Þjóðólfur - 30.09.1910, Side 1

Þjóðólfur - 30.09.1910, Side 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 30. September 1910. JÍ42. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ BOGI BRYNJÓLFSSON $ X yfirréttarinálafiutningsmaður X ♦ Austurstræti 3. • X ♦ Tals. 140. Helma 11 — 12 og 4—5. ♦ *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Xaupeníur blaðsins er búferlnm flytja, eru beðnir að tilkynna það afgreiðslumanni, svo að þeir geti fengið blaðið regln- lega. €r jiörj á 10 milj. krónum til stofnunar veðbanka? Sumir menn, sem vér höfum haft tal af, eftir að kunnugt hefur orðið um lán það, sem landsjóði stóð til boða frá Frakklandi, eru þeirrar skoðunar, að landið hafi enga þörf á svo miklu fé. Þeim hefur blöskrað að heyra io miljónir krónur nefndar, geta] ekki hugsað sér, hvað ætti að gera við alla þá fúlgu. Komi svo miklir peningar inn í landið, segja þeir, fljóti hér alt í gulli, og það, að leiða svona mikið fjármagn inn, verði þjóðinni til böls en ekki blessunur, venji hana á eyðslu og iðjuleysi og á endanum lendi alt í óspilunarsemi og óreglu og alt fari á höfuðið. Vér skulum nú með línum þessum faera þessum mönnum heim sanninn um það, að sé veðbanka komið á stofn með því skipulagi, sem menn hafa hugsað sér að væri á „Sam- vinnubankanum" og áður hefur verið lvst hér í blaðinu, þá er svo langt frá því, að þessar io milj. krónurséu ofmikið fé handa landinu, að það tkki nœgir einu sinni til þess að veita fasteignamönnum landsins lán út á eignir sínar svo sem þeir þurfa og með þeim kjörum, sem viðunanleg eru. Ef litið er á landsbankareikningana fyrir síðastliðið ár, má sjá, að við árs- lok 1909 eru óborguð lán í 1. flokk veðdeildarinnar . . . 1,885,800 kr. í 2. flokk..............2,954,600 — - 3- —..................663,000 — eða samtals 5,503,400kr. og íslands banki hefir lánað út með veðdeild- arkjörum...............950,000 — samtals 6,453,400 kr. Gera má ráð fyrir, að síðan um ný- ár hafi svo mikið verið lánað út í Landsbanka veðdeildinni, að öll lán með veðdeildarkjörum séu um 7 milj. kr. nú sem stendur. Þessar 7 milj. kr. eru lánaðar út á fasteignir með því að lána upp og niður 2/s virðingarverðs fasteignanna. — Væri nú ekkert búið að endur- borga af þessum lánum, þá svarar það til 171/2 milj. kr. virðingarverðs. En þar sem nú mikið mun vera búið að borga af sumum þessum veðdeildar- lánum, er víst ekki ofmikið í lagt þó að reiknað sé, að virðingarverð það, sem svarar til þessara 7 milj. króna lána sé sett um 20 milj. kr. Setjum nú svo, ik) allir fasteigna- j menn, sem veð eiga í Landsbankan- 1 um og Islandsbanka með veðdeildar- kjörum, færu í „Samvinnubankann" og j fengju lán þar. Ætlast var til, að j sá banki lánaði út á jarðeignir 4/5 virðingarverðsins, en 8/* út á húseign- ir. Segjum, að hann lánaði nú ekki nema 'i\>. að meðaltali út á fasteign- irnar. Þá þyrfti samvinnubankinn að hafa 3 i af 20 milj. kr. eða 15 milj. kr. til þess að geta fullnægt þessum mönnum einum. Ef bankinn veitti nú ekki meiri lán en sem svaraði 3/s virð- ingarverðs þessara fasteigna, þyrfti hann samt 12 milj. krónur, að ótöld- um öllum þeim, sem enn eiga óveð- settar eignir og mundu sækja eftir lánum til þess að efla búnað sinn á einhvern hátt, ef lán stæðu til boða með þeim kjörum, er þeir gætu undir risið, svo og að ótöldum þeim hrepps- og sýslufélögum, sem lán mundu taka í þannig lagaðri lánsstofnun. Þetta sýnir, að ekkert veitir af þess- um 10 milj. krónum, til stofnunar veð- banka eins, og er ekki nóg þegar fram líða stundir. En hvað verður svo af þessum pen- ingum, munu margir spyrjar Því er fljótsvarað. Þeir fara til Landsbankans og íslandsbanka til endurgreiðslu veðdeildarlánanna. 7 milj. kr. eru það. — Megnið af hinum 3 milj. kr. mun fara til sömu banka til greiðslu á víxlum og ábyrgðarlán- um. Nú verða bankarnir að leysa inn til sín bankavaxtabréf, sem úti eru, og að mestu liggja á útlendinga höndum. Þar fara 7 milj. kr. aftur, því að bankavaxtabréfin eru jafnmikil að upp- hæð og hin ógreiddu lán veðdeild- anna. — Hinar 3 milj. kr. fara hjá bönkunum, ef peningarnir lenda þar, til þess að losna við skuldir hjá er- lendum bönkum. íslands banki skuld- ar um 2 milj. kr. erlendum bönkum j samkv. síðasta árs reikningi og Lands- bankinn um 1 milj. kr. — Þarna er þá rúm fyrir 3 milj. kr. og þar með ráðstafað þessum IO milj. krónum, sem fengnar væru að láni til stofnun- ar veðdeildarbanka. Niðurstaðan verður, að þessar 10 milj. krónur eru ekki til annars eða meira en að laga það ólag, sem nú er á peningamarkaðinum ísienska. Fasteignamenn fá viðunanleg láns- kjör og þurfa ekki að eiga það á hættu, að eignirnar séu teknar af þeim og seldar á nauðungaruppboði fyrir hálfvirði eða rninna, og bank- arnir íslensku komast úr skuldum við útlandið, og geta þar af leiðandi orð- ið sjáífstæðar peningastofnanir. Að eins húseignirnar á öllu land- inu eru samkv. síðustu skýrslu virtar til skatts á 18l/s milj. króna, auk allra jarðeigna. Skyldu þessar eignir ekki geta not- að eða hafa þörf fyrir 10 milj. krón- ur? eða 3 milj. kr. í viðbót við það, er þær nú standa að veði fyrir í veð- deildunum. Utanförin. Loks hefir hann, ráðherrann okkar, lagt af stað til Kaupmannahafnar á kon- ungsfund. Oft hefur það staðið til áður, en ekkert af orðið, ráðherrann hefir þá altaf orðið fyrir því óhappiþ.!), að verða skyndilega veikur. En nú loksins tókst förin. Þær voru ekki fáar sagnirnar, er gengu af utanförinni og ýmsu, er ráðherrann snerti. Þannig var um eitt skeið, nokkru I fyrir utanförina, altalað um bseinn, að ráðherra ætlaði að beiðast lausnar og benda á hr. Björn bankastj. Kristjánsson sem eftirmann sinn, þar til Alþing kæmi saman. Vér fyrir vort leyti höfum aldrei lagt trúnað á sögur þessar, og höfum því virt þær að litlu, þótt þingmenn úr meiri hlútanum hafi sagt oss og virtst leggja þar á trúnað, að minsta kosti á afsögnina. En svo mikill varð samt trún- aður á sagnir þessar, að nokkrir þing- menn meiri hlutans áttu fund með sér og og sendu sr. Jens próf. Fálsson heim til ráðherra til að fá að vita hið sanna í þessu efni, og svaraði ráðherra á þá lund, að hann »vænti þess að Guð gæfi sér heilsu til þess að vera við, að minsta kosti til þingsc. Og ' þótt svarið væri ekki vel skýrt, þá urðu þingmenn að láta sér það lynda. Svo kom utanförin, og þá gaus upp aftur gamla sögnin um að ráðherra ætl- aði að leggja niður völd, en þó með mikið minni krafti. Og þótt undarlegt sé — þá er eins og fólk viti ekkert hverju það á að trúa, eins og það trúi ráðherr- anum til alls, en nú kvað það alt eins vel geta orðið sr. Jens próf., er ráðherra bendir á, en að honum ólöstuðum kysu víst margir heldur, að hr. B. Kr. yrði fyrir valinu. Á Þriðjudagskveldið í síðastliðinni viku héldu þingmenn meiri hlutans fund með sér, þar sem þeir ræddu ýms mál er fyrir lágu. Á meðal þess var hið svonefnda enska mál, skýrsla hr. Einars Benedikts- sonar o. fl. Þingmönnum þótti, eins og ýmsum fleiri, það ófært, að þeir Eggert Claessen og Sveinn Björnsson yfirréttarmálafærslu- menn sætu i nefndinni, þar sem að þeir væru mjög við fyrirtækið riðnir, og gætu því ekki skoðast sem óvilhallir nefndar- menn. í tilefni af því skoruðu þeir á ráðherra 1. að lýsa því yfir, að honum væri það að öllu ókunnugt, er hann skipaði nefnd- ina, hver afskifti E. Cl. og Sv. B. hefðu af fyrirtækinu og 2. að þeir væru reknir úr nefndinni. Til þess að jafna þetta, hafði ráðherra l það á þá lund, að hann lét Ól. Bj. lýsa ! því yfir í ísafold, að ráðherra hefðuverið ókunn afskifti þeirra E. Cl. og Sv. Bj. | af málinu, og þar sem hann ekki gat staðið sig við að víkja þeim úr nefndinni, þá lét hann skýra þingmönnum frá, að nefndin gæfi skýrslu í næstu viku — og kvað skýrslan vera tilbúin, sbr. Lögréttu 28. þ. m., og hætti svo störfum, og létu þingmenn við svo búið standa. En nú hefir ráðherrann veitt f é 1 a g i — enska bankanum — 1 e y f*i s- b r é f samkvæmt nýprentaðri skýrslu, er félagið hefir gefið út, en á hvern veg það leyfisbréf er háttað, skulum vér láta ósagt um að svo stöddu. Einhvern tíma mun það þó augljóst verða. í vetur bað ráðherra flokksstjórn meiri hlutans um að semja fyrir sig lagafrum- vörp, er leggjast ætti fyrir næsta Alþing. Flokksstjórnin viidi eigi, eins og eðlilegt var, verða við þessari ósk ráðherrans, taldi það hans verk og aðstoðarmanna hans í stjórnarráðinu. En afleiðing af þessari neitun varð sú, að nú veit ráðherran ekkert hvað hann á að leggja fyrir þingið, og hefir ekkert um frumvörp hugsað. Þetta hirðuleysi ráðherrans barst á góma á fyrnefhdum þingmannafundi, og voiu sumir þingmenn, t. d. Skúli ritstj. Thoroddsen, allþungorðir í tilefni af vanrækslunni. Svo fór ráðherrann utan, og höfum vér fyrir satt, að alt það sem hann hefir unnið að undirbúningi þingmála, sé 1. að biðja hr. skrifstofustjóra Indriða Einarsson að athuga tollmálin, meðal annars hvar eigi að taka áfengistollinn, og 2. að afhenda hr. Klemens landritara Jónssyni allar þingsályktunartillögur, er voru samþyktar á sfðasta þingi með þeim ummælum, að hann gerði við þær, það sem honum sýndist. Svona er nú lagaundirbúningur, svo ekki siglir hann með frumvörpin, bless- aður, enda kvað nú eiga að semja laga- frumvörpin flest ytra. Nýr sjálfstæðis- vottur það. En hvert er þá erindið? Það er víst fyrst og fremst að fá þing- inu frestað, til þess vill ráðherra hafa öll útispjót. Ætlar ráðherra að dvelja ytra 2—3 mánuði, segir Þjóðv. eða jafnvel alt til næsta þings.' Þykir það máske ffnna, og svo eru Danir svo undur góðir, sbr. ummæli haus í forsetaförinni, og danska kvenfólkið hið besta í heimi. Og að þingfrestun er nú ráðherrann að starfa. Hann vill skipa sér ráðherrapeð, og á þeim ætlar hann að lifa. I'm þjóðkjörna liðið varðar hann ekk- ert, aðeins ef hann fær meiri hluta í sameinuðu þingi með nýu ráðherrapeð- unum sínum. Jón Jensson og Bril- louin konsúll. Þjóðólfur 9. þ. 111. flylur skýrslu lir. Jóns Jenssonar yfirdómara um lóðarsölumál hans og konsúls Frakka hér, hr. Brillouins. Það er óþaríi, að l'ara mörgutn orðum uin málið, áður en kærusamningur þeirra og samþykt byggingarnefndar ltevkja-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.