Þjóðólfur - 21.10.1910, Síða 1
62. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 21. Október 1910.
Jú 45
■
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ BOGI BRYNJÓLFSSON \
J yflrréttarmálaflutning8maður \
♦ Austurstræti 3. \
♦ Tals. 140. Helma 11 — 12 og 4—B. ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Xaupenður blaðsins
er búferlum flytja, eru beðnir að
tilkynna það afgreiðslumanni, svo
að þeir geti fengið blaðið regln-
lega.
Gísli SYeinsson
& Yigfús Einarsson
yfirdómslögmenn.
Skrif8tofutími ll1/^—I og 5—6.
Þingholtsstræti 19. Talsími 263. X
♦♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Ráðherrann ytra.
Mótmæli hans.
Danir og bann.
Nú er hann kominn til Kaupmanna-
hafnar, ráðherrann okkar, og dvelur þar,
að þvi er »Social-Demokraten« skýrir frá,
næstu tvo mánuði samkvæmt ósk dönsku
ráðherranna og samverkamanna hans. Sú
dvöl hans kemur að fullu heim við það,
er Þjóðviljinn og vér skýrðum frá, er
hann fót utan, og getur því ekki komið
íslenskum blaðalesendum að óvörum.
A þessum tima á að starfa að undir-
búningi lagafrumvarpa þeirra, er leggja á
fyrir Alþingi, eins og vér skýrðum frá og
ísafold staðfesti rétt að vera hinn 8.
þ. m.
Það er nýr sjálfstæðisvottur það, eða
hitt þó heldur, að undirbúa frumvörpin
þar; þá geta dönsku ráðherrarnir sagt
hvað þeim geðjast að, og hvað þeim lfki
miður, svo engin hætta verður á því, að
þeirra misþóknun ríki á stjórnarfrum-
vörpunum.
En trauðla verður það sagt, að sjálf-
isbragð mikið sé að þeirri framkomu.
Hún þarf ekki útskýringar, framkom-
an sú.
Aður en ráðherrann kom til Hafnar
voru komnar þangað ljósar fregnir af
franska og enska bankamálunum svo
nefndu. Berlingur hefir flutt allítarlegan
útdrátt eftir Þjóðólfi um franska bank-
ann, og Börsen hefir flutt mjög miklaút-
drætti úr skýrslum herra Einars sýslum.
Benediktssonar.
Það virðist svo, sem Danir leggi lftið
til franska bankans, þó þeir sýnilega óski
þess heldur, að það fé, er vér lánum þar,
væri fengið frá Danmörku. Öðru máli er
að gegna um mál hr. k. B. Við þau er
Dönum meinilla; þeir sjá það, að ef
þau komast í framkvæmd, þá er verslun
þeirra hér á landi talsverð hætta búin,
en þrátt fyrir það, þó sú verslun sé talin
að gefa af sér ekki mikinu arð, þá vilja
þeir, sem eðlilegt er, ekki missa af henni.
Þessvegna er það vfst, að dönsk blöð,
er mál þetta ræða, er meinilla við það,
og átelja ráðherra vorn fyrir það, að hafa
verið viðriðinn þau »plön« og misbrúkað
þar raðherrastöðu sína, jafnvel til hags-
muna fyrir sig og Svein son hans, jafn-
framt sem þau lasta hr. E. B.
Vér fyrir vort leyti efumst ekki um
það, að hr. B. J. ráðherra hefir á þann
hátt verið viðriðinn plön þessi, að hann
hefir heitið málunum stuðningi frá sinni
hálfu, enda má sjá það af ummælum Isaf.
um téð efni og skrifum hr. E. B. En að
hann sjálfur hafi haft nokkra hags-
muni af þvf, teljum vér rangt að vera.
Og vér sjáum satt að segja ekkert at-
hugavert við það, þótt hr. B. J. vilji bæta
fjárhagsástæður landsins með því að veita
hingað inn frönskum og enskum pening-
um. Það er alkunna, og játað t. d. af
öllum dönskum blöðum, er vér höfum
séð, að oss vantar fé til þess að nota
gæði landsins, og á hr. B. J. þakkir fyrir
að reyna að bæta úr því, en eigi hið
gagnstæða.
Og svo sjáum vér heldur ekki annað.
en að það sé algerlega fslenskt sérmál,
hvar vér íslendingar fáum lánað fé, hvort
heldur það er enskt eða franskt, og að
Dönum komi það mál ekkert við, þegar
þeir ekki þurfa að ábyrgjast það fyrir
oss. —
Hið eina rétta svar, er hr. B. J. hefði
því átt að svara Dönum var:
»Þetta er íslenskt[sérmál og
ykkur ó v i ð k o m a n d i«.
En þ a r brestur hr. B. J. þrek. Þar
kemur í ljós danska velvildin, að gera
það eitt, er Dönum líkar.
Hr. B. J. gerir því þvert á móti og
sendir dönsku blcðunum svofelda yfir-
lýsingu, er hann hefir gefið í samtals-
formi við mann frá Ritzau fréttastofu,
og er það yfirlýsing sú, er skeytið átti
við, er birt var nýlega :
»Með tilliti til hinna íslensku fjármála
og bankamála, er talað hefir verið um á
sfðustu tímum, sagði ráðherrann, að stjórn-
arráðið hefði ekkert samband við fyrver-
andi sýslumann Einar Benediktsson við-
vfkjandi áformum hans um ensk verslun-
arfyrirtæki eða fasteignakaup á íslandi,
þau væru hrein einkamál, er þyrftu ekki
leyfisbréf eða ívilnana frá hálfu hins op-
inbera.
Bankastofnun sú, er hr. E. B. væri með
á prjónunum, væri ekki bygð á neinutn
opinberum ívilnunum að öðru en því, að
stofnunin fengi hjá stjórnarráðinu leyfi til
þess að hafa sparisjóð, ef það uppfylti
þau skilyrði, er lögin heimta. Annars
væri mjög óvíst um bankastofnun þessa
að því er ráðherra væri kunnugt.
Sfðastliðinn vetur var félag nokk-
urt að semja um franskt lán handa veð-
stofnun og var ráðherra því meðmæltur
(ipteresseret for), en vegna þess að láns-
tilboðið með tilliti til verslunarskilyrða
var ekki samþykt af Dönum, er þetta
mál íyrir löngu úr sögunni (men da det
fra dansk Side fremkomne Laanetilbud af
Hensyn til de stillede Forretningsvilkaar
ikke akcepteredes er denne Sag forlængst
stillet f Bero)«.
Eins og sjá má af þessum mótmælum
ráðherrans, þá fer hann hátíðlega að mót-
mæla fyrir Dönum, að hann hafi haft
nokkur afskifti af þessu máli, og er það
vægast sagt mjög óheppilegt, er um ís-
lenskt sérmál er að ræða.
Ef íslensku stjórnendurnir fara að hafa
þá venju, þá má fyrst fara að tala um
i n n 1 i m u n.
Eins og ummæli ráðherrans bera með
sér, þá hefir hann ekki að fulln afneitað
franska bankanum, enda var það alt of
langt farið, ef svo hefði verið. Fregn sú,
er fréttaritari vor sendi oss um það, virð-
ist ekki vera rétt, en hinsvegar segir
hann að það mál hafi strandað á því,
að Danir hafi ekki samþykt það, og sýn-
ir það enn sömu dönsku velvildina, þvf
ekki áttu Danir að ábyrgjast lán þetta
og var þeim það mál þvf með öllu óvið-
komandi.
Að láta dönsku stjórnina ráða yflr al-
gerlega fslenskum sérmálum, er með öllu
óhafandi og má ekki Ifðast.
Eins og Danir virðast vera sammála
um að skamma ráðherra vorn fyrir af-
skifti sín af þessum málum, eins verðum
vér Islendingar að vera samtaka í því
að haldá því fram, að þeim komi þessi
málekkert við, og gefa ráðherranum al-
varlegar áminningar fyrir yfirlýsingu sína
og það, að leyfa dönsku stjórninni að
ráða í þessum efnum. Það er innlimun-
arspor, er eigi má líðast.
Þegar ráðherrann kom til Khafnar
flutti hann inn á »Hotel Kongen af Dan-
mark«.
Strax og þar var komið þustu þangað
danskir blaðamenn, til þess að leita frétta,
því þeim hefir áður orðið vel í þeim efn-
um (sbr. forsetaförin).
En B. J. hafði það á annan veg nú.
Hann lét veitingaþjónana skýra þeim frá,
að hann væri til viðtals fyrir hvern sem
væri í skrifstofu íslensku stjórnardeildar-
innar vissa daga kl. a1/^—31/*.
Strax fyrsta »viðtalstímann« fóru blaða-
menn þangað, en fengu það svar, að
hann vildi ekkert við þá tala; Krabbe
skrifstofustjóri þar færði þeim fréttirnar,
og hefir því hlotið nafnið »Udsmider«,
sem nú er húsgangur í Khöfn.
Blöðin hafa hent gaman að þessu, segja,
að hann hafi ekki getað verið án blað-
anna, og svo muni enn verða, og flytja
ýrasar sraáskrftlur um hann í tilefni af
því.
Afleiðingin af þessari ákvörðun B. J.
er sú, að færri símskeyti hafa komið nú
en áður, er hann hefir utan farið, og er
það mjög heppilegt fyrir hann, jafn-óorð-
var og hann virðist vera, er danskir blaða-
menn eiga hlut að máli.
En öll ósköp standa ekki lengi, ogsvo
hefir farið, er dönsku blaðamennirnir
sögðu, að hann mundi ekki án þeirra
geta verið, þvf á Þriðjudaginn síðastlið-
inn braut hann regluna og átti þá tal
við fréttaritara frá Börsen samkvæmt sím-
fregn, er vér höfum fengið.
En heldur er það aumingjalegt, að geta
ekki átt tal við danskan fréttaritara, án
þess að láta »pumpa sig« og tala af sér.
Saga „franska bankans“.
(Framh.). Þegar nú samningur sá var
gerður milli Landsbankans og »Sif», sem
getið er um hér að framan, þótti »Sif«-
mönnum málinu vel borgið og hugðu að
alt andstreymi væri á enda kljáð. Sér-
staklega gerðu menn sér vonir um heppi-
legan framgang málsins, þar sem samn-
ingurinn var gerður með vitund og vilja
ráðherra, og ráðherra lýsti yfir þvf, að
hann væri fús til að uppfylla þau skil-
yrði, er Landsbankastjórnin setti f samn-
inginn um sölu veðdeildarbréfanna og á-
vöxtun peninganna fyrir þau í Lands-
bankanum.
En reyndin varð alt önnur.
Tíminn leið og ekkert varð aðhafst.
Landsbankastjórnin gerði enga tilraun til
að ná í hina framboðnu peninga, og þeg-
ar um málið var talað við hana, taldi
hún öll tormerki á og dró alt á langinn.
Þóttist ekkert »ábyggilegt« tilboð hafa
fengið, lánið óhentugt, of dýrt og þar
fram eftir götunum, en gerði þó ekkert
til að fá það lagað. —
Loks22. Apríl hafði Landsbankastjórnin
tal af herra Brillouin, og lét í ljósi við
hann í hverjum atriðum hún óskaði eftir
að 'lánskjörunum og tilboðinu væri breytt,
eða það lagað. Herra Briliouin sfmaði
þegar til Frakklands og samþyktu lán-
veitendur málaleitanir Landsbankans í
öllum aðalatriðum.
Ekki komst frekar skrið á málið að
heldur. Getur verið að aðgerðaleysi þetta
hafi nokkuð verið því að kenna, að um
það leyti eða nokkru sfðar hækkuðu
vextir eitthvað lítið í Frakklandi um
tíma, og því óhentugt að leita láns með-
an svo stóð. Vextirnir lækkuðu þó von
bráðar, en ekkert hreyfði bankastjórnin
sig samt og fór enda að koma kvis á,
að hún hefði séð sig um hönd og væri
hætt við alt saman.
Loks lciddist »Sif«-mönnum þóf þetta
og tóku þeir sig til og skrifuðu ráðherra
á þessa leið 13. júní:
»Oss he/ir borist til eyrna að landsbanka-
stjórnin hafi í hyggju að hœtta við að
taka bráðabyrgðalán það Jrá Frakktandi
að upphœð all að 3 millj. krónur, sem
nú stendur lil boða Jyrir milligöng Bril-
louins rœðismanns. en bankastjórnin hefii
eins og yður er kunnugt am gert samn-
ing við hinn fyrirhugaða »Sanwinnu-
banka islenskra fastcignax að nola lán
þetta að nokkrum hluta til þess að koma
þeim banka á stofn.
Eins og yður ennfremur er kunnugt
hafa bréfaskifti verið milli herra Bril-
louins og þeirra banka á FrÁkklandi, er
lán þetla œtla að veita, og er svo lil œll-
ast, ad bráðabyrgðalán þetta, sé byrjun á
láni er slendur landsjóði til boða svo
framarlega sem alþingi samþykkir slika
lántöku.
Og þar sem herra Brillouin er full-
kunnugt um samning þann, sem gerður
hefir verið milli Landsbankans annars
vegar og Samvinnubankans hins vegar,
og hann eftir bré/um og munnlegum
máialeitunum við sljórnarráðið og lands-
stjórnina ekki gœti öðruvísi litið á, en að
)
í