Þjóðólfur - 03.03.1911, Page 2

Þjóðólfur - 03.03.1911, Page 2
34 ÞJOÐOLFUR. — Vildi fá vantraustsyfirlýsingu sem þing- lega sönnun, og eftirmann sinn »úr sinu liði<. Allar ástæðurnar væru átyllur til þess að sætið losnaði, þetta, sem 4 eða 5 sækja í. Sagði það ofvaxið hverjum ísl. ráðh., að koma fram sambandslagafrumvarpinu frá 1909. Varaði menn við að trúa um- mælum blaðanna og ísaf. — taldi sér hana öviðkomandi(l). Sig. Gunnarsson: Líkaði ekki alt hjá ráðh., en fleira þó betur. Þótti framkomma ráðherra í sambandsmálinu svo góð, að »ómögulegt væri að snúa sér þar betur« og var því með honum. Hálfd. Guðjónsson: Sér hefði ekki komið það á óvart, þó blettir yrðu á stjórnarferli B. J. — til þess hefði ekki spámann þurft. Framkvæmdir hjá hon- um hefðu verið miklar; þess vegna vildi hann gefa B. J. atkvæði sitt, og þá lfka af þvf, að allir mótstöðumenn hans væru ekki sammála í öllum atriðum. Magn. Blöndahl: Hélt iangan formála. Sagði: »Aumari ástæður fyrir ráðherra-afsetning en hjá Ben. Sv. hefi eg aldrei heyrt«. Talaði svo um þing- málafundina í fyrraflðno, um dýrð þeirra og ágæti. Talaði síðan rækilegt erindi um samsetning og sölu á'silturbergi, hvar það væri að finna og hversu mikið, hvað kíló af því seldistj(og annað, er að því lýtur. Sagðist svo greiða ráðh. atkvæði tyrir silfurbergs-afskifti hans, þvf saron- ingur sá væri fyrirmynd. Var þá gengið til atkvæða. Var fyrst borin upp aðaltillagan: „Neðri deild alþingis ályktar, að lýsa vantrausti sínu á núverandi ráðherra", og var tillagan samþykt með 16 atkv. gegn 8. J á sögðu: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón Jónsson Hvanná, Jón Jónsson Múla, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Pétur Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson. Dr. Jón Þorkelsson var svo veikur af dragsúgi, að hann gat hvorki sagt já eða nei, og var því taiinn með meiri hluta, (en batnað var honum sem betur fór morguninn eftir). Viðaukatillaga um að skora á ráðh. að beiðast tafarlaust lausnar, var samþykt með /7 atkv. gegn 7. Atkvæði féllu þá eins, nema hvað Hálfdan prófastur greiddi þá ekki atkv. og var því talinn með meiri hl. Alþing-i. III. Pinginannafrumvörp. 10. Afnáro fóðurskyldu svo nefndra Maríu- og Péturslamba. Flutningsmenn : þingmenn Norðrnýlinga. n. Breyting á lögum um sölti kirkju- jarða 16, Nóv. 1907. Heimild sú, er ráðherra íslands er veitt í lögum nr. 50, 16. Nóv. 1907 til þess að selja ábúend- um kirkjujarða ábýlisjarðir sínar, skal einnig ná til hjáleigna prestssetra, ef þær eru sérstakt býli, og hafa sérstök ummerki á engjum og túni. Flutningsm.: Stefán Stefánsson, 2. þm. Eyf. 12. Um ráðstafanir til að eyða rott- um með eitri. Flutningsm.: Björn Þor- láksson. 13. Um vegi. Landsjóður kostar viðhald flutningsbrautarinnar frá Rvík um Ölfus, Flóa og Holt, að Ytri-Rangá, ásamt við- haldi og gæslu brúnna yfir Þjórsá og Ölfusá. Kostnaður við hreppsvegi greiðist úr sveitarsjóði, en í hann skal greiða hrepps- veragjald 1 kr. 25 aura fyrir hvern verk- færan karlmann í hreppnum 20—60 ára, f hvaða stöðu sem er. Heimilt er hrepps- nefnd að ákveða fyrir eitt ár 1 senn, að hreppsvegagjald skuli hærra vera, alt að 3 kr. fyrir hvern verkfæran mann. Nafnaskrá yfir verkfæra karlmenn, sem um er rætt í 20. gr. vegalaganna, skulu samdar í Október ár hvert. Samrit af verkfæraskránni skal hreppstjóri láta hreppsnefndaroddvita í té, og eftir skrá þessari er vegagjaldið ákveðið. Flutn- ingsm.: Sigurður Sigurðsson, Ólafur Briem og Einar Jónsson. 14. Skipun læknishéraða. Henni vill Ól. Briem láta breyta samkv. samþykt á þingmálafundi á Reykjum í Skagafirði. 15. Breyting byggingarsjóðslaga (Bj. Kristj.) Losa Landsbankann viðaðgreiða 7500 kr. árlega til hans, sem hann var ástæðulaust skyldugur til 1905. 16. Breyting á fátækralögunum (Ól. Briem). Smábreyting, er óskað var á Sauðárkrók. 17. Viðauki við bændaskólalögin (þingm. Múlasýslna), að Eiðaskólinn verði þriðji bændaskólinn. 18. Lögskráning mannanafna (Jón Þork., Bjarni, Bened. Sv.). A opinberum skrásetningum mannanafna sé skfrnarnafn á undan föðurnafni, nema ættarnafn sé. Reikningar ógildir öðruvísi. 19. Breyting á bæarstjórnarlögum Reykjavíkur (Jón Þork., M. BI.). Kosning borgarstjóra. 20. —22. Löggildanir. Kvíabryggja í Eyrarsveit (Sig. Gunn.), Hámundarstaðir við Nýpsfjörð (Jón Hvanná), Hvalnes- krókur í Austur-Skaftaf.s. (Þorl. Jónss.). 23. Stækkun verslunarlóðarinnar í Gerð- um í Garði (Bj. Kristj.). Nefndir. Bankarajnnsóknarnefnd (Nd.): Jóh. Jóh. (form.), B. Sv. (skr.), J. Ól., J. Hvanná, Hálfdán. S t j ó r n a r s k r á r n e f n d (Nd.): Við- bót: Skúli og Jóhannes. Eru þá 9 í nefnd- inni. Rottunefnd (Nd.):Bj.Þorl.,J.Þork., Ól. Briem. Veganefnd (Nd.): Ói. Br., Sig. Sig., H. Hafst., Einar, B. Þorl. E f r i d e i 1 d hefir afgreitt til neðri deildar þrjú frum- vörp um sóttgæsluskírteini skipa, vita og sjómerki, og laun sóknarpresta. Altstjórn- arfrumvörp, tvö hin síðustu breytt. Ráðherraskifti hafa orðið á Frakklandi. Briand, er verið hefir forsætisráðherra, hefir beðið um lausn. Sá er við hefir^tekið yfirráðherra- embættinu, heitir Monis. Hann er fæddur 1846 og er skóverksmiðjueigandi. Hann er meðlimur í Senatinu og varaformaður þess. Hann hefur áður verið dómsmála- ráðherra. Hann hefir tekið öflugan þátt í menningarbaráttunni og tilheyrir frjáls- lynda flokknum. Hin pólitiska stefna þessara manna er nauðalík, ef nokkru munar er Monis ýfið frjálslyndari. „Vá fyrir 9yrnra“. »Vá fyrir dyrum* má það teljast, hversu nú horfir við með fjárkláðann, eftir öll þúsundin, sem varið hefir verið til þess, að koma honum fyrir kattarnef og jafn- lítill aufúsugestur og hann er öllum þeim, er sauðfé hafa undir höndum. Óhappið var, að ekki var haldið áfram með böðin, eftir að útrýmingarbaðið fór fram. Ef svo hefði verið gert, hefði kláðinn að öllum líkinum útrýmst alger- lega. I þess stað var eins og kunnugt er fyrirboðið að þrífa féð næsta vetur — átti víst að vera til þess að vita, hvort kláði kæmi upp eða ekki — og síðan hafa ekki nema sumir baðað, -— og úr misjafnlega tryggum böðum. Eðlileg af- leiðing er, að kláðinn kemur upp víðar og víðar, verður auðsjáaníega aftur al- mennur, verði ekki aðgert. Þar sem um alvarlegt nauðsynjamál er að ræða, tel eg rétt, að ræða málið op- inberlega, ekki síst, þar sem eg veit, að frá stjórnarinnar hendi muni nú á næsta ; þingi kpma fram frumvarp til laga um útrýmingu fjárkláðans. Því miður er mér frumvarpið ekki kunnugt, nema í einstökum atriðum, en þó get jeg sagt svo mikið, að eg hefði óskað, að það væri nokkuð á annan veg í þeim atriðum, er jeg veit um; hefði álitið það tryggilegra og affarasæla. Eg skal nú leitast við að skýra frá því, er eg álít heppilegast til góðs árang- urs — skal reyna að gera það svo ljóst og skilmerkilega, að eg verði ekki mis- skilinn. — Vonast eg til að þingmenn taki ummæli mín og bendingar til greina, ef þeirn virðist það á rökum bygt. Það er þá fyrst, að eg álít nauðsyn- legt, að svo sé fyrirskipað, að næstu 10 ár skuli alt fé í landinu árlega baðað á tímabilinu frá 1. Nóvember til 20. Des. Ef það yrði tekið fyrir að baða að eins í þeim héruðurn, er kláðinn hefir komið upp í, væri hætta á, að maurinn gæti fyrir samgöngur, verið kominn 1 önn- ur héruð. Svo er og á það að llta, að þó um engan kláða sé að ræða, þarf nauðsynlega að baða þrifaböðun; nú er því svo varið, að ýmsir eru vanir við að »bera í«, en baða ekki, og vilja þess vegna sökum vanans halda því áfram, fremur en að baða, enda þótt það sé að öllu leýti óhentugra og aðeins litlum mun ódýrara í fyrstunni; en verður miklum mun dýrara þegar tekið er tillit til afnot- anna af hvorutveggju. Frá þessu sjónarmiði skoðað, hefðu og allir einstaklingar gott af því, að fá lög- akipað bað, og mætti það gjarnan vera áfram um óákveðið árabil; þó hygg jeg, að 10 ár mundu nægja; geri ráð fyrir, að þá yrðu fjáreigendur farnir að venjast svo böðunum og orðin svo augljós nauðsyn þeirra, að þeir héldu þeim áfram, þótt ekki væri það lögskipað. Tímann, er baðað sé í, áiít eg hæfilegast settan frá 1. Nóv. til 20. Des. Betra að Ijúka því af meðan ull er ekki mjög mikil á fénu og áður en óþrifin gera vart við sig að mun, enda ómögulegt, að koma böðun- um við, úr því jólum sleppur, fyr en þá eftir miðjan vetur, því ekki eru tiltök, að vera með baðanir, meðan fengitími satið- fjárins stendur yfir. Annað atriðið viðvíkjandi útrýmingu kláðans og tryggingu fyrir góðum þrifum framvegis, er að minu áliti, að baðað sé á öllu landinu úr einu og sama baðlyfi. — Annist landstjórnin útvegun þess, eftir pöntunum frá sveitarstjórnum, og láti rannsaka gæði þess, kaupendum að kostn- aðarlausu. Nú er þessu svo fyiir komið, að hver sem er, flytur inn baðlyf, án þess nokk- | ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ X BOGI BRYNJÓLFSSON ♦ ♦ yflrréttarmálafiutning8maður ♦ X Austurstræti 3. ♦ ♦ Tals. 140. Helma 1 1-12 og 4—5. ♦ urt eftirlit sé haft með því, hvort bað- lyfin eru að gagni eður ekki. Þykir mér hætt við, að sumir hverjir kunni að vera svo gerðir, að leggja fult svo mikla áherslu á, að ná því baðefninu, sem er ódýrast í innkaupi og því hægt að græða mest á, eins og á það, að baðefnið komi að not- um, enda sannanlegt, að mikið vantar á, oft og einatt, að baðmeðul þau, er not- uð eru, drepi óþrif, með þeirri útþynn- ingu, er fyrir er sögð í forskriftum og aug- lýsingaskrumi því, er utan á umbúðirnar er límt. Kost tel eg það og við þetta fyrir- komuiag — þótt það sé smávægi móts við trygginguna — að baðefnin ættu með þessu móti að verða mjög ódýr eftir gæð- um. Þegar frá einum stað væru pöntuð baðlyf handa heilu landi — og » b o r g- a ð u m leið«, ætti að fástmjög mikill afsláttur frá smásöluverði og það yrði auðvitað notagjald kaupendanna, því ekki ætlast eg til, að landsjóður fari að reka þetta sem gróðafyrirtæki. Sjálfsagt tel eg, að Stjórnarráðið ákveði, hvaða baðlyf verður notað og fari eftir tillögum kláðafróðra manna f þeim efn- um. Verður það að sjálfsögðu eitt af þeim atriðum, er ákveðin verða í reglu- gerð þeirri, er væntanlega verður sett af stokkunum til uppfyllingar við lögin. Þætti mér ekki ósennilegt, að heppi- legt væri að viðhafa tvö til þrjú fyrstu árin baðefni, sem væru trygg til að drepa maurkláða, t. d. annaðhvort karbólsýru með nægri sápu eða Coopers fjárbáðs- duft. Tóbak álít eg með öllu óbrúklegt, það er dýrt, afar-óþægilegt til afnota, og vantar mikið um það sé svo örugt, sem orð hefir verið ágert, eins og reynslan hefir þegar ótvíræðlega skorið úr. En þar sem öll sterkari böð hafa venjulega miður heppileg áhrif á ullina, væri ráð- legt að nota úr því þau ár væru liðin, frekar ullarbætandi baðefni t. d. Mc. Pougalls, sem eg álft mikið fremur [gott sem þrifabað, ef það fæst með ósvikntim styrkleika. Þriðja atriðið í þessari væntanlegu kláðalöggjöf — og ekki það þýðingar- minsta — er að í hverjum hreppi væru skipaðir tveir baðstjórar — svo hægt væri að baða í tvennu lagi; ætti þeim að vera borgað úr landsjóði, eftir reikn- ingum, er stjórnarráðið úrskurðaði að öðru leyti; ættu fjáreigendur að kosta baðið. Eg álít það afar-þýðingarmikið, að’ landsjóður kosti eftirlitið, ekki vegna þess,, að eg ekki telji fjáreigendur færa um. það, allflesta, heldur vegna. hins, að fá eftirlitið trygt. Eigi fjáreigendur sjálfir að kosta eftir- litið, þykir mér hætt við, að þeir sumir hverjir hafi annaðtveggja enga umsjónar- menn, eða þá taki einhverja þá, sem fást fyrir minst endurgjald, án tillits til þess, hvort þeir eru verkinu vaxnir eð3 ekki. Eg veit vel, að flestir eru svo sam- viskusamir, að þeim er trúandi til að vanda til baðsins svo sem föng eru á, og framkvæma það eftir fyrirskipuðum regium — en óprútnir menn eru altaf tii innan um, og þeir geta gert alt starf annara ónýtt, ef þeir eru látnir sjálfráðir. Þá er það og ekki þýðingarlaust atriði að séu valdir forstöðumenn, má búast við, að alt verk við baðið gangi greiðara og það er einmitt mjög áríðandi, að svo verði. Eg hef nú drepið lauslega á helstu atriðin í hinni væntanlegu kláðalöggjöf, eins og eg hef hugsað mér þau og vænti N ei sögðu: Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, Björn Þorláksson, Hálfdan Guðjónsson Magnús Blöndahl, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarson, Þorleifur Jónsson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.