Þjóðólfur - 20.01.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.01.1911, Blaðsíða 2
1.0 ÞJÓÐÓLFUR. Skattamál íslands. Athugasemdir út af tillögum skatta- málanefndarinnar eftir Stef&n B. JónBlon. L Ekki vil eg leyfa mér að rengja það, að hin heiðraða skattamála- nefnd, frá 2. Des. 1907, hafi leyst starf sitt af hendi með allri vand- virkni og samviskusemi, eftir því, sem þau mál horfa við frá hennar eigin sjónarmiði; enda hef eg enga tilhneigingu til þess. En hins veg- ar dylst mér þó ekki það, að til- lögur hennar, eða fyrirliggjandi frum- vörp hennar um skattamál lands- ins etc., eru, i sumum atriðum, mjög ihugunarverð frá hagsmuna-sjónar- miði almennings — og það algerlega á móti von minni. Það er auðvit- að margt í þessum lagafrumvörp- um, sem eg hefi ekkert út á að setja, og leiði eg því hjá mjer að tala um það. En hitt er lika margt, sem umbóta er vant við þessi lagafrum- vörp, frá mínu sjónarmiði, og vil eg þvi leyfa mér að gera við eitthvað af þvi minar athugasemdir, I því trausti, að þær verði teknar til greina af þinginu á sínum tíma, svo sem góð og gild rök liggja til, og sam- rýmist sanngjörnum kröfum fyrir hag meiri hluta þjóðfélagsins. Það fyrsta, sem fyrir mér verður, er frumvarpið um fasteignaskatt. Eftir því á að greiða skatt i land- sjóð, árlega 3/io af hundraði, af öll- um jarðeignum og öðrum fasteign- um landsins, að þjóðeignum með- töldum (landsjóðsjörðum), svo og námum, ítökum og hlunnindum alls konar, eftir virðingarverði, án tillits til allra áhvílandi skulda. — Undanþegnar þeim skatti eiga að vera: hús, lóðir, ítök og hlunnindi, sem eru þjóðeign eða til almenn- ings þarfa, svo sem kirkjur, skólar, sjúkrahús o. þ. h. — Heimilt á þing- inu að vera, að hækka og lækka þenna skatt, sem og eignar- og tekjuskatt, eftir þörfum, hvenær sem er, og alveg takmarkalaust. Næsta frumvarp er um tekjuskatt og eignaskatt. — Eftir því eiga allir Iandsmenn að greiða árlega i land- sjóð: = 1. Eignaskatt, 2/io af hundr- aði, af öllum sínum eignum, smá- um og stórum, að öllum skuldum frádregnum; að hversdagsklæðnaði undanteknum, en að fasteignum með- töldum, — ef þær eignir til samans nema 500 kr. virði, auk skulda. = 2. Tekjuskatt, */a—6 af hundraði, af öllum sínum tekjum, ef þær til samans nema fullum 300 kr. að frádregnum vöxtum af skuldum; út- borgunum tilh. reksturskostnaði; skrifstofukostnaði og áhvílandi kvöð- um við embætti; og framfærslueyri fyrir börn yngri en 14 ára og aðra skyldu-ómaga, 50—100 kr. á mann um árið. — — — Undanþegnar tekjuskatti eiga þó að vera þessar tekjur: af erfðafé, af stofnun hjú- skapar, af greiðslu lífsábyrgðar og eldsábyrgðar, svo og tekjur barna í foreldrahúsum, er enga atvinnu hafa, (er ekkert vilja vinna?) svo sem þarf þeim til framfærslu og menn- ingar; og tekjur, er fást með því að eyða stofnfé, eða að taka lán o. s. frv. Þessa skatta á að greíða í land- sjóð, eins og að framan er sagt. En svo á hver maður einnig að greiða þessa sömu skatta jafn háa, til hér- aðanna sérstöku þarfa árlega, auk útsvaranna og annara sveitagjalda. Þó eg kannist við, að þessi áminstu frumvörp, sem og tillögur skatta- málanefndarinner yfirleitt, beri vott um nokkura viðleitni til að semja hagkvæm og sanngjörn lög, þá get eg þó ekki betur séð, en að það hafi mistekist herfilega að ýmsu leyti. — Þannig er t. d. frumvarpið um fasteignaskatt alveg óþolandi. — Það er að mínu áliti, og eg vona að flestra áliti, ónœrgœtnislegt, órétt- látt og óþjóðlegt. Það er ónœrgœtnis- legt að þvi leyti, sem það nær lang- almennast til fátækari hluta fólks- ins og leggur á það aukagjald, án tillits til efnahags eða ástæða, og nær að langminstu leyti til auðugra og rángjarnra »landspekulanta. = Það er óréltlátt að því leyti, sem það leggur sama gjald á arðberandi skuldluusar eignir og á vaxtaþungar lítt bœrilegar skuldir. — Og það er óþjóðlegt að því leyti, að það leggur tilfinnanlegt aukagjald á annan aðal- atvinnuveg landsins, landbúnaðinn, á aðra aðalframleiðslustétt landsins, og það þá stéttinaa, sem framtíð þjóðarinnar, eftir hlutanna eðli, hvílir aðallega á. — — — Eða er það sanngjarnt, að leggja skatt á fasteignir fremur en alt ann- að, án tillits til áhvílandi skulda eða netto arðs og afnota; og undanskilja jafnt allar skuldir frá skattgjaldi af öllum öðrum eignum, í hvaða formi sem þær eru? Er það sanngjarnt, að láta fast- eignareigandann gjalda alla skatta og skyldur af eignum sínum og tekjum, til jafns við aðra landsmenn, og láta hann svo gjalda fasteigna- skattinn af fasteign sinni í ofanálag og umfram alla aðra, og það alveg jafnt, hvort sem hann á hana alveg skuldlausa eða hann skuldar verð hennar að mestu eða öllu leyti, og alveg jafnt, hvort sem hún færir honum meiri eða minni, nokkurn eða engan arð, og hvort sem hann hefir nokkrar tekjur afgangs lífeyri eða ekki, — hvort sem hann getur eða ekki? — Það er rétt eins og það sé verið að hegna honum með þungri sekt fyrir það, að eiga fast- eign. — Þvílikur barnaskapur, þvi- lik fásinna. Það var einu sinni álitið rétt spor í framfara- og sjálfstæðisáttiua, að bændur landsins reyndu sem fiestir að eignast ábýli sín, þá ekki væri nema að nafninu til og í skuldum, til að byrja með; og samkvæmtþví hafa bændur alment lagt mikið kapp á það síðasta áratuginn, og það enda langsamlega um efni fram margir hverjir. meðfram af því, hversu hin almennu lánskjör hér eru ómögu- leg. Þeir eru því í stórskuldum umfram það, sem annars væri, skuld- um, sem þeir eru að rembast við að standa i skilum með afborganir og vexti af árlegar, af arði búa sinna, sein víðast er svo óverulega lítill, að hann dugar naumast til að for- sorga skyldulið þeirra viðunanlega. Þeir þyrftu því fremur aðstoð lög- gjafarvaldsins, og hana öfluga, til þess að auka bústofn sinn og stækka túnin sín, svo að þeir kæmust í svo j lifvænlegar kringumstæður sem skil- yrði eru til, og veruleg trygging væri í fyrir framtíð landsins, heldur en önnur eins óheillatilþrif, þeim til út- örmunar öðrum fremur, sem þetta fasteignaskatts-framvarp óneitanlega er. — Eða hvaða ástæða getur verið til þess, að iþyngja bændastéttinni eða fasteignaeigendum landsins, fremur en öðrum stéttum þjóðfélagsins, með nokkrum aukasköltum af eignum sínum, þó að skuldir væru frádregn- ar, hvað þá heldur með sköttum af skuldum sínum í viðbót? Þar sem eins hagar til og hér á landi, að megnið af fasteignaeignaeigend- unum eru efnalitlir framleiðendur. Er ekki nægilegt að heimta, að þeir sem auðinn framleiða, og mest vinna og minstu eyða, gjaldi jafnmikið og aðrir af eignum sínum og tekjum tillölulega, til hins almenna? Væri ekki líka hyggilegra fyrir forráða- menn þjóðarinnar •— jafnvel einnig frá þeirra eigin hagsmuna sjónar- miði — að leggja sem allra mest kapp á, að efla framleiðslustéttir landsins á allan hátt, svo að þjóðin geti því fremur fullnægt sameigin- legu þörfunum og þeirra háu launa- kröfum jafnframt. Sú röksemd nefndarinnar fyrir fasteígnaskattinum, að fasteignir séu svo fastur, öruggur' og aðgengilegur gjaldstofn, — og að þar sé venju- lega gjaldþol, sem góð eign sé fyrir, er í raun og veru alveg út í bláinn og styður því ekki neitt. Því að, eins og allir sjá, er hver fasteign alveg jafn-föst, örugg og aðgengileg til tryggingar fyrir greiðslu þeirra skatta, sem eigandi hennar á að gjalda, hvort sem þeir eru lagðir beinlínis á eignina sjálfa, eða á eign- ir eða tekjur eigandans, eftir öðr- um mælikvörðum, Með því að lög- taksrétturinn er þó ávalt við hend- ina, meðan nokkur eign er til, og öruggari trygging en það er þó vandfengin. En ef að það þykir svo sérlega æskilegt, að hafa for- gangsrétt fyrir öllum veðhöfum, til þess að geta gengið að fasteign gjaldanda til lúkningar sköttunum, ef að á þarf að halda, þá er jafn- auðvelt að lögákveða þá heimild, eftir hvaða reglum sem skattarnir eru lagðir á eiganda fasteignarinn- ar. En hvað það út af fyrir sig snertir, að jafnan sé gjaldþol þar sem góð eign er fyrir, þá er þess að gæta, að fleira er góð og arð- vænleg eign en fasteignir; svo eru gæði eignarinnar sjálfrar vanalega ekki eina skilyrðið fyrir því, hve mikinn arð hún færir; þar kemur líka til greina, hvaða meðulum er beitt, og hvaða tæki eru fyrir hendi til framleiðslu arðsins. Hin góða bújörð getur þannig orðið arðlítil, þó arðvænleg sé, ef ekki er unt aö eignast bústofn á hana, svo mikinn, er samsvarar kostum hennar, verði hennar og stærð. — Og þau eru til- fellin einmttt óheyrilega mörg hér á landi, enda virðist svo, að nefndin geri ráð fyrir þessu, með því uð hún tekur það einmitt fram, meðal annars, að skatturinn skuli goldinn af fasteigninni þó hún gefi engar tekjur af sér.------Hitt væri ef til vill ögn nær því rétta, að segja, að gjaldþol væri jafnan þar, sem mik- ill hreinn ágöði væri fyrir, edamikl- ar skuldlausar eignir, eða há, lög- ákveðin, föst árslaun, hvernig sem árar. — — — Að eg mótmæli hér fnsteignaskatt- inum sérstaklega, er vegna þess, hversu hann er ákveðinn í þessu frumvarpi, sem aukaskattur á þeirri sérstöku tegund eigna, án alls tillits til áhvílandi skulda og allra kring- umstæða éigandans. En alls ekki af því, að eg álíti, að fasteignir eigi að vera undanþegnar skattgjaldi, fremur en aðrar eignir, né að eg álíti, að fasteignaskattur í sjálfu sér, sé hann lagður á með sanngirni, sem aðrir skattar á skuldiausa eign aðeins, sé óréttlátur, — nei alls ekki. En eins og frumvarpið um fasteigna- skatt, sem hér ræðir um, er útbúið, þá álít eg, að það sé gersamlega óþolandi, og þá einkanlega með til- liti til þess, hversu sérstaklega stend- ur á hér á landi í því efni, eins og að framan er á vikið. II. Ennfremur er það eftirtektarvert við þessi merkilegu skattafrumvörp, hvernig ætlast er til að sköttunum sé fyrir komið að því leyti er niður- jöfnunina og undanþágurnar snertir. Það er meðal annars hálf-óvið- feldið að sjá það, að \»þjóðeignir«. (landsjóðseignir) séu skattskyldar til landsjóðsins og til sveitasjóðanna lika. Og svo er jafnframt ákveðið, að hús, lóðir, ítök og hlunnindi, sem séu þjóðeign, skuli vera undan- þegin skattgjaldi. — Ef tilgangurinn með þessu er sá, að hækka af- gjaldið af landsjóðsjörðunum, úr því sem nú er; því þá ekki að ganga beint að verki með það og hækka það eftirgjald réttlátlega, alveg bein- línis, og undanskilja svo allar land- sjóðseignir frá öllu skattagjaldi? — Þessi fyrirhugaði fasteignaskattur virðist, hvort eð er, eiga að vera einskonar ábúðarskattur, en aðeins undir öðru nafni. Einnig er svo ákveðið, að jarð- eignir kirkna og sveitarfélaga og bæarfélaga og allskonar stofnana, séu skattskyldar til landsjóðs. En í sömu greininni (2. gr.) er þó til- tekið, að kirkjur, skólar, sjúkrahús o, fl. sé undanþegið þeim skatti. Væri ekki fult eins skynsamlegt, að undanskilja allar eignir slíkra nauð- synjastofnana frá skattgjaldi. eða þá engar? Lang-eðlilegast virðist að láta allar skattakröfur náalvegjafnt til allra eigna sömu tegunda, nema aðeins eigna þess sjóðs, sem skatt- arnir eiga að renna í, — þannig, að undanþegnar landsjóðssköttum séu engar eignir, utan einungis landsjóðs- eignir og þær stofnanir, sem kostaðar eru einungis af landsjóði. Og að skatt- artilsveitasjóðanna.hvíli jafntáöllum eignum þeirrar mannfélagsheildar, nema aðeins á eignum sveitasjóð- anna sjálfra. Það er að sönnu ekki allsendis ósanngjarnt, að veita nauð- synjastofnunuin, sem (þó gróðatyr- irtæki séu, fyrir hag einstakra manna) hafa mikilsverða nytsemd- ar þýðingu fyrir þjóðfélagið að meiru eða minna leyti, undanþágu frá bein- um sköttum að hálfu eða öllu leyti. — En þó er þess að gæta, að allar slíkar undanþágur eru sama sem styrkveitingar af þeim almenna sjóði, sem í hlut á, og væri því eins auð- velt, eða alt að því eins auðvelt, að veita þann slyrk beinlínis, eins og að veita undanþáguna. Það, að undanskilja skattgjaldi, skuldlausar eignir, eða tekjur ein- stakra manna, undir nokkrum kring- umstæðum, ætti auðvitað ekki að geta komið til mála. Né heldur ætti í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.