Þjóðólfur - 16.09.1910, Page 3

Þjóðólfur - 16.09.1910, Page 3
ÞJOÐOLFUR 157 um það og margt annað, er vel gæti komið i bága við það. Annaðhvort væru þessir herrar englar — eða nefndarskipunin er hneyksli frá almennu sjónarmiði. Oddur Ófeigsson. + ¥ * Grein þessari erum vér eigi sam- mála í ýmsum einstæðum atriðum eða ummælum, en nánar verður vikið að þessu efni siðar. Ritstj. Syndir Hafsteinsflokksins. ísafold 10. þ. m. flytur grein nokkra með ofantaldri fyrirsögn, og telur þar upp syndir þær, er hún tekur að Hafsteins- flokkurinn hafi drýgt, og má vlst vænta þess, að þar sé alt það talið, er til óvirð- ingar má telja. Þótt Þjóðólfur telji sig ekki til Hafsteins- flokksins, þá vill hann þó athuga grein þessa, einkum vegna þess, að hún er gott sýnishorn af ísafoldarspeki og ástæðum. 1. sakargift: Aðj hann (H.-flokkurinn) beitti öllum kröftum til að fá þjóðina til að samþykkja uppkastið. Svar: Að þetta sé ásökunarefni, nær ekki nokkurri átt, það er þvert á móti hrós- vert, alveg eins og vér teljum það ekki meðal synda B. J., þótt hann berðist gegn því. Að berjast fyrir sannfæringu sinni á hvaða máli sem er, er skylda hvers og eins. Hitt er annað, þótt menn verði ekki sammála. Þannig hafa mótmælendablöðin ekki fundið að liðsbónarför ráðherra norður, en fremur er þó ástæða til þess en hins. Ráðherra á að berjast fyrir stórmálum þeim, sem eru áhugamál hans, og leggja öll frumvörp svo fljótt sém auðið er fyrir þjóðina, svo hún geti athugað þau á þing- málafundum. En nokkuð seint koma þau nú, ef þing á að verða haldið á réttum tíma, því þá verða þingmenn, að minsta kosti til sveita, að hafa fundina í haust. Frumvörp hefðu því átt að vera tilbúin í byrjun þ. m., í stað þess að lítið eða ekkert er farið að vinna að þeim. 2. sakargift: sHækkun embættislauna og viðhald eftirlauna«. Svar: Launahækkanir þessar eru hjá læknum Og prestum, og verður því ekki neitað, að laun þeirra, eins og þau eru nú, eru alls ekki of há. Að þjóðin eigi að launa skammarlega starfsmönnum sínum, er við- sjál kenning. Betra að launa betur og krefjast betur rækt starfsins. Og ekki breytti meiri hlutinn á síðasta þingi þessari stefnu, síður en svo. Fjölg- aði starfsmönnum og hækkaði laun, svo ekki situr á ísaf. að brydda á þessu. Hvað eftirlaunin snertir, þá voru þau lækkuð til muna frá því sem áður var. Almenn ellistyrkslög hafa verið samþykt, og fær alþýða þaðan einskonar eftirlaun. Væru eftirlaunin afnumin. ætti og að af- nema þau lög. Hvorttveggja byggist á sama grtjndveUinum. 3- Sakargigt. »Hann æsti upp hégómagirnd manna með krossa- og nafnbótavirðingum, sem hverjum ærlegum manni ætti að vera and- stygð; enda skriðu engir ílatara fyrir honum en flestir af þessum krossuðu mönnum«, Svar: Vel má það vera, að krossarnir séu hégóminn einber, en fyrst sá siður er, þá er eigi nema rétt að honum sé fylgt, því ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ x BOGI BRYNJÓLFSSON % X yfirréttarmálafiutning8maður X X Austurstræti 3. X ♦ Tals. 140. Helma 1 1-12 og 4-5. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ eigi ber þvl að neita, að tildur þetta á að vera viðurkenning fyrir vel unnu starfi hjá þeim, er fær það. Og þessi viðurkenning er réttmæt, jafn réttmæt eins og t. d. verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. En þessi viðurkenning er mikið ódýrari fyrir ríkið og handhæg. Og ef ísaf. finst það rétt vera, að krossarnir séu »hverjum ærlegum manni andstygð«, hvernig víkur þvf þá við, að B. J. þáði krossinn af Al- berti, og að hann hefir krossað aðra. Er ísaf. með óheiðarlegar aðdróttanii til hans? Að þeir, er krossana hafa fengið, hafi skriðið flatara en aðrir fyrir fótum H. H., er rangt mál. Nægir þar að benda á t. d. Skúla alþm. Thoroddsen, sr. Ólaf Ólafs- son fríkirkjuprest, Kristján háyfirdómara Jónsson, Jón yfirdómara Jensson, Magnús prófast Andrésson, Björn alþingismann Sigfússon, Axel sýslumann Tulinius, Hall- dór bæarfógeta Daníelsson, Ágúst bónda í Birtingarholti Helgason o. s. frv., og voru allir þessir menn þó eindregnir andstæðingar H. H., þó sumir þeirra fylgi nú heldur ekki B. J. 4. sakargift: »Eftirlitsleysi með undirmönnum«. Svar: Þessa ásökun má víst bera á allar stjórnir. Eða hvaða eftirlit er t. d. 15 mfnútna yfirskoðun ráðherra á sýslumanna- bókunum, manns sem varla veit hvaða bækur á að færa og þá hvernig? 5. sakargift: »Blöðin Lögrétta og Reykjavík«. Svar: Blöð þau geta svarað fyrir sig, en oss virðist að núverandi stjórnarflokkur eigi sem minst um blaðamensku að tala, með- an aðalblað þeirra misþyrmir eins sann- leikanum og þar er gert. 6. sakargift: »Fjárbruðlun í konungsförinni*. Svar: Það er víst alveg rétt, að eigi var hag- anlega á fé haldið þar, er þar eiga báOir flokkar óskorið mál. Þess á höf. að minnast. í öðru lagi eru eftirtölur um þetta efni mjög óviðeigandi og ættu ekki að sjást í neinu blaði, hvaða flokki sem það til- heyrir. Eftirtölurnar þær eru svipaðar, og að bóndi, er tekur forkunnarvel við gesti sínum, segiviðhann: »Mikið andsk. hefi eg eytt í tilefni af viðtökunum«. Allir sjá, hversu fráleitt það er. Þeir er átelja móttökunefndina, eiga þjóðarinnar vegna að þegja, og til »flokks- agitationar« er þetta ófært, því b á ð i r flokkar sátu í nefndinni og þingið í heild sinni samþykti alt gott og blessað. (Meira) Skýrsla lir. Eiuars líenedikts- sonar. Þjóðólfur flytur í dag svar og skýringar frá hr. Einari Benediktssyni viðvíkjandi skýrslum þeim, er hann hefir ritað til „The British North Western Syndicate Lim. og prentaður var útdráttur af í síðasta tbl. Reykja- víkur. Blaðið mun sjálft víkja nánar og ýtarlegar að skýrslum þessum og mál- um þeim, sem í sambandi við hana eru. X fyrsta sinn. *o I y 3 S- O) c O O) o cö CC O) C O) 1= o O) o c5 cs *'£• 3 £ <3 > ^lísaía. Frá 30. Sept. og um nokkurn tíma selj- um við karlm., unglinga og drengjaföt með 10—30% afsleetti. Allar vefnaðarvörur með 100/o afsleetti. 150 ýíljatnaðir nýkomnir. Mikið af vefnaðarvöru með e/s Sterling og e/s Ceres, sem selt verður með sama afslætti. Ásg-. G. Gunnlaug-sson & Co. 9 n 0: g 9 0 % p Morg hundruð pör af nýum og vönduðum skófatnaði sel eg með gjafverði til 25. september n. k. — Nú geta menn sparað peninga sína, það er öllum í lófa lagt, með því að kaupa hjá mér: Karlm.stígvél. vöndiið og falleg, á aðeins kr. 7.20 (áður 9,50) Kvenstigvél. skínandi falleg, á aðeins kr. 5,75 (áður 7,75). Allir ættu að sjá sér liag í að skifta við mig, því eg sel allar mínar miklu skófatnaðar-birgðir með afslætti til 25. sept. n. k. Virðingarfylst Reykjavík, 14. sept. 1910. Lárus G. LUðvígsson, Þingholtsstræti 2. ív Eldliúsgögn úr ÁlumiDium spara eldsneyti alt að þriðjungi, eru sterk og ending- argóð, haldast ávalt sem ný með mjög lítilli fyrirhöfn, aðeins þarf að þvo þau úr volgu vatni. Sóda má alls ekki láta í vatnið sem þau eru þvegin úr. Allskonar eldhúsgögn úr Aluminium: pottar, katlar, pönnur, skaftpottar o. ft. best og- ódýrust í verslun II P. J. Thorsteinsson S Co. Reykj&vík. (Godthaab).

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.