Þjóðólfur - 21.04.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.04.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 63 Eg lít svo á, að sá, sem ekki getur á- unnið sér traust samtlðarmanna sinna á annan hátt, sé þess alls ekki verður. Og full vissa er fyrir því, að margfalda ástæðu hefði hreppstj. til þess að óska þess ein- læglega, að nafn hans væti óvfðar ritað heldur en það mun vera. Tveir þriðju hlutar af dálkslengd eru eftir óhreyfðir enn af þessum hugsana- graut hreppstj.. Þar ægir öllu saman. Um vopin, sem eg átti við í Norðurl.gr., og eg hygg að hann sé nú að fitla með. Sjáum til, hvort ekki bólár betur á þeim seinna í vetur? Um ritsfma. Einhvern höfund með upplýsingar. Djúp, málfræð- isleg skýring á orðinu »uppbót«!l Ljósar bendingar, hverja greiðustu leið hann hugsar sér upp að háborði skáldmæring- anna, til að öðlast tilhlýðileg skáldataun. Kvíðablandin óró um ímyndaðar fyrir- skipanir út af einhverju. Tvö gremju- þrungin áhlaup út af vfsunni í Norðurl.gr. Vel skiljanleg hræðsla, að fást mikið við fúlegg o, fl. Öllu þessu gæti eg auðveld- lega snúið betur að hreppstj. og sumu af því með hvössum köntum. En eg vil ekki leggja mig niður við að apa þann lúalega ósið eftir hreppstj. Enda sýnir sú meginregla hans efnaskortinn í sinni átakanlegustu mynd. (Nl.). Albert Kristjánsson. íslenskar sagnir. Páttur Grafar-Jóns og Staðar-manna. (Eftir Gísla Konráðsson). 8. Jón fer bygðum og brögd hnns. Jón Bjarnason fór bygðum um hrfð að Veðramóti; má heyra það í stökum, er hann kvað, og ætla menn hann væri þá kominn að Stóru-Gröf á Langhloti: Veðramót er mæta jörð, meður Kálfárdalur; . lasta aldrei skal eg Skörð, þó skensi mig margur halur. Af Heiði minni held eg það, hún mér þótti’ oft valin; kvæðum betri kem þó að um Kálfár- stranga -dalinn. (jað var, þá Jón var kominn að Stóru- Gröf, að enn ól hann fátæk börn upp; eru til nefndir sveinar tveir, Guttormur og binnbogi; sagði hann svo við sveina þá, er hann fóstraði og atallegir þóttu vera, og hann ætlaði að manntak mundi í verða: „Drektu úr rjómapottunum hjá henni Snjóku, en varastu að fara í undan- renningarpottinn". Það varð þá eitt snin, er hann kom sunnan með lest sína, að hann rak hjá tjaldi í Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, að hann greip þar hest rauðan, varpaði á hann reiðingi og fisk_ böggum sem hvatlegast; var hann allra m»nna snarráðastur 1 hvlvetna, rak svo bestinn með lest sinni; en er hann var eigi alllangt kominn norður á heiðina, sá hann og lagsmaður hans, að 3 menn riðu á eftir þeim mikinn, og þóttíst Jón vita, að leita mundu þeir hestsins, stökk af baki, greip krft úr vasa sínum og krftaði blesu á hinn stolna hestinn: en er þeir, er eftir leituðu, gættu hestanna, sáu þeir hvergi Rauð, því blesan vilti fyrir þeim, og ætluðu hann í aðra lest farinn, en Jón hélt hestinum og fór heim norður. Öðru sinni var það, að hann greip hest brúnan í Kúagerði innan Vatnsleysu og hleypti í lest sína, er áfram hélt inn hraun, en Jón reið að tjaldi þeirra manna, er hestinn áttu, og lýsti fyrir þeim brúnum hesti sem líkustum þeim, er hann greip; lét hann mundi suður aftur strokinn, og alt reið hann suður í Voga, áður hann sneri aftur og reið norður á tjöll og heim. Það var Ný skósmiða-saumavél til sölu nú þegar, afar-ódýr, og má borga hana mánaðarlega, hii Jóh. Jóhannessyni. Laugaveg 19. Allir brúkaðir HÚSMUNIR keyptir fyrir peninga hi> Jóh. Jóhannessyni. ^ Laugaveg 19- Prír hjólhestar, fyrir dreng, kvenmann og karlmann, til sölu; afar-ódýrt; mánaðarafborgun. hjá Jóh. Jóhannessyni. æ Laugaveg 19. eftir að hann kom að Gröf, að hann átti þar kýr góðar; er þar og heyskapur afar- mikill og ærnar ferginstjarnir; lét hann gefa þeim fergin þrisvar á dag, batt og heyvöndul uppi í básum þeirra, er þær vildu grípa í hann millum gjafa; er það almæli, að enginn þeirra mjólkaði minna en pundfötu í mál, en ól reiðhesta sína á töðunni og gaf sýru að drekka; er og sagt, að sumum þeirra gæfi hann smjör; var enginn þá slíkur reiðmaður sem hann; lék og orð á, að eigi væri hann lengi að bregða sér bæarleið, þá honum sýndist. Jón stal rauðum hesti, er brátt kvisaðist; var hans leita farið; kom Jón honum svo undan, þá leitarmenn komu, að hann lét hann inn í eldhúshorn, og hlóð skeklum fyrir framan. Vöruðu grannar hans hann við áður, því öllum þeirra var hann vin- sæll. Það sagði Jón síðan, að hann hrædd- ist mjög fyrir því, að hesturinn hneggjaði, er leitarmennirnir komu í eldhúsið. Ofter sagt hann færi á haustum vestur á Skaga- strönd eða út á Skaga, og tæki á einn eða tvo hesta fisk úr hjöllum. Það segja og sumir, að oft segði hann við Guttorm fóstra sinn: „Steldu, Gutti, skeifu, steldu hnappheldu. En svo var Jón örlátur við snauða menn, að oft tók hann kú úr fjósi sínu og gaf þeim, þá þeir höfðu roist þær, ella ær eða annað til bjargar. I). Skúli sýsluuinður freistar að grfpa Jón. Skúli Magnússon hafði þá Hegranes- þing, er síðan varð fógeti; bjó hann á Stóru-Ökrum i Blönduhlíð; varð það, að Jón var ákærður fyrir sýslumanni um gripdeild og ýms brögð. Kom svo, að Skúli heimti Jón á sinn fund, því eigi var jainan hægt að hitta hann heima; lék og orð á, að hann mundi margfróður. Drógst þaö alllengi, að Jón findi sýslu- mann; lét sýslumaður þá njósna til, hve- nær Jón mundi helst heima, og reið sýslu- maður þá að honum við nokkra menn; kom hann þá til Grafar, en eigi var þá við kostur Jóns, þó hann hefði þann dag sést heima, beint áður þeir komu. Sáu þeir sýslumaður hann hvergi; heimamenn vissu og eigi, hvar Jón var; fátt manna var fyrir. Þeir Skúli rannsökuðu bæinn sem vandlegast, því fyrir hvern mun vildi Skúli rannsaka, svo Jón findist, og ætlaði þá færi best mundi. Sást ekkert nýlunda á bænum, nema' seljubútur einn lá á vegg úti. Fór sýslumaður þá á braut, en er þeir höfðu riðið snertuspöl fram Lang- holt, nær fyrir ofan Páfastaði, gat þá ein- hver fylgdarmaður Skúla til, að vera mætti, að Jón vilti fyrir þeim sjónir, og hann væri seljudrumbur sá, er lá á vegg- inum; vildi sýslumaður þá aftur hverfa, og var það gert, en þá var drumburinn horfinn, er þeir komu aftur, og fundu hann hvergi, en ær ein grákollótt beit á húsum uppi; varð Jón enn eigi fundinn ; riðu þeir þá aftur við svo búið; var þó enn til getið, að sjónhverfing mundi hafa verið, og mætti ske, að Jón væri hin grá- kollótta ærin; nenti sýslumaður þá eigi aftur að hverfa og reið heim til Akra, og bauð stðan Jóni harðlega að finna sig, og hugðist hann með hætti þeim helst fá gripið hann fyrirhafnar-minst, þótteigiléti Skúli mjög erfiðlega um sakir hans, ef hann hynni heldur að ganga í greipar sér. Hvað er að frétta? Trtklof uö: Páll V. Bjarnason sýslu- maður á Sauðárkróki og ungfrú Margrét Árnadóttir (dóttir Árna heit. óðalsbónda í Höfnum Sigurðssonar). Ólafur Gunnarsson stud. med. frá Lóni og Ragna Gunnarsdóttir kaupmanns í Rvfk Gunnarssonar. í Bjarni Jónsson prestur í Reykjavlk og ; Aslaug Ágústsdóttir frá ísafirði. I Frentarlnn heitir ’blað er Prent- arafélágið gefur út. Það er hið vandað- [ asta að öllum frágangi, kemur út einu ) -sinni á mánuði og kostar r kr. árgang- airinn. I Aprtlblaðinu, sem er nýkomið, ■ ær getið láns þess, er Öl. Jónsson bað ; um til að koma á fót myndamótunar- j -smiðju hér í bænum. Blaðið endar um- i mæli sín með svofeldum orðum: . sEndirinn verður sá, að útlendir menn í munu setja myndamótunarsmiðju hér á j ætofn, en viðkunnanlegra hefði verið að \ hjálpa landanum til að verða á undan«. f j Samsæti héldu nokkrir menn hr. i Jósef alþingism. Björnssyni á skfrdags- ’ kveld. Þar voru margar ræður haldnar, og samsætið var fjörugt. Sunuudagnskóla hafa þeir hald- ið hér í sumar K. Zimsen verkfr. og Sig- urbj. Á Gíslason. 12 kennarar hafa verið við skðlann og um 400 börn. f gær, á sumardaginn fyrsta, fór skólinn undir leiðsögn kennaranna á skemtigöngu út á Seltjarnarnes. Ungliug-aslíóla Ásgríms Magnús- sonar var sagt upp að loknu prófi Mið- vikudag 19. þ. m. I skólanum hafa verið 45 nemendur í vetur. Sumir nemendanna fóru með vertíðarbyrjun úr skólanum þeir, sem eigi höfðu rað á að verja tíma eða efnum til þess að vera allan kenslu- tímann, en gátu samkvæmt fyrirkomulagi skólans varið þeim tfma sér til mentunar, er þeir gátu mist frá að vinna fyrir sínu daglega brauði. Utan Reykjavíkur voru nemendur úr þessum sýslum : 1. Gullbr.s., 2. Borgarfj.s., 3. Dalas., 4. Isafj.s., 5. Strandas., 6. Húnav.s., 7. Skagafj.s., 8—9. Múlasýslum báðum, 10. Skaftafellss., 11. Rangárv.s., 12. Árness.. Ettir ósk for- stöðumanns skólans útnefndi bæarstjórn Reykjavfkur prófdómendur þá Jóhannes Sigfússon adjunkt, séra Guðm. Helgason og dr. Björn Bjarnason, og voru þeir við prófið Jóhannes og Björn, ett séra Guðm. gat það eigi sökum anna. Á sumard. fyrsta héldu nemendurnir kennurunum skilnaðarsamsæti. Fóru þar fram ræðuhöld, söngur, ieikir og að lok- um dans. Cggert &laessen jflrrÉttarmilaflutDingsiDíðiir. Pósthósstraeti 17. Venjulega heim* kL 10—11 og 4—5. Tals. 16. Mikið af allskonar Veggjappir nýkomið til Jónatans Porsteinssonar. Trinkt Huber’s Alkoholfreie Liköre: Magen- bitter-, Cognac-, Wachlolder-, Pfirsich-, Vanille-, Clartrense-, Himbeer feinst-, Johannisbeer-, Orange-, Mandarin-, Kirsch. Pro Liter frs 2,50—3 frs ab Neuhausen. Vertreter gesucht. É. Huber. Neuhausen am Rheinfall. Til leigu heil hús og einstakar ibúðir. tíísli Porbjarnarson. c7unóur í %3?ram næstkomandi laugardagskvöld (22. apríl) kl. 8V2 í Góðtemplarahúsinu. Umræðuefni: Fjárhagur landsins. Sýslumaður Steingrímur Jónsson innleiðir umræður. Ág-ætur starfi. Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið til þess að græða mikið fé með því að selja vörur eftir stóru myndaverðskráhni minni sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl- ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl- ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50% ágóði. Einstaklega lágt verð, Verulega fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing ar ókeypis og burðargjaJdslaust. Chr. Hansen. Enghaveplads 14. Köbenhavn Fiður, margar tegundir nýkomnar, og selj- ast eins og vant er ódýrast hjá Jónatan Þorsteinssyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.