Þjóðólfur - 07.10.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR.
169
mundu geta lifað í Árnessýslu einni, og
um innflutning hafði eg sagt, að þá er
Vestur-lslendingum slepti, væru Norðmenn
og Svíar oss kærastir innflytjendur af þeim
ástæðum, sem blaðið segir. — Trúi nú
hver sem vill að þessi ummæli hafi borist
til Frakklands. En þótt svo hafi verið,
sem aldrei var, þá getur hver maðurséð,
sem heill er á skapsmunum, að þau hefðu
með engu móti getað orðið steinn í vegi
»Franska bankans*.
Eg veit ekki hver sagnaritarinn er, en
honum var lítil þörf á að blanda mér í
þau mál. En ef hann vill drengur heita,
þá mun hann segja mér til nafns síns og
eins hins, hverja leið hann hefir haldið
að þessari kynlegu niðurstöðu.
Þegar svo er seilst tim hurð til loku,
þá má þar um segja að vlða komi Hall-
gerði bitlingar og að fleiru sé tjaldað en
því, sem til er.
Rvík ^/9 1910.
Bjarni Jbnsson
frá Vogi.
-■): *
*
A t h g r.
Vér sjáum ekki, að athugasemd hr.
Bjarna Jónssonar hafi nein áhrif á um-
mæli þau, erum þettaefni voru í næstsfðasta
blaði. Þvert á móti viðurkennir hann
efni þeirra, en segir, að orðasambandið
og orðavalið hafi annað verið, en efnið er
hið sama.
Þar sem hr. B. J. segir, að þessi um-
mæli sín hafi eigi borist til Frakklands,
þá getur hann eðlilega ekkert um það
vitað, og þar af leiðandi ekki staðhæft
neitt í því efni. Enda bárust þau þangað.
Hins vegar trúum vér það satt vera, að
hr. B. J. hafi ekki látið sér þessi orð um
munn fara í Jan. 1910, heldur í Sepl. 1909.
Hefði oss og verið vorkunnarlaust að
muna það, að hr. Björn Jónsson var bú-
inn að banna hr. B. J. frá Vogi alt stjórn-
málatal í Tan. og því auðvitað, að hann
mundi ekki hafa sagt þessi orð þá.
Ritstj.
Gasnot í Danmörku.
Samkvæmt síðustu dönskum skýrslum eru
alls búin til 3,691 milj. kubífet af gasi.
Meðalverð á ioo kbf. af gasi er þannig:
Öðrum
i Khöfn bæum Rvik
til lýsingar 44,0 au. 40,5 au. 0,65 au.
— eldunar 30,0 — 35,2 — 0,45 —
- véla 30,0 — 32,4 — 0,45 —
Annars er gasið dýrara í bænum þar sem
lítið er notað af gasi.
Að meðaltali eyðir hver íbúi í Kaup-
mannahöfn 3,880 kbf. af gasi en í öðrum
kaupstöðum ( Danmörku 2430 kbf.
Gasnot eru svo, að meðaltali á íbúa hvern,
f nokkrum kaupstöðum í Danmörku, þar
sem gasið er minst og mest notað og jafn-
framt dýrast og ódýrast.
Nakskov 4^ K) O 7? cr verð 100 kbf. 31 eyrir
Holbæk 3740 — — — — 33 —
Nyköbing OJ w 0 1 — — — 32 _
Middelfart 1 0 00 ro — — — 39 —
/Ebeltoft 1340 — — — — 40 —
Nibe 1333 — — 49 —
Hjörring 1130 — — — — 44 —
A hverja 1000 íbúa eru í Kaupmannahöfn
17 götugasluktir en í kaupstöðunum að með-
altali 21, hér ( Reykjavík líkl.um 22.
Árleg gaseyðsla hverrar Iuktar var í Khöfn
15400 kbf. en annarsstaðar 9800 kbf.
Eins og sést hér að ofan er gasið mikið
dýrara hér en í Danmörku, þó eru kol ó-
dýrari hér. Hr. gasstöðvarstjóri O. Ratke
er hefir skýrt oss frá gasverðinu hér, hefir
getið þess jafnfrarr.t, áð verðið mundi að
sjálfsögðu lækka er gasnotin yrðu hér al-
menn.
Hvað er að frétta?
Upp á Kaldbak. Kaldbakuj- heitir
hæsta fjallið á Síðunni, það er 732 metrar
á hæð, Þeir sr. Magnús Bjarnarson próf.
á Prestsbakka og Einar Jónsson málari
fóru upp á það 29. Ág. síðastl.
Um útsýnið þar ritar Einar Jónsson oss
á þessa leið:
»Utsýni þar er hið fegursta, er eg hefi
séð; sést þaðan alla leið vestur til Heklu,
milli Mýrdalsjökuls og Torfajökuls. Það-
an sér maður þá fögru sjón, að sjá yfir
alla Síðuna með alt sitt skraut. Til aust-
urs sést alla leið yfir Ingólfshöfða, Öræfa-
jökull og Skeiðarársandur með öllum
vötnum. En til landnorðurs sést langt
norður á hinn kuldalega Vatnajökul, en
þetta skifti var honum volgt fyrir brjóst-
inu, því hann púaði jafnt og stöðugt fer-
Iegum reykjarmökk upp úr sínu mikla
blástursboli. Það hefir í alt sumar lifað
þar í glæðunum. 14. þ. m. varð loftið
hér svo svart sem bik væri, og þegar það
hið dimma ský fór yfir Lómagnúp, var
til að sjá eins og væri hálfrökkvað, en
fyrir austan blasti Öræfajökull við í glaða
sólskini, og var það einkenni'eg og fögur
sjón alt saman«.
Vitaverðir. 26. Júlí var Guðbrand-
ur Þorsteinsson á Loftstöðum skipaður
vitavörður á Dyrhólaey, 13. f. m. Jónatan
Jónsson vélaaðstoðarmaður í Rvík skipað-
ur vitavörður í Vestm.eyjum og 27- s. m.
Kristján Þorláksson í Skoruvík skipaður
vitavörður á LaDganesi.
AusturríUiskeisari heimsœkir
barón von Jaden. 24. September síðast-
liðinn, brá F'ranz Jósef I. Austurríkiskeis-
ari sér til hins heimsfræga pílagrímsstaðar
Mariazell í Steirmark og á heimleiðinni til
Vínarborgar kom hann við 1 Lilienfeld. í
I álienfeld er eina íslenska konan sem í Aust-
urríki býr, barónessa Ástajaden, giftbarón
dr. HansJaden sýslumanni íLilienfeld. Með
því að Jaden er aðalsmaður gaf keisari
sig á tal við hann og dáðist mjög að hinni
fögru konu hans, en svo eru hirðsiðir
strangir þar í landi, að ekki mátti keisari
ávarpa hana.
a+6.
Gód alþýdubók er „Minning-
ar feðra vorra", nýútkomin bók, I. og II.
bindi, eftir Sigurð Þórólfsson. Bókin er
um 600 bls. 1 8 blaða broti og kostar 5
kr. Á rit þetta verður minst sfðar hér í
blaðinu.
XJpplagid af íslensku frímerkjunum
með 2 kongum er svo sem hér segir:
7500 arkir af 5 aura almennum.
7000 — — 6 og ic au. alm.
6000 — — 3 og 20 — —
5000 — — 16 aura alm.
4500 — — 25 — —
4000 — — 4 — —
3500 — — 3,4: 5 °g10 au. þjónustu.
3000 — — 40 og 50 au. alm.
1500 — — 1, 2 og 5 kr. alm. og 16,
20 og 50 au. þjón.
Þetta var fyrsta upplagið. Síðan hafa ver-
ið gefin út og endurprentuð frímerki, svo
sem hér segir:
10000 arkir 1 eyris(tvö upplög, 5000 hv.)
5000 — 5, 10 og 15 au. alm.
1000 — 15 au. alm. þjón.
Til samanburðar má geta þess, að upp-
lagið af yngstu bréfspjöldunum í Banda-
ríkjunum eru 73 miljónir, og af ótökkuðu
frímerkjuuum þar frá 200,000 ogupp í 500
þús. (eða 5000 arkir), og þau stigu á viku
upp í tvöfalt verð. Islensk frímerki standa
nú lágt, en eftir upplaginu ætti verðið að
vera hærra.
Áfengistollurinn síðastl. ár var
um 178 þús. kr. og var það að mun
minna en veriðíhefir undanfarið. Var þó
tollurinn hækkaður mikið.
Bæar-amiáll.
»Jón Forseti« (skipstjóri Halldór
Þorsteinsson fór til Englands í vikunni
sem leið og seldi þar afla sinn á 780 pund
sterling. (Fjallk.).
Skipaferðir. „Austri" kom úr
hringferð 1. þ. m. með fjölda farþega.
Fór í strandferð 3. þ. m.
„Kong Helgi" kom frá útlöndum 4. þ. m.
Lugaskóliun. Á honum eru 14
nemendur. í elstu deildinni eru: Björn
Pálsson, Böðvar Jónsson, Jón B. Jónsson,
Jón Sigtryggsson, Ólafur Lárusson, Páll
E. Ólafsson og Sigurður Sigurðsson. í mið-
deildinni eru: Eirlkur Flinarsson, Hjörtur
Hjartarson og Jónas Stephensen, en í
yngstu deildinni: Andrés Björnsson, Jón
Ásbjörnsson, Jón Jónasson og Þorsteinn
Þorsteinsson.
Dánir. 27. Ág.: Sigurjóna Ásbjörns-
dóttir, unglingsstúlka, Vesturgötu 25.
30. Ág.: Eyjólfur Jónsson barn, Berg-
staðastr. 25 B.
1. Sept.: Sigurbjörg Benediktsdóttir,
unglingsstúlka, frá Litladal í Húnavatns-
sýslu.
2. Sept.: Vigfús Guðmundsson barn
Lindargötu 15.
2. Sept.: Eydls Eyólfsdóttir, kona, Njáls-
götu 33 B.
11. Sept.: Jóhanna Magnúsdóttir, ekkja,
Laugaveg 38.
13. Sept.: Elín Þorbjörg Jóhannsdóttir,
ógift stúlka, Laugav. 74.
13. Sept.: Jens Sandholt Björnsson barn,
Kárastíg 2.
19. Sept.: Vilborg Jónsdóttir, ekkja,
Vesturgötu 21.
Fejfurðarglíma. Ungmennafé-
lag Reykjavíkur stofnaði til fegurðurðar-
glímu í Iðnaðarmannahúsinu í fyrra kvöld
og tóku 6 þátt í henni: Árni Ólason,
Bjarni Magnússon, Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, Guðmundur Sigurjónsson, Hall-
grímur Benediktssen og Magnús Tómas-
son. — Glíman fór hið besta fram. Dóm-
nefndin (Jónatan Þorsteinsson, Matthías
Einarsson og Ólafur Valdimarsson) ákvað
1. verðlaun Hallgr. Benediktssyni, 2. verð-
laun Guðm. Sigurjónssyni og 3. verðlaun
Guðm. Kr. Guðmundssyni. Á eftir var
bændagllma og voru þeir H. Ben. og G.
Sigurj. bændur, og bar Hallgr. þar sigur
úr býtum.
Landvnrnnrfélagið hélt aðal-
fund 3. þ. m. I stjórnina voru kosnir:
Gísli Sveinsson (formaður), Guðmundur
Hannesson, Grímúlfur Ólafsson, Jakob
Möller og Jón Baldvinsson.
Svar frá Jóni Jenssyni kemur í næsta
blaði.
dÍQgnRlífar
og Siöngusíqfn
stórt úrval
nýkomið.
STURLA JÓNSSON.
Utiar-mnssdin
af ýmsum litum nýkomið,
óvanalega ódýrt.
Sturla Jönsson.
Epli-Laukur
nýkomið.
Síuría Sénsson.
Perur, Ananas, Syltetau,
Slikaspargel, Súpu-
Aspargels, Súpufurtir,
Grœnar Ertur,
Kapers
o. m. fl. nýkomið.
Siurla cJonsson.
jKíanchdiskyrtnr,
Nærfatnadur, Hdlslín, Slifsi
og Slaufur, Hanskar, Húfur
og Göngustafir.
Ávalt best að kaupa hjá
Zh. Jhorsteinsson i Co.
Hafnarstræti.
Undirskrifaðann vantar jarpann fola 3 v.,
ættaðan vestan úr Borgarfjarðarsýslu;
mark: heilrifað h., dálítið snúinn á vinstri
framfót. Hvprn sem hitta kynni fola
þennan, bið eg að gera mér aðvart.
Laugarvatni 6. Okt. 1910.
Böðvar Magnússon.
Alklæði og
Dömuklæði,
alþekt að gæðum,
selst mjög ódýrt,
Síuría Sónsson.
Ódýr bújörð. Þyrill á Hvalfjarðar-
strönd fæst til kaups og ábúðar í fardögum
1911. Jörðin hefir góð tún og ágæta vetr-
arbeit fyrir sauðfé; kópa- og hrognkelsaveiði
á vorin, og æðarvarp nýlega byrjað, sem er
í mikilli framför. Semja má við undirritað-
an á búanda,
Guðmund Magnússon.
Vindlar og
Reyktóbak,
margar tegundir,
nýkomið.
Síuría cJonsson.
%3ÍognRápur og
(Bííuföf
afar-ódýrt.
Sturla Jónsson.
Ágæft kvistherbergi og lítið
herbergi eru til leigu.
Jóh. Jóhatmesson,
Bók Náttúrunnar eftir Z. Topelius,
með fjölda mjörgum myndum. Besta
barnaaók, sem völ er á. Verð 1,00.
Milli fjalls og fjöru, sögur úr íslensku
sveitalífi, eftir Björn Austræna. Verð:
1,75.
Bókaversl. Guðm. Gamalíelssonar.