Þjóðólfur - 12.08.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.08.1910, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR. víðast, að ervitt sé um peninga. Lánin virðast ekki slður klipin við nögl sér hjá nýu bankastjórninni en hinni eldri, þótt tryggingar séu góðar, og mörgum virðist hin nýa bankastjórn heimta meiri trygg- ingar, »eyða meira lánstrausti manna en sú gamla«. Hér virðist hið fornkveðna koma fram, »að hægra er um að tala en i að komast«. Okkur þykir útlit fyrir, að hin nýa bankastjórn muni ekki ætla að verða sparsöm á kostnað við bankahaldið. Við höfum séð það í blöðunum, að hún hefir aukið við mörgum nýum starfsmönnum við bankann, sem sjálfsagt þarf að launa með mörgum þúsundum. Menn hafa nú þegar rekið augun í það, að samkvæmt síðasta ársreikningi bankans hefir kostn- aðurinn við hann orðið nær því 50 þús- und krónur, þar sem kostnaðurinn árið á undan (1908) var ekki nema lítið yfir 36 þús. kr. Er þessi mikli aukni kostnaður hinni nýu bankastjórn að kenna ? Eða er það af völdum ráðherrans og ransóknar- nefndarinnar? Þér getið, herra ritstjóri, uppfrætt almenning um það. Það virðist þó vera allmikið fé 14,000 kr., sem þar er eytt meira en áður var. Sparsamur virðist okkur ráðherrann ekki vera, heldur þvert á móti. Mörg ný og sum hálaunuð embætti hefir hann stofnað. Margir eru nýsettir hálaunaðir fiskimatsmenn við síldarverkun, eða hvað það er kallað, svo og stjórnendur vá- tryggingarfélaga o. fl. o. fl. Að launa íorstjóra samábyrgðar fiskiskipa með 3500 kr., virðist víst mörgum vera óhæfileg eyðslusemi. Það eru sömu laun sem dóm- ararnir f yfirdómnum eiga að hafa eftir lögum og eins og hæst launuðu sýslu- menn, sem eitt hafa 10—12 árum af æfi sinni og miklu fé til náms síns. Það sýnist bert á æði mörgu, að spar- samUr er ráðherra vor ekki. Stjórn hans ætlar að verða landinu • geysilega dýr. RáðherranD og bláa bökin. Eins og menn muna, þá hefir ísaf. frætt lesendur sýna á því, að ráðherrann B. J. hafi mótmælt því að verða tekinn upp í Bláu bókina hans Kraks. Til þess að vita hið sanna í þessu efni höfum vér ritað útgefanda Bláu bókar- innar og fengið eftirtylgjandi svar: Kaupm.höfn 10. Júlí 1910. Hr. ritstjóri Zóphóníasson. Hið heiðraða bréf yðar frá 20. Júní þ. á. til útgefanda »Vejviserins« höfum vér meðtekið í fjarveru Hr. Kraks úr bæn- um. Vér erum samt sem áður faerir um að upplýsa yður um það hvernig málið er vaxið, en það er þannig: Ráðherrann sendi oss á sfnum tíma æfisögu sínaleiðrétta án nokkurs fyrirvara. Skömmu eftir að »bláa bókin« kom út, fengum vér gegnum umboðsmann vorn, mótmæli þau er þér nefnið frá hr. Birni Jónssyni, með þeirri viðbót að ráðherrann hefði í flýti afgreitt umburðarbréf vort og eigi gætt að titli bókarinnar. Jafnframt getum vér skýrt yður frá því, að nokktir Islendingar neituðu að þeir yrðu teknir í bókina, nema þvf að eins að titlinum yrði breytt, og að mótmæli þeirra voru eðlilega tekin til greina, að undanteknu þessu og öðru tilfelli, þar sem mótmælin komu einnig ofseint til vor. Virðingarfylst fyrir Kraks Köbenhavns Vejviser Hj. Gammelgaard. Af svari þessu er það augljóst: !• að ráðherrann hafi ekki mótmælt upptöku f »Bláu bók- ina fyr en eftir að hún kom út, eða með öðrum orðum eftir að Þjóðólfur hafði vakið athygli hans á því, að það að væri óviðeigandi, að nafn hans stæði þar. 2. að gagnvart útgefandanum hefir hann sagt að hann í flýtinum hafi ekki athugað titilinn, sem er trúlegt mjög, en ekki næg afsökun, einkum það sem Fjk. benti strax á þetta, og 3. að a 11 það, sem ísaf. hefir sagt um mál þetta, er að meira eða minna leyti rangt; en með þvf ísaf. telur sig heiðvirt blað, búumst vér við því, að hún muni leiðrétta það. Vér sjáum hvað setur. jjarnajrxislumál. Eftir séra Jóh. L. L. Jóhannesson. Svör til Brynjólfs og Finns og sr. Ófeigs, og svo meira. (Niðurl.). V. Enginn maður -getur með nokkurri sannmælgi sagt, að umræður og aðgjörða- lausu safnaðarfundirnir séu svona daufir af þvf að fólkið skorti frelsi til að hugsa, tala og gjöra nokkuð, eða að andlegu héraðsfundirnir og óuppbyggilegu stafi at ófrelsi í kirkjufélaginu. Það er heldur engin hætta á því að oss kirkjumönnum yrði meinað að halda af sjálfdáðum ár- legt kirkjuþing fyrir allt landið, ef vér hefðum mannrænu til þess og áhuga á því. Og það er enginn efi á því að al- þingi myndi taka ályktanir slíks frjáls kirkjuþings, allar sem nokkru varða til greina, einkum þar sem þær væri vottur um vilja til að starfa eitthvað sjálfir, Þegar nú gætt er að öllu þessu, má kalla það stórhlægilegt hjá prestunum fyrir aust- norðan, að vera að biðja um og berjast fyrir, lögskipuðu kirkjuþingi, er þó vitan- lega aldrei gæti orðið nema ráðgefandi samkoma. Eflaust myndi ríkisvald- stuðningin svæfa það f góða værð, engu síður en allar sjálfshvata aðgjörðir sóknar- og héraðsnefnda, eða hver meinar íslensk- um þjóðkirkjumönnum að mynda félög til líknarstarfsemi eða að eiga sér ofurlítið kristniboðsfélag er kostaði svo sem 1 eða 2 trúboða út í heiðingjalöndin ? Þetta meinar enginn og þó er ekkert gjört, en yrði eflaust í frfkirkju, og það er föst trú mín að hún skapi bæði betri presta og betri söfnuð. Þar er fórnfýsnin venjulega svo miklu meiri. Það er nýlega búið að nema úr lögum hinn rangláta og vitlausa gamla gjaldmáta til prests og kirkju, og setja í staðinn annan nýjan sem bæði er réttlátur og á viti byggður. Þessi lög eru að minsta kosti hér í sýslu mjög vinsæl og svo mun víðast vera hjá alþýðu upp til sveita. Samt er verið í Kirkjublaðinu og víðar, öðru hvoru að lasta lög þessi. Afleiðingin af þessu og öðru slíku verður, að óvildin til kirkjunnar einkum þó þjóðkirkjunnar eykst óðum, og gjörir það landslýðinn enn ófúsari til að fallast á prestkennara- tillöguna. En þó nú svo verði, að hún fái meðhald fjölda manna sökum fjárgróða þess, er leiðir af sparnaði þeim fyrir sveitasjóði og landssjóði, sem framkvæmd hennar hlyti að hafa í för með sér, þá verð eg samt að vera á móti henni, því að eg álít, að miklu meiri gróði en þess- um sparnaði svarar, fáist fyrir þjóðina við það, að fórnfús og lifandi kristindómur í fríkirkju, kemur í staðinn fyrir aðgjörðar- lausan og dauðan kristindóm í þjóð- kirkju. Eg get eigi skilist svo við þetta merki- lega mál, að mienast eigi á aðgerðir sfð- asta alþingis í alþýðumentamálinu, þvf þær virðast mér hneykslanlegar. Þingið lætur viðstöðulaust stórar upphæðir til æðri skólanna, svo sem gagntræðaskóla, kennaraskóla, lagaskóla o. m. fl. Þetta er nú að vísu gott, ef fjárhagur leyfir og annað enn nauðsynlegra er eigi sett hjá. En örlæti þingsins til barnafræðslunnar var harla lítið. Það sker þar styrkinn svo við neglur sér, að nú er hann minni handa hverjum skóla heldur en var í fyrri fjárlögum. Slfkt er afturför. Að vísu mun styrkurinn til skólahúsa-bygginga halda sér og vera sem áður x/3 af kostn- aðinum, en það er of lítið. Hann ætti að vera 2/3 kostnaðarins í hið minsta. Menn verða að gæta þess að alþýðu- raentunin er miklu fremur alment lands- mál, en sérstakt sveitamál og þar sem fjöldinn af fulltrúum gjaldendanna eru bændur, hefðu þeir átt að muna eftir alþýðunni er ber mestar byrð- arnar. Þáð tekur samt út yfir alt, með styrkveitingarnar til barnaskóla og farkennara. Áður þurfti eigi hreppsjóður að greiða nema hálft á móti landssjóði af kostnaðinum við skólahaldið eða r/3 af heildinni, og mátti það eigi meira vera en var þó nær sanni. En nú er heimt- að að hreppssjóður leggi til jafnt á við landssjóð, það er 2/2 af kostnaðinum. Þetta er svo fráleitt að óhæfu má telja. Þess hefði og mátt gæta að nýum gjöld- um er áður tilheyrðu landssjóði, er nú demt á sveitasjóði svo sem vegavið- hald o. fl. Um alt land hafa menn óskað eftir sem ríflegustum styrk til alþýðufræðslunnar og nú þegar náms- kröfurnar eru svo stórum hækkaðar og sveitarsjóðum með því sköpuð mjög auk- in útgjöld, þurfti náttúrlega að auka til- lagið. En þá er það minkað, þvert of- an í alt mannvit og sanngirni. Um þetta verður eigi annað sagt, en að þingið hafiíþessu máli breyttámóti vilja þ j ó ð a r i n n a r o g brugðist trausti hennar. Sömu óhæfuna að bregðast trausti þjóðarinnar framdi síðasta þing einnig 1 sumum öðrum málum til dæmis með ráðherraeftirlaunin, er þjóð- arviljinn 1 flestum kjördæmum landsins hafði skýlaust heimtað, að væri afnum- in; og nú við stjórnarskiftið var gott tækifæri til þess, fyrir meiri hlutann að vinna sér þar til frægðar og hylli. Þar sviku þó þingmenn kjósendur hroðalega og er von að öllum góðum landvarnar- mönnum líki það illa; en auðsætt er á ýmsu, að við landvarnarmenn hötum fremur fámennir verið í þingi að sönn- uro flokksmönnum og trúum, er til átti að taka. Allir þurfa að vera orðheldnir en eigi síst þingmenn við kjósendur sína. Einnig má finna að því, við þingið, að það lögleiddi eigi afnám konungkjörinna manna, sem þó minni hlutinn núverandi, hafði tekið upp í lagatillögur sínar og þjóðin hefir heimtað. En þetta er nú útúrdúr hjá mér og vík því aftur að fræðslumálinu. Það verður þá að end- ingu áskorun mín, til þings og stjórnar, að þetta með fjárframlögin til barna- fræðslunnar verði lagað á næsta þingi. Alþýðumentunin er svo mikilsvert mál að það má telja eina helgustu skyldu al- þingis að hlynna vel að henni með nægi- legum fjárveitingum og góðum lögum. Hvað er að frétta? Druknun. Síðastliðinn Sunnudag druknuðu 2 menn í Miðá í Dölum. Þeir hétu Eyjólfur Böðvarsson og Ólafur Stef- ánsson, kaupamenn hjá sýslumanninum á Staðafelli. Fóru þeir til baðs 1 nefndri á, og að því loknu riðu þeir yfir hyl í ánni á sund, féll annar maðurinn afbaki f hylinn, en hinn ætlaði að bjargaði hon- I3i um, og druknuðu þeir báðir. — Synir sýslumannsins voru þar viðstaddir og sögðu frá slysinu. Fiskiafli afarmill á Hrútafirði og síldarveiði segir slmfregn frá Borðeyri 1 gær. Þokur og óþurkar ganga sffelt nyrðra. „Gjallarhorn ' er farið að koma út aftur eftir 5 ára hvíld. Það sofnaði um áramótin 1905—1906 þegar »Norðri« fædd- ist, en nú virðast dagar hans vera taldir. Fyrsta blað IV. árg. »Gjallarhorns« kom út 4. þ. m. ogerjón Stefánsson ritstjórinn, sem áður var ritstjóri þess og síðan um tíma ritstj. »Norðra«. Bæar-annáll. Kapphlaup var háð á Melunum 31. f. m., og voru 9 þátttakendur. Ólaf- ur Magnússon ljósm. rann 500 stikur á 1 mín. 2o4/5 sek.; Magnús Tómasson 1 mín. 222/s sek. og þar næst Guðm, Þórðarson 1 mfn 25 sek. Kappsund við Skerjafjörð var og þreytt sama dag. Fjórar stúlkur tóku þátt í sundinu, og varð Svafa Þorsteinsdóttir fljótust. Hún svam 50 stikur á 1 mín. 20 sek. Abelína Gunnarsdóttir svam það á 1 mín. 453/5 sek. og Sigríður Þorsteins- dóttir á 1 mfn 57 sek. 105 stikur syntu þeir Gunnar Einarsson á 2 mfn. 24^/5 sek., Ágúst Jóhannsson á 2 mfn. 2Ó3/5 sek. og Tómas Hallgrímsson á 2 mfn. 29V5 sek. Þeir eru allir innan 18 ára, og var enn einn á því reki, er tók þátt 1 því sundi. Af eldri mönnum tóku 6 þátt í sundinu, og varð Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn fljótastur. Hann synti 105 stikur á 1 mín. 422/5 sek. Næstir honum voru þeir Benedikt Guðjónsson verslunarmaður (1 mín. 562/5 sek.) og Guðm. Kr. Sigurðsson úrsmiður (2 mín. 22/5 sek.). Sunnudaginn kemur verður þreytt um sundbikar Ungmennafélagsins, sem er góður gripur úr silfri. SkipaferðÍF. »Vesta« kom frá út- löndum 9. þ. m. Bjarni Jónsson frá Vogi, Guðm. Finnbogason mag. og Jón Krabbe skrifstjóri í Khöfn voru meðal farþeganna. »Oceana«, þýska skemtiferðaskipið, kom hingað í gærmorgun og fór f nótt. Biskup kom heim úr visitasfuferð um Norðurland síðastl. Laugardag. Flýtti hann ferð sinni vegna veikinda konu sinnar, sem er enn mikið veik. Guðm. Björnsson landlæknir fór með »Ceres« 7. þ. m. til útlanda og ætl- ar meðal annars að sitja á stórþingi Odd- fellowa, sem háð verður í Kaupm.höfn 5—7. Sept. Matthias Þórðarson fornmenja- vörður er nýlega kominn heim úr ferð um Norðurland. Þlnglýsingar u. Ágúst: íslands- banki selur Jes Zimsen konsúl, Magnúsi Benjamínssyni úrsmið, Gísla Finnssyni járnsmið og Einari J. Pálssyni trésmið húseign sína nr. 4 við Norðurstíg með öllu tilh. Dags. S. þ. m. Uppboðsafsal til íslandsbanka fyrir hús- eign Gunnars kaupmanns Einarssonar nr. 4 við Norðurstíg með öllu tilh. fyrir 20,000 kr. Dags. 8. þ. m. Uppboðsafsal til Landsbankans fyrir húseignum nr. 18 B og 18 C við I.auga- veg fyrir 12,500 kr. Dags. 19. f. m. Dánir. 29/7 Magnús Stefánsson gam- almenni á Litla-Seli. 5/s Solveig Friðriksdóttir ekkja á La»f- ásveg 43. S. d. Hjörleifur Guðmundsson barn í Barnahælinu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.