Þjóðólfur - 21.04.1911, Blaðsíða 2
62
ÞJOÐOLFUK
Eftir því verður þinglestrargjaldið svo
sem hér segir:
Fyrir minna en 100 kr. i kr.
— ioo— 500 — 2 —
— 500—1000 — 3 —
og fyrir hvert 1000 eftir það 1 —
fyrir t. d. 10 þús. kr. bréf er 12 kr. þing-
lestrargjald, aflýsingargjald helmingur, þó
ekki yfir 6 kr.
Afsagnargjald víxla:
500 kr. eða minna 2 kr.
500—1000 kr. 3 —
síðan 1 kr. fyrir hvert iooo, þó ekki yfir
12 krónur.
Vegabréf 50 au., en til útlanda 1 kr.
Skipstjóraskfrteini 10 kr.
Löggilding verslunarbókar 5 krónur, en
50 aur. fyrir löggilding viðskiftabókar.
Sjóferðapróf 10 kr.
Lausamennskubréf 2 kr.
Rannsókn á víni 2 kr. o. s. frv.
Gjöldin eru flest hærri en nú.
11. Lög um afnám fóðurskyldu Marfu
og Péturslamba. Þetta mál hefur nú
loks náð framgangi, líkl. fast að því eins
gamaft og þingið).
12. Lög um breyting á ákvæðum um
almennar auglýsingar og dómsmálauglýs-
ingum..
»Hér eftir á aðeins að birta slíkar aug-
lýsingar í Lögbirtingablaðinu, en ekki í
Danmörku, eins og nú er).
13. Lög um framlenging á friðunar-
tíraa hreindýra (framlengt til 1917).
15. Lög um dánarskýrslur. (í kauptúni
þar sem læknir á heima, má ekki jarð-
setja lík, nema því að eins að læknir
skoði það).
Um íslenskan lanðbúnað.
Hvað eflir og eykur hann mest?
Fyrir tveimur árum síðan ferðaðist
hér um landið agent frá Ameríku, er
heitir Jón Bíldfell. Hr. J. B. hefir nú
í ár sýnt það, að hann vill landi voru
mjög vel, og hefir tekið hér vel eftir
mörgu. Hefir hann ritað rækilega
grein um ofanritað efni, er hefir komið í
„Lögbergi", „Reykjavík” og nú loks
í „Eimreiðinni", auk þess er hann
hefir sent öllum þingm. og fleiri sér-
prentanir af grein sinni, en þeir, að
venju, ekkert sint því.
Hr. Jón Bíldfell vill láta rækta hér
jörðina á erlenda vísu. svo sem Björn
Jensson Og fleiri hafa haldið fram,
láta plægja og sá; en svo vill hann
láta leggja alla áherslu á nautgripa-
rækt. og vill láta landið stofna — svo
er gert í Canada — stórt og mikið
fyrirmyndarbú, Með þessu búskapar-
lagí má koma á þéttbýli og auka
fólksmagnið, og atvinnan verður mikið
tryggnari. ■
Jafnframt því sem „Eimreiðin" flytur
grein hr. Jóns Bíldfelds, ritar ritstjóri
hennar, doktor Valtýr Guðmundsson,
ýtarlega grein um þetta efni, grein,
sem flestir ættu að lesa.
e Eimreiðin hefir altaf verið, og er
enn ágætisrit, er altaf verður kærkom-
inn gestur hjá hverjum bókavini, en
hún er altof óvíða. Þessvegna leyfum
vér oss að taka hér upp kafla um
landbúnaðinn eftir doktor Valtýr Guðm.
Er hann hefir skýrt vel og ýtarlega
frá gagnsemi fyrirmyndarbúa, snýr
hann sér að helstu mótbárunum og
byrjar þá svo:
„Þá gleymir og herra Bíldfell einu
mikilvægu atriði: áburðinunt. Hann
minnist ekkert á, hvernig eigi að fá
hann i byrjunni. Hann virðist ætla,
að nóg sé að plægja upp jörðina og
sá í hana, — eins og í Manitoba. En
þar hefir jörðin legið ósnert í margar
aldir og fengið að safna í sig frjó-
magni. Á íslandi hefir hún aftur í
margar aldir verið rúin því nær árlega
ogenga uppbótfengið. Hún mundi því
tæpast gefa þar mikla uppskeru án
áburðar. En hvar á að taka hann í
byrjuninni, áður en nýa lagið er komið
á og aukinn gripastofn kominn upp?
Því þarf líka að svara.
Þá er enn auðsætt, að mikil naut-
griparækt (kjötframleiðsla og smjör-
gerð) getur ekki borgað sig, nema
greiður og skjótur aðgangur sé á mark-
aðinn. Ef ofmikið af söluverðinu geng-
ur til flutningskostnaðar á markaðinn,
er hætt við, að bóndinn fái lítið fyrir
framleiðsluna. Og eins og samgöng-
um er enn háttað á íslandi víðast hvar,
er hætt við, að flutningskostnaðurinn
mundi éta upp allan ágóðann og má-
ske meira til. Auk þess gttur hafís-
inn komið, þegar minst von um varir,
og lokað öllum höfnum umhverfis
meginhluta landsins um margra mán-
aða bil, svo að allar siglingar teppist
og menn komi engum vörum frá sér,
fyr en þær eru orönar skemdar og
ónýtar (t. d. smjörið). Þó við höfum
nú í nálega 30 ár verið nokkurn veg-
inn lausir við íspláguna, sýnir reynsla
undanfarinna alda, að ekki dugir að
gera ráð fyrir slíkri blessun sí og æ.
Við getum hæglega fengið aftur jafn-
langt tímabil, er ísinn heimsækir oss
á hverju ári. Og hvernig færi þá um
arðinn af nýa búskapnum? Hvernig
ætti þá að koma framleiðslu hans á
breska markaðinn? Þessu verður líka
að svara.
Svarið við öllu þessu er frá vorri
hálfu, að við verðum að fá járnbrautir,
eina frá Reykjavík austur í Rangár-
vallasýslu, aðra norður um land til
Eyafjarðar og þriðja stúfinn um Fagra-
dal upp í Fljótsdalshérað. Og mest
ríður á járnbrautinni norður vegna
íssins. Án hinna má fremur komast
af, þótt líklegri séu til að bera sig í
fyrstu. En á slíkt dugir ekki að ein-
blína. Víðsýnið verður að vera meira
en það. Menn verða að horfa lengra
inn í framtíðina en fáein ár og
hafa alt landið og allan þjóðarbúskap-
inn fyrir augum. Og járnbrautin verð-
ur að koma fyrst, ganga á undan
öllu öðru. Ætli menn sér að biða
með hana, uns framleiðslumagnið sé
orðið svo mikið, að brautin geti borið
sig beinlínis, þá kemur hún aldrei —
og framleiðslumagnið ekki heldur. Því
brautin er einmitt skilyrðið fyrir því,
að það geti komið.
Með járnbrautinni fá menn greiðan
ög ódýran flutning á búsafurðum sín
um á heimsmarkaðinn; því í samband
við hana verða settar tíðar skipaferðir
til Bretlands. Þá getur ísinn ekki
tept lengur, því altaf er íslaust við
Faxaflóa. Þá geta menn líka fengið
útlendan áburð fluttan að, meðan þess
gerist þörf, án þess að kostnaðurinn
verði ókleifur. Og þá verður líka unt
að útvega bændum nauðsynlegt fé til
hins nýa búskaparlags, af því að þá
verða lánveitendurnir sannfærðir um,
að sá búskapur borgi sig.
En það verður heldur ekki fyr. Og
þess er heldur engin von. Því bæði
er, að hið nýa búskaparlag mundi
vart geta borið sig án járnbrauta,
jafnvel í góðærum, nema þá í nokkr-
um sveitum sunnanlands, og svo gætu
menn farið hrönnum saman á h' fuðið
í ísárunum. — Enn tilfinnanlegar er
með gamla laginu, af þvt meira er i
húfi, meira fé lagt í búið.
Vér sjáum því enga Ieið til að koma
tillögum herra Bíldfells í framkvæmd
nokkuð alment, nema járnbrautin komi
fyrst. Hún verður að koma og nýa
búskaparlagið með henni. Þá fyrst
getur íslenskur landbúnaður orðið reglu-
legur landstólpi og bæði kept við
aðrar atvinnugreinar innanlands og
nágrannalöndin á heimsmarkaðinum.
En fyr verður þetta ekki. Ekki ann-
að en máttlaust kák.
En það er önnur ræktunaraðferð,
sem mjög má bæta með búskapinn
nú þegar, en sem herra Bíldfell minn-
ist alls ekki á. Og það eru vatns-
veitingarnar. Þeim má koma á, þó
haldið sé gamla laginu, og þær eru
svo arðvænlegar víða hvar, að ekkert
áhorfsmál er að ráðast í þær. Jökul-
árnar færa okkur ofan úr fjöllunum
svo góðan áburð, að ekkert þarf ann-
að við jörðina að gera en að láta
jökulvatnið leika um hana eftir sett-
um reglum. Þá kemur kafgras. Það
þarf ekki annað til að sannfærast um
þetta, en að líta á þær eyrar, sem
jökulárnar flæða stundum yfir sjálf-
krafa, en stundum ekki. Hvílíkur
heljarmunur á grasvextinum! Vatns-
veitur mundu því allvíða borga sig
svo fljótt, að óskiljanlegt er, að menn
skuli hika sér við að leggja fé í þær.
Því þar sem sýnilegt er, að þær mundu
gefa margfalda ávexti, hlyti það að
vera fremur hægt að fá lánsfé til
þeirra. Flóa-áveitan er reyndar á döf-
inni, en lítið heyrist um verulega hreyf-
ing í því efni annarstaðar. Hvflík
kynstur mætti þó ekki fá af grasi
með því að veita vatninu úr Jökulsá
yfir flatlendið fyrir neðan Valþjófsstað
og Skriðuklaustur! Eða þá úr Hér-
aðsvötnunum yfir Hólminn í Skaga-
firði? Frjóvga mundi og mega sum-
ar eyrarnar í Langadal í Húnavatns-
sýslu með vatninu úr Blöndu. Og
svona mætti halda áfram upp að telja.
Þessa búskaparbót má þegar gera.
Og nokkuð má auðvitað halda í átt-
ina til þess búskaparlags, sem herra
Bíldfell bendir á og vér teljum hið
rétta. En fullkomin bylting getur
aldrei orðið í landbúnaði vorum fyr
en járnbrautin er komin. Hún verður
að koma fyrst. Þá kemur hilt á eftir.
Og þá kemur líka meira. Þá kem-
ur líka sjálfstæðið margþraða. Því
leiðin til þess er ekki sú, að láta
pólitiska skýaglópa og skilnaðargosa
teyma sig á eýrunum, heldur að skapa
efnalega óháða bændastétt og sjalf-
bjarga þjóð í landinu.
V. G.
Efnt loforð
til Jóns á Hafsteinsstöðum
(Niðurl.).
Nú kemur þá um kosningarseðilinn frá
bróðir hreppstj.. Það er undantekningar-
laust eina atriðið í þessu umrædda þvælu-
ritverki hans, sem dálítil ástæða var þó
fyrir hann að bera á móti. Pilturinn,
sem flutti seðilinn á fundinn, harðneitar,
að hann muni eftir, að hafa gefið yfir-
lýsingu um, að faðir hans væri á móti
aukaþingi, en var jafnframt svo dreng-
lundaður að kannast við, að faðir hans
var eigi að síður á móti því. Sama er
með föður hans, hann hefir staðfest hvort-
tveggja. Skal eg ekki þrátta urn þetta.
En það skýrir sig sjálft, að af því mér
var kunnugt um skoðun þessa heiðurs-
bónda áður, í téðu efni, gat eg látið
þess getið, hvaða stefnu hann fylgdi, hefði
mig ekki mint þetta sterklega og minnir
það enn, En hver verður þá mismunur
á afstöðu malsins? Eg ann hreppstjóra
árangursins af uppgötun þessari.
Þá er hreppstj. að ýta undir mig, að
minnast á stofustássið hans, og er sjálf-
sagt að bregðast vel við því. Tilefnið
var, að eg kom að Hafsteinsstöðum og
annar maður með mér. Máttum við ekki
dvelja neitt. Vildi hreppstj. samt ekki
láta okkur fara svo, að við fengjum ekki
að sjá myndir nokkrar, er hann virtist
hafa miklar mætur á. Hann sagði okkur,
að það væru myndir af ýmsum, er hann
nafngreindi og eru háttstandi embættis-
menn þjóðarinnar. Eg tók lftið eftir
þeim, því eg sá enga mannsmynd á þeim.
En hvað hundsmyndina snertir, er hann
talar um, og ann sýnilega mikið, þá þyk-
ir mér það mjög svo trúlegt að hreppstj.
hafi látið taka mynd af mórauðu hund-
tlkinni, sem kend er við Hafsteinsstaði 1
vísunni. Og þar eð aldur er farinn að
færast yfir hana, hefir honum þótt hún
öldungslegri með gleraugu. Og víst átti
tíkargreyið þessa ræktarsemi fullkomlega
skilið, því eftir sínum ítrustu tíkarkröft-
um stúddi hún hann þó forðum í kosn-
ingabaráttunni, þegar hann ætlaði að
verða löggjafi Islendinga. (En það mega
Skagfirðingar eiga, að þeir kunnu svo að
sjá sóma sinn, sem oftar, að þeir höfn-
uðu slfku framboði).
Ekki er hreppstj. vel við sigurglamp-
ann, sem eg mintist á að hefði breitt sig
yfir alla hans mannlegu ásjónu. Hann
vill endilega losna við hann. Trúlegt að
hann fái þá ósk uppfylta. — Þá fræðir
hann um, að eg hafi nefnt þá einu nafni
bankastjóra, gæslustj. og bankastj. Held-
ur þá hreppstj. að slíkt sé rangnefnir
Að líkindum hefir hann þó séð það á
prenti á þessu ári, að menn, sem virki-
lega vita hvaða störf þeir hafa við bank-
ann, hafa leyft sér, þegar talað er um þá
yfirleitt, að nefna þá hvorutveggju banka-
stjóra. — Þá á það víst að skiljast svo,
að hreppstj. hafi lesið upp lög til skýring-
ar fyrir fundinn, til að koma í veg fyrir
villu og blekkingartilraun frá mér. Eg
hef svarað þessu blekkingarbulli hans áð-
ur 1 Norðurl. og stendur það óhrakið
enn. En fmyndar hreppstj. sér, að nokkr-
um geti dulist, hver það var, sem reyndi
að hafa blekkingar í frami, þegar fram-
koma hans er athuguð í umræddu efni?
Úr þvf hreppstj. gefur tilefni til þess að
minst sé á lestur hans, má geta þess, að
hann er rétt ámóta eins og leturgerð
hans, en henni verður best lýst með um-
mælum þeim, er nafni hans valdi hon-
um. »Að hafa þetta...................fyrir
hreppstjóra, sem ekki getur skrifað eina
línu óskakka*. — Tæpast er að undra
þótt hreppstj. vfli ekki fyrir sér að bera
á móti því sem fram fer í fámenni, þegar
hann leyfir sér að mótmæla þvb er fram
fór á svo fjölmennum fundi á Sauðar-
krók 8. jan. þ. á. Því það munu þá all-
margir muna ennþá, sem á fundinum
voru, að hann byrjaði á því að reyna að
sverta mig í sambandi við Reynistaðar-
fundinn. — Af þessu geta þá Skagfirð-
ingar séð, sem þarna voru, hvað maður-
inn er ábyggilegur. En eg býst við að
þeim hafi verið það fullljóst áður.
Út af því, að eg sé ekki mikið þektur„
vill hreppstj. sýnilega ekki láta það fara
fram hjá lesendum, _að þar sé hann þö
fremri bæði mér og mörgum öðrum. Þetta
er satt. Því eg kýs fremur að vera lítið
kyntur, heldur en mikið, ef það er þá að
flestu misjöfnu. Aldrei tiefi eg heldur
hangið í frakkalöfum embættismanna, og
mun aldrei gera, til þess að reyna að
víðfrægja persónu mína og koma mér í
mjitkinn hjá þeim. Sérstaklega er sú iðja
ótilhlýðileg við hátiðlegar sorgarathafnir.
Má meðal annars af því marka, hvað
söknuðurinn er einlægur f hjarta þeirra
manna, er slfkt geta látið sjást til sín-