Þjóðólfur - 31.03.1911, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR
Si
við vilja kjósenda svo gersamlega
eyðilögð, sem vera bar.
Bæarbúar eru nú farnir að kynnast
þjóni sínum Páli Einarssyni, og eftir
þá viðkynningu munu þeir vera fúsir
á að gefa honum hvild frá starfinu,
þegar kjörtími hans er úti — ef þeir
vilja bíða svo lengi.
Jóh. Jóhannesson.
Pingræðið.
,^E*olitilcen“ skcr úr.
Símað er frá Khöfn:
„Blaðið „Politiken" segir, að það
sé föst venja í öllum löndum, er
reiknað sé út, hvað sé þingræöi, að
telja þá með alla þá, sem sæti eigi
í þingunum. Þingræði íslands sé því
óskemt".
Eftir atkvæðagreiðsluna í neðri
deild um vantraustsyfirlýsinguna til
Kr-. Jónssonar getur engum heilskygn-
um manni blandast hugur um þetla.
En orsökin til ummæla blaðsins mun
vera geip Isaf. og Þjóðv. um það
áður en sú atkv.greiðsla fór fram.
Smyrsli.
§kjöl Oíf skilríRi.
í Þjóðólfi 18. þ. m. fluttum vér
símskeyti það, er Skúli Thor. eða
flokkstjórnin þar sendi konungi um
ráðherraútnefninguna.
Þar sagði meðal annars svo: „Nítján
af 24 þjóðkjörnum þingmönnum sjálf-
stæðisflokksins hafa tjáð sig meðmælta
Skúla Thoroddsen sem ráðherraefni".
Þessi ummæli töldum vér röng því
Sk. Th. fylgdu aðeins 7 menn en 12
hefðu „loks látið til leiðast að lofa
því að greiða honum ekki vantrausts-
yfirlýsingu að nauðsynjalausu á þessu
þingi'.
Þetta taldi Sk. Th rangt, og þing-
menn hafa bætt Sk. Th. sár sfn með
svohljóðandi smyrslum:
Ummæli „Þjóðólf" í 11. tbl. þ. á. um að
sjálfstæðisflokkurinn hafi sent konungi lyga-
skeyti lýsum vér undirritaðir þingmenn sjálf-
stæðisflokksins hér með yfir, að eru full-
komin og óafsakanleg ósannindi, sem vér
harðlega mótmælum.
Skeyti það, er konungi var sent, var
vandlega íhugað og samið á flokksfundi, og
það skýrði nákvæmlega rétt frá þeirri nið-
nrstöðu um ráðherraútnefningu, sem orðin
var ( flokknum.
Þessi mótmæli krefjumst vér, að blaðið
„Þjóðólfur" taki í 1. eða 2. tölubl., sem út
kemur hér eftir.
Alþingi 18. Mars 1911.
Sigurður Stefánsson, Sigurður Gunnars-
son. Benedikt Sveinsson. Björn Kristjáns-
son. Kristinn Daníelsson. Þorleifur Jónsson.
Björn Jónsson. Skúli Thoroddsen. Bjarni
Jónsson frá Vogi. Jón Jónsson frá Hvanná.
Jósef Björnsson. Björn Þorláksson. Ari Jóns-
son. Magnús Blöndahl. Jón Þorkelsson.
Gunnar Olafsson. Björn Sigfússon. Hálfdán
Guðjónsson. Jens Pálsson.
En Þjóðviljinn flytur nú svohljóð-
andi bréf:
„ I il svars upp á meðtekið bréf 8.
þ. m. frá 6 alþingjsmönnum sjálfstæð-
isflokksins, þess efnis að spyrjast fyrir
um, hvort vér, sem vorum ósamþykkir
vantraustsyfirlýsingu til ráðherra Björns
Jónssonar viljum styðja Skúla Thorodd-
sen til ráðherra fram að kosningum,
gefum vér hér með þá yfirlýsingu, að
vér munum eftir atvikum fallast á, að
hann verði ráðherra Og ekki fella
hann á þessu þingi*)-
Þessi yfirlýsing er þó af vorri hendi
bundin eftirfarandi skilyrðum, sem vér
ætlumst til að verði skriflega gefin og
undirskrifuð af Skúla Thoroddsen og
*) Leturbreyting af oss.
þeim mönnnm er honum fylgja úr
hinum hluta sjálfstæðisflokksins:
1. Að Skúli Thóroddsen og allir flokks-
menn hans skuldbindi sig til þess
að vinna af alefli að því, að stjórn-
arskrárbreyting nái fram að ganga
á þessu þingi; en verði þess ekki
auðið verði þingið þó leyst upp og
efnt til nýrra kosninga í sumar.
2. Að konungkjörnir þingmenn til
næstu 6 ára frá því kjörtími núver-
andi konungkjörinna þingmanna er
útrunninn, verði tilnefndir af flokkn-
um í heild sinni eða af hvorum
flokkshluta um sig tiitölulega margir
eftir atkvæðamagni flokkshlutanna
beggja.
Alþingi 11. Mars 1911.
Sigurður Hjörleifsson. Kristinn Daníels-
son. Sigurður Gunnarsson. Þorleifur
Jónsson. Jens Pálsson. Gunnar Ölafs-
son. Björn Kristjánsson. Björn Sigfús-
son. Jósep Björnsson. Björn Jónsson
(að fella hann ekki á þessu þingi).
Björn Þorláksson. Magnús Blöndahl.
Vér undirritaðir alþingismenn göng-
um að framanskrifuðum skilyrðum og
styðjum tilnefning Skúla Thoroddsens.
Alþingi 11. marz 1911.
Skúli Thoroddsen. Sigurður Stefáns-
son. Bjarni Jónsson frá Vogi. Jón
Þorkelsson. Jón Jónsson frá Hvanná.
Benedikt Sveinsson. Ari Jónsson".
Af þessu skjali þingm. er það ljóst
að ummœli Pjóðólfs eru rétt.
Skúla tylgdu aðeins 1.
Hvorki meira né minna.
Þetta sýnir bréf þm. dags 11 Marz
og smyrsli þeirra eru því einkisnýt.
Slepið sUi gi iðii tíetifæri.
Húseignir hvar sem þær standa í bænum kaupi eg og borga 500 til 1000 kr. í peningum samstundis. Á eignnuum mega helst ekki hvíla aðrar veðskuldir en fyrsti veðréttur. Jóh. Jóhannesson. Laugaveg 19.
Alla brúkaða húsmuni t. d. Sófa, Stóla, Borð, Kommóður, Rúmstæði, Skrifborð, Orgel 0. fl., kaupi eg móti peningum. Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 19. jniar brnkaðar sögu- og lióðabækur kaupi eg nú sem undanfarið, einnig orðabækur G. T. Zoéga. Hátt verð. Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 19.
j)rnkað bárnjárn og allskonar brúkað timbur, vil eg kaupa strax. Hátt verð, og peningaborgun. Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 19. Skuldabréf húsum og hlutabréf í ýmsum fé- ögum vil eg kaupa, sérstaklega í Völundi og Steinar. Peningar strax. Jóh. Jóhannesson, Laugaveg 19.
Aðsókn
að forngripasafninu síðnstu 18 ár.
M 00 O 09 komu alls 730 menn.
1994 — — 701 —
1895 — — 609 —
1896 — — 663 —
1897 — — 982 —
1898 — — 1246 —
1899 — 1192
1900 — — 2133 —
1901 — — 2255 —
1902 — - 1831 —
1903 — — 1705 —
1904 — — 2038 —
í9°5 — 2300
1906 — — 2234 —
1907 — — 2473 —
1908 — — 3822 —
1909 — — 5567 —
1910 — 6000 —
Hvað er að frétta?
Prestskosnlng fer fram 3. Aprll
í Grundarþingum og Eydalaþingum. Um
Grundarþing sækja sr. Jónm. Halldórsson
Barði, sr. Sig. Guðmundsson Ljósavatni
og sr. Þorst. Briem en um Eydali sr.
Pétur Þorsteinsson, einn.
Lausn frá embsottl hefir sr. Jó-
hann Þorsteinsson í Stafholti fengið sök-
um bilunar á hálsi.
Linndsyílrdómurlnn. Jón Jens-
son er settur dómstjóri, en Eggert skrif-
stofustjóri Briem er settur þriðji dómarinn.
Höfðlngleg gjöf. Ensk ungfrú
(Lady Peckover) hefir gefið Stórstúku ís-
lands 50 pund sterl. (yfir 900 kr.) til
bindindisútbreiðslu. Fleiri Englendingar
hafa gefið Stórstúkunni fé, t. d. Dean of
Carliste o. fl.
Skipsströnd. Franskt saltskip
strandaði nýverið austur í Meðallandi.
Menn björguðust. Jóhannes Guðmundsson
á Söndum kom með mennina hingað.
Enskur botnvörpungur strandaði nú ný-
skeð austnr við Kúðafljót. Menn björg-
uðust.
Frakkneski líousúllinn nýi
kom með Botníu og er tekinn við starfi sínu.
Hann hefir skrifstofu þar sem borgarstjór-
inn var fyr (hús G. Þorbjarnarsonar).
Peningiibudda hefir tapast á
leiðinni frá símastöðinni upp á Frakka-
stíg 12. Fundarlaun boðin.
Ág-ætur starfl.
Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið
til þess að græða mikið fé með því að selja
vörur eftir stóru myndaverðskránni minni
sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru
hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl-
ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl-
ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50°/.
ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega
fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing
ar ókeypis og burðargjaldslaust.
Chr. Hansen.
Enghaveplads 14. Köbenhavn
Fatnaöir fyrir fullorðna og
börn, vetrarjakkar og yfirfrakkar
af öllum stærðum seljast óvana-
lega ódýrt.
Síuría cSónsson.
Dömuklœði,
Alklœði •*
Reiðfataefni
ódýrast.