Þjóðólfur - 31.03.1911, Blaðsíða 1
63. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 31. Marz
191 1.
M 12.
Alþingt
VL
PingmannairnraTÖrp.
60. Breyting á lögum um útflutnings-
gjald (Sig. Hjörl. Ágúst).
61. Lög um vélagæslu á skipum.
(Ágúst). (Sett skilyrði fyrir að mega
hafa vélagæslu á hendi).
62. Um merking á kjöti. (Landbún-
aðarnefnd). Alt kjöt er flyst út á dýra-
læknir að merkja með bláum, jöfnum
þríhyrningi með tölunni i innan í.
Dýralæknar merkja og fá alt að 5 aur.
fyrir, kindarskrokkinn.
63. Frumvarp um breyting á stjórnar-
skránni (Nefndin í þvt máli),
64. Breyting á sveitastjórnarlögunum
(Kr. Dan). Aðrar reglur fyrir niðurjöfn-
un útsvars og útsvarsskyldu.
65. Lög um farmgjald af aðfluttum
vörum (Björn Kr., Bjarni Vogi, Þorleifur).
Öllum aðfluttum vörum skift í 7 gjald-
skylda flokka og einn gjaldfrjálsan flokk.
I fyrsta flokk á að greiða 10 aura af
100 pundum, (þar er kartöflur, sápa, tjara
og glervörur), í 2. flokk 25 aura af 100
pundum, (þar er t. d. aldin öll, baðlyf,
smjör og fita, þakpappi, papptr), í 3 fl.
(allar stórar járnvörur, sláttuvélar, sjó-
klæði), 50 aura af 100 pd., í 4. fl. (smærri
járnvörur og nýlenduvörur), 1 kr. af 100
pd., 1 5. fl. (fatnaður, vefnaðarvörur, skó-
fatnaður o. fl.), 2 kr. af 100 pd., 1 6.
fl. er trjáviður, gjald 3 aura af teningsfeti,
i 7. fl. allskonar rusl er ekki heimfærist
f hina flokkana, gjald 1 kr. af 100 pd.
Gjaldfrjáls er t. d. áburður, prentaðar
bækur, hey, óunnið járn, kalk, kol, leir,
salt, sement, steinolía, saltkjöt íslenskt.
Lögreglustjóri innheimtir gjöldin og fær
3% í ómakslaun.
66. Lög um sölu kirkjujarðarinnar
Sigurðarstaðir f Presthólahreppi, (Ben.
Sveinss.). Vill heimila að selja hreppn-
um jöiðina, þó ekki lægra en 6600 kr.
67. Breyting á bæarstjórn Akureyrar,
(Sig. Hjörl.). Um niðurjöfnunarnefnd (að
7 sitji í henni) og endurskoðunarmenn
bæarins.
68. Tollur á póstsendingum (B. Kr.,
Bjarni, Þorleifur).
Af hverjum bögli alt að 5 pundum á
að greiða 10 aura, en 20 aura af þyngri
böglum. Prentað mál undanþegið toll-
inum.
Pingsályktanir.
16. Stöðulögin þeir Jón Þork., Bened.,
Bjarni og Jón Hvanná, vilja láta mót-
Wæla þeim á ný.
17. Bæarfógetaembættið á Akureyri,
(Sig. Hjörl., Stef. Stef.): Vilja láta stjórn-
tua rannsaka hvort ekki sé þörf á að að-
®kilja sýslumanns og bæarfógetaembættið
•á Akureyri.
Lög frá Alþingi.
2. Lög um vita og sjómerki (breytt
sfjórnarfrumvarp).
3- Breyting á lögum um lagaskóla á
Jslandi (lengja frestinn við háskólann um
**/• ár).
4- Verslunarlóðin f Vestmannaeyum
(sfækkun lóðarinnar).
5- Viðauki við lög um fiskiveiðar á
°Pnum skipum (bætir þár við mótorbát-
Urr> af vissri stærð).
t’rjú þessi síðustu smámál eru þing-
mannafrumvörp.
Stytsta nefndarálit
sem komið hefir fram í þinginu, er um
frumvarp til laga um sérstakt varnarþing
í vlxilmálum, Það hljóðar svo:
»Frumvarpið er ekki óaðgengilegt, og
ráðum vér því hv. deild til að samþykkja
það«.
Nefndir.
Fjárlaganefnd (Ed.): Lárus form., Stef-
án skrifari, Steingrímur, Sig. Stef., Sig.
Hjörl.
Stjórnarskrármálið í n. d.
Það var rætt um stjórnarskrármálið í
neðri defid slðastl. Mánudag og Þriðjudag,
og fór atkvæðagreiðslan fram á Miðviku-
daginn. Voru það miklar umræður og
margt vel talað. Mestar deilur voru þó
um kvenréttindin, en þeim deilum lauk
svo, að kvenfólkið hélt velli. Aðeins tveir
þingmenn voru á móti því við atkvæða-
greiðsluna, að veita konum kosningar-
rétt og kjörgengi; það voru þeir Bene-
dikt Sveinsson og Sigurður Sigurðsson. 1
Þeir höfðu staðist allar árásir. En nokkrir
voru þeir, er vildu veita þeim það smátt
og smátt, uns þær höfðu allar fengið
kosningarrétt.
Breytingartillögur voru mýmargar við
tillögu nefndarinnar, er skýrt var frá í
síðasta blaði, en allar tillögur, er þar er
skýrt frá, voru samþyktar.
Helstu breytingar, er fram komuvoru:
1. Um orðalag 1. gr. stjórnarskrár-
innar, þar með rætt um hæstarétt. Var
tillaga sú frá dr. J. Þ. og Bjarna, og
hefði væntanlega orðið frumvarpinu til
falls, ef samþykt hefði verið. Með þess-
ari grein var þamþykt efni stöðulaganna.
Þeir, er samþyktu greinina, voru: Bene-
dikt, Bjarni, Jón Hvanná, Jón Þork.,
Magnús Bl. og Þorleifur. Hinir móti.
Feld 18 : 6.
2. Skúli Th. vildi láta rjúfa alt þing-
ið í staðinn fyrir neðri deild eina eftir
tillögum nefndarinnar. Það var felt með
12 : 12.
3. Jón Ól. og Jón Múla vildu láta
heimila, að með lögum mætti binda kosn-
ingarrétt til alþingis við þekkingarskil-
yrði. Það var s a m þ. með 13 : 11.
Með voru: Eggert, Björn Sigf., Einar,
H. Haf., Hálfdán, Jóhannes, Jón Múla,
Jón Magn., Jón Ól., Jón Sig.. Pétur, Sig.
Sig. og Stefán. Hinir móti.
4. Samþykt var með 15:9 tillaga
frá J. Þork., að sá væri einn alþingis-
kjörgengur, er hefði slðasta árið verið bú-
settur hér á landi. Móti því voru: Egg-
ert, H. Haf., Jóhannes, Jón Hvanná, Jón
Múla, Jón Magn., Jón Ól, Pétur og Sig.
Sig. Hinir með.
5. Dr. Jón vildi láta banna æðstu
dómendum landsins þingsetu. Það var
felt með 15 : 9. Með voru: Benedikt,
Bjarni, B. Kr., B. Sigf., Hálfd., Jón Hv.,
Jón Þork., M. BL, Sig. Sig. Hinir móti.
6. Tillaga frá Jóni Múla um, að eng-
inn nema ráðherra hefði leyfi til að koma
fram á þinginu með tilögu til nýrra út-
gjalda á fjárlögunum; var feldmeði7:7.
Með þvl voru Björn Þorl., Hálfdan, Jón
Síígvéíf
sfórf, gott og óóýrf urvaf.
Sturla Jónsson.
Múla, Jón Ól., Ól. Br., Pétur og Sig.
Gunn. Hinir móti.
En tillaga frá Jóni á Hvanná um, að
aðeins ráðherra og fjárlaganefndin hefðu
slíkan tillögurétt var s a m þ. með 13:11.
Já sögðu: Nei sögðu:
Björn Þorláksson, Eggert Pálsson,
Björn Kristjánsson, Bened. Sveinsson,
Björn Sigfússon, Bjarni Jónsson,
Hálfdán Guðjónss., Einar Jónsson,
Jóh. Jóhannesson, Hannes Hafstein,
Jón Hvanná, Jón Ólafsson,
Jón Múla, Jón Þorkelsson,
Jón Magnússon, Magnús Blöndahl,
Jón Sigurðsson, Skúli Thoroddsen,
Ól. Briem, Stefán Stefánsson,
Pétur Jónsson, Þorleifur Jónsson,
Sig. Gunnarsson,
Sig. Sigurðsson.
En dr. J. Þork. kom fram með þann
viðauka, að breyta mætti þessu með lög-
um. Það var samþykt.
7. Eins og getið er um, var mikið
þrefað um kosningarrétt kvenna. Jón f
Múla vildi haga honum svo:
»Þegar stjórnarskipunarlög þessi eru
gengin í gildi, skal, þegar alþingiskjör-
skrá er samin næsta sinn, setja á hana
allar konur, sem eru orðnar 40 ára að
aldri, og að öðru leyti fullnægja hinum
almennu skilyrðum kosnirgaréttar, sbr. 10.
gr. Næsta ár skal á sama hátt bæta við
þeim konum, sem eru 39 ára, og svo
framvegis lækka aldursmarkið um eitt
ár á hverju ári, til þess er allar konur
hafa náð kosningarrétti, jafntsem karlar*.
Þessi tillaga var feld með 14: 9. Með
henni voru: Eggert, Benedikt, Jón
Hvanná, Jón Magn., Jón Múla, Jón Ól.,
Jón Þork., Magnús og Pétur. Hinir móti.
8. Skúli Th. vildi hafa þing á hverju
ári. Með því vóru aðeins Eggert, Bene-
dikt, Bjarni óg Skúli. Það var felt.
9. Hörð deila var um það, hvort utan-
þjóðkirkjumenn ættu að vera skyldir að
gjalda til skóla kirkju- og prestsgjöld,
ef þeir væru ekki í neinum söfnuði
(t. d. kaþólskur maður á Akureyri).
Þetta vildu þeir Jón Þ., Skúli og Jón Ól.
og báru allir — hver út af fyrir sig þó —
fram tillögu um, að þetta yrði felt burt
og þeir gjaldfrjálsir. Það var felt með
13 : 11. Féllu atkvæði þar svo:
Já sögðu: Neisögðu:
Bened. Sveinsson, Björn Þorláksson,
Bjarni Jónsson, Eggert Pálsson,
Björn Kristjánsson, H. Hafstein,
Björn Sigfússon, Hálfd. Guðjónsson,
Einar Jónsson, Jóh. Jóhannesson,
Jón Hvanná, Jón Múla,
Jón Ólafsson, Jón Magnússon,
Jón Sigurðsson, M. Blöndahl,
Jón Þorkelsson, Ól. Briem,
Já sögðu: Nei sögðu:
Sig. Sigurðsson, Pétur Jónsson,
Skúli Thoroddsen, Sig. Gunnarsson,
St. Stefánsson,
Þorleifur Jónsson.
10. Samþykt var með 19 : 2 að
binda kosningarrétt við 25 ára aldur
eftirleiðis.
11. Jón Ói. og fleiri vildu, að stjórn-
arskráin fyrii^kipaði 17. Júní sem sam-
komudag þingsins, en sú tillaga komst
eigi til atkvæðagreiðslu sökum þingskapa.
12. Jón Þork. og Bjarni komu með
svotelda viðbót:
»Sérréttindi er bundin sé við nafnbæt-
ur og lögtign má eigi lögleiða. Svo og
má enginn maður hér á landi bera nein-
ar orður eða titla, er konungur og land-
stjórn veiti mönnum*.
Þessi hégómabarátta gegn krossum og
metorðum fór þar svo, að tillagan var
samþykt með 16 : 8. Á móti voru:
Eggert, H. Hafst., Jóh. Jóh., Jón í Múla,
Jón Magn., Jón Ól., Ól. Briem og Pétur.
Hinir voru með.
13. Þá voru margar tillögur, frá Ól.
Briem flestar, um alþýðuatkvæði um lög
og lagaboð. Allar slíkar tillögur féllu.
14. Nefndin 1 stjórnarskrármálinu vildi
láta meðhöndla sambandslagabreytingu
eins og breytingu á stjórnarskránni, með
þingrofi og nýum kosningum. Skúli
Thor. var þessu samþykkur nema að því
að hann vildi ekki láta rjúfa þing nema
þvf aðeins að stjórnin vildi styrkja málið
og bar fram tillögu um það, en hún var
feld með 14 : 10, Með henni voru:
Eggert, Einar, H. Haf., Jóh. Jóh., Jón
Hvanná, Jón Múla, Magnús, Sig. Gunn.,
Sig. Sig. og Skúli. Hinir móti.
Dr. Jón Þork. og Bjarni vildu láta orða
þetta á þessa leið:
„Nú samþykkir Alþingi, að gera breyt-
ing á sambandinu milli Islands og Dan-
merkur, og skal þá leggja það mál undir
atkvæði allra kosningabærra manna í land-
inu, og skal atkvæðagreiðslan vera leyni-
leg“.
Var það s a m þ y k t með 15 : 9.
Með því voru: Björn Þorl., Eggert,
Benedikt, Bjarni, Björn Kr., Björn Sigf.,
Einar, Jón Hvanná, Jón Þork., Magnús,
Ól. Briem, Sig. Gunn., Sig. Sig., Skúli,
Þorleifur. Hinir móti.
í næstu viku, eða strax.eftir helgina,
verður málið til þriðju umræðu og þá vænt-
anlega afgreitt til efri deildar, þvf margir
þingmenn tóku það fram, að þeir vildu
ekki gera neitt það, er orðið gæti málinu
til falls. En benda viljum vér á hégóma-
tillöguna um orður og titla, hvort ekki
væri réttara að fella hana burtu, því í