isaf. XXVIII, 74 segir, að auk Bene- diktsku og Miðlunar sé „lítt hugsanlegt öðruvísi vaxið stjórnarfyrirkomulag", en »að vér höfum þann fulltrúa við hlið hins útlenda staðfestingarvalds, er sé i fylsta skiln- ingi vor maður«. B. T. á hér við ráðgjafa, búsettan í Höfn, því að hann segir, að þetta sé „að- alinnihald stjórnarbótar þeirrar, er þing- ið samþykti í sumar (u: 1901). Þótt Valtýskan sé góð, þá er B. J. þó ennþá við og við að taka fram hjá henni bæði með Benediktsku og Miðlun. Og svo heldur B. J. áfram í sömu grein: »Likamleg návist ráðgjafaus er vegs- auki fyrir höfuðstaðinn og höfðingjasamkund- unni þar félagsbót, enda og hlunnindi nálæg- um héruðum, að skamt er til bans að ná«. Enga greinir nú á um vegsaukann að ná- vist ráðherrans. Ráðgjafabúsetu hér telur hann fyrst »skil- málalaust æskílega, og vitanlega sjálfsagða, er ekkert þyrfti til Hafnar að sækja i »sér- mi'ihiniimt. Að öðrum kosti er búsetan eins likleg til ógagns sem gagns«. Hann er llka hræddur um, að ráðgjafa, búsettum hér, yrði erfiðara að koma fram málum landsins i Höfn en þar búsettum. (Isaf. s. st.). Hugsum okkur B. J., ef hann væri ráð- gjafi samkv. ómengaðri Valtýsku, og sæti í Höfn, en kæmi annaðhvort aldrei eða 2 mánuði annaðhvort ár til Islands. B. J. segir ennfremur í Isaf. XXVIII, 74, að »i fjarska verði hverjum góðum dreng fósturjörðin hjartfólgnari en ella“, og því meiri lfkur til, að fslenskur ráðgjafi bú- settur í Höfn yrði meiri föðurlands- vinur, en sami maður hér búsettur. Samt er hann hræddur um, að búsetan kunni að verða meira í orði en á borði, að ráðgjafinn muni et til vill aðallega verða „skrifaður" hér, en dveljast mest f Höfn. Og það þykir honum þó ókostur (ísaf. s. st.). Föðurlandsástin ætti þó að vaxa við langdvalir hans erlendis. I Isaf, XXVIII, 75 vonar B. J., „að hið nýja ráðaneyti (0: Deuntzers) láti ekki flek- ast fyrir heimskra manna fortölur eða hrekk- visra til að imynda sér það, að það verði við hjartans óskum vorum og þörfum með þvi að eins að veita hér búsettum manni ráðgjafa- nafnbót, og hafa hann fyrir hlaupasendil milli Kaupmannahafnar og Reykjavikur, hvenær sem konungur þarf að gefa út embættishréf eða annað því um likt", og „vér vonum, að ráða- neytið láti ekki freistast til að smeygja fram af sér eða rikissjóðnum hinni lögbundnu (o: með stöðulögunum) skyldukvöð, að bera hinn æðsta stjórnarkostnað vorn, og demba honum á oss fyrir það eitt, að Islandsráðgjaf- inn heiti hér búsettur, án þess að þvi fylgi i raun og sannleika nokkur hin minsta færsla stjórnarvaldsins inn i landið«. Með Valtýsku-ráðgjafa, búsettum i Höfn, fluttist valdið inn í landið. Hvernig er þá hægt að hugsa sér, að það flytjist síð- ur inn í landið, ef ráðgjafinn er búsettur í Rvík og að öðru jöfnu? Skyldi B. J. skrifa undir það nú, að hann væri ekki valdameiri maður en landshöfðingi var, og er hann þó búsett- ur hérr Það mundi hann ekki geia — og þó fylgir sá böggull skammrifi, að hann á samkv. stjórnarskránni 1903 að bera íslensk lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir upp fyrir konungi 1 ríkis- ráðinu. Og óskar hann nú, að ríkissjóður Dana greiddi honum ráðherralaunin samkvæmt stöðulögunum ? Þann 6. des. 1901. ritar B. J., ásamt Birni Kristjánssyni, Jens Pálssyni, Krist- jáni Jónssyni og Skúla Thoroddsen („fimmið") „(sendilor’éf" til Albertís. Ef Albertí sjái sér ekki fært að veita ís- landi stjórnarskipun, er samkvæm sé Benediktskunni, þá „leyfum vér (o: „fimm- ið") oss allra virðingarfylst að láta uppi við yðar Exell. þá eindregnu og vandlega íhugaða sannfæring vora, að þau úrslit stjórnarbótar- málsins, sem felast í stjórnarskrárfrumvarpinu frá síðasta alþingi (o: Valtýskan 1901), verði oss hagfeidust eftir atvikum, og að meiri hluti þjóðar vorrar vilji, að þau hafi fram- gang, ef eigi er hins kostur, sem að framan er á vikið". Valtýskur-áðgjafi, búsettur í Höfn þykir þeim þá „eftir atvikum« heppilegri en ráð- gjafi búsettur hér. Bananas, Nidursoðnir ávexti, Konfekt o. fl. nýkomið í Söluturninn. Söluturniim: Pappír, blek, blýantar, vasabækur, stilabækur, póstkorta-albúm, strok- leður, þerrapappír. 8 aura »bréfs- efni« o. m. fleira nýkomið. Og svo halda þeir áfram: „Vér þekkjum enga tiltœkilega millileiO milli þessarar tvens- konar (o: Valtýsku og Benediktsku) tilhögunar á stjórnarfyrir— komulaginu", Isaf. XXVIII, 78. Það mun mega telja þetta „sendibréf1 í samræmi við ávarp efrideildar-Valtýinga til konungs 1901 (sbr. Isaf. XXVIII, 60). Nú er svo komið, að B. J. (og öllu „fimminu") þykir ráðgjafabúseta á Islandi alls eigi „tiltækileg", svo framarlega, sem ekki fáist að minsta kosti Benediktska. Kristján Jónsson hafði að vísu áður tekið svo djúpt í árinni, en B. J. tæpast. Reyndar telur hann efri deild hafa þrætt feril Isafoldar í áðurnefndu ávarpi sínu 1901 (Isaf. XXVIII, 60). to. Jan. 1902 kom út boðskapur kon- ungs til Islendinga. Þar er þeim gefinn kostur á Valtýskunni 1901 óbreyttri, eða með þeirri breytingu, að ráðgjafi „sér- mála" Islands sé búsettur á Islandi (sjá Isaf. XXIX, s). Nú sýndi Albertí, að búseta ráðgjafans hér var ekki stjórnartarslegur ómöguleiki, eins og Kristján Jónsson hafði haldið fram. Þótt nú »fimmið« (B. J., J. P., Sk. Th., B. Kr. og Kr. J.) þektu enga millileið milli Benediktsku og Valtýsku „tiltæki- lega" 6. Des. 1901 (sbr. að framan), þá ráða þeir þó til þess 28. Jan. 1902, 53 dögum eftir að þeir höfðu skrifað „sendibréf- ið“ fræga til Albertís, að taka frumvarp stjórnarinnar, með ákvæðinu um búsetu ráð- gjafans á Islandi, fram yfir Valtýskuna sína frá 1901. Þeir segja svo í „hirðis- bréfi" til flokksbræðra sinna: „Verði búsetu ráðgjafans hér svo fyrir kom- ið, eftir hinu væntanlega frumvarpi stjórnar- innar, að hagsmunum vorum i Höfn verði fylli- lega borgið, viljum vér . . . . fremur hallast að þessu frumvarpi, svo sem þvi, er þá muni veita oss rifari sjálfstjórn, en hitt frumvarpið (d: Valtýskan 1901), hafi alla kosti frum- varpsins frá síðasta þingi og búsetu-ákvæðið að auki (Isaf. XXIX, 6). Heima-búsetan, sem með þessu fyrir- komulagi var „ótiltækileg" 6. des. 1901, er orðinn „kostur" í augum sömu manna 28. Jan. 1902. Og það sem Kr. J. taldi blátt áfram „stjórnarfarslegan ómögu- lelka" á þingi 1901, er orðið betra en óskabarn hans, Valtýskan 28. Jan. 1902. „Margur er rámur og syngur samt". Isaf. segir réttilega, að sinn flokkur hafi aðhylst „berum orðum" „einn ráðgjafa búsett- an hér á landi". Og nú þakkar ísafold sér og sínum flokki þenna nýa búsetu-happadrátt, og kveður andstæðinga s<na hafa róið móti honum, og gefur í skyn, að þeir muni reyna að eyðileggja hann, sjá Isaf. XXIX, 22, 40, 42, 47 0. fl. Og í Isaf. XXIX, 25 segir: »Slík stjórn (o: frv. með heima- búsetunni) er það, sem Framfaraflokkurinn barðist fyrir«. . . Isaf. XXIX, 41, segirþað „þeirra verk". Þá hefir B. J. verið búinn að gleyma sendibréfi »fimmsins« til Alberti frá 6. Des. 1902, auk mestalls árgangs ísafoldar sjálfrar frá 1901. Von er þótt margt fari óheppilega, þegar sami maður er svona meingleym- inn og svo nauða ósýnt um alla rökrétta hugsun. Þegar svo frv. Albertis kom með bú- setuna og »ríkisráð8ákvæðið«, þá segir ísa- fold XXIX, 41: »Þaö er engin fals- búseta, sem hann (o:Alberti) býö- ur, engin grimuklœdd Hafnar- stjórnn. — „Þaö er enginn tví- skinnungur". Isaf. segir það (frv.) al- veg samkvæmt konungsboðskapnum 10. Jan. 1901. Þar var þó ekki minst á rikisráðið. Frv. Albertis með rfkisráðsákvæðinu og búsetunni var samþykt með öllum at- kvæðum á þingi 1902 og öllum -5- einu 1903. Þannig er þá þessi marghlykkjótti bú- setudans Björns Jónssonar og sumra stall- bræðra hans, Hann er eitt gott dæmi þess, að B. J. er fljótur að láta sannfær- ast, fljótur að taka »sönsum«. Hann er ekki jafn vandlátur að „logiska" grund- vellinum undir stjórnmálaköstulum sínum, og hann er líka fljótur að smíða þá. Þess vegna hafa þeir hrunið, og — hann hefir felt þá flesta sjálfur, oftast í gleymsku »þó«. Bjarni »sendiherra« klifaði jafnan á þessari setningu: »að hugsa rétt og vilja vel«. Sá var mikill maður og góður, sem þá kosti hafði. Björn Jónsson hefir eflaust »viljað vel«. Þess vegna hefir hann tildrað mörgum »borgum« upp, sem hann taldi traustar í fyrstu. En hann hefir átt svo ósköp bágt með að »hugsa rétt«, og þvf hafa »borg- irnar« oftast verið svo hlálegar að hrynja fyrir honum, hvort sem hann eða aðrir hafa andað á þær. Hugleiðingar. 11. Það berast ýmsar sögur til okkar f sveitinni um hina nýu stjórn Landsbank- ans. Mönnum þykir stirt og þunglama- legt að eiga við hana, og það eyðir mjög tíma fyrir ferðamönnum. Aður var hægt að fá að heita mátti samstundis svar upp- á það hjá henni, hvort umbeðið lán feng- ist eða fengist ekki. En nú þarf jafnað- arlega að blða eftir því nokkra klukku- tíma. Þetta hefur tafið ferðamenn óþægi- lega og bakað þeim kostnað. Og ekki virðist okkur bankinn yfirleitt eins hjálpsamur eins og hann var áður við alþýðu manna. Stirðleiki, tregða, tortryggni og mikil og megn skrifinska finst okkur vera í mörgum greinum. Hverjum víxil þarf að fylgja sérstök skrif- leg lánsbeiðni og ekki fæst að framlengja eldri lán, þótt afborgun sé í boði, nema nýar ábyrgðarmanna undirskriftir komi. Bankinn þyrfti að hafa prentuð eyðublöð fyrir ábyrgðarmenn liggjandi hjá hrepp- stjórunum. Það gæti sparað mörgum ó- mak og fyrirhöfn, því að fáir í sveitun- um kunna að orða ábyrgðarskölin á þann hátt, sem nýa bankastjórnin vill hafa. Ýmsir munu minnast þess, að í grein einni í ísafold fyrir nokkrum árum síðan var ýmislegt fundið að stjórnum beggja bankanna. Þar var því haldið fram, að bankarnir ættu að lána mönnum fé »til svo langs tíma að þeir gætu endurgoldið þau án annara hjálpar«, að »lánin séu veitt svo há« sem menn þyrftu, og »eyddu ekki um of lánstrausti manna« þ. e. heimtuðu ekki alt of miklar tryggingar fyrir lánunum. Þegar nú þáverandi ritstj. Isafoldar, hinn núverandi ráðherra, hefir komið sín- um mönnum í stjórn Landsbankans væntu menn, að nú mundi honum verða stjórn- að meira en áður eftir þessum kröfum. En reynslan hefir mörgum orðið hin mót- setta. Það hefir verið gengið all fast eftir rlflegum afborgunum á síðustu n>án- uðum, þótt kringumstæður manna séu svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.