Þjóðólfur - 01.07.1911, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR.
95
þeir báðir vissu ýyrirýram og vissu
enn betur á eftir, að stór meiri hluti
þjóðarinnar fordæmdi veitinguna.
Nú skyldi maður halda, að kálfur-
jnn hefði í þessu tilfelli launað ofeldið,
en það varð ekki. — Strax þegar
„sendiherranum" gafst færi á að snúa
bakinu að velgerðamanni sínum, þá
gerir hann það. Hann gerist einn af
forgöngumönnum „sparkliðsins" og
fremur „vígið", sem ísafold kallar,
nóttina milli 24. og 25. mars, á vel-
gerðamanni sínum.
Nú kann fólk að segja, að hér hafi
ráðið aðrar pólitiskar ástæður. En
svo var ekki. Vog-Bjarni hefur sjálf-
nr í þingræðu, er hann hélt síðar,
lýst yfir því, að hann hafi greitt atkv.
með vantraustsyfirlýsingu gegn fyrv.
ráðh. B. J. af pví að hann hafi skilið
það svo, að B. J. hafi þá verið bú-
inn að missa traust meiri hluta flokks
síns. — Það var ekki traust Vog-Bjarna,
sem ráðh. var búinn að missa, nei,
því var íjarri, en Vog-Bjarni þurfti —
af einhverjum öðrum (almenningi) huld-
um ástæðum, að vera með „sparklið-
inu", og honum finst ekki mikið um
það, að sparka hinn mesta velgerða-
mann sinn til dauða!
Þá skal jeg snúa mér að helztu
atriðum í Isafoldargreininni.
„Sendiherrann" er nafn, sem mann-
inum er auðsjáanlega kært, og kemur
það skýrt fram í grein hans. Jeg þori
að fullyrða, að enginn maður hefir
notað það nafn til að skaprauna þjóð-
inni, eins og Bjarni vill halda fram.
Það er notað á sama hátt og í sama
skyni og menn t. d. kalla Eyjólf
ljóst. . . lögreglustjóra; menn vita, að
E. þykir upphefð í því að vera nefnd-
ur svo, og eins vita flestir, að Bjarna
þykir uppheíð í því að vera nefndur
„sendiherra".
Hann segir að það sé Jóni Ólafssyni
alþm. að þakka, að fjárveitingin til
viðskiftaráðanautsins féll ekki á síð-
asta þingi. „Sendiherranum" klýtur
að hafa orðið mismæli hér, því allir
þeir, sem fylgst hafa með því, er gerð-
ist á síðastu þingi, vita, að það var
atkvæði hans sjálfs, „sendiherrans",
sem varð þess valdandi, að fjárveit-
ingin féll ekki. Það var sendiherr-
anum sjálfum að „þakka", að hann
hélt embœttinu í þetta skifti, en ekki
hr. 7. Ól.
Þá segir hann, að Heimastjórnar-
menn kalli mótstöðumenn sína „sam-
vizkulausan óaldarflokk". — Eg minn-
ist nú ekki að haía séð eða heyrt það
nafn notað, sérstaklega ekki um
alla andstæðingaflokka Heimastjórnar-
manna; en hafi það verið notað um
meiri hluta þeirra manna, er hafa for-
stöðu í hinum svonefnda Sjálfstæðis-
flokki, þá er nafnið vel valið, ekki
hægt að hafa það öllu betra, og skýt
ég því undir dóm þeirra manna, sem
fylgdust með gerðum síðasta þings,
því þar sátu flestir forsprakkar „sjálf-
stæðismanna" og sýndu oft og einatt,
hvaða mann þeir hötðu að geyma.
3. liður í þessari grein „sendiherr-
ans“ er ekkert annað en blekkingar-
tilraun gagnvart almenningi. — Hann
byrjar svo:
„Þeir hafa irá byrjum stagast á, að
viðskiftaráðunauturinn hefði átt að vera
eingöngu verzlunarerindreki, en láta
hlutlaus önnur viðskifti. Þeir hafa
látist misskilja orðið viðskifti o. s. frv."
Nú vita það allir, sem fylgst hafa
n>eð máli þessu frá byrjun, og ekki
sízt sendiherrann sjálfur, að ýyrst og
fremst var tilgangurinn, að viðskifta-
ráðunauturinn væri það sem kallað er
á dönsku „Handelskonsulent („verzl-
unarráðunautur), en auðvitað mál kom
engum til hugar að amast við því, að
þessi maður einnig hefði afskifti af
öðrum málum, sem snerta þetta land
eða þjóð, en að maðurinn yrði ýyrst
og fremst vtrzlunarráðunautur. Um
það þýðir ekki að þrátta, og þess
vegna var það meining þings og þjóð-
ar, að í stöðu þessa væri valinn versl-
unarfróður maður, en ekki maður, sem
er algert barn í þeim sökum. Að
„sendiherrann" sjálfur hefir skilið þetta
rétt sést ljósast á því, að þegar hann
á þingmálafundunum í vetur var að
prédika fyrir fólki, að sjálfsagt væri
að halda þessu embætti áfram, þá
þóttist hann vera kominn að raun um,
að staðan kæmi fyrst að gagni, ef
viðskiftasáðunauturinn hefði fasta skrif-
stofu hcr í Reykjavfk og verzlunar-
fróða fulltrúa í ýmsum löndum.
Það er nú óþarfi hér að fara að
að lýsa nánara, hvernig „sendihejrann"
hefur notað stöðuna þessi tvö ár, sem
hann hefir setið í henni. Flestum er
í lófa lagið, að kynna sér það, ekki
síst í skýrslum þeim, sem síðasta al-
þing birti eftir hann. Ég skal þá
láta mér nægja að taka hér fram, að
hann hefir alstaðar og undir öllum
kringumstæðum sannfært erlendar þjóð-
ir um það, að útnefning hans í stöð-
una var þjóð og stjórn til vansæmdar
og athlægis, og að óhætt er að full-
yrða, að þetta „sjálfstæðisverk" (fjár-
veitingin og útnefningin) var mjög svo
óheppilegt, eins og sakir stóðu og standa
enn. Það er máske ekki fullkomið
á dagana enn, en það er ekki ólíklegt,
að það sjáist betur síðar meir, hve
traust og álit landsins okkar hefir
þverrað erlendis seinni árin, ekki sízl
fyrir útnefningu og framkomu „sendi-
herrans" í útlöndum.
4. og 5. lið í greininni er að mestu
svarað með þessu.
Því næst segir hann, að upphæð
fjar þess, er honum sé ætluð, sé not-
uð með sviksamlegum samanburði við
aðra. Ekki vanta gífuryrðin! En
þetta er, eftir því sem ég veit bezt,
hrein og bein ósannindi, því enginn
maður hefir sagt, að þessar 10 þús.
kr. renni í vasa sendiherrans sjálfs.
Allir vita, að laun hans verða 6 þús.,
en í ferðakostnað er honum ætlað 4
þús. Það mun því sýna sig, að við-
skiftaráðanautur kostar landið 10 þús.
kr. á ári, en það er það, sem sagt
hefir verið og rétt er.
Að almenningur sjái ekki eftir þessu
fé, er tæpast rétt. Eg get ekki hugs-
að mér almenning svo sljóvan eða at-
hugulausan að sjá ekki, að þegar land-
sjóður er í annari eins fjárþröng eins
og hann er nú, að þá eru 20 þús. kr.
of há upphæð að kasta í sjóinn, og
hvað þá handa manni, sem ekki hefir
gert annað síðustu tvö árin, en að
spilla því litla trausti og áliti, sem
þjóðin naut erlendis.
Loks skal ég svo taka þetta fram:
Þegar fjárlögin fyrir 1912—13 komu
fyrir sameinað þing í vor, vissu menn
ekki, hvernig um þessa fjárveitingu
til Bjarna mundi fara. Enginn var
samt í efa um það, að „sendiherrann"
sjálfur mundi greiða þar atkvæði með
sjálfum sér, en menn vissu ekki um
atkvæði séra Sigurðar í Vigur.— Eng-
inn var í fyrra harðorðari í garð
stjórnarinnar fyrir útnefningu Bjarna
en síra Sig.; fordæmdi hann niður
fyrir allar hellur; en maðurinn hefir
ekki alt af breytt eins og hann hefir
talað, og voru því flestir í vafa um,
hvernig atkvæði hans mundi falla í
þessu máli. En öllum var það ljóst,
að úr því Bjarni greiddi sér sjálfum
atkv., þá var það atkv. sr. Sigurðar,
sem reið baggamöninn.
Nú kemur þsð augnablik, að greiða
á atkv. í sameinuðu þingi um þessar
10 þúsund kr. á ári til Bjarna. — Þá
er það sr. Sigurður, sem fyrst tekur
til máls, og lýsir þá yfir því, að hann
muni gefa fjárveitingunni atkv. sitt,
en að eins með því móti, að Bjarni
ræki þessa stöðu sína með árvekni og
trúmensku. Hann segist ekki vilja
leyfa Bjarna að vasast í öðrum mál-
um og undir engum kringumstæðum
vilji hann að „sendiherrann" vasist í
pólitík eða sé þingmaður. Hann
heimtaði, að ráðherra sæi um, að
Bjarni gætti skyldu sinnar, en eyddi
ekki tímanum til óþarfa hér og er-
lendis. — Þessu var ekki andmælt,
sízt af Bjarna, og fjárveitingin gekk
fram með eins atkv. mun.
Hvað gerir svo sendiherrann? Hann
spókar sig um tíma eftir þingið hjer
í Rvík, fer síðan vestur í Dali, hús-
vitjar þar, heldur fundi og skilur svo
eftir framboð sem þingmannsefni Dala-
manna við næstu kosningar.
Séra Sigurður og flokksmenn hans
eru náttúrlega þessu að fullu sam-
þykkir því, — það er þjóðin Vigur-
klerksins (sbr. orðin: „þjóðin mín“),
sem borgar brúsann!
Heimastjórnarmaður.
íþróttamótið.
Á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar hófst
iþróttamót á íþróttavellinum nýja á Mel-
unum og gengust ungmennafjelögin fyrir
því. Þórhallur biskup Bjarnason setti það,
og mælti á þessa leið:
»Sæmd er mér það og gleði, að verða
við óskum forstöðunefndarinnar að mæla
nokkur orð áður en íþróttamótið byrjar í
dag, þetta hið fyrsta iþróttamót ’.andsins,
sem leiða mun mörg á eftir sér.
Svo vel er mjer við þennan nýgræð-
ing í þjóðarakrinum, og félagsskapinn,
sem gengist hefir fyrir þessu móti. En
sá félagsskapur er Ungmennafélag Is-
lands.
Vér Islendingar þurfum meiri líkams-
hreysti, meira þolgæði til hvers kyns
vinnu, handar og anda; meira fjör, ör-
ara, heitara blóð í æðarnar; meiri fegurð,
ljettari burði.
Þegar þingmannahópurinn íslenski var
í Danmörku fyrir fimm árum síðan, voru
íþróttamótin, sem hann sá, eitt hið feg-
ursta og minnisstæðasta í förinni. Og
Danir töldu þau einmitt einhverja farsæl-
legustu nýjungina í þjóðlífi sínu.
Varla varði menn þá, að svo fljótt
mundi verða kostur á, að sjá slfk íþrótta-
mót hér á landi. Nú gefur hér að líta
stóran og tríðan hóp meyja og sveina.
Minnir hópurinn á æskulýðinn frá lýðhá-
skólunum dönsku, er eg sá í þingmanna-
förinni. Nema hvað hér er blái liturinn
með þeim hvíta.
Eg var við stofnun háskóla íslands í
dag. Eg gekk út af þeim fundi með
hlýjum vonum og innilegum árnaðarósk-
um. Háskólinn okkar fær sama afmælis-
dag og Jón Sigurðsson, og það fá líka
íþróttamót æskulýðsins fslenska. Og þar
sem þau eru, sé eg í anda rísa annan
háskóla hinnar fslensku þjóðar. Sá skóli
nær til enn miklu fleiri en hinn eigin-
legi háskóli getur beint náð til, styrkj-
andi og örvandi, fegrandi og göfgandi.
Hvíli blessun guðs )'fir hvorumtveggja
skólanum, og verði mikil og fögur minn-
ing þeirra á ókominni tíð, á þessum
minningardegi hinnar íslensku þjóðar.
Má eg bregða upp fyrir ykkur, æsku-
menn, ofurlítilli mynd úr grísku skáld-
sögunni, sem lifir á öllum tungum sið-
aðra þjóða meðan heimur byggist:
Ódysseifur er kominn heim úr hrakn-
ingum sínum og með honum er hinn
vaski sonur hans Telemakkus. En Laer-
tes gamli, faðir Ódysseifs, veit ekki af
komu sonar síns og þekkir hann ekki.
Gamli maðurinn er dapur og hrumur.
Hann er einmana að bisa við trjen 1
garðinum sínum í bættum kyrtli. Loks
getur Ódysseifur komið með svo glöggar
jarteiknir, að gamli maðurinn kannast
við hann, og þeir fallast í faðma feðg-
arnir. Þá réttir Laertes úr bakinu og
gengu heim til bæjar.
Og þjónustumærin laugaði nú hinn
hugumstóra öldung og smurði hann við-
smjöri, og lagði síðan yfir hann fagra
yfirhöfn. Og Athena gekk til hans og
styrkti limi hans, og gerði hann meiri
vexti en áður og þreknari á velli að sjá,
Og nú var hann orðinn líkur í sjón hin-
um ódauðlegu guðum.
Og ekki var til setunnar boðið. Óvin-
ir stefna að garði til að hefna biðlana,
sem Ódysseifur hafði lagt að velii í höll
sinni. Allir hervæðast og eins Laértes
gamli, grár fyrir hærum. Þeir feðgar
Ódysseyfur og Telemakkus eggja hvor
annan til framgöngu. Og þá verður
Laertes gamla að orði:
»Góðu guðir! Hvílfkur dagur er þetta
fyrir mig! Mig gleður það stórum, að
sonur roinn og sonarsonur keppa um
hreysti sfn í millic.
Heil til mótsins, á heilla og gleðidegi,
ungu meyjar og ungu sveinar, að keppa
um hreysti ykkar í milli, hreysti líkarna
og sálar.
Aukist það kapp með íslenskri þjóðlc
Iþróttamótið stóð yfir í viku og var
þvf lokið 25. f. m., og var þá verðlaun-
um úthlutað, er þessír hlutu :
Fyrir leikfimi fékk íþróttafélag
Reykjavíkur 1. verðlaun, silfurskjöld.
Leikfimisfélag U. M. F. R. heiðursbréf,
og Leikfimisfélag U. M. F. Iðunn silf-
urskjöld (það félag kepti ekki).
Fegurðarglímu: 1. verðlaun,
Hallgrímur Benediktsson, silfurbikar; 2.
verðl. Geir J. Jónsson, siífurmedalíu;
3. verðl. Magnús Tómasson, bronse-
medalíu.
Hástökk: 1. verðlaun Magnús Ár-
mannsson silfurmedalíu; 2. verðl. Krist-
inn Pétursson, bronsemedalía.
Langstökk: 1. verðl. Kristinn
Pétursson, silfurmedalíu; 2. verðl. Sig-
urjón Pétursson, bronsemedalía; 3. verðl.
Kári \rngrímsson, bronsemedallu.
Kúluvarp: 1. verðl. SigurjónPét-
ursson, silfurmedalfu; 2. verðl. Helgi
Jónasson brmed.
Knattkast: 1. verðl. Sigurjón
Pétursson, silfurmedalíu; 2. verðl. Ágúst
Markússon, bronsemedalíu.
Kappgöngu: 1. verðl. Sigurjón
Pétursson, silfurm.; Helgi Þorkelsson,
heiðursskjal.
Kappsund (150 stikur): 1. verðl.
Erlingur Pálsson, silfurm.; 2. verðl. Sig-
urður Magnússon bronsem.
Kappsund (200 stikur): 1. vetðl.
Erlingur Pálsson silfurm.
Kapphlaup (100 stikur): 1. verðl.
Kristinn Pétursson silfurm.; 2. verðl.
Geir Jón Jónsson bronsem.; 3. verðl.
Sigurjón Pétursson bronsem.
Kapphlaup (402 stikur): 1. verðl.
Sigurjón Péturson silfursm.; 2. verðl.
Geir J. Jónsson brm.; 3. verðl. Magnús
Tómasson bronsem.
Stangarstökk: 1. verðl. Bene-
dikt G. VVaage, silfurm,; 2. verðl. Kjar-
tan Ólafssou bronsem.
Fótboltaleik: Félagið »Framc
heiðursskjal og hvermeðIimur(n)bronse-
medalíu.
Lyfting: 1. verðl.: Jón Ásbjörns-
son, silfurm.; 2. verðl. Halldór Han-
sen, bronsem.
Kappglíma (1. fl.): 1. verðl. Sig-
urjón Petursson. silfurm.; 2. verðl. Hall-