Þjóðólfur - 20.01.1911, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.01.1911, Blaðsíða 4
12 ÞJOÐOLFUR Heiði, er hann kom með lest sunnan af Suðurnesjum, og er hann kom á Njarð- víkurfitjar, lá þar lest að austan; sváfu þar lestarmenn í tjaldi sínu. Jón greip eina fiskabagga þeirra, og varpaði á reið- ingshest sinn einn lausan og lét lestinaá- fram halda, en var eftir sjálfur við tjaldið i lausum hesti; brennivínskút hafði hann við söðuLsinn, er hann hafði tekið á Báts- endum eður í Keflavík, lést ölvaður, vakti lestamenn og tók að ræða við þá og gefa brennivín, og lést sofna þar hjá þeim, slarkaði síðan hjá þeim um hríð; meðan söknuðu þeir bagganna, og sagði Jón þá, að skamt mundi eftir þeim að leita, en ei vaeri nieira en mannsverk að vita, í hverja átt þeir v*ru komnir; gengu þeir nú á það lagið, og ætluðu hann fjölkunnugan; segja sumir, að þeir gæfu honum fé til, að láta sig vita áttina, og elta með sér þjófinn; sagði hann þeim þá, að þaraust- ur heiðina hefði sá farið, og reið nú þá leið með þeim; en er á heiðina kom, kvað hann þann böggunum stal mundu ei ríða almanna-veg, yrðu þeir því dreift aðríða, en er leiti bar af, hleypti Jón frá þeim og létti ei fyrri en hann náði lest sinni; fór Jón norður og heim til s(n. 3. Skólasveinar gista að Jóni. Það er sagt að Jón færi bygðum vestur 1 Laxárdal hinn fremri; sumir segja hann búið hafa á Skyttudal um hrið; hafði þá Húnaþing Bjarni sýslumaður Halldórsson á Þingeyrum, en óljóst er, hve Iengi Jón bjó þar, en þaðan flutti hann að Kálfárdal 1 Gaunguskörðum, og hafði þá svikist um að gjalda Bjarna þinggjöld; hugði sýslu- maður því að lögsækja hann fyrir óskil þau. Þá voru á vist með sýslumanni Bjarni Jónsson og Sigþrúður blinda Jóns- dóttur prests á Staðastað vestur; varBjarni sá borinn að Álftavatni 1 Staðarsveit, og Markús Pálsson lögréttumanns á Brodda- nesi, Markússonar, Pálssonar, og námu þeir f skóla á Hólum og urðu slðan prestar. Það var einn vetur, að þeir gengu báðir úr skólanum heim vestur til Þingeyra fyrir Jólin, sem venja var til, en er þeir gengu norður aftur í skólann þrettánda dag jóla, og ætluðu að ganga Litla-Vatnsskarð norður á Víðidal og norður Molduxaskarð til Hóla skemstu leið, kom á þá logndrífa, svo þeir viltust og vissu aldrei, hvar þeir fóru; færð var ill á fjöllunum og fannalög mikil. Bjarni var all-knár maður og varð honum töfað Markúsi, og kom svo, að nauðulega fékk hann dragnað á eftir Bjarna; vildi það þá til, að Bjarna sýndist missmlði nokkurt í einum stað á snjónum, skaraði til með staf sínum, og fann að hurð var undir yfir snjógöngum fram af fjárhúsdyrum; fór hann þar inn og lét Markús þar inn koma í garðinn; var þar hlýtt þvíjfé var í húsinu; við það gekk Bjarni út aftur og sýndist ljós glampa í glugga skamt frá sér gekk þangað, fann gluggann og guðaði á hann; honum var gengt inni; Bjarni spyr hvað bær sá héti, og hver fyrir ætti að ráða. Sá svarar er inni var; „Litluskift- ir þig það, ef þú fær að vera og hefir þörf beinleika"; leið og ei langt um, áður maður kom út, hvatlegur í bragði og kná- legur; bauð hann Bjarna gistingu, en þá Bjarni spurði hann að nafni, lést hann heita sem flestir; gat Bjarni þá um Mark- ús; leiddi bóndi Bjarna inn og sótti Markús, í þvf rauk á blindviðriskafald á norðan. Þeim Bjarna var búið rúm gott og þar næst borið heitt hangikjöt, og allur var þeim veittur hinn besti beioi, og bóndi mjög málhreifur við þá og fóru orð vitur- lega. Daginn eftir var kafaldshríð, og lét 5 nætur, er hríðina birti, fylgdi bóndi þeirn, og hafði með sér tvo hesta úr húsi; fylgdi hann þeim ofan hjá Sauðá; var þá færð góð um fjörðinn; Iéði hann þeim hestana heim fyrir Hrísháls og heim til Hóla, ef vildu, og sleppa þar; mundu þeir rata heim aftur. En áður en þeir skildu, sagði hann Bjarna, að hann héti Jón Bjarnason, og ætti heima í Kálfárdal. Sagði Bjarni það síðan, að mjög angraði hann þá fátækt sín, að geta endurgoldið Jóni beinann að engu; en úr skólanum ritaði Bjarni Bjarna sýslumanni um beinleika Jóns; gaf hann honum upp sýslugjöldin, og 3 spes(ur sendi hann honum að auki, og Bjarni Jónsson 2. Bjarni varð síðast prestur að Mælifelli og*Markús^að Auð- kúlu. Heyrði Sigríður, yngri dóttir Bjarna prests, föður sinn segja fráfþessu, vitur kona og minnug, er lengi bjó^að Nauta- búi í Skagafirði og átti Jón smið.Svarf- dæling.] 4. Jón tók Þórunni til fóstnrs. Um þessar mundir var allhart í ári og þjófaöld svo mikil, að ei gagnaðist fé í fjárhúsum. Er það sagt eitt með öðru, að á Hafsteinsstöðum var göngustafur rekino í járnhring á bæarhurðinni og lát- inn ganga út fyrir báða dyrustafi, meðan stolið var sauðum úr fjárhúsum; er þar þó nábýlt, og Hafsteinsstaðir snertuspöl ofan Staðar í Reyninesi, er og svo kallast Reynistaður; var það því víða, að menn höfðu sauðfé sitt í baðstofum, þeir er fátt áttu, að betur fengi varðveitt, og gagnað- ist þó ei stundum. Ekkja ein bjó á Skolla- tungu í Gönguskörðum, er þrjú börn átti, öll ung, og ær nokkrar, er hún hafði á baðstofugólfi; var það alt kvikfé hennar; þorði hún þeim aldrei út að sleppa um veturinn, og bar þeim hey og vatn; hreytti hún þær og fram undir jól, að blanda í vatn handa börnum sfnum; var það þá í kafaldi Þorláksmessu fyrir jól, að maður kom fannbarinn með grímu inn á gólfið, greip bestu ána og leiddi út; ekkjan þótt ist kenna baksvip mannsins, og ætlaði vera Jón Bjarnason; varð henni það að orðum og angráðlega: „Guð hjálpi mér! því gerir þú mér þetta, Jón?“ svaraði hann engu, og hvarf út í hríðina með ána. Nær hálfum mánuði síðar var það, að maður kom inn á gólf í Tungu á belg- hempu slðri, með slapahatt; sá ógerla í andlit honum; gekk hann að pallinum og þreif yngsta barnið, er Þórunn hét, stakk undir hempu sína og hvarf á burtu; harm- aði ekkjan það mjög, og víssi ei, hverju sætti, og þótti það miklu sárara, en ær- takan; taldi hún sér harm allan í skap, og það með, að mærin var fáklædd eða nær nakin, en frost var á mikið, og svo hvað kynlega að þetta hefði að borist, hljóp ofan og út með kalli og gráti, og sá það eitt, að maður reið óðfluga frá bæn- um, en það var bert síðan, að þetta var Jón Bjarnason; ól hann mærina upp og qætti svo ærtökuna; var það Þórunn sú . er hann kendi best að ríða og temja hesta, sem orðlagt var. Áttu þau Snjálaug, kona Jóns, og hann ei barn, en mörg börn tók Jón af volæði og ól upp fyrir alls ekkert, og unni þeim, sem sjálfur ætti; var og Snjálaug góð kona og lét ei sitt eftir liggja að fóstra þau. timanntmvitnnrarflnnimianHraimrtiiriitivraifiiiimaiaiiitrartfaiaiiiiiiiaiiiiimitiiaiiKiiiait Adalfundur Framfara- félags Reykjavíkur verð- ur haldin á „Hótel Island ', (inngong- ur frá Aðaistræti), Sunnud. 22. Jan. þ. á. kl. 6. e. h. Pantið sjálfir fataefni yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 ITItr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað aluIIar-14 I.ÆI)I i fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir (‘iiiungis ÍO kr. 2,50 pr. Mtr. ^ Eða 3’/« Mtr. 135 Ctm. brcitt, svart, myrkblátt eða gráleitt iiamóöins efni í sterk og falleg karlmannsföt íyrir aðeins 14 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveverii Aarhus, Danmark. CiCjCjGrt &ÍGQssen jlrréttarmálaltttmngsiiiaöiir. rósthásstrwti 17. Venjuiega heimi kl io—ii og 4—5. Tals. 16. aj klsSurn og kj&laejnnm, ábreiðnm, Jéðurtannm, lérejti o8 baðmutlarðúkum frá BÉMíWÍp, tot 7, Svenborg, Danmark w i jnt vönðuðustu vörur. i op iiisliir tekiar í skiftum. fyrir dónikirkjusöfnuðinn í Reykja- vík verður haldinn laugardaginn 28. janúar 1911 kl. 8 síðd. í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg. Dagskrá: 1. Sóknargjaldalögin frá síðasta al- þingi. 2. Kirkjusöngurinn. 3. Önnur mál, er upp verða borin á fundinum. Rvík 13. janúar 1911. Sóknapnefndiii. 1911. Nýir og Kkil vÍMÍr kaupendur fá ólíeypis um leið og blaðið er borgað: 1. Roðney Stoue, skáldsaga eftir hið fræga skáld Englendinga, Conan Doyle, 108 bls. í stóru broti og prentuð með smáu letri. 2. islenskir sagnaþættir. 2. hefti, 80 bls. kar er í Þáttur af Árna Grímssyni, er sig nefndi siðar Einar Jónsson, eftir Gísla Konráðsson. Frá Bjarna presti i Nlöðrudal. Draugasaga. Um Hjaltastaðafjandann. Mjög merkileg og áður ókunn frá- saga um þennan merkilega anda eða fjanda. Rituð af samtíðarmanni sjónar- og heyrnarvotti. Frá Eiriki Styrbjarnarsyni og frá Metúsalem sterka i Möðrudal. Spinderi maskiner 2 sæt Karte og 1 sæt spinde- maskiner (240 sp.) etc Kluderiver, Skruepresse, alt í god brugbar Stand sælges meget billigt ved Henvendelse til Fabrikant Th. Frank, Odense, Danmark. kom mikið úrval af egipsk- um Cigarettum í Tóbaksv. IP. Leví. Austurstræti 4. Þorskaneta-járnhringar eru mik- ið betri á þorskanet en annað, flækja ekki netin og tínast ekki af 3. islenskir sagnaþættir, 3. hefti. 86 bls. Par í er: Þáttur af Kristínu Pálsdóttur úr Borgarfíði vestra, Æfiágrip Sverris steinhöggvara Runóifssonar, Sagnir úr Austfjörðum, Frá Hljóða-Bjarna, Afkomendur Önundar í Kýr- holti. í ár verður prentað hefti af sögu þeirri er komið hefir byrjun á hér í blaðinu, og verður sagan send öllum skilvís- um kaupendum blaðsins. 'lfgroiftsla blaósln# er & Laugaveg 19 (austurendanum) og og er opin hvern virkan dag kl. 1—» og 6—9.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.