Þjóðólfur - 07.10.1910, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR
168
Simskeyti til Þjódól/s.
Kaupmannahöfn 7. Okt. kl. 9,50 /. «.
M\mm yar hllaðir itai!
?ann leggur ekki niður völð.
Hann þverneitar við Ritzau að vera nokkuð
riðinn við bankaplönin.
sem atvikin hafa gert nauðsynlegt að
aukið sé við þau lagasetningárákvæði, er
vér nú höfum.
Tillagan um að þjóðfundur sé látinn
fjalla um málið, en ekki Alþingi, er hugs-
uð í því skyni, að tryggja þjóðinni meira
vald á málinu, en líkur eru til að hun
hafi yfir því á þingi, með því að ætla
megi, að yfirleitt sé ekki aðeins kosið til
þings eftir sambandsmálinu, heldur og
öðrum málum, sem þing og þjóð varða.
Tilgangurinn með þjóðfundartillögunni
er ekki annar en sá, að tryggja þjóðinni
betur atkvæði um sambandsmálið, en nú
á sér stað.
Sami er tilgangurinn með minni tillögu.
Það er því fjarri því, að hér beri neitt
verulega á milli. Samkomulag sjálfgefið
um það, sem betur nær tilganginum.
Ef þjóðinni gefst kostur á að kjósa eða
greiða atkvæði sitt um sjálf lögin eða
lagafrumvarpið í heild sinni, eins og
það er orðað, þá er óneitanlega meiri
trygging i því fólgin, að sjálfstæðismálinu
verði ráðið til lykta að skapi þjóðarinnar,
en vænta má að átt geti sér stað, þó að
þjóðin kjósi fleiri eða færri fulltrúa, til
þess að semja lögin og jafnframt gera
um málið á sérstöku þingi eða þjóðfundi,
svo sem þjóðfundartillagan fer fram á.
En þó svo að þjóðfundartillagan þyki
heppilegri, þá þyrfti eigi að síður — ef
hugur fylgir máli — að lögákveða,
að þjóðfundur hefði málið til meðferðar.
Sú aðferðin við meðferð málsins, er
menn fella sig best við og best þykir ná
tilganginum, fullnaðaratkvæði þjóðarinnar
f sjálfstæðismálinu, verður að vera Iög-
ákveðin.
En tryggilega lögákveðin er hún því að-
eins, að ákvæðin standi í stjórnarskránni,
eins og þau lagasetningarákvæði, er
vér nú höfum, annarsvegar snertandi hina
venjulegu löggjöf og hins vegar breytingar
á sjálfri stjórnarskránni.
Sem stendur hefir þjóðin því aðeins at-
kvæði um sjálfstæðismálið, að sáttmáli sá
eða sambandslög, er þingið kann að sam-
þykkja ásamt ríkisþingi Dana, hafi óbreytt
legið fyrir við kosningar.
Það var því 1 alla staði rétt, er sam-
bandslaganefndarmennirnir héldu því fram
við síðustu kosningar, að þjóðin ætti að
kjósa um frumvarpið óbreytt, þótt þeir
teldu aðrar ástæður fyrir því.
Svo framarlega sem það er tilætlun
manna, að þjóðin hafi atkvæði um sjálf-
stæðismálið, þá liggur í augum uppi, að
eins og nú standa sakir, má þingið ekki
samþykkja til fullnaðar neitt frumvarp til
sambandslaga eða neinar þær breytingar
á frumvarpi til sambandslaga, er eigi hafa
legið fyrir þjóðinni við kosningar.
En svo sem kunnugt er, gengu báðir
flokkar þingmanna á sfðasta þingi út frá
því, að það væri á engan hátt athuga-
vert, að þingið færi með sjálfstæðismálið
eftir því sem þingmenn gætu orðið ásáttir
um sfn á milli.
Meiri hlutinn á þingi afgreiddi frum-
varp til sambandslaga, sem aldrei hefir
legið fyrir þjóðinni við kosningar, og
minni hlutinn samþykti fyrir sitt leyti
annað frumvarp, eða breytingar á frtim-
varpi sambandslaganefndarinnar, sem svo
er kallað, er þjóðinni heldur ekki hafði
gefist kostur á að greiða atkvæði sitt um.
Með þessu hefir síðasta alþingi gefið
fordæmi fyrir því, að einfaldur meiri hluti
þingmanna geti á Alþingi afgreitt sjálf-
stæðismálið eftir eigin geðþótta.
Af þessu mega menn sjá, að það er
brýn nauðsyn til að ákvæði séu sett í
stjórnarskrána, er tryggja þjóðinni fulln-
aðaratkvæði í sjálfstæðismálinu.
Ekki einu orði verður breytt í stjórnar-
skránni, nema þing sé rofið og breyting-
in hljóti samþykki þjóðarinnar við nýar
þingkosningar; en hversu mikið merki- I
legra er ekki sjálfstæðisinálíð, en smá-
vægilegar stjórnarskrárbreytingar ?
Að endingu vil eg nota tækifærið til að
þakka herra Skúla Thoroddsen þann
stuðning, er hann hefir gefið málinu, með
því að geta um það í blaði sínu, Þjóð-
viljanum, og hvetja.menn til að taka það
til athugunar.
Eggert Briem,
frá Viðey.
Portógal orðinn ljðvel.
Símskeyti til Þjóðólfs.
Khöfn 6. Okt.
»Blóðug uppreisn
í Lissabon. Konungur og ekkju-
drotningin flúin. Lgst gfir, að
Portúgal sé Igðneldh.
Khöfn 7. Okt.
»Braga
er orðinn forseti í Portúgal. Kong-
urinn flúinn fil Englands.
*
V *
Karlos I. Portúgalskonungur var myrtur
4. Febr. 1908, en þá tók við völdum son-
ur hans, Manúel, ungur að aldri (f. 15. Nóv.
1889). Það er hann og móðir hans, sem
nú hafa forðað sér á flótta. Annars hafa
þær fregnir gengið f sumar sem leið, að
hann inundi afsala sér konungdómi og
lýðveldi koma í staðinn í Portúgal, svo
að fréttin í símskeytinu kemur ekki á
óvart.
Jóakim Theófílus Ferdinand Braga er
fæddur 24. Febr. 1843 á Azorisku eyun,
um. 1868 varð hann doktor í lögfræði og
síðan 1872 hefir hann verið háskólakenn-
ari í Lissabon í portúgölskum bókment-
um. Braga er rithöfundur mikill og skáld.
Fyrsta skáldrit hans kom út, er hann var
16 ára að aldri, og síðan má heita, að
3—4 stórbækur liggi eftir hann á hverju
ári; einkum skáldrit, lögfræðileg, sagn-
fræðileg og stjórnfræðileg rit hefir hann
ritað, auk þess sem hann hefir þýtt fjölda
rita.
í mörg ár hefir Braga fengist við stjórn-
mál og verið einn af foringjum lýðveldis-
manna.
€rlenð símskeyti
til Pjóðólfs.
Khöfn 30. Sept.
»Hamborgartíðindi
(Hamb. Nachr.) mótmœla innrás
frá Englandi (engelsk invasion) í
íslandn.
(Hamborgartíðindi eru, eins og kunn-
ugt er, eitt af stórblöðum Þjóðverja; voru
áður málgagn Bismarks. Þessi ummæli
þar eiga án efa rót sína að rekja til fregna,
sem héðan hafa borist af umtalinu um
stofnun banka hér með ensku fé og fyrir-
ætlunum í sambandi við það].
Khöfn 5. Okt.
»Ámundsen
hefur bregtt ferða-áœllun sinni og
fer að leita suðurheimskautsins«.
JPeniiignmíilaiiefiiíliii lauk
störfum slnura 30 f. m. Verður síðar
minnst á starfsemi hennar.
Þá er það orðið lýðum ljóst, hvers
vegna blessaður ráðherrann sigldi utan;
hann var kallaður, og það hefir hann
svo oft verið áður, að hann varð að
fara nú, hvort. sem hann vildi eða ekki.
En hvers vegna var hann kallaður?
mun margur spyrja og vilja fá svar
við.
Vér skulum reyna að svara þeirri
spurningu svo vel sem vér kunnum.
Eins og vér gátum um í síðasta
blaði, þá vill ráðherra gera alt hvað
hann getur til þess að fresta þinginu
og útnefna ný ráðherrapeð handa sér.
Hann hyggur þá, ráðherrann sæli, að
hann kunni að fá þó ekki sé nema
eins atkvæðis yfirmun f sameinuðu
þingi, og á því vill hann lifa, bless-
aður Þjóðræðisskörungurinn! Eins og
það komi honum nokkuð við, þó hann
hafi mikinn meiri hluta þjóðkjörinna
þingmanna á móti sér, aðeins ef hann
nær meiri hluta með ráðherrapeðunum
sínum. — Þá er að sitja.
Það er því sök sér, að hann berjist
fyrir þingfrestuninni af mætti, þó hann
hins vegar þori ekki að kannast við
það fyrir flokksmönnum sínum, og á
síðasta flokksfundinum, er þingmenn
meiri hlutans héldu, varðist hann allra
frétta um þingfrestuna, þrátt fyrir það
þó að ’nann væri að því spurður, en
sagði hins vegar, að „sér hefði fundist
á síðasta Alþingi, að flokkurinn væri
því ekki mótfallinn".
Eins og allir muna, fékk hann í
vor áskoranir um aukaþing frá meiri
hluta þingmanna, en neitaði að verða
við þeim; en hann sá, að við svo búið
mátti eigi standa, og hóf á landsjóös
kostnað för norður í Norðurland til
þess að leita sér fylgis þar hjá þing-
mönnum um frestum þingsins.
Þingmenn Húnvetninga eru gegnir
menn og þægir við ráðherrann, og
þeir höfðu ekkert við það að athuga,
þó þing kæmi ekki saman fyr en hans
hágöfgi, fyrverandi þó, þóknaðist, og
eins var um Norðurlands-ritstjórann; en
þingmenn Skagfirðinga voru ekki eins
auðsveipir.
Um sömu mundir brá Björn banka-
stjóri Kristjánsson sér vestur f Vigur,
til þess að frétta sr. Sigurð um skoð-
anir hans, en hál og afslepp voru svör-
in þar.
Strax og ráðherra kom heim, mun
hann hafa afgreitt beiðni til konungs um
þingfrestunina, og svo varð hann veik-
ur og beið með óþreyu eftir svarinu.
Og svarið kom. Konungurinn vissi
um aukaþingsáskoranirnar og hefir
fundist að þingfrestunin kæmi undar-
lega heim við þær. Hann hefir því
viljað heyra hvaða knýandi ástæðu
hr. B. J. hefði til þess að biðja um
frestunina.
Gaman verður nú að vita, hvort
ráðherrann okkar segir sannleikann,
að það sé vegna þess, að hann vilji
fá ný ráðherrapeð, eða hvaða ástæðu
hann býr til.
Hin fréttin, um að ráðherrann ætli
að lafa við völd fyrst um sinn, kemur
Þjóðólfi alls ekki að óvörum, enda var
því haldið fram í síðasta blaði.
Loks færir skeytið oss þær fréttir,
að ráðherrann mótmæli því gegnum
fréttastofu Ritzau, að vera nokkuð
riðinn við franska- eða enska banka
plönin.
Vér vonum að lesendur Þjóðólfs
muni það af sögu „Franska bankans",
er vér höfum flutt, að hr. Björn Jóns-
son ráðherra var heiðursformaður
bankaráðsins, að hann tilnefndi
einn af stjórnarmeðlimunum og
loks eftir öllum verndarbréfunum,
og að liann taldi franska bankann
mesta velferðarmál vor íslendinga.
Þrátt fyrir alt þetta segir hann
blessaður, að hann hafi ekkert við þau
„plön" verið riðinn.
Sannleikurinn er svo auðsær í þessu
efni, að hver og einn lesandi blaðsins
sér hann.
Og svo enski bankinn — ekkert
viðriðinn I
Hverju ætli hann mótmæli næst,
ráðherrann okkar?
Ekki virðist vanta þrek til mótmæl-
anna, og ekki er hirt mikið um sann-
leikann!
„Alt má segja Dönum", hefir ísa-
fold löngum sagt, og nú breytir hann
eftir því.
fíða koma Hallgerði bitlingar.
Herra ritstjóri, má eg fá rúm fyrir
þessar línur?
Sagnaritari sFranska bankaris* segir að
birst hafi í Janúar einhver háskaorð eftir
mér í sænsku blaði, er orðið hafi þrösk-
uldur í vegi bankans. Eg hefi úrklippur
úr öllum norskum blöðum, það sem um
ísland hefir verið sagt, en hvergi finn eg
þessi orð.
Alls einu sinni hef eg nefnt innflutning
hingað. Var það 28. September 1909 í
í fyrirlestri, sem eg hélt 1 Þjóðfræðinga-
fyrirlestri í Oslo. Komu frásagnir um
hann daginn eftir. Þar sagði eg, sem
satt er, að okkur vantaði vinnuafl. Eg
set hér kafla úr því blaðinu, sem hafði
tekið eftir þessu og látið þess getið ;
»Máttuleikur tíl þróunar er svo mikill,
sagði fyrirlesarinn, að þótt sýnast kynni
skáldskapur eða draumur, þá héldi hann
þó satt vera að allir lbúar landsins, sem
nú eru, gæti lifað í einni sýslu. Einnig
þar í landi kvörtuðu bændur yfir ónægu
vinnuafli. En íslendingar vildu eigi vinna
það til auðsins að glata þjóðerni sínu, en
vildu þá heldur bíða. Ef um innflutning
væri að ræða úr nokkru landi, g*d
Noregur helst komið til greina, því að
Norðmönnum væri auðveldast að læra
málið og samlagast þjóðinni*. — Svipað
þessu hafði eg sagt. Eg hafði minst á
orð Magnúsar landshöfðingja úr brúar-
vígsluræðu gamalli, að allir íslendingar