Þjóðólfur - 01.07.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.07.1911, Blaðsíða 1
63. árg. Reykjavík, Laugardaginn 1. Júlí 1911. .»25. Vorvísur á lOOára afmæli Jóns Sigurðssonar. Sjá roðann á hnjúkunum háu! nú hlýnar um strönd og dal, nú birtir i býlunum lágu, nú bráðna fannir í jöklasal. Allar elfur vaxa og öldum kvikum hossa. Þar sindrar á sægengna laxa, er^sækja’ í bratta fossa. Fjallató og gerði gróa, grund og flói skifta lit. Út um sjóinn sólblik glóa, syngur ló í bjarkaþyt. Hjer sumrar svo seint á stundum! Þótt sólin hækki sinn gang þá spretta’ ekki laufin í lundum nje lifna blómin um foldarvang, því næturfrost og nepjur oft nýgræðinginn fella — sem hugans kul og krepjur oft kjark og vonir hrella. Alt i einu geislar geysast, Guð vors lands þá skerst í leik, þeyrinn hlýnar, þokur leysast, þróast blóm og laufgast eik. Nú skrýðist í skrúðklæði landið og skartar sem best það má. Alt loftið er Ijóðum blandið og ljósálfar dansa grundunum á. Gleymt er gömlum meinum og gleymt er vetrar stríði. Menn muna eftir einum, sem aldrei fyrnist lýði. Þó að áföll ýmis konar ella sundri og veiki þrótt — minning hans: Jóns Sigurðssonar safnar allri frónskri drótt. Sjá! óskmögur íslands var borinn á íslands vorgróðrar stund, hans von er í blænum á vorin, hans vilji’ og starf er í gróandi lund. Hann kom, er þrautin þunga stóð þjóðlífs fyrir vori, hann varð þess vorið unga með vöxt í hverju spori. Hundraðasta vor hans vekur vonir nú um Islands bygð, nepjusúld og sundrung hrekur, safnar lýð í dáð og trygð. H. H. • Fyrir minni Jóns Sigurðssonar á hundraðasta afmæli hans 17. júní 1911. Af álfunnar stórmennum einn verður hann og ættlands síns fegurstu sonum; það stendur svo skínandi mergð um þann mann af minningum okkar og vonum. Svo fekk hann þann kraft og þá foringjalund, að fræknlegri höfum vjer orðið um stund og stækkað við hliðina’ á honum. oss hnykti þá við, er hún vopnaði sig og varð ekki keypt til að svíkja. Og þvi er það ástfólgnust hátíðin hjer, er hundraðasta’ afmælið skín yfir þjer og flokknum, sem vildi ekki víkja. Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt hjá öfunum feigum og hárum; þeir sögðu’ oss af fundinum fimmtiu’ og eitt og fóru með orðin með tárum. Og fornaldartign yfir foringjann brá, og fagurt var ísland og vonirnar þá, og blessað það nafn, sem við bárum. Og skörð ljest þú eftír í eggjunum þeim, sem oss liafa sárastar skorið, og sjálfur af landvarnarhólminum heim þú hefur vort dýrasta borið. Með því eggjar móðir vor mannsefnin sín: hvert miðsumar ber hún fram hertýgin þín og spyr oss um þróttinn og þorið. Og þökk fyrir tuttugu’ og þriggja ára stríð Af þjer verður hróðugust öldin. Við það urðu óðulin okkar svo fríð, er ofbeldið misti þar gjöldin; Og þó að það eigni sjer feðranna Frón, í friðaðri jörð verða beinin þín, Jón, svo lengi sem landið á skjöldinn. A E. I Afhjúpun andlitsmyndar Jóns Sigurðssonar i hátíðasal Mentaskólans. Þú salur! þar nú sitjum vjer, þin saga’ er frá þeim degi ger, í þjer er vígðist þing; því fyrr en skóla lið þú leist, þú leist hjer þing vort endurreist; þess hetju að sjá þjer hefur veist, sem hóf hjer vopnin sling. Hjer stóð hann, hetjan frækn og fríð, svo frjáls, á undan sinni tíð, hann benti’ á nýja braut, og geisli skein af ársól inn á enni bjart og rjóða kinn, er brýndi’ hann hugmóð bræðra’ og sinn, að bila hvergi’ í þraut. Þú skóla salur, salur þings, með sætum þjóðfulltrúa-hrings á undanfarnri öld! hjer þings var skóli’ í þínum rann, og þjóðmæringur kenna vann, vor þingmeistari — heiðrum hann vort hinsta fram á kvöld. Og því er myndin snillings sett, vor salur, áþinn vegginn rjett: hún mitt sje meðal vor! en andinn þess hins ítra manns hjer yfir svífi börnum lands, i skóla stöð, á staðnum hans, sem steig hjer frægðar spor! Stgr. Th. Það reis upp sú manndáð í þjóðinni um þig, sem þóttist of rík til að snikja;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.